Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014 Þann 13. mars síðast- liðinn var birt opið bréf frá undirrituðum til Rík- isskattstjóra varðandi skattalega meðferð gjafagjörnings sem Seðlabankastjóri þáði af almannafé með ákvörð- un þáverandi banka- ráðsformanns. Bréfi þessu svaraði Rík- isskattstjóri með út- úrsnúningum daginn eftir og má skilja á svari hans að hann átti sig hreinlega ekki á því að æðsti dómstóll landsins er Hæstiréttur og dómum hans verður ekki áfrýjað til æðri dómstóla hér á landi. Staðreyndir málsins eru þær að Seðlabankastjóri höfðaði einkamál gegn vinnuveitanda sínum, Seðlabanka Íslands, og tapaði hann málinu hvoru tveggja fyrir Héraðsdómi og í Hæsta- rétti. Dómurinn kvað á um að máls- kostnaður félli niður en það þýðir í raun að hvor aðili ber sinn kostnað af málarekstrinum. Það þarf þá vart að orðlengja það að dómstólar hafa þá kveðið upp ótvíræðan úrskurð um það með hvaða hætti kostnaður í heild sinni við málareksturinn skiptist á þá aðila sem deildu. En nú vill Elítan leggjast í einhverjar túlkanir um að þrátt fyrir úrskurð dómstóla um hver skuli bera hvaða hluta málskostnaðarins þá þurfi að líta til þess hvor aðilinn hefði haft ríkari hagsmuni af því að fá niðurstöðu í málinu. Með þessari arfavitlausu rök- leysu sé þannig hægt að bjarga þeim aðilanum sem stofnaði til málaferlanna og tapaði algjörlega frá því tjóni sem hann olli sjálfum sér. Við skulum hafa í huga að hann olli vinnuveitanda sínum líka kostnaði sem dómstólar úr- skurðuðu að félli á mótaðilann þrátt fyrir tap málshefjanda. Ríkisskattstjóri telur greinilega sig og aðra Elítumeðlimi þess um- komna að efast um nið- urstöðu dómstóla og ganga í raun gegn dóms- orðum. Fyrir tæpum tveimur áratugum tók undirritaður að sér störf fyrir íslenskt fyrirtæki ásamt tugum annarra samlanda sinna í verkefni vegna umsjónar með rekstri útgerðar, vinnslu og markaðssetningar í fjarlægu landi. Auk hefðbundinna launa fengu starfs- menn þessir greidda dagpeninga ná- kvæmlega í samræmi við skattmat Rík- isskattstjóra á þeim tíma. Skattyfirvöldum hugnaðist hins vegar ekki að veita þessum aðilum skattfrá- drátt sem var þó nákvæmlega sam- kvæmt reglum Ríkisskattstjóra. Svo fór að mál þetta endaði fyrir dómstólum og fóru leikar þannig að Hæstiréttur úrskurðaði í raun að ekki hefði borið að skilja reglur Ríkisskattstjóra eins og þær voru útgefnar af embættinu heldur eingöngu að uppfylltum nokkrum öðr- um skilyrðum sem þó hvergi var að finna á prenti í nokkrum doðröntum embættisins. Í þessum málum var málskostnaður ákveðinn af dómstól- unum með sama hætti og í því máli sem hér um ræðir. Í þessu máli voru það augljóslega mun ríkari hagsmunir emb- ættis Ríkisskattstjóra að fá niðurstöðu varðandi þennan ágreining en okkar sem stofnuðu til málarekstursins. Rétt er að geta þess að þrátt fyrir hagfellda niðurstöðu dómstóla fyrir Ríkisskatt- stjóra í þessu máli sá embættið ekki ástæðu til að skattleggja Elítuna í sam- ræmi við þá niðurstöðu. Þrátt fyrir þessa ríku hagsmuni sem Ríkisskatt- stjóri hafði af því að fá niðurstöðu í þessum ágreiningi rekur mig ekki minni til þess að hafa borist endur- greiðsla Ríkisskattstjóra fyrir þeim kostnaði sem ég ásamt félögum mínum varð fyrir af völdum málarekstursins. Eftir því sem árin hafa færst yfir hef ég tamið mér sífellt fínlegra orðfæri og kallaði því af hógværð minni í fyrra bréfi umræddan gjörning sem Seðla- bankastjóri naut góðs af gjafagjörning. Eftir lestur svars Ríkisskattstjóra er mér hins vegar ljóst hve óskaplega sið- blindur hann og hans líkar eru og sé því ekki ástæðu til að tala lengur um þetta undir rós. Auðvitað er hér um að ræða hreinan og kláran þjófnað. Tæknilega séð var hann ekki framinn beint af Seðlabankastjóra heldur bankaráðs- formanni á þessum tíma. Það breytir því hins vegar ekki að þeim sem veitti umræddu þýfi viðtöku hlýtur að hafa verið ljóst að ekki var eðlilegt að veita umræddum fjármunum móttöku, þó ekki sé litið til annars en þess hvaða stöðu hann gegnir. Almenningi svíður nóg að horfa upp á að þeir sem gæta eiga fjármuna ríkisins skuli stinga þeim í eigin vasa þó ekki þurfi þeir líka að horfa upp á að viðkomandi fái að halda þýfinu að öllum sjáandi án þess að þurfa einu sinni að greiða skerf af feng sínum til samfélagsins á sama hátt og þeir sem hafa framfærslu sína af því að vinna heiðarlega fyrir sér. Ríkisskattstjóri og Hæstiréttur Eftir Örn Gunnlaugsson »Ríkisskattstjóri telur greinilega sig og aðra Elítumeðlimi þess umkomna að efast um niðurstöðu dómstóla og ganga í raun gegn dómsorðum. Örn Gunnlaugsson Höfundur er atvinnurekandi. Borgartúni 27 Hæð til leigu í BYGG býður til leigu glæsilegt skrifstofuhúsnæði á 4. hæð á einum besta stað í bænum, Borgartúni 27. Hæðin sem er 853 fermetra leigist í einu lagi eða hlutum, allt eftir þörfum. Upplýsingar hjá Fjárfestingu fasteignasölu í síma 562 4250 og hjá Gylfa í sími 693 7300.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.