Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014 Hinn 7. desember sl. birtist grein eftir mig hér í blaðinu sem ég nefndi Vonbrigði. Með frumvörpum ríkisstjórn- arinnar hinn 26.3. er það því miður staðfest sem að ég óttaðist. Eðli málsins samkvæmt verð ég að endurtaka sumt sem áður hefur komið fram en það er ekki hægt að láta at- hugasemdir hjá líða ef aðgerðir vegna hinna alvarlegustu mála sem áhræra stóran hluta alþýðu manna munu ekki gagnast nægilega vel ef fer sem horfir. Var það þetta sem fólkið kaus? Stjórnarflokkarnir hlutu braut- argengi í síðustu kosningum m.a. vegna þeirrar ætlunar að taka rösklega á málefnum heimilanna og leiðrétta stökkbreyttar skuldir þeirra. Væntingarnar voru miklar sem von var. Í stað þess að ganga strax til verks og t.d. nýta áður fram komnar hugmyndir eða ráð- færa sig við hina þjáðu sjálfa og hagsmunasamtök þeirra um hvað kæmi þeim best þá var tekinn langur tími til að spyrja svonefnda sérfræðinga hvað til bragðs skyldi taka. Frumskylda ríkisins að þjóna borgurunum og vellíðan þeirra var þannig sett í bið og maður spyr hvort það hafi verið vegna þess að menn vissu ekki hvernig uppfylla ætti eigin loforð eða e.t.v. vegna hentugleikasjónarmiðs að geta bent á einhvern annan sér til stuðnings? Á meðan misstu enn fleiri fjöl- skyldur allt sitt og enduðu á göt- unni. Niðurstaða heilabrota hinna sérfróðu reyndist svo vera hálfkákið eitt eins og jafnan má búast við af þeim sem eru fjarri vanda sem áhrærir þá ekki og hugsa um það einna helst að gæta eigin bakhluta. Þá komu engar áætlanir fram um hvernig á að hjálpa þeim aftur til lífs sem verð- tryggingin hefur þegar drekkt og björgunarhringurinn sem svo á að vera svo rýr að hann mun langt í frá koma öllum eft- irtórandi til lands. Einhver þó von- andi góð félagsleg aðstoð við þau sem rekið hefur til leigumarkaðar- ins er hins vegar alls ekki það sama. Takmörkuð hjálp Að það sé lausn að veita skatta- afslátt upp að einhverju lágu marki af útteknum séreignarsparnaði er misgóð hugmynd. Í fyrsta lagi þá er það ekki ríkisins að segja fólki hvernig það á eða vill eyða fé sínu eða er það skynsöm leið að ganga á lögvarinn sérævisparnað ef einhver er ennþá til eða þá hjá þeim sem eru með lægstu launin og verst eru stödd? Þau sem vilja hins vegar þiggja þetta gætu sum þurft e.t.v. að komast í allan sparnað sinn strax til þess að bægja inn- heimtumönnum frá sem smá- skammtahugmyndin leyfir ekki. Og svo var ekki minnst á það sem þeim sem enn eru marandi uppi væri mikill fengur í, þ.e. afnám verðtryggingarinnar sem enn má halda áfram eyðileggingu sinni og éta svo allt nýtt útsæði og það virð- ist sem láta eigi ákveðna sérhags- umuni og Seðlabankann ráða áfram allri för í þeim efnum. Eru menn búnir að gleyma? Það á auðvitað ekki að vanþakka góða hluti en það þarf heldur ekki að iðka sérstaka þakkargjörð til þeirra sem vildu verða útnefndir og sem tóku að sér verkefnið fyrir það að gera ekki það sem hægt er að gera og gera þarf. Hæstvirtur for- sætisráðherra var þó t.d. búinn að viðurkenna að þekkja tillögu Hægri grænna um að nota aðferð magn- bundinnar íhlutunar en hefur hugs- anlega ekki viljað nýta hana vegna þess að hún kom annars staðar frá. Aðferðin á þó uppruna sinn erlend- is og hefur gefist afar vel svo ekk- ert var að óttast í þeim efnum. Það er ennþá hægt Til upprifjunar þá felst aðferðin í stuttu máli í því að stofnaður yrði sérstakur lokaður leiðrétting- arsjóður innan Seðlabankans sem keypti öll verðtryggð skuldabréf vegna húnæðis-, neyslu- og náms- lána og færði þau niður til þess sem þau voru hinn 1.11. 2007 eða síðar, en þann dag tóku tilskipun EES og lög nr. 108/2007 m.a. um ólögmæti afleiðutengingar neyt- endalána til almennings gildi en sem þótt furðulegt sé hafa aldrei verið virt jafnvel ekki af Alþingi sem sjálft samþykkti lögin. Lán- unum yrði svo skuldbreytt með út- gáfu nýrra bréfa þar sem greiðslu- byrðin væri stillt af við greiðslugetuna og tíminn og vaxta- munur greiða dæmið en Seðlabank- inn lánaði sjálfum sér á einhverjum málamyndavöxtum en innheimti aðra og hærri vexti af nýju bréf- unum. Með þessu hefði verið tekið strax á vanda allra í þessu sam- bandi sama hver fjárhæðin hefði verið og útburðum og þjáningum fólks þá loks en strax linnt og ekk- ert hefði lent á ríkissjóði. Og þótt það sé eiginlega annað mál að þá er hægt, ef menn hafa áhuga á, að ná fljótt til stórfjár þrotabúanna í gjaldeyri með því að láta þau kaupa krónur til þess að greiða kröfuhöfum með og ná svo til snjó- hengjunnar eldri og þá einnig nýrri með nýjum lögeyri og skiptum yfir í hann á lágu gengi og greiða niður skuldir með afrakstrinum og nota til annarra þjóðþrifamála. Verð- bólguóttinn má ekki ráða för. Tök- um á henni síðar, hún er stórt mál en minna mál en öll hin sem hér eru nefnd ef þau fá að ganga fram. Að hanga í voninni Það verður ekki hjá því komist að spyrja hvort frágreint sé það sem væntingarnar og atkvæðin stóðu til og kemur fólkinu best og leysir vanda þess í raun. Ég vona að menn ætli ekki að þvo hendur sínar og telji að verkinu sé lokið og að gott fólk sjái að sér og að Al- þingi færi málin til farsælli og bet- ur virkandi lausna. Endurtekin vonbrigði Eftir Kjartan Örn Kjartansson » Frumskylda ríkisins að þjóna borg- urunum og vellíðan þeirra var sett í bið. Kjartan Örn Kjartansson Höfundur er fyrrverandi forstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.