Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 1
„Það hefur verið gott fiskirí, frá 10. mars þegar ég lagði netin. Ég var áður búinn að prófa en þá gekk ekki neitt,“ segir Jóhannes Jóhannesson, trillukarl á Litla Tindi SU 508. Hann rær með þorskanet frá Fáskrúðs- firði. Aflinn hefur verið frá 1,5 og upp í 3 tonn á dag. Í gær landaði hann 2,9 tonnum. Með Jóhannesi er frændi hans, Brynjar Ölversson, nemi í rafvirkjun við Tækniskólann. „Það er alltaf hægt að fá menn en strákurinn var með mér í sumar og ég sagði við hann að hann kæmi aftur þegar verkfall skylli á,“ segir Jóhannes. „Það er hundleiðinlegt þetta verkfall, ég verð að við- urkenna það, en það er líka gott að komast á sjóinn,“ segir Brynjar. Hann vonast þó til að verkfallið trufli hann ekki of mikið í náminu. „Ég er greinilega engin fiskifæla,“ segir hann um aflabrögðin frá því hann fór að róa með Jóhannesi. Stutt er fyrir þá að sækja því netin eru lögð í firð- inum. Þá hefur veður verið gott. „Það er alltaf blíða hérna inni á firðinum, sléttur sjór. Það getur þó verið leiðinlegt í norðanáttum,“ segir Jóhannes. helgi@mbl.is Er greinilega engin fiskifæla Morgunblaðið/Albert Kemp Löndun Jóhannes Jóhannesson landar öllum aflanum á fiskmarkað. Verðið hefur dalað verulega að undanförnu. Morgunblaðið/Albert Kemp Vinna Brynjar Ölversson er ánægður með að geta kom- ist á sjóinn í verkfalli framhaldsskólakennara. Nemandi í verkfalli rær á trillu með frænda sínum á Fáskrúðsfirði F I M M T U D A G U R 3. A P R Í L 2 0 1 4 Stofnað 1913  79. tölublað  102. árgangur  INNBLÁSIN AF NÁTTÚRU FÆREYJA HÆGT AÐ VAKTA NETNOTKUN STARFSFÓLKS BJARNEY HILMA ER STÓRT KRAFTAVERK VIÐSKIPTABLAÐ VÓ 680 GRÖMM 16LAILA AV REYNI 10 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gangi áætlanir eftir mun skulda- byrði sveitarfélaganna léttast veru- lega á næstu árum og samanlagðar langtíma- og skammtímaskuldir minnka um rúma 180 milljarða að raungildi frá því sem mest var eftir hrunið. Þetta kemur fram í samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga á fjárhagsáætlun sveitarfélaga og í út- reikningum sem sambandið gerði að beiðni Morgunblaðsins. Langtíma- skuldir urðu mestar á núvirði 529 milljarðar árið 2010 en skammtíma- skuldirnar urðu mestar 92 milljarðar króna árið 2012 á núvirði. Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, telur að skuldasöfnun- in eftir hrunið hafi slegið met. Hann hefur þar síðustu áratugi til saman- burðar. Erlend lán Orkuveitunnar hafi vegið þungt í skuldasöfnuninni, enda gengisfall hækkað slík lán í krónum. Samanlagðar langtíma- og skammtímaskuldir sveitarfélaganna ríflega tvöfölduðust á árunum 2005- 2010, fóru á núvirði úr 293 milljörð- um í 616 milljarða. Er áætlað að þær verði 436 milljarðar árið 2017. Jóhannes Á. Jóhannesson, sér- fræðingur hjá sambandinu, segir að gangi þetta eftir verði það mikil um- skipti í fjárhagsstöðu sveitar- félaganna. Skuldafjallið lækkar  Skuldir sveitarfélaganna eru á niðurleið  Áætlað er að samanlagðar langtíma- og skammtímaskuldir samstæðu sveitarfélaga minnki um 180 milljarða 2010-2017 MSkuldir sveitarfélaga »18 Nemur tugum prósenta » Áætlað er að samanlagt skuldahlutfall samstæðu sveit- arfélaga muni lækka úr um 190% í ár í 152% árið 2017. » Verður hlutfallið þá tvö pró- sentustig yfir lögbundnu skuldahlutfalli þeirra. Samninganefndir ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hafa sett í gang undir- búning kjaraviðræðna vegna endur- nýjunar kjarasamninga næsta haust eða vetur og koma saman til fundar á mánudaginn til að fara yfir þá vinnu sem framundan er, skv. upp- lýsingum Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra SA. Haldinn var fundur í samninga- nefnd ASÍ í gær vegna undirbún- ingsins en til stendur að breyta tímasetningum í viðræðuáætlun og færa þær aftur um u.þ.b. einn mán- uð þar sem samningar á almenna markaðinum renna út tveimur mán- uðum seinna en upphaflega var ráð- gert. Reiknað er með að öll félög og aðildarsambönd ASÍ leggi fram sér- kröfur fyrir lok þessa mánaðar. Þá verður lokadagsetning fyrir fram- lengingu launakrafna væntanlega færð aftur um einn mánuð. Þorsteinn segir ótvírætt að stefnt verði að gerð atvinnugreinasamn- inga. ,,Markmiðið er að forma helst tvo slíka samninga að lágmarki í komandi kjaraviðræðum,“ segir hann. Ekki hefur verið leitt til lykta innan AsÍ hvernig að þeim verður staðið, skv. upplýsingum innan ASÍ. omfr@mbl.is »4 SA og ASÍ ræða næstu samninga Morgunblaðið/Þórður Framkvæmdir Unnið við nýja slökkvistöð í Mosfellsbæ.  Sérkröfur ASÍ- félaga liggi fyrir í apríl  Undirmenn á Herjólfi til- kynntu sig veika í gærkvöldi og verða því ekki í áhöfn skipsins í dag, annan dag- inn í röð. Herj- ólfur siglir sam- kvæmt áætlun í dag og segir Ólafur William Hand, upplýs- ingafulltrúi Eimskips, að aðrir starfsmenn félagsins, úr Eyjum og Reykjavík, hlaupi í skarðið. Herjólfur fór þrjár ferðir í Land- eyjahöfn í gær, þar á meðal kvöld- ferð, sem var fyrsta kvöldferðin frá því yfirvinnubann Sjómannafélags Íslands hófst 5. mars. Lög sem fresta verkfallinu voru samþykkt í fyrrinótt og tóku gildi í gær. »14 Undirmenn tilkynna sig áfram veika Herjólfur siglir í dag þrátt fyrir veik- indi í áhöfn.  Rekstur Hvalfjarðarsveitar skilaði nærri 58 milljóna króna rekstrar- afgangi á síðasta ári, sem eru um 9% af rekstrartekjum sveitarfélagsins. Námu tekjurnar 636 milljónum króna og reyndust 23 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Eignir Hvalfjarðarsveitar í lok árs 2013 námu 2,1 milljarði króna og eigið fé var rúmir tveir milljarðar. Sveitarfélagið er nánast skuld- laust, með heildarskuldir upp á 99 milljónir um síðustu áramót. Hval- fjarðarsveit nýtur góðs af starfsemi fyrirtækja á Grundartanga en þau áttu um 77% af fasteignagjöldum á síðasta ári. Sveitarstjóri Hvalfjarð- arsveitar, Laufey Jóhannsdóttir, segir Grundartanga hafa gríðarlega þýðingu fyrir sveitarfélagið. »12 Hvalfjarðarsveit nær skuldlaus og á rúma tvo milljarða  Seðlabanki Ís- lands ætlar ekki að samþykkja til- lögur slita- stjórnar Spari- sjóðabankans (SPB), áður Ice- bank, að nauða- samningi sem gera m.a. ráð fyrir útgreiðslu í erlendum gjald- eyri til kröfuhafa. Samkvæmt heimildum hefur ESÍ komið þeim skilaboðum á framfæri til SPB með óformlegum hætti að Seðlabankinn ætli hvorki að styðja né eiga hlut að fyrirliggjandi nauðasamningstillögum. Þær myndu ljúka ágreiningi um 225 milljarða kröfur ESÍ á hendur SPB. hordur@mbl.is »Viðskipti Vill ekki styðja nauðasamning SPB SÍ Stærsti kröfu- hafi SPB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.