Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014 ✝ ÞorsteinnSveinbjörnsson fæddist 25. júní 1950. Hann lést á Landspítalanum hinn 28. mars sl. Foreldrar hans voru hjónin Ingi- björg Sigurð- ardóttir, f. 25.12. 1925, d. 9.5. 2012, og Sveinbjörn Gísli Þorsteinsson, f. 1.11. 1925, d. 22.6. 1967. Þor- steinn átti þrjá bræður: Hrafn, f. 17.5. 1952, d. 1984, Gretti, f. 17.1. og Mikael Máni. 2) Sveinbjörn Gísli, f. 6.5. 1977. 3) Einar Hans, f. 10.1. 1979, í sambúð með Huldu Írisi M. Eiríksdóttur. Dóttir Ein- ars er Sigurrós Anita. 4) Þóra, f. 23.2. 1987, sambýlismaður henn- ar er Hreinn Ágúst Kristinsson. Þorsteinn ólst upp í vestur- bænum í Hafnarfirði, gekk í Lækjarskóla og Flensborg- arskóla. Byrjaði á sjó aðeins 15 ára gamall og vann mjörg ár við sjómennsku. Seinna meir var að- alstarf hans vinna á stórum vinnuvélum sem og vörubílaakst- ur. Þorsteinn og Gerður bjuggu lengst af í Hafnarfirði en sein- ustu árin á Suðurnesjum og nú síðast í Garði. Útför Þorsteins fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 3. apríl 2014, og hefst athöfnin kl. 13. 1955, d. 2009, og Sigurð, f. 21.4. 1960. Eiginkona Þor- steins er Gerður Einarsdóttir, f. 26.4. 1952. Foreldrar hennar voru Einar Ólafsson og Hans- ína Þorkelsdóttir sem bæði eru látin. Börn Þorsteins og Gerðar eru: 1) Ingi- björg, f. 25.10. 1971, gift Ólafi Ingvari Kristjánssyni, f. 15.2. 1971. Þeirra börn: Hrefna, Sara Þetta var þungt högg, það er enginn viðbúinn slíku höggi. Eftir sitja spurningar, hvernig vildi þetta til og af hverju Steini? Hann sem var þrælvanur stórum vinnu- tækjum og þekktur fyrir varkárni. Man fyrst eftir honum fyrir utan Fífó, nýkominn með bílpróf, á há- værum stífbónuðum amerískum gæðingi með hvellri flautu, mætt- ur til að „stela“ Gerði. Þá þegar voru örlögin ráðin og alla tíð síðan sá Gerður ekki sólina fyrir Steina. Auðvitað var lífið ekki alltaf dans á rósum. Mætti frekar segja að það hafi verið eins konar línudans, sem þau voru reyndar bæði mjög góð í. Steini mágur var um margt sér- stakur persónuleiki. Þéttur á velli og alltaf trúr sínum stíl og karakt- er. Hann var bíldellukarl, kúreki af Guðs náð, góður dansari og mjög söngelskur. Fyrir nokkrum árum hittum við Gerði og Steina á heimsins stærstu fornbílahátíð í Daytona. Þarna var hann mættur í eina af mörgum pílagrímsferðum sínum á þennan árlega viðburð. Með uppbrettar ermar og réttu derhúfuna var Steini í essinu sínu, eins og innfæddur og öllum hnút- um kunnugur. Hann var orginal bíladellukarl. Steini spilaði á gítar og hafði góða söngrödd og voru co- untry-lögin og gömlu slagararnir í hávegum hafðir. Hann var í söng- sveitinni Víkingunum á Suðurnesj- unum, en stundirnar með þeim gáfu honum mikið. Steini og Gerð- ur fluttu á síðasta ári í parhús í Garðinum, búin að koma sér fyrir á fallegu heimili þar sem þeim leið afskaplega vel með hundinum Yenko. Húsbíllinn klár fyrir utan og þau farin að hlakka til sumars- ins og ferðalaga um landið. Þau voru virk í Húsbílafélaginu og áttu þar marga góða vini. Steini og Gerður voru líka í félagsskap línu- dansara sem hittist reglulega til að dansa. Steini var góður dansari og tók sig afar vel út á gólfinu í kú- rekagalla „fra top til tå“. Hann var reglusamur og umhugað um heils- una. Það segir margt um Steina, að fyrir 23 árum sagði hann alfarið skilið við Bakkus. Að eigin sögn áttu þeir enga samleið og svo hætti hann líka að reykja. Fyrir nokkr- um árum fékk Steini óvænt hjarta- áfall og þurfti að fara í stóra að- gerð. En hann var fljótur að ná sér, enda maður með krafta í kögglum. Það eru erfiðir tímar framundan hjá Gerði og fjöl- skyldu. Ég veit að dýrmætar minningar munu hjálpa þeim að takast á við sorgina. Við Hjörtur sendum okkar dýpstu samúðar- kveðjur til þeirra allra, sem og Sigga bróður Steina, sem enn og aftur þarf að takast á við missi og sorg. Biðjum góðan Guð að styrkja þau öll. Blessuð sé minning Þor- steins mágs míns. Guðrún Einarsdóttir. Þorsteinn Sveinbjörnsson ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR OLIVERSDÓTTUR frá Hellissandi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sólvangs fyrir ómetanlega umönnun og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Lovísa Árnadóttir, Viðar Pétursson, Finnur Árnason, Anna María Urbancic, Ingibjörg Árnadóttir, Jónas Þór Guðmundsson, Sigríður Erla, Pétur, Davíð, Finnur Árni, Árni Grétar, Ebba Katrín, Oliver Páll, Viktor Pétur, Guðmundur Már, Lovísa Margrét, Stefán Árni og Viðar Breki. ✝ Minningarathöfn og útför föður míns, ÓLAFS JÓNS HANSSONAR, f. 17.10. 1931 – d. 12.1. 2013, fer fram í Fossvogskapellu mánudaginn 7. apríl kl. 13.00. Ólöf Melkorka Laufeyjardóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, stjúpi, afi og langafi, TORFI ÓLAFSSON, fv. deildarstjóri, Melhaga 4, Reykjavík, sem lést föstudaginn 21. mars á Land- spítalanum í Fossvogi verður jarðsunginn með sálumessu í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti föstudaginn 4. apríl kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á SOS-barnaþorpin. Ólafur H. Torfason, Sigríður Dóra Jóhannsdóttir, Helgi Torfason, Ella B. Bjarnarson, Anna G. Torfadóttir, Gunnar J. Straumland, Baldur Hermannsson, Jóna I. Guðmundsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Guðbjörn Ingv-ar Jónsson, bóndi í Framnesi, fæddist 15. október 1922 í Arn- arstaðakoti í Flóa. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Lundi á Hellu 17. mars 2014. For- eldrar hans voru Jón Halldórsson, f. 1. júní 1871 á Ósa- bakka á Skeiðum, d. 30. október 1955, og sambýliskona hans, Jón- ína Margrét Jónsdóttir, f. 1. febr- úar 1888, í Hæðargarði í Land- broti. Hálfsystkini Guðbjörns, samfeðra sem Jón átti með fyrri konu sinni, Guðbjörgu Jóns- dóttur, f. 30. júní 1870, d. 25. apr- íl 1916 af slysförum, voru Krist- ján, f. 1. september 1902, d. 11. nóvember 1923, Sigurbjörg, hús- freyja í Reykjavík, f. 1905, d. 26. janúar 1997, gift Helga Hafliða- syni bifvélavirkjameistara, þau eignuðust sjö börn. Guðjón Benjamín bifreiða- stjóri, f. 30. ágúst 1906, d. 4. júní 1985, giftur Guðbjörgu Sigríði Björgvins- dóttur, þau áttu fjögur börn. Dreng- ur, f. 17. janúar 1915, d. sama dag. Guðbjörn kvænt- ist Margréti Lofts- dóttur, f. 17. nóv- ember 1917, d. 24. október 2010, frá Klauf í Vestur- Landeyjum, 1. júní 1957. Þau eignuðust tvær dætur, tvíburana Jónu sjúkraliða, sem býr í Hafn- arfirði ásamt sambýlismanni, Guðfinni Gísla Þórðarsyni, og Þórunni, sem býr á Syðri- Hömrum ásamt eiginmanni sín- um, Jóni Þorsteinssyni bónda, þau eiga fjögur börn, Margréti Hörpu, Þuríði Marín, Steinunni Birnu og Bergþór Kristin. Útför Guðbjörns fer fram frá Kálfholtskirkju í dag, 3. apríl 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Guðbjörn Jónsson, nágranni og vinur til margra ára, er horfinn til Austursins eilífa. Ég tel það gæfu- spor að hafa fengið að vera sam- ferða honum þessi ár. Bubbi var hafsjór af fróðleik um sveitina sína og þekkti nánast öll örnefni. Hann var mjög natinn við bústörfin og sinnti skepnunum afar vel. Eftir að hann hætti hefðbundnum bú- skap snéri hann sér að áhugamál- um sínum, m.a. módelsmíði. Smíð- aði hann þekktar brýr á Suðurlandi, gamla bæinn í Fram- nesi og Kálfholtskirkju. Hand- bragðið var mjög fágað en verk- færin til smíðanna voru sög, gamall hefill og sporjárn. Margrét Loftsdóttir, eiginkona Bubba, féll frá 2010 og var það honum þungur missir. Framnes bar þess merki að þar réðu Bubbi og Magga ríkj- um því snyrtimennska var þar til fyrirmyndar. Undir það síðasta dvaldi Bubbi á Lundi og naut umhyggju frá- bærs starfsfólks þar. Bubbi fór sáttur við Guð og menn í þetta hinsta ferðalag. Rétt eins og vel- heppnaður dagur endar í notaleg- um svefni deyja þeir hamingju- samir sem hafa varið lífi sínu vel. Við Arnheiður sendum fjölskyldu Guðbjörns okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Jakob S. Þórarinsson, Áskoti. Minningar streyma nú fram þegar við kveðjum kæran vin okk- ar, Bubba í Framnesi. Okkar kynni hófust þegar við fluttum í Ásmúla vorið 1979. Fjöl- skyldan í Framnesi varð fljótt kærir nágrannar og vinir. Bubbi og Magga veittu okkur fjölmörg góð ráð og ábendingar í gegnum árin sem komu sér vel í búskapn- um, sérstaklega á upphafsárum. Samgangur var mikill á milli bæja og alltaf gott að fá sér kleinur með kaffi eða mjólk þegar við litum inn. Bubbi, þú varst fróður um menn og málefni og gaman að heyra þig segja frá eða lesa fróð- leik sem þú hafðir skrifað. Hag- leiksmaður varstu svo sannarlega og bera verk þín sem þú vannst að, eftir að þið hættuð búskap, þess glöggt merki. Sannkölluð lista- verk sem alltaf er jafngaman að skoða. Eftir að við fluttum frá Ásmúla héldust vinaböndin sterk og við nutum hlýhugar og góðvildar ykk- ar Möggu áfram. Þegar þú svo fluttist á Dvalarheimilið Lund á Hellu var gott að sjá hvað þú varst sáttur og þú talaðir alltaf um hve vel væri hugsað um þig þar. Við vottum Jónu, Þórunni og fjölskyldum innilega samúð okk- ar. Minningin lifir um góðan og hjartahlýjan mann. Takk fyrir samfylgdina kæri vinur. Magnea, Sigurbjörn og fjölskylda. Guðbjörn Jónsson bóndi frá Framnesi er látinn. Bubbi, eins og hann var alltaf kallaður, var ein af þeim persónum sem einkenna minningarnar úr sveitinni þar sem við ólumst upp, í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Minningin er um traustan og góðan bónda með hlýtt og fagnandi viðmót í hvert skipti sem fundum okkar bar sam- an. Hann lét sér annt um mann- lífið og sveitunga sína. Hann var virkur þátttakandi í öllu félagsstarfi, studdi og hvatti unga fólkið og hafði alltaf brenn- andi áhuga á að fylgjast með því sem við tókum okkur fyrir hend- ur. Hann var lengi gjaldkeri Ung- mennafélags Ásahrepps en ein- mitt á félagsfundum og samkomum tengdum Ungmenna- félaginu eru margar minningar um Bubba. Honum var annt um félagið og gladdist þegar yngri kynslóð tók við forystu þess. Bubbi var góður bóndi sem hugsaði vel um skepn- urnar sínar. Eftir að hann hætti kúabúskap fór hann að stunda handverk og smíðar sem sýndi að hann bjó einnig yfir listrænum hæfileikum. Það var ætíð vinskap- ur á milli Bubba og Margrétar konu hans og foreldra okkar. Það er sérstök tilfinning að sjá sveitungum æskuáranna fækka. Því fylgir söknuður og sorg en jafnframt þakklæti fyrir sam- fylgdina, þakklæti fyrir vinskap og góðvild, þakklæti fyrir að vera hluti af fallegum minningum. Elsku Þórunn, Jóna og fjöl- skyldur. Við sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning elskulegs föður ykkar, tengdaföður og afa. F.h. móður minnar, Steinunnar, og systkina minna frá Kastalabrekku, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir. Guðbjörn Ingvar Jónsson Elsku hjartans Inga mín, nú er áralangri þrautagöngu þinni með illvígan sjúkdóm lokið og ég trúi því að nú sért þú komin á góðan og fallegan stað þar sem þrautir og þjáningar eru ekki til. Þú tókst á við veik- indin af þvílíkum hetjuskap, baráttuvilja, dugnaði og æðru- leysi. Oft sagðir þú við mig þegar ég var að reyna að „stoppa“ þig af ef mér fannst þú vera að fara fram úr þér: „Hvað, ég er ekkert veik, ég er bara stundum svolítið þreytt.“ Mér finnst þetta lýsa þér svo vel og hvernig þú tókst á við veikindin, elsku Inga mín. Þú varst ein mesta pæja sem ég þekki og var ekki að sjá á þér að þú værir mikið veik, allt- af svo fín og flott. Lífið hefur svo sannarlega ekki farið mjúk- um höndum um þig, elsku Inga mín, en þið Eyfi hafið staðið þétt saman hlið við hlið í gegn- um alla erfiðleikana. Hann Eyfi þinn stóð eins og klettur við hlið þér í veikind- unum og var ávallt vakinn og sofinn yfir líðan og velferð þinni og varstu svo óendanlega Ingveldur Gísladóttir ✝ IngveldurGísladóttir fæddist á Selfossi 22. ágúst 1949. Hún lést á líknardeild Landspítalans 20. mars 2014. Útför Ingveldar fór fram frá Víði- staðakirkju 1. apríl 2014. þakklát fyrir hann Eyfa þinn. Ég er svo þakk- lát fyrir þessi ár sem við áttum saman, betri tengdamömmu er ekki hægt að hugsa sér. Enda sagðir þú oft við mig að það væri ekki sjálfgefið að vera besta vinkona tengdadóttur sinnar. Þú varst ekki bara tengda- mamma mín heldur mín besta vinkona og varst mér sem önn- ur móðir enda kallaðir þú mig alltaf stelpuna þína. Við vorum oft spurðar hvort við værum mæðgur og leiddist okkur það sko ekki. Við gátum talað um allt af mikilli hreinskilni og vor- um miklar trúnaðarvinkonur. Það leið varla sá dagur að við heyrðumst ekki í síma og gát- um blaðrað endalaust og hafði Eyfi oft orð á því um hvað við gætum eiginlega verið að tala svona lengi! Þú varst ein skemmtilegasta manneskja sem ég hef kynnst og litríkari karakter er vand- fundinn, enda varstu vinmörg og ég dáðist að því hversu dug- leg þú varst að rækta vinskap- inn. Þú varst ekki bara falleg og góð heldur varstu líka svo ráðagóð og gat ég alltaf leitað til þín, elsku Inga mín, ég lærði margt af þér sem ég hef til- einkað mér. Svo kenndir þú mér líka fullt af „trixum“ sem þú notaðir á Eyfa og sagðir mér að nota á Pétur því þeir væru alveg eins. Þú sagðir öll- um sem heyra vildu hversu góða konu hann Pétur „þinn“ ætti, ég veit að þú varst ótrú- lega ánægð með mig og stolt af mér. Þú varst svo ánægð með hversu hamingjusamur hann Pétur „þinn“ væri og dáðist að því hversu fallegt og gott sam- band okkar væri. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir allar stundirnar okkar saman, við áttum yndisleg jól og frábæra helgi saman núna í febrúar. Orð fá ekki lýst hversu mikið ég sakna þín en ég veit að nú líður þér vel og ert komin til hennar Andreu þinnar. Elsku Eyfi, Pétur, Ragna, Gísli og Ingi Páll, missir ykkar er sár og mikill en minningin um fallega, góða og einstaka eiginkonu og móður mun ylja ykkur um hjartarætur um ókomin ár. Megi góður Guð og hans englar styðja ykkur og styrkja á erfiðum stundum. Guð geymi þig, elsku hjart- ans Inga mín. Hafðu þökk fyrir allt. Ég elska þig. Þín „first lady“, Margrét. Það er erfitt að minnast kærrar vinkonu til fimmtíu ára í örfáum orðum. Vinskapur okkar var heill og einlægur, við gátum talað saman og hlegið, sama hvað á gekk og hvað lífið leiddi okkur í gegnum, bæði sorgir og gleði. Í síðasta skiptið sem við hitt- umst, síðastliðið haust, þegar þú dvaldir hjá mér á Spáni, er tími sem ég verð alltaf þakklát fyrir. Einhvern veginn vissum við samt báðar að þetta yrði í síðasta skiptið sem við ættum tíma saman hérna megin móð- unnar miklu. Langri þrauta- göngu duglegrar konu er lokið. En ég er staðföst í þeirri trú að við eigum eftir að hittast á ný, á öðrum stað á öðrum tíma. Þangað til elsku vinkona: „Dreymi þig ljósið, sofðu rótt.“ Elsku Eyvi og fjölskylda, megi algóður Guð styrkja ykk- ur í sorginni. Hugur minn er hjá ykkur. Steinþóra Guðbergsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Ingveldi Gísladóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.