Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ýmsir stjórn-málafræð-ingar og fréttamenn hafa tamið sér sér- stakan talsmáta um Sjálfstæðisflokkinn. Sá tals- máti virðist einatt mótast af lítt dulinni andúð í garð flokksins, þótt hinir sömu vilji sjaldnast við hana kannast gagnvart öðr- um og jafnvel ekki fyrir sjálfum sér. Aftur og aftur hafa þessir áhugasömu aðilar velt fyrir sér hvers vegna Sjálfstæðisflokk- urinn hafi verið svona „óeðli- lega“ stór hér á landi miðað við það sem tíðkaðist á Norð- urlöndum, þar sem sósíal- demókratar voru löngum fylg- ismestir, og virtist ekki talið óeðlilegt. Þar sem minna varð um svör, sem hægt var að rökstyðja, en vænst var, sættust fyrrnefndir gjarnan á að ástæðan væri sú að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki flokkur heldur regnhlíf- arsamtök um hagsmuni fremur en hugmyndir. Það gæfi færi á pólitískum brögðum sem sköp- uðu skilyrði óeðlilegrar stærð- ar. Það gerði þessari nið- urstöðu svo ekkert til, að sömu aðilar töluðu ákaft, þegar sá gállinn var á þeim, um flokks- ræðið í Sjálfstæðisflokknum, flokkseigendafélagið og for- ingjaræðið í flokknum, rétt eins og einn karl eða svo hefði hverju sinni heljartak á regn- hlífinni sem allir hinir hug- myndasnauðu hímdu undir. Hinum megin víglínunnar áttu hugmyndamennirnir heima og þurftu enga regnhlíf, því hagsmunirnir voru hinir sömu fyrir alla og allir drógust að hugmyndagerjuninni og frjórri sköpun sem henni fylgdi. En hugmyndin sú var þó í rauninni bara ein: Sannfæring um að ríkisvaldið ætti að miðla jöfnuði og hafa fyrirsvar um flesta hluti. Aðeins þannig yrði tryggt að vel færi. Frjósemi hugmyndanna var um hversu hratt og örugglega mætti hækka skatta á landsmenn, ekki til að taka neitt frá þeim í raun, heldur til að miðla fé rétt- látar niður en einstaklingarnir sjálfir væru færir um. Auðvitað varð þá sífellt minna til skipt- anna því kerfið, sem hafði svo göfugum verkefnum að sinna, þandist sífellt út. Margir flokkar áttu sína út- gáfuna hver af þessari meg- inhugsun. Þeir sameinuðust loks í einum flokki flestir og getgátur eru uppi um að það hafi helst verið Sjálfstæð- isflokkurinn sem sameinaði þá. En Samfylkingin, sem sam- steypan var látin heita, er aldr- ei kölluð flokksleg „regnhlíf“ Alþýðuflokks, Kvennalista, Þjóðvaka og Alþýðubandalags (að hluta). Enda ber þar að sögn ekkert á ólíkum sjón- armiðum. Meira að segja evrópu- andstæðingarnir þar á bæ, sem eru mun fjölmennari en ESB-áhugamenn í Sjálfstæðisflokknum, sýnast raddlausir eða þeir biðja aldrei um orðið. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem felur áratugum saman sundurþykkjuna undir regn- hlífinni. Flokkurinn sem var sameinaður í einn flokk af að- eins tveimur fyrir heilum 85 ár- um síðan. En nú þykjast einhverjir vilja fara undan regnhlífinni og hafa reyndar haft um það hót- anir áður. Og þeir kalla sjálfa sig „lýðræðissinnana“ í flokkn- um, þar sem þeir vilja ekki una ákvörðunum sem yfir 90% flokksmanna fylgja. Og þeir sem eru utan flokka og hlakka yfir „klofningi“ kalla þá einnig „frjálslynd“ öfl í flokknum, þar sem þau eru eins og Samfylk- ingin höll undir að ESB verði falin úrslitaáhrif í mikilvæg- ustu málum þjóðarinnar! Þeir sem þekkja til í Valhöll vita að áratugum saman hafa hundruð gengið úr Sjálfstæð- isflokknum sum árin. En af hverju varð hann samt sem áð- ur svo stór? Vegna þess að löngum og lengst af gengu mun fleiri í hann heldur en fóru. Öll þessi mikla hreyfing fór há- vaðalaust fram, inn og út. Eftir Landsfund fyrir fáein- um árum gengu nokkrir menn úr flokknum með nokkrum þyt vegna þess að þeir fengu ekki að ráða niðurstöðum þar, held- ur réð vilji mikils meirihluta flokksbræðra þeirra og -systra. Þessir lýðræðissinnar fóru með þau orð á vörunum að ofrík- ismenn hefðu bersýnilega náð flokknum undir sig. För þeirra gerði flokknum ekkert til svo séð yrði. Nú hamast á flokknum hópur manna, hinn sami og knúði á um að kjörnir fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins gengu óvænt til liðs við Jóhönnu og Steingrím í einu af hinum illkynjuðu icesa- veafbrigðum. Það mál stendur flokknum enn dálítið fyrir þrif- um. Hópurinn þessi reynir nú að koma því inn hjá almenningi að forysta flokksins hafi undir þrýstingi frá honum gefið lof- orð í ESB-málum sem gengu þvert á afgerandi niðurstöður Landsfundar skömmu áður. Það er auðvitað fráleitt að það hafi forystumennirnir gert um- boðslausir. En þessum hópi er sama. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur í þeirra öndvegi. Annað hefur tekið huga þeirra fang- inn. Við því er ekkert að segja og það gerir sennilega lítið til, þótt það sé óneitanlega dap- urlegt að horfa upp á það, þá skömmu stund sem það varir. Hávaði og hótanir eru ekki hornsteinar lýðræðisins} Stefnufesta og trúnaður F yrir eins árs afmæli sitt virtist sem ríkisstjórn Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks myndi takast að sigla trúverð- ugleika sínum í strand. Hefði það orðið töluvert afrek á svo skömmum tíma. Nú ber hins vegar svo við að eftir allmikla hrakn- inga eru ráðherrar sem í byrjun virtust þjást af slæmu sleni (fyrir utan heilbrigðisráðherr- ann) að vakna til lífsins og sýna góð tilþrif, eins og til dæmis menntamálaráðherra og fjármálaráðherra sem báðir eru að vaxa í embætti og sá síðarnefndi er jafnvel að fá á sig svip hins milda landsföður. Meira að segja utanríkisráðherrann, sem lengi virtist hafa lít- inn áhuga á málaflokki sínum, hefur und- anfarið sýnt á sér óvænta hlið og komið póli- tískum andstæðingum á óvart með samstöðuferð sinni til Úkraínu sem gerði að verkum að í samanburði virðist forseti Íslands vera nokkuð pút- ínískur. Ráðherrar virðast svo hafa áttað sig á mistökum sín- um í Evrópumálum þar sem farið var fram með ótrúleg- um ruddaskap sem kallaði á reiði almennings. En batn- andi mönnum er best að lifa og á það jafnt við um ráðherra sem aðra. Vonandi hefur ríkisstjórnin lært sitt- hvað af mistökum sínum í Evrópumálum og mun því framvegis hegða sér sómasamlega gagnvart kjósendum, en á því hefur verið nokkur misbrestur allt frá kosn- ingum. Ríkisstjórnin, sem virtist um tíma vera haldin illri sjálfseyðingarhvöt, rís nú á fætur og blæs til sóknar með kynningu á frumvarpi um skuldaniðurfellingu. Þetta frumvarp hefur gert uppstökka stjórnarandstöðu enn fýlu- legri en áður enda virðist hún ekki mega til þess hugsa að eitthvað sé gert fyrir 100 þús- und heimili í landinu. Síðasta ríkisstjórn varð beinlínis alræmd fyrir skeytingarleysi þegar kom að hag heimilanna og virtist hafa sérlega andúð á millistétt landsins, ólíkt núverandi ríkisstjórn sem virðist ætla að taka sérstakt tillit til þessa fjölmenna hóps. Framsóknarflokkurinn hefur þokað áfram kosningaloforði sínu um skuldaleiðréttingu, sem er meira en margir bjuggust við. Það er vitað að innan Sjálfstæðisflokks ríkti lítil hrifning vegna þessa kosningaloforðs, þannig að það hefur ekki verið uppfyllt jafnrækilega og Framsóknarflokkurinn lofaði. Leiðrétting er þetta samt og hún skiptir máli fyrir fjölmörg heimili. Hagur Framsóknar og forsætisráðherra virðist því hafa vænkast nokkuð um leið og heimili landsins sjá fram á betri tíma. Framsóknarflokkurinn skyldi þó ekki hrósa happi of snemma því ef leiðréttingarnar brenna upp í verðbólgubáli mun reiði almennings beinast gegn flokknum og stjórnarandstaðan um leið fá sterk vopn í hendur. Ríkisstjórninni hefur þegar tekist að fá fólk til að mótmæla vikulega á Austurvelli og hefur örugglega ekki áhuga á að stuðla að því að sá hópur stækki umtals- vert. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Ráðherrar vakna til lífsins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Það eru vonbrigði að banda-rísk stjórnvöld grípi tilþessa ráðstafana gagnvartÍslandi, en þó rétt að halda til haga að þetta eru ekki hörð við- brögð og lík þeim sem við fengum 2011,“ segir Sigurður Ingi Jóhanns- son sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra um aðgerðir Barack Obama Bandaríkjaforseti gegn hvalveiðum Íslendinga. „Við ítrekum að veiðarnar eru löglegar samkvæmt alþjóðasamn- ingum. Vísindagrundvöllur þeirra er traustur og það er hafið yfir allan vafa að veiðarnar eru sjálfbærar og alþjóðaviðskipti okkar með hvala- afurðir í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar,“ er haft eftir Sigurði Inga í fréttatilkynningu sem atvinnu- vega- og nýsköpunaráðuneytið sendi frá sér í gær. Þar segir ennfremur að Íslendingar standi fast á rétti sínum til sjálfbærra og löglegra hvalveiða og að enginn grundvöllur sé fyrir áframhaldandi aðgerðum Bandaríkj- anna vegna veiðanna. Diplómatískar aðgerðir Í febrúar síðastliðnum gaf inn- anríkisráðherra Bandaríkjanna út svonefnda staðfestingarkæru vegna hvalveiða Íslendinga og lagði til við Bandaríkjaforseta að gripið yrði til diplómatískra aðgerða gegn Íslandi vegna hvalveiða. Forsetinn ákvað að fara að tillögunni og undirritaði á þriðjudaginn minnisblað sem útlistar aðgerðir sem embættismönnum og stofnunum er ætlað að grípa til. Því er m.a. beint til embættismanna að þeir komi athugasemdum á framfæri við íslensk stjórnvöld og hvetji þau til að þróa önnur tækifæri sem tengjast hvölum, s.s. hvalaskoðun og rann- sóknarstarf í þágu hvalaverndar. Þá eru embættismenn hvattir til að meta hvort heimsóknir hingað til lands séu viðeigandi og þeim til- mælum beint til utanríkisráðuneyt- isins að það endurskoði samstarfs- verkefni Bandaríkjanna og Íslands. Ekki verður gripið til neinna við- skiptaþvingana. Ólíklegt þykir að þessar aðgerð- ir muni hafa áhrif. Það eru flestir þeirra sem Morgunblaðið ræddi við í gær sammála. Um sama mál og 2011 sé að ræða, ekkert nýtt sé í þessu og ástandið verði áfram óbreytt. Ástæð- an fyrir þessu sé að félagasamtök þrýsti á stjórnvöld í Bandaríkjunum að grípa til aðgerða gegn Íslandi vegna sölu á langreyðarkjöti til Jap- ans og því sé þetta „leikrit“ sett á svið þar sem ekki sé mikil alvara á ferðum. Bandarísk stjórnvöld hafi mikinn áhuga á samstarfi við Ísland, meðal annars vegna hafréttarmála. Allt er þegar þrennt er? Þetta er í þriðja sinn sem banda- rísk stjórnvöld senda íslenskum stjórnvöldum tóninn vegna hval- veiða. Fyrst var það árið 2004 þegar viðskiptaráðherra Bandaríkjanna lýsti yfir áhyggjum af hvalveiðum Ís- lendinga og sagði rannsókn ráðu- neytisins á hvalveiðunum staðfesta það að Ísland stæði fyrir veiðum á dýrum í útrýmingarhættu. George W. Bush, þáverandi forseti, taldi ekki rétt að beita Íslendinga við- skiptaþvingunum en sagði að dipló- matískum aðferðum yrði beitt og að efnahagsráðgjafar hans myndu hafa málið í náinni skoðun og hvetja Ís- land til að draga úr vísindaveiðum. Árið 2006 var ofangreint ítrek- að. Það var svo 2011 sem það kom fram í skýrslu Obama til full- trúadeildar Bandaríkjaþings að áfram yrði þrýst á að hvalveiðum verði hætt. Ekki var beitt við- skiptaþvingunum þá frekar en nú. Ekki hörð viðbrögð en samt vonbrigði Morgunblaðið/RAX Hvalveiðar Barack Obama Bandaríkjaforseti vill aðgerðir vegna hvalveiða. Íslensk stjórnvöld hafa marg- ítrekað fjallað um hvalveiðar í samskiptum sínum við banda- rísk stjórnvöld, samkvæmt svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðs- ins. Ljóst sé að ágreiningur hafi verið árum saman milli ís- lenskra og bandarískra stjórn- valda um hvalveiðar. Það séu hins vegar vonbrigði að bandarísk stjórnvöld kjósi að grípa til svona ráðstafana nú gagnvart Íslandi. Hvalveið- arnar séu löglegar samkvæmt alþjóðasamningum og Ísland í fullum rétti til að stunda við- skipti með hvalaafurðir. Aðgerðirnar nú séu, eins og 2011, diplómatískar og t.d séu þessi mál tekin upp af hálfu Bandaríkjamanna á öllum fundum ráðuneytisins. „ Við stöndum föst á okkar rétti í þessu máli og látum þetta ekki hafa áhrif á okkar sam- skipti vestur um haf,“ segir ennfremur í svari utanrík- isráðuneytisins. Oft rætt UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.