Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014 FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Starfsemin á Grundartanga hefur gríðarlega þýðingu fyrir sveitarfé- lagið og frekari umsvif munu að sjálfsögðu hafa enn meiri áhrif,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, sveit- arstjóri Hvalfjarðarsveitar, en um 67% af rekstrartekjum sveitarfé- lagsins koma frá fyrirtækjum á Grundartanga og um 77% af fast- eignagjöldunum koma af sama at- vinnusvæði. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í vikunni eru fyrirhugaðar breytingar á að- alskipulagi á Grundartanga þar sem iðnaðar- svæðið mun stækka um ríf- lega 52 hektara og fara upp í um 232 hektara samanlagt. Faxaflóa- hafnir fóru fram á stækkun svæð- isins vegna áhuga bandaríska fyr- irtækisins Silicor Materials á að reisa sólarkísilverksmiðju á Grund- artanga. Fulltrúar frá fyrirtækinu eru væntanlegir til landsins á næstu dögum og munu kynna sér aðstæður nánar. Verði tekin ákvörðun um að reisa verksmiðjuna á Grundartanga gæti hún skapað um 400 störf en fyrir eru á svæðinu um 1.000 manns, þar af flestir hjá Norðuráli og Elkem. Skipulagsfulltrúa Hvalfjarðar- sveitar hefur verið falið að vinna áfram að breytingu á aðalskipulag- inu. Leitað verður umsagna Skipu- lagsstofnunar, Umhverfisstofnunar og fleiri aðila, auk þess sem skipu- lagsbreytingin verður kynnt íbú- um. Góð afkoma á síðasta ári „Grundartangi er að verða eitt öflugasta uppbyggingarsvæðið á landinu. Allir innviðir eru til stað- ar, eins og aðgangur að raforku og góðri höfn, og hingað koma margir aðilar sem eru að velta fyrir sér fjárfestingum á Íslandi. Við þurfum að koma atvinnuhjólunum í gang og uppbyggingin á Grundartanga er hluti af því. Hér hafa skapast mörg tæknistörf og um leið tæki- færi fyrir ungt menntað fólk sem vill snúa heim og fá vinnu sem hæf- ir þess menntun,“ segir Laufey. Rekstur Hvalfjarðarsveitar á síð- asta ári skilaði nærri 58 milljóna króna afgangi, eða um 9% af rekstrartekjum sveitarfélagsins. Námu þær um 636 milljónum króna og reyndust 23 milljónum meiri en áætlun gerði ráð fyrir. Eignir Hvalfjarðarsveitar voru í árslok 2013 um 2,1 milljarður króna og eigið fé rúmir tveir millj- arðar. Fjárhagsáætlun fyrir þetta ár gerir ráð fyrir svipaðri afkomu. „Afkoman á síðasta ári var mjög góð, við stóðum við allar okkar skuldbindingar og vel það,“ segir Laufey en Hvalfjarðarsveit er svo gott sem skuldlaust sveitarfélag, með heildarskuldir upp á 99 millj- ónir í lok síðasta árs. Útsvarspró- sentan er 13,64% en Hvalfjarðar- sveit er eitt fárra sveitarfélaga sem ekki fullnýta heimild til hámarksá- lagningar útsvars, sem er 14,48%. „Við erum í miklum framkvæmd- um núna sem munu hafa einhver áhrif á skuldastöðuna,“ segir Lauf- ey en verið er að ljósleiðaravæða heimilin við Hvalfjörðinn. Hvalreki í sveitarfélaginu  Grundartangi gríðarlega mikilvægur fyrir Hvalfjarðarsveit  77% fasteigna- gjalda sveitarfélagsins koma þaðan  Eignir um 2 milljarðar og skuldir nær engar Morgunblaðið/Árni Sæberg Grundartangi Norðurál og Elkem eru stærstu fyrirtækin á Grundartanga en smærri fyrirtækjum hefur fjölgað á seinni árum. Nú styttist í að það skýrist hvort sólarkísilverksmiðja muni rísa á lóðinni austan við álverið. Laufey Jóhannsdóttir Hvalfjarðarsveit varð til árið 2006 við sameiningu fjögurra hreppa sunn- an Skarðsheiðar, eins og þeir voru jafnan kallaðir, þ.e. Hvalfjarðarstrand- arhreppur, Skilmannahreppur, Leirár- og Melahreppur og Innri- Akraneshreppur. Síðan þá hafa verið þreifingar um frekari sameiningar en án nokkurrar niðurstöðu. Á sínum tíma vörpuðu Akurnesingar fram hugmynd um samruna við Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradals- hrepp. Ekki reyndist vera hljómgrunnur fyrir því. Síðan kom erindi frá Skorradalshreppi til Hvalfjarðarsveitar um samruna þessara tveggja sveitarfélaga, en íbúar Skorradalshrepps höfnuðu þeim hugmyndum þeg- ar á hólminn var komið. Að sögn Laufeyjar Jóhannsdóttur eru engin áform uppi í dag um að efna til kosninga í vor um sameiningar sveitarfélaga í Borgarfirði og Hval- firði. Ekki kosið um samruna í vor NÁGRANNAR BERA VÍURNAR Í HVALFJARÐARSVEIT Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Upp hafa komið hugmyndir um að leggja sæstreng frá Straumsvík yfir í Helguvík. Þar með þyrfti ekki að leggja tvöfalda suðurnesjalínu með raski og eignarnámi sem henni fylgir. Guðmundur Ingi Ásmundsson, að- stoðarforstjóri Landsnets, segir þessa útfærslu hafa verið kannaða en niðurstaða þeirrar könnunar hafi leitt í ljós að hún sé ekki hagkvæm. „Kostnaður við lagningu sæstrengs með þá flutningsgetu sem til þarf vegna mögulegrar uppbyggingar í Helguvík er töluvert meiri en lagn- ing línu á landi,“ segir Guðmundur. Þá þarf einnig að horfa til öryggis- sjónarmiða því verði bilun í sæstreng getur viðgerð tekið töluverðan tíma. „Bilanatíðnin er kannski minni í sæstreng, en ef eitthvað kemur upp þarf að kalla til skip svo hægt verði að komast að biluninni og laga strenginn. Viðgerð gæti því tekið vikur eða mánuði. Það er ekki ásætt- anlegt fyrir neinn rekstraraðila, hvorki okkur né rekstraraðila á svæðinu.“ Einnig bendir Guðmund- ur á að með sæstreng þyrft að keyra alla orku í gegnum Helguvík sem er í jaðri flutningskerfisins í stað tengi- virkis á Njarðvíkurheiði sem er nær virkjunum og miðju kerfisins á Reykjanesi. Vilja línur grafnar í jörðu Suðurnesjalínurnar tvær verða um 35 km langar loftlínur með möstrum allt að 30 metra háum. Margir landeigendur hafa því óskað eftir því að þær verði grafnar í jörðu. „Kostnaður við slíkt er umtalsvert meiri og jarðrask á viðkvæmum svæðum verður meira.“ Sæstrengur ekki hagkvæmur  Sæstrengur milli Straums- og Helgu- víkur óraunhæfur Morgunblaðið/ÞÖK Raforka Mörgum þykja háspennu- línur ekki fara vel í náttúrunni. Gríðarleg aðsókn er í alla skála Ferðafélags Íslands og nær upp- bókað er yfir mesta álagstímann að sögn Ólafs Arnar Haralds- sonar, forseta félagsins. Hann seg- ir biðlista vera eftir vinsælustu skálunum sem eru á Laugaveg- inum þar sem búist er við um átta til níu þúsund göngumönnum. „Sumarið lítur mjög vel út í ár og betur en í fyrra þar sem veðrið hafði töluverð áhrif á ferða- mennskuna. Fleiri eru nú að bóka og þeir gera það fyrr,“ segir Ólafur. Hann segir ferðaskipu- leggjendur vera snemma á ferð- inni og bóka skálana á haustin. Einstaklingar og hópar panta seinna og lenda því margir á bið- lista. Bæta þarf þjónustu á álagsblettum Vinsælustu skálarnir eru á Laugaveginum, frá Land- mannalaugum að Þórsmörk en Ólafur segir helsta álagstímann fara eftir því hvenær opnað verði inn í Landmannalaugar. Yfirleitt sé það á tímabilinu frá 5. til 15. júní. „Þetta fer allt eftir snjóalög- um og við viljum ekki að ferða- menn fari í skálana og gangi Laugaveginn fyrr en hann er orð- inn vel fær,“ segir hann. Þó að mikil fólksumferð verði um svæðið segir Ólafur það ekki vera ofsetið. „Á meðan það er til gistipláss og hægt er að halda stígum, um- hverfi og þjónustu í góðu standi verður þetta í lagi. Það eru þó helst nokkrir álagsblettir og þar þarf að bæta þjónustu, hvað varð- ar veitinga- og salernisaðstöðu,“ segir hann. „Laugavegurinn er nú á meðal eftirsóknarverðustu gönguleiða í heimi en það hefur allt saman verið byggt upp af Ferðafélagi Íslands.“ sunnasaem@mbl.is Lauga- vegurinn vinsæll  Fullbókað í marga skála FÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.