Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Félagslífið gefur þér bæði orku og
góðar hugmyndir. Ekki er allt gull sem glóir.
Oft er betra að fara sér hægt og meta hlut-
ina út frá kyrrum huga.
20. apríl - 20. maí
Naut Þér er brýn nauðsyn á að sýna hóf á
hverjum hlut. Ef þú fylgist ekki með hlut-
unum áttu á hættu að sitja eftir.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Sjálfsöryggi þitt er slíkt, að menn
kynnu að taka það fyrir hroka. Þú sérð hlut-
ina í skýrara ljósi en samferðamenn þínir.
Það er hæfileiki.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það kostar ekkert að vera örlátur á
annarra fé. Gamall vinur hefur samband og
vill endunýja kynnin, þú ert efins. Gefðu þér
tíma til að íhuga málið.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Líttu á björtu hliðarnar og gerðu þér
sem flest að gamni. Hlýddu innsæinu, þann-
ig verður þú bráðskemmtileg/ur. Þér eru all-
ir vegir færir.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú færð að reyna sitthvað nýtt sem
hefur varanleg áhrif á líf þitt. Brettu frekar
upp ermarnar og helltu þér ótrauð/ur út í
starfann og þér mun vinnast betur en þú
áttir von á.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þig langar svo að njóta athygli vinnu-
félaga þinna að þú ert reiðubúinn að leggja
ýmislegt á þig hennar vegna. Mundu að
manngæskan er öllu æðri.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú tekur reglur ekki alvarlega,
og vilt geta samið um allt. Mundu að þiggja
aðstoð með jákvæðum huga. Láttu mögu-
leika þína til menntunar ekki verða þér fjöt-
ur um fót.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú þarft að skipuleggja tímann
þinn miklu betur en þú gerir nú þar sem þú
kemst ekki yfir þá hluti sem þér ber að
vinna. Ástvinur vill fara sínu fram og gera
það sem honum sýnist.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Allt sem þú tekur þér fyrir hend-
ur gengur upp. Stígðu varlega til jarðar. Ef
það er eitthvert æðra máttarvald sem þú
trúir á þá færðu endanlega sönnun brátt.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú átt í vandræðum með eitt-
hvað sem þú fórst létt með hér áður fyrr.
Mundu að samvinna getur einnig komið þér
til góða.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Láttu ekki draga þig inn í deilur
manna á vinnustað þínum. Vertu samstarfs-
fús.
Amma Víkverja var mikil kjarn-orkukona, sem sést kannski
best á því að hún æfði víst hnefaleika
í æsku sinni, einhverjum árum áður
en sú iðja var bönnuð. Sagði hún
Víkverja eitt sinn að strákarnir
hefðu nú talið hana eitthvað skrítna
að taka þátt í þessu. Amman hafði þó
aldrei látið það á sig fá, enda með
sterkari karakterum sem Víkverji
hefur kynnst.
x x x
Þegar Víkverji hugsar til baka, erþað mjög sterkt í minningu hans
hvað amman hélt mikið upp á 1. apríl
sem „tyllidag“. Ófá árin hljóp Vík-
verji apríl, yfir þröskulda, til þess að
svara símanum þennan dag. Á hin-
um endanum heyrðist þá í gömlu
konunni: „1. apríl!“ og var síðan lagt
á. Svo þegar reynt var að hringja til
baka til þess að hefna sín þóttist hún
ekki vera heima. Þetta var svo end-
urtekið nokkrum sinnum þann
morguninn. Fyrir ungan dreng var
það ákveðið áfall hversu oft ömmu
hans tókst að ná honum þennan til-
tekna dag á hverju einasta ári. Eina
hefndin sem honum datt í hug var að
hringja til baka daginn eftir, hrópa,
„2. apríl“ og leggja svo á.
x x x
Aprílgöbbin frá ömmunni entust ínokkur ár, eða þar til númera-
birtir eyðilagði alla spennu við sím-
hringingar heimilisins. Tæknin hef-
ur þannig haft víðtæk áhrif á þennan
dag og gerir enn. Nú skiptir minna
máli hvort hægt er að fá fólk yfir
þröskulda, heldur veltur allt á því að
narra fólk til þess að klikka á ein-
hvern tengil.
x x x
Eitt það vinsælasta sem Víkverjitekur eftir í netheimum síðustu
árin er að koma með einhverja yf-
irlýsingu, gjarnan um þungun, úr-
sögn úr stjórnmálaflokki, húðflúr,
eða eitthvað sem hugsanlega hefur
víðtækar afleiðingar. Fylgir oftast
með myndarlegur hlekkur ásamt
loforði um að nánari skýringa sé að
finna þar. Án undantekninga er þó
ekkert þar að finna annað en einn af
mörgum hjartaknúsurum 9. áratug-
arins að syngja vinsælasta lagið sitt.
Mætti Víkverji þá frekar biðja um
símtalið sitt. víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Hann stendur mér við
hlið til þess að veita mér lið og vernd.
(Daníel 11, 1.)
Kristrún kona mín er ein af „Lell-unum“, en þeim var boðið á
uppákomu á þriðjudag, þar sem
„Soffíuhópurinn“ flutti ljóðabálkinn
Geðfró eftir Siggu skáldu. „Þetta
eru einskonar kvenlegir Passíu-
sálmar, en ekki þótti ástæða til að
halda til haga nöfnum höfunda þeg-
ar konur áttu í hlut,“ skrifar Soffía
Jakobsdóttir á netið. „Þessi kvæði
voru mikið notuð við húslestra áður
fyrr en að mestu fallin í gleymsku
nú.“
Guðrún P. Helgadóttir segir í
„Skáldkonum fyrri alda“ að höfund-
urinn segist hafa ort Geðfró af guð-
dómsanda. „Sá, sem les kvæðið finn-
ur að það er rétt,“ segir hún og
ennfremur: „Með kvæðinu hefur
höfundurinn bæði veitt sjálfum sér
og öðrum fró í geð, – og lengra
verður ekki komist í trúarvissu en
telja hugsýnir sínar og geðmyndir
raunverulegastar alls raunveru-
leika.“
Náðugi guð, í nafni þínu,
neyð so verði kvitt,
nú skal varpa út neti mínu
í náðardjúpið þitt.
Gísli Konráðsson skrifaði þátt um
Siggu skáldu. Þar segir, að hún hafi
lengstum verið á vergangi. Eitt sinn,
er hún var á ferð, komu tveir menn
ríðandi á eftir henni. Spauguðu þeir
með það sín á milli, hvort þar færi
tófa á undan þeim. Sigga heyrði,
hvað þeir sögðu og kvað:
Tryggð finnst engin tófu með,
títt það margir skrafa,
en reynið þið, hvort refsins geð
rekkar engir hafa.
Til er kvæði, eignað Siggu skáldu,
sem hún yrkir til þeirra, sem höfðu
hýst hana, og er viðlagið þetta:
Kæri vinur, kem ég enn,
kýs ég næturvist hjá þér.
Guð launi yður, góðu menn,
það gjörðuð þér mér.
Svo að aftur sé vitnað í Geðfró
segir Sigga skálda þar undir lokin:
Svalaðu mér á sjálfs þíns blóði,
sálin þyrst er mín.
Ljúfur Jesú, lausnarinn góði,
langar mig til þín.
Kristinn Björnsson segir í netpósti
til mín að í tengslum við aðalfund
Seðlabankans hafi birst mynd af
seðlabankastjóra, formanni banka-
ráðs Ólöfu Nordal og fyrrverandi
seðlabankastjóra Jóhannesi Nordal.
Rifjast hafi upp fyrir sér gömul vísa
og nú spyr hann um höfund hennar:
Situr einn með súldarfés,
Seðlabanka Jóhannes.
Fellir gengið 1. des.
Fer þá allt til helvítes.
Halldór Blöndal
Vísnahorn
Sigga skálda og hið raunveru-
legasta alls raunveruleika
Í klípu
„ÞAÐ ER NÚ VANDINN VIÐ ÞESSI ELDRI
HÚS, MAÐUR VEIT ALDREI HVERNIG
PÍPUR MAÐUR REKST Á.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG SÆI EKKERT Á TJALDIÐ EF HÚN
VÆRI EKKI MEÐ GÖT Í EYRUNUM.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... augnablikið sem
bræðir þig.
ÉG MAN EFTIR
SUMARFRÍUM
FJÖLSKYLDUNNAR.
JÓI FRÆNDI VAR
MEÐ TÖFRABRÖGÐ.
EINU SINNI LÉT HANN
ALLA ÁVEXTINA HVERFA.
GÓÐUR MAÐUR,
HANN JÓI.
GEFIST UPP!
ÞIÐ ERUÐ
UMKRINGDIR
Á ALLA KANTA!
HEY, VIÐ SKULUM
LAUMAMST ÚT
BAKATIL!
AÐ HUGSA SÉR AÐ ÞETTA SÉ
NÆSTI UNDIRMAÐUR MINN!
Vagnhöfða 11, 110 Reykjavík | S. 577-5177 | linuborun@linuborun.is | www.linuborun.is
Af hverju grafa þegar hægt er að bora?
Reynsla - þekking - við komum og metum
Við notum stýranlegan jarðbor
sem borar undir götur, hús, ár
og vötn.
Umhverfisvænt - ekkert jarðrask•
Meira öryggi á svæðinu•
Sparar bæði tíma og peninga.•
Borum fyrir nýjum síma-, vatns-, rafmagns-
og ljósleiðaralögnum.