Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014 Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Alhliða þjónusta fyrir vökvadælur og vökvamótora Sala - varahlutir - viðgerðir Þegar saga sam- starfs sveitarfélaga á Austurlandi er skoðuð (1997-20005) liggur fyrir að samstaða sveitarfélaganna og samþykktir frá aðal- fundum SSA á þessum árum eiga stærstan þátt í því að álver Al- coa í Fjarðabyggð varð að veruleika. Það var Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sem upplýsti á aðalfundi SSA 1997 að norska fyrirtækið Norsk Hydro hefði áhuga á að reisa álver á Íslandi og að Austurland væri þar vænlegur kostur. Stjórn SSA og orku- og stóriðjunefnd SSA hófu þegar ásamt stjórnvöldum frekari undirbúningsvinnu. Und- irritaður hóf störf sem fram- kvæmdastjóri SSA haustið 1998. Nýr formaður stjórnar SSA var Smári Geirsson, kennari í Neskaup- stað og bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð. Formaður, framkvæmdastjóri og stjórn SSA fengu skýr skilaboð frá sveitarfélögunum á Austurlandi frá aðalfundum 1998-2005 að fylgja fast eftir þeim áformum að virkja á há- lendinu og nýta orku í álver í Fjarða- byggð. Öflugur stuðningur stjórn- valda á þessum árum létti róðurinn. SSA gaf út (1999) kynningarblaðið Eitt stærsta hagsmunamál Austur- lands, samtökin Afl fyrir Austurland beittu sér með áberandi hætti í bar- áttunni, Fyrirtækið Athygli stóð vaktina með SSA, stjórnvöldum og síðar framkvæmdaaðilum. Stuðn- ingur frá aðalfundum SSA við álver og virkjun á Austurlandi var á kynn- ingarfundum talinn vera lykillinn að því að hægt væri að fá fjárfesta til að fara í svo stóra og umdeilda fram- kvæmd. Íslensk stjórnvöld, fulltrúar Norsk Hydro og síðar Alcoa nefndu samstöðu heimamanna sem mikinn styrk og eina af forsendunum. For- maður og framkvæmdastjóri SSA sátu fjölda funda og málþing í landshlut- anum og utan hans þar sem þeir fylgdu eftir þessu stóra hagsmuna- máli Austfirðinga. Ekki voru allir fylgjandi svo stóru inngripi í náttúr- una. Farið var á Al- þingispalla og hlustað á umræður þingmanna í sal. Á þingsflokksfundi efasemdarmanna var málstaðurinn kynntur. Rætt við mótmælendur sem stóðu vakt á Austurvelli. Mikill tilfinningahiti fylgdi hjá sumu þessu ágæta fólki. Samþykktir SSA voru eins og biblían í höndum þeirra fé- laga í baráttunni sem oft var snúin. Formaður SSA var trúr mál- staðnum, rökfastur, fylginn sér og lagði mikla áherslu á og lofaði ein- róma stuðning SSA og samstöðu Austfirðinga. Bæjarstjórn Fjarða- byggðar með sinn farsæla bæjar- stjóra, Guðmund Bjarnason, fylgdi alveg sömu forskrift og formaður SSA í baráttunni. Þegar samningur um álver Alcoa var undirritaður á Reyðarfirði 15. mars 2003 að við- stöddu miklu fjölmenni kom vel í ljós í ræðum manna hvað samstaða Austfirðinga og forysta SSA áttu stóran þátt í farsælli lausn. Iðn- aðarráðherra, Valgerður Sverris- dóttir, stóð sem klettur að baki verk- efninu og að launum var hún tekin í dýrðlingatölu nokkurra bæjarfull- trúa í Fjarðabyggð. Fyrsta skóflu- stungan var svo tekin að álveri Alcoa Fjarðaáls 8. júlí 2004. Í hönd fór tímabil mikilla framkvæmda á Mið- Austurlandi við Kárahnjúka-virkjun og álver Alcoa í Fjarðabyggð. Þökk sé SSA og samstöðu sveitarfélag- anna á Austurlandi. (Sjá má í bókinni Samstarf á Aust- urlandi, bls. 360-370 ítarlega lýsingu á baráttuferlinu og þætti SSA í því. Bókin er rituð af Smára Geirssyni fyrir SSA og kom út 2010). Að vera stærstur og sterkastur: Hollt er að hafa framanritað í huga nú þegar landslagið hefur mik- ið breyst, í atvinnulegu tilliti í lands- hlutanum Fjarðabyggð er nú stærsta og öflugasta sveitarfélagið með álver Alcoa og tengda starfsemi alla innanborðs hjá sér. Vöxturinn hefur verið mikill sem er styrkur fyrir miðsvæði Austurlands. Nær allur framkvæmdaþungi í tvo ára- tugi hefur verið á þessu svæði og verður áfram næstu ár. Það fylgir því mikil ábyrgð og vandi að vera stærstur og sterkastur í hópnum og þarf að passa sig að stíga ekki á ná- granna sína sem studdu þá dyggi- lega til að verða stóra og sterka. Slíka stöðu höndla ekki allir. Álitlegt atvinnutækifæri býðst nú þeim stóra. Það er verkefni sem ná- grannahöfn hefur byggt upp og þjónustað í fjörutíu ár. SSA hefur margoft samþykkt stuðning við sigl- ingar vina okkar í Færeyjum og frá- bært uppbyggingarstarf Seyðfirð- inga. Á aðalfundum SSA síðustu ár er einróma samþykkt að í samstarfi sveitarfélaga og hafna á Austurlandi hafi Seyðisfjarðarhöfn það hlutverk að vera áfram helsta ferju- og skemmtiferðaskipahöfn Austur- lands. Formaður stjórnar SSA nú er vandaður bæjarfulltrúi í Neskaup- stað, Valdimar O. Hermannsson. Nú reynir á hvort eindreginn stuðn- ingur sveitarfélaga á Austurlandi í höndum formanns SSA á heimavelli þess stóra virki eins vel og biblían forðum í höndum forverans. Rétt er það hjá forystusveit stóra og sterka að skylt er sveitarfélagi að svara formlegu erindi sem berst. Form- lega svarið við erindinu sem barst liggur í augum uppi fyrir þá sem virða samkomulag. Samþykkt SSA með stuðningi allra sveitarfélaga á Austurlandi vísar þar veginn. Í framhaldinu á stóri og sterki þann leik að óska formlega eftir viðræðum við Ferjuhöfn Austurlands og bjóða þar fram aðstoð sína við að finna far- sæla lausn á erindinu fyrir báða að- ila. Stuðningur sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) færði Aust- firðingum/Fjarðabyggð Alcoa Eftir Þorvald Jóhannsson Þorvaldur Jóhannsson » Samþykktir SSA voru eins og biblían í höndum þeirra félaga í baráttunni sem oft var snúin. Að verða stærst- ur og sterkastur í hópn- um er vandmeðfarið. Höfundur er fyrrv. framkvæmda- stjóri SSA (1998-2010) nú eldri borg- ari Seyðisfirði. Það er talað um „aldraða“ í daglegu tali og vel flestir gera sér grein fyrir að þar er átt við elstu kynslóðina. Ég hef aldrei orðið vör við að aldraðir hafi lýst óánægju með þessa orðanotkun sökum þess að þeim finnist mennska þeirra dregin í efa og þ.a.l. gert þá kröfu að ávallt skuli sagt „aldrað fólk“ eða „fólk með öldrun“. Fræðigreinin fötl- unarfræði gerir hins vegar þessa kröfu í orðræðu um fatlaða. Þá ber ávallt að segja „fatlað fólk“ eða „fólk með fötlun“. Orðið „fatl- aðir“ í öllum sínum beyging- armyndum er bannorð. Sú krafa er sögð hafa komið frá fötluðum sjálfum. Það hefur þó ekki verið hér á landi, heldur úti í heimi og þ.a.l. á öðru tungumáli en ís- lensku. Á íslensku er alvanalegt að vís- að sé til hópa fólks sem á eitthvað sameiginlegt, með lýsingarorði án þess að það þurfi alltaf að taka það fram að verið sé að tala um fólk, s.s. ljóshærðir, hávaxnir, nærsýnir, rétthentir o.s.frv. Það er eðlileg íslenska að tala um rétt- indabaráttu samkynhneigðra og skæri fyrir örvhenta. Að tala um „fólk með samkynhneigð“ er bein- línis ankannalegt. Hvers vegna á þá að vera lagi að tala um „fólk með fötlun“? Svo er heldur ekki sama hver fötlunin er. Það er t.d. iðulega talað um „fólk með þroskahömlun“ en aldrei um „fólk með blindu“. Hvers vegna þarf að vera sérstök málnotkun um fatl- aða? Mér finnst það vera aðgrein- ing að tala um fatlaða á annan hátt en aðra hópa fólks. Þessi mál- notkun að tala eingöngu um „fatl- að fólk“ og „fólk með fötlun“ er bæði einhæf og staglkennd. Fyrir utan það að ef fatlaðir eru ekki fólk, hvað eru þeir þá? Það ætti yfirleitt að vera augljóst af sam- henginu hvort verið er að tala um fólk eða eitthvað annað. Reyndar er orðið „fatlaðir“ bara notað um fólk. Þegar þú heyrir það orð, hvað sérðu þá fyrir þér? Geimverur eða ketti? Það skapar eðlilega fjölbreytni að tala bæði um fatlaða og fatlað fólk. Orðanotkunina „fólk með fötlun“ ætti hins vegar að taka úr orðræðunni að mínu mati. Mér er fyllilega ljóst að brotið hefur verið á fötluðu fólki með margvíslegum hætti í gegnum tíð- ina. Baráttan fyrir því að fatlaðir njóti fullra mannréttinda og sé t.d. gert kleift að lifa sjálfstæðu lífi er í fullum gangi í dag. Það er því miður ástæða til að minna sam- félagið á að fatlaðir eru fólk eins og aðrir. Við skulum þó ekki af- baka tungumálið í leiðinni. Það mikilvægasta er að breyta gamalgrónum viðhorfum í garð fatlaðra með því að leggja áherslu á að fatlaðir eru venjulegt fólk. Hvorki fórnarlömb né hetjur. Hver einasta manneskja lifir sínu lífi með þau spil sem hún hefur á hendi. Það er jafn venjulegt að vera fatlaður og að vera skolhærð- ur. Ég er ekki með fötlun. Ég er fötluð og það er í lagi. Það má. Að vera fatlað- ur á íslensku Eftir Þorberu Fjölnisdóttur Þorbera Fjölnisdóttir »Hvers vegna þarf að vera sérstök mál- notkun um fatlaða? Mér finnst það vera aðgrein- ing að tala um fatlaða á annan hátt en aðra hópa fólks. Höfundur er tungumálakennari. Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði Föstudaginn 28. mars var spilaður tvímenningur með þátttöku 36 para. Efstu pör í NS: (% skor) Erla Sigurjónsd. - Jóhann Bendiktss. 62,8 Bjarnar Ingimarsson - Bragi Björnss. 59,0 Guðm. Sigursteinss. - Auðunn Guðmss. 55,4 Bjarni Þórarinss. - Ragnar Björnsson 55,0 AV Sigr. Benediktsd. - Sigurður Þórhallss. 59,1 Ágúst Vilhelmss. - Kári Jónsson 57,1 Ágúst Stefánsson - Helgi Einarsson 54,5 Ólöf Hansen - Alma Jónsdóttir 52,9 Bridsfélag eldri borgara í Hafnar- firði spilar á þriðjudögum og föstu- dögum í félagsheimili eldri borgara, Flatahrauni 3 í Hafnarfirði. Spilaður er eins dags tvímenning- ur og eru allir spilarar velkomnir. Bridsfélag Reykjavíkur Fjórða kvöldi af sex er lokið. JE Skjanni er með forystu, rétt á undan Lögfræðistofu Íslands. Butlerkóngar kvöldsins voru Sveinn Rúnar Eiríks- son og Þröstur Ingimarsson með 1,86. Staðan: JE Skjanni 126,60 Lögfræðistofa Íslands 120,93 Málning 113,56 Gullsmárinn Spilað var á 15 borðum í Gull- smára mánudaginn 31. mars. Úrslit í N/S: Pétur Antonss - Guðlaugur Nielsen 328 Sigurður Njálss. - Þorsteinn Laufdal 301 Þórður Jörundss. - Jörundur Þórðars. 296 Jón Stefánss. - Viðar Valdimarss. 295 A/V Björn Péturss. - Valdimar Ásmundss. 347 Birgir Ísleifss. - Jóhann Ólafsson 325 Ágúst Vilhelmss. - Kári Jónsson 320 Gunnar Alexanderss. - Elís Helgason 304 Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 31. mars var spilaður 4. eins kvölds tvímenningurinn í vor- syrpu BH. Efstu pör (% skor): Ólafur Þór Jóhannss. - Pétur Sigurðss. 62,0 Erla Sigurjónsd. - Guðni Ingvarsson 58,3 Eðvarð Hallgrímss. - Sigurður Sigurjss. 50,9 Þorgerður Jónsd. - Aðalst. Jörgensen 50,9 Efstu pörin í vorsyrpunni þar sem 3 bestu kvöldin af 4 giltu voru: 1-2 Harpa Fold Ingólfsdóttir 1-2 Svala Pálsdóttir 3 Hermann Friðriksson 4-5 Erla Sigurjónsdóttir 4-5 Guðni Ingvarsson Næsta keppni félagsins er tveggja kvölda páska-butler með veglegum páskaeggjaverðlaunum. BH spilar á mánudagskvöldum að Flatahrauni 3. Spilamennska byrjar kl. 19. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.