Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014 SVO ÞÆGILEGIR AÐ ÞÚ GETUR GENGIÐ ENDALAUST. HVER ÆTLI SÉ SÁTTUR VIÐ ÞAÐ. Þú færð GO walk skó í Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | Intersport, Reykjavík | Dion, Glæsibæ | Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi | Heimahornið, Stykkishólmi | Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið, Akureyri | Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum | Palóma, Grindavík | Skóbúðin, Keflavík Það ætti að vera stjórnendum slíks stórfyrirtækis ærið umhugsunarefni þegar mikill meirihluti starfsmanna þess er reiðubúinn að fara í átök við vinnuveitanda sinn svo unnt verði að semja um sanngjarnar tillögur til kjarabóta. Umræddir starfs- menn eru nú með lausa samninga og hafa stéttarfélög þeirra, Félag flug- málastarfsmanna ríkisins (FFR), SFR, Stéttarfélag í almannaþjón- ustu og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) lagt fram kröfugerð eins og venjan er við slíkar aðstæður. Viðræður hóf- ust í desember en var vísað til ríkis- sáttasemjara í lok febrúar. Stjórnendur Isavia ohf. hafa kosið að fara þá leið að fela sig í pilsfaldi Samtaka atvinnulífsins sem ákveða kúrsinn fyrir sína fylgihnetti og allir fylgja þeir mögl- unarlaust. Þar er ekki verið að líta til baka og spyrja sig hvernig viðkomandi fylgihnöttur hefur hag- að málum síðustu miss- erin. Enginn tími fyrir slíkt. Mikilvægara er að fylgja stefnunni. Í þeim viðræðum sem FFR, SFR og LSS hafa átt við SA sem koma fram fyrir Isavia ohf. hefur þessi afstaða oftsinnis komið fram. Það er ekkert svigrúm til að bæta, leiðrétta eða taka tillit til sérkrafna starfsmanna. Slíkum kröfum ætíð svarað á sama hátt. Svigrúmið er ekkert! Þessum kúrs eru félagsmenn okk- ar ósammála og hafa því ákveðið að leggja áherslur á kröfur sínar með því að boða vinnustöðvanir í apríl, þá fyrstu að morgni 8. apríl nk. Að- gerðirnar munu ná til alls landsins og hafa mikil áhrif. Mest verða þau á Keflavíkurflugvelli. Þar starfa flestir starfsmenn Isavia ohf. Vinna verður stöðvuð í fimm klukkustund- ir að morgni. Ljóst er að tafir og seinkanir verða á millilandaflugi þennan dag. Stjórnendur Isavia hafa rekið harða starfsmannastefnu síðustu ár. Gríðarlegar skipulagsbreytingar hafa verið framkvæmdar og hafa starfsmenn farið í þessar breytingar með fyrirtækinu. Oft með semingi, enda hefur ekki alltaf verið auðvelt að umbylta öllu og aðlagast nýjum vinnubrögðum og vinnuumhverfi. Mjög oft hafa stéttarfélögin bent á að sígandi lukka sé best, hafa ósk- að eftir því að hægara verði farið í stærstu umbyltingarnar, en þau varnaðarorð hafa verið hundsuð. Stjórnendum hefur ítrekað verið bent á það álag sem starfsmenn verða fyrir við hina gríðarlegu fjölg- un ferðamanna til landsins. Þeim ábendingum hafa stjórnendur ekki haft tíma til þess að sinna, enda uppteknir við að stækka Leifsstöð vegna sömu farþegafjölgunar. Alltaf verða sömu stjórnendur svo undr- andi þegar þeir sjá niðurstöður við- horfskannanna sem gerðar eru reglulega meðal starfsmanna. Þó ættu þeir að vera orðnir vanir út- komunni enda er niðurstaðan ætíð sú sama. Óánægja með stjórnendur og stefnu. Mesta óánægjan er iðu- lega á sama vinnustaðnum (þeim fjölmennasta), Keflavíkurflugvelli, þar sem álagið er hvað mest. Í stað þess að leitast við að finna úrlausnir, eru frekar gerðar fleiri kannanir sem vonandi færa ábyrgðina á hend- ur millistjórnendum. Aðalfundur Isavia ohf. er í dag. Ný stjórn tekur við. Vonandi leið- réttir sú stjórn kúrsinn sem fyr- irtækið hefur fylgt undanfarin ár. Í þeim kúrs hefur hvorki verið tekið tillit til skerja eða boða heldur böðl- ast yfir alla fyrirstöður. Ný stjórn Isavia ohf. hefur um tvo möguleika að velja þegar kemur að því að marka þá starfsmanna- stefnu sem fylgja skal. Stjórnin get- ur ákveðið að fylgja áfram átaka- leiðinni, sem stjórnendur Isavia hafa hingað til fylgt. Ákvarðanir eru teknar og lítið tillit er tekið til skoð- ana starfsmanna og stéttarfélaga þeirra. Í þeirri stefnu kristallast andúð stjórnenda á stéttarfélögum starfsmanna. Þau eru að þeirra mati hindrun á veginum og tímaskekkja. Best væri, að þeirra mati, að enginn væri í stéttarfélagi. Enda hafa þeir unnið markvisst að því að koma fólki úr verkalýðsfélögunum. Hin leiðin er sáttaleiðin. Þar er hlustað á sjónarmið starfsmanna, þeirra sömu og á hátíðlegum stund- um eru kallaðir „auður fyrirtæk- isins“. Sú leið virkar þegar hlustað er á tillögur stéttarfélaganna enda eru þær byggðar á samtölum þeirra sem leggja fram kröfurnar og þeirra sem vinna verkin.Við óskum eftir þessari umræðu. Fari þessi umræða fram og báðir aðilar viðurkenna að þeir eru ekkert hvor án annars á Isavia ohf. von um bjarta framtíð. Nýrri stjórn Isavia ohf. óska ég velfarnaðar og vænti góðs sam- starfs. Nýrrar stjórnar ríkishlutafélags- ins Isavia bíður ærið verkefni Eftir Kristján Jóhannsson » Stjórnendur Isavia ohf. hafa kosið að fara þá leið að fela sig í pilsfaldi Samtaka at- vinnulífsins sem ákveða kúrsinn fyrir sína fylgi- hnetti og allir fylgja þeir möglunarlaust. Kristján Jóhannsson Höfundur er formaður Félags flug- málastarfsmanna ríkisins. Samningur Samein- uðu þjóðanna um rétt- indi fatlaðs fólks (SRFF) var undirrit- aður fyrir Íslands hönd í marsmánuði 2007. Markmið hans er að tryggja fötluðu fólki mannréttindi til jafns við ófatlað fólk á öllum sviðum samfélagsins. Til að samningurinn hafi áhrif þarf að inn- leiða efni hans í íslensk lög. Því miður geta íslensk stjórn- völd ekki státað af því að hafa náð því takmarki og stefna raunar í að verða meðal síðustu valdhafa aðild- arríkja samningsins til að innleiða efni hans í lagabálka sína. SRFF er mikilsvert framfara- skref að því takmarki að tryggja réttindi fatlaðs fólks. 19. grein samn- ingsins fjallar um sjálfstæða búsetu, félagslega þjónustu og rétt til þátt- töku í samfélaginu. Fyrri liður greinarinnar segir að fatlaðir einstaklingar skuli hafa val um hvar, hvernig og með hverjum þeir búa. Að þeim verði ekki gert að eiga heima þar sem tiltekið búsetu- form ríkir. Fæstir gera sér grein fyr- ir því hvað ný byggingarreglugerð er mikilsvert framlag til réttindabar- áttu fatlaðs fólks. Reglugerðin gerir fötluðu fólki á Íslandi kleift að eiga val um búsetu. Engu að síður er víða pottur brotinn varðandi aðgengi. Auð- vitað á aðgengi að vera í lagi alls staðar. Fatl- aðir einstaklingar eiga að geta farið í versl- anir, í heimsókn til ömmu, vina eða barnanna sinna án vandkvæða. Við byggj- um öll þetta land og eigum öll að hafa tæki- færi til að taka þátt í og hafa áhrif á sam- félagið. Forsendan fyr- ir því er að gera þjóð- félagið aðgengilegt, þannig að fatlað fólk geti t.d. tekið þátt í viðburðum tengdum börnum sínum eða komist inn á vinnustað eins og annað fólk. Í seinni hluta greinarinnar segir að fatlað fólk skuli hafa aðgang að margskonar félagsþjónustu s.s. að- stoð inni á heimili og í búsetuúrræð- um og öðrum stuðningi til sam- félagsþátttöku. Í því felst persónulegur stuðningur til að geta lifað og tekið þátt í samfélaginu án aðgreiningar. Ég er ekki ein um að telja að notendastýrð, persónuleg aðstoð (NPA) gagnist fötluðu fólki best til að uppfylla þetta. Reynslan af NPA sem tilraunaverkefni sveit- arfélaganna lofar góðu, úrræðið hef- ur reynst manneskjulegt og veru- lega valdeflandi í víðum skilningi þess orðs. NPA byggist á hugmyndafræð- inni um sjálfstætt líf (Independent living) sem á rætur sínar að rekja til mannréttindabaráttu fatlaðs fólks á 8. áratug 20. aldarinnar. Hugmynda- fræðin er að allar manneskjur, óháð, eðli og alvarleika skerðingar, geti tekið eigin ákvarðanir, stjórnað eigin aðstoð og mótað eigin lífsstíl. Að fatl- að fólk eigi rétt á að ákveða og velja sjálft sína þjónustu, stjórna eigin lífi og taka virkan þátt í samfélaginu. Í raun færist valdið frá þjónustukerf- inu yfir til fatlaðs fólks með NPA. Von mín er sú að NPA verði lögfest sem meginform þjónustu við fatlað fólk í árslok 2014 eins og stefnt hefur verið að. Áðurnefnd 19. grein veitir fötl- uðum einstaklingi vald til að taka einföldustu ákvarðanir sem ófatl- aður einstaklingur teldi algjörlega sjálfsagða s.s. að fara út í búð, fara í bað, fara í skóla, baka heima hjá sér, halda matarboð o.s.frv. Fötluðu fólki yrði gert auðveldara og í sumum til- fellum kleift að sækja nám að eigin vali og stunda vinnu. Því yrði gert kleift að þroskast í sama umhverfi og ófatlaðir einstaklingar, þar sem fötl- unin er ekki lengur hindrun og and- legt framlag/geta einstaklingsins yrði skýrara. Fatlaðir einstaklingar myndu öðlast nýja sýn á lífið. NPA stuðlar að innihaldsríkara lífi fatl- aðrar manneskju og hvetur hana til dáða með þeim afleiðingum að fram- lag persónunnar og hún sjálf verður skýrari en fötlunin. Fatlað fólk vonar að innleiðing SRFF lyfti grettistaki í réttindabar- áttu þess. Með 19. greininni er fötl- uðu fólki rétt mikið réttlætistól. Þeir sem hafa neistann í sér til að verða gerendur í eigin lífi koma raunveru- lega til með að geta það. „Kerfið“ mun eiga erfiðara með að gleypa fatlaða einstaklinga og fötlunarvæða þá enn frekar. Þeir munu rísa upp og skila sér öflugri út í lífið. Að ráða eigin lífi, búsetu og búðarferðum Eftir Þuríði Hörpu Sigurðardóttur Þuríður Harpa Sigurðardóttir » Sorglegt að taka af fötluðu fólki ákvörð- unarréttinn um sjálf- sagða þætti daglegs lífs, eins og að fara í bað, í skóla, í búð eða halda matarboð. Höfundur er framkvæmdastjóri Ný- prents ehf. og fulltrúi í nefnd ÖBÍ um kynningu á SRFF. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni for- síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferl- inu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.