Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014 FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ein meginregla fjölmiðla er að gæta jafnræðis á milli ólíkra sjónarmiða um þau mál sem þeir fjalla um. Sú regla á yfirleitt vel við en þegar um- fjöllunarefnið er flókið og krefst vís- indalegrar þekkingar til að skilja þá getur hún bjagað fjölmiðlaumfjöllun um það. Skoðun getur ekki haft sama vægi og vísindalegar sannanir. Vísinda- og tækninefnd breska þingsins hefur nú gagnrýnt breska ríkisútvarpið BBC fyrir hvernig sumir ritstjórar þess hafa valið við- mælendur um loftslagsvísindi. „Sumir ritstjórar virðast sérstak- lega lélegir í að gera sér grein fyrir vísindalegri sérfræðiþekkingu þátt- takenda í umræðum, til dæmis þegar þeir setja lobbíista á móti virtum vís- indamanni eins og að rök þeirra fyrir vísindunum séu jafngild,“ segir And- rew Miller, þingmaður Verka- mannaflokksins og formaður nefnd- arinnar. Jafnframt segir hann að í ljósi þess hversu mikil trausts BBC nýtur hjá almenningi þá séu það vonbrigði að stofnunin gæti þess ekki að þættir hennar og kynnar endurspegli lofts- lagsvísindin eins og þau eru í raun í umfjöllunum sínum. BBC þurfi að setja sér skýrar ritstjórnarreglur fyrir álitsgjafa og kynna þar sem þeir eru hvattir til að vefengja full- yrðingar sem séu of fjarri samþykkt- um vísindalegum staðreyndum. Vilja ekki eyða sjónarmiðum Talsmaður BBC segir hins vegar að meirihluti viðmælenda fjölmiðla stofnunarinnar séu loftslagsvísinda- menn en það sé hluti af skuldbind- ingu hennar við hlutleysi að leyfa andófsröddum að heyrast. „Við trúum ekki á að eyða öðrum sjónarmiðum, jafnvel þó að þing- nefndin sé ekki sammála þeim,“ seg- ir talsmaðurinn. Náttúruverndarsamtök hafa hins vegar tekið gagnrýni þingnefndar- innar fagnandi. Mörg þeirra hafa lengi verið ósátt við það sem þau kalla „falskt hlutleysi“ í umfjöllun fjölmiðla um loftslagsmál. Þannig fái almenningur oft ónákvæmar eða misvísandi fréttir af vísindunum. „Það er lykilatriði að almenningur og stefnumótandi aðilar fái réttar upplýsingar um hættuna sem stafar af loftslagsbreytingum á næstu ár- um og áratugum,“ segir Leo Hick- man, aðalráðgjafi World Wildlife Fund í Bretlandi. Flöt jörð fái ekki sama tíma Umræðan um falskt hlutleysi fjöl- miðla um vísindatengd mál hefur einnig geisað vestanhafs. Bandaríski stjarneðlisfræðingurinn og stjórn- andi vísindaþáttarins „Cosmos“, Neil deGrasse Tyson, sagði í viðtali við CNN í síðasta mánuði að fjöl- miðlar ættu að hætta að reyna að ná jafnvægi í umfjöllun um vísindamál með því að ræða við fólk sem afneit- ar vísindum. „Fjölmiðlar verða að losna undan þessum anda sem ég held að sé í grundvallaratriðum góður en á í raun ekki við í vísindum. Meginregl- an var að þú verður að segja frá and- stæðu sjónarmiði, sama hver fréttin er. Þá er hægt að líta á þig sem hlut- lausan. Þú talar ekki um kringlótta jörð við NASA og lætur svo flatjarð- armenn fá jafnlangan tíma,“ sagði Tyson spurður um ábyrgð fjölmiðla á að segja rétt frá vísindum. AFP Mengun Sérfræðinganefnd SÞ í loftslagsmálum segir loftslagsbreytingar geta aukið hættuna á átökum, hung- ursneyð, flóðum og meiriháttar fólksflutningum á þessari öld. Breytingarnar eru taldar vera af mannavöldum. Skoðun ekki jöfn vísindum  BBC gagnrýnt fyrir umfjöllun sína um loftslagsvísindi Ólíklegt er að fjöldi fólks muni þróa með sér skjaldkirtilskrabbamein eða annars konar krabbamein í kjölfar kjarnorkuslyssins í Fuku- shima í mars 2011 líkt og gerðist eftir Tsjernóbílslysið árið 1986. Þetta er niðurstaða vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um áhrif kjarnageislunar. Þrátt fyrir að sum börn gætu hafa orðið fyrir geislun sem gæti aukið líkur á krabbameini í skjald- kirtli er einnig ólíklegt að það þró- ist, að sögn vísindamannanna. Þó að um 35.000 börn undir fimm ára hafi búið á því svæði þar sem geisl- unin varð mest er talið að innan við þúsund börn hafi orðið fyrir henni. Börn sérstaklega viðkvæm Þegar kjarnaofninn í Tsjernóbíl bráðnaði fór geislavirkt ryk yfir stóran hluta Evrópu. Fólk sem bjó í nágrenni kjarnorkuversins varð fyrir geislavirku joði sem eitraði mjólk. Efnið safnast saman í skjaldkirtlinum og því veldur geisl- un mestri hættu á krabbameini þar. Börn eru sérstaklega viðkvæm fyr- ir geisluninni. Árið 2005 var tilkynnt um yfir 6.000 tilfelli af skjaldkirtils- krabbameini í börnum og ungling- um sem urðu fyrir geislun í Tsjernóbílslysinu í Hvíta-Rússlandi, Rússlandi og Úkraínu. Slysið í Fukushima í kjölfar nátt- úruhamfaranna árið 2011 var versta kjarnorkuslys í heiminum frá Tsjernóbíl. Vísindamennirnir þakka hins vegar aðgerðum stjórn- valda að ekki fór verr. „Þau litlu áhrif á algengi krabba- meins sem búist er við eru að miklu leyti að þakka skjótum viðbúnaðar- aðgerðum japanskra yfirvalda eftir slysið,“ segir í skýrslu nefnd- arinnar. kjartan@mbl.is Krabbameinstíðnin verði ekki hærri  Japönsk yfirvöld gripu fljótt inn í AFP Kjarnorkuver Starfsmaður í varn- arklæðum í Fukushima-verinu. Ullarnærföt í útivistina Þinn dagur, þín áskorun OLYMPIA Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is 100% Merino ull Góð og hlý heilsársföt fyrir karla og konur Stærðir: S – XXL Sölustaðir: Útilíf • Vesturröst • Hagkaup • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi Verslunin Tákn, Húsavík • Verslunin Blossi, Grundafirði • Kaupfélag Skagfirðinga Bjarnabúð, Bolungarvík • Hafnarbúðin Ísafirði • Efnalaug Vopnafjarðar • Nesbakki, Neskaupsstað Kaupfélag V-Húnvetninga • Heimahornið, Stykkishólmi • Eyjavík, Vestmannaeyjum 30 ÁRA Áttu fullt af græjum sem liggja ótengdar? Leyfðu okkur að aðstoða! S: 444 9911 – hjalp@taeknisveitin.is – www.taeknisveitin.is Tengjum heimabíóið Setjum upp þráðlaust net Standsetjum nýju tölvuna Tengjum saman ólíkar græjur Sjónvarpsmerki í öll sjónvörpin Lagnavinna á heimilinu ...og margt, margt fleira! Hvað gerum við? TÆKNISVEITIN til þjónustu reiðubúin! Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin saman við önnur og fáum allt til að virka. Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.