Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014
Ákveðið hefur verið
að falla frá öllum mála-
rekstri vegna vega-
lagningar í Gálga-
hrauni. Vegagerðin hóf
með lögregluvaldi óaft-
urkræf spjöll á hraun-
inu eftir að dómsmál
þar sem tekist var á
um lögmæti fram-
kvæmdanna var höfð-
að og hefur haldið
þeim áfram síðan. Óbætanlegt tjón
er orðið staðreynd. Hæstiréttur hef-
ur tvívegis hafnað því að aflað verði
ráðgefandi álits hjá EFTA-
dómstólnum um innleiðingu og túlk-
un á EES-skuldbindingum. Sam-
kvæmt niðurstöðu Hæstaréttar eru
lög um úrskurðarnefnd umhverfis-
og auðlindamála frá 2011 fullnægj-
andi innleiðing á þeim alþjóðlegu
skuldbindingum sem Ísland hefur
undirgengist í umhverfismálum, en
þær byggjast m.a. á Árósasáttmál-
anum svokallaða. Rétturinn hefur
áður af smæstu tilefnum óskað eftir
ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins
ef talið hefur verið að það kunni að
hafa einhverja þýðingu fyrir nið-
urstöðu viðkomandi dómsmáls. Að-
gangur náttúruverndarsamtaka á
Íslandi að dómstólum er léttvægur
fundinn. Af dómum Hæstaréttar í
málum Hraunavina verður ráðið að
umhverfisverndarsamtök hafi ekki
lögvarða hagsmuni í réttarágrein-
ingi fyrir dómstólum þegar atvik eru
þannig að farið er í framkvæmdir
þrátt fyrir að öll leyfi og möt séu út-
runnin. Engu virðist skipta þó öll
helstu náttúruverndarsamtök lands-
ins standi að baki málarekstrinum.
Engin ástæða þótti til að spyrja
EFTA-dómstólinn hvort það fái
staðist að hægt sé að bera ágreining
um útgáfu umhverfismats og fram-
kvæmdaleyfa undir úrskurðaraðila
en lögvörðu hagsmunirnir séu engir
þegar sömu leyfi eru útrunnin. Sam-
tökin telja slíka niðurstöðu algerlega
fráleita, enda er hún í fullkominni
andstöðu við alþjóðlegar skuldbind-
ingar Íslands og Evrópuréttinn að
öðru leyti. Í tilvitnuðum réttarheim-
ildum er það aðgerðaleysi stjórn-
valda sem birtist í því að afla ekki
nýrra mata og leyfa þegar þau eru
útrunnin, lagt að jöfnu við beinar að-
gerðir. Samtökin harma þessa nið-
urstöðu Hæstaréttar sem þýðir að
ekki er gerlegt að fá
um það dómsúrlausn
hér á landi hvort hin
umdeilda og ónauðsyn-
lega vegaframkvæmd
þvert yfir hraun á nátt-
úruminjaskrá sé lög-
mæt. Þessi niðurstaða
hlýtur á hinn bóginn að
kæta stórhuga vega-
gerðarmenn þar sem
nú er búið að opna fyrir
það að hægt sé að hefja
umdeildar fram-
kvæmdir þrátt fyrir útrunnin um-
hverfismöt og framkvæmdaleyfi og
án nokkurrar aðkomu hvimleiðs
náttúruverndarskríls. Slík nið-
urstaða felur náttúrlega bara í sér
fáránleikann og verður ekki við það
unað. Athyglisvert er að þessi rót-
gróna andúð opinberra aðila á
náttúruverndarsinnum virðist ekk-
ert hafa gefið eftir þó þjóðin lifi nú
meira á því að selja ímynd óspilltrar
náttúru heldur en á sjávarfangi.
Náttúruverndarsamtökin hafa sent
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) form-
lega kvörtun. Kvörtunin snýr að því
að Ísland hafi gerst brotlegt við
EES-samninginn með því að taka
ekki upp í íslensk lög ákvæði í til-
skipunum sem snúa að möguleikum
umhverfisverndarsamtaka til að
leita réttar síns. Fyrir vikið er þeim
meinaður aðgangur að íslenskum
dómstólum. Sú réttarbót sem átti að
verða með lögunum um úrskurð-
arnefndina frá árinu 2011 snérist því
upp í andhverfu sína. Það verður
ekki við það unað að umhverfis-
verndarsamtökum á Íslandi verði
áfram haldið fyrir utan dómstóla.
Það er löngu kominn tími á að við-
horfi stjórnvalda og dómstóla verði
breytt í átt að því sem gildir hjá sið-
uðum þjóðum. Dómstólar landsins
verða að fá aðstoð við að skilja það
að náttúruverndarsamtök á Íslandi
eiga ekki að vera í nálgunarbanni á
Lækjartorgi og Arnarhól.
Íslensk ónáttúra
Eftir Skúla
Bjarnason
Skúli Bjarnason
» Athyglisvert er að
þessi rótgróna and-
úð opinberra aðila á
náttúruverndarsinnum
virðist ekkert hafa gefið
eftir …
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Ég var að lesa
grein um niðurstöður
alþjóðlegra hags-
munasamtaka ferða-
þjónustu, World
Travel and Tourism
Council (WITC) um
afkomu ferðaþjónust-
unnar á Íslandi. Það
er ánægjulegt að lesa
að tekjur af ferða-
þjónustunni eru
21,9% vergrar þjóðarframleiðslu
og að 38.000 manns störfuðu við
ferðaþjónustu 2013. Þá er sagt í
greininni að niðurstöðutölur af-
komunnar séu byggðar á beinum
tekjum og hliðartekjum. En hverj-
ar eru hliðartekjur í ferðaþjónust-
unni? Á því rúmlega hálfrar aldar
skeiði sem ég hef verið viðloðandi
ferðaþjónustuna hefur, til skamms
tíma, verið erfitt að fá ráðamenn
þjóðarinnar og líka raunar hinn
almenna borgara til að trúa því
hvað ferðaþjónustan spilar víða
inn í hinar ýmsu atvinnugreinar.
Ég veit ekki hvað WITC-samtökin
fara djúpt í að tengja ýmsan
rekstur sem hliðargrein í ferða-
þjónustunni en ætla að fara yfir
nokkra fleti í þeim. Því ég veit
ekki hvað oft ég reyndi að koma
þessum málum fram í ræðu og
riti, enda hafði ég óbilandi trú á
að fólk færi að sjá þetta og við-
urkennna ferðaþjónustuna sem al-
vöru atvinnugrein.
Leigubílar. Vitað er að leigubíl-
ar hafa drjúgar tekjur af ferða-
mönnum og fara vaxandi þar sem
fleiri og fleiri leigubílstjórar hafa
menntað sig í tungumálum og leið-
sögn og bjóða því margir upp á
svokallaða „driver guide“ ferðir
við vaxandi vinsældir.
Hárgreiðslu- og rakarastofur.
Maður þarf ekki annað en spyrja
starfsfólk á þessum stöðum til að
komast að því að þessir staðir
hafa óvissar en nokkrar tekjur af
ferðamönnum. Fer dálítið eftir
staðsetningu fyrirtækisins.
Herra- og dömufataverslanir.
Ég hef átt nokkuð mörg samtöl
við ferðamenn af ýmsu þjóðerni
sem hafa keypt talsvert af fatnaði
í venjulegum fataverslunum,
vegna hagstæðs verð-
lags. Sérstaklega á
þetta við um svokall-
aðar „merkjavörur“
sem virðast oft tals-
vert ódýrari hér á
landi en í mörgum
öðrum löndum.
Barnafataverslanir.
Virðast ekki vera með
miklar tekjur frá er-
lendum ferðamönnum
og virðist virð-
isaukaskatturinn vera
þar nokkur sökudólg-
ur, því mörg lönd leggja ekki slík-
an skatt á barnavörur. Þó kaupa
ferðamenn talsvert af barnavörum
til gjafa við heimkomuna, sér-
staklega vörur sem eru merktar
einhverjum stað sem viðkomandi
er á eða þá merktur Íslandi.
Snyrtivöruverslanir. Flestir sem
eru komnir til vits og ára nota
einhverjar snyrtivörur, mismikið
en flestir nokkrar. Oft klárast
birgðirnar sem komið var með að
heiman og þá fer fólk í næstu
snyrtivörubúð til að endurnýja
birgðirnar. Þegar svo komið er inn
í búðina vill oft bætast eitthvað
við sem ekki var ætlunin að
kaupa.
Hannyrðaverslanir. Selja mikið
af lopa, garni og uppskriftum. Það
er örugglega meira en flesta grun-
ar. Við sem höfum daglega sam-
skipti við erlenda ferðamenn erum
mjög oft spurð um hvar í nágrenn-
inu sé hægt að kaupa lopa, garn,
prjóna og uppskriftir.
Minjagripaverslanir. Eins og
nafnið gefur til kynna þá eru þess-
ar verslanir sérstaklega reknar til
að selja ferðafólki minjagripi. Því
miður er mikið af minjagripum
framleitt erlendis, sérstaklega í
Austurlöndum, en merktar hinum
ýmsu stöðum á Íslandi. Þetta eru
aðallega ódýrir litlir hlutir, léttir
og því þægilegir í flugi heim. En
mikið selst af heimaunnum fal-
legum minjagripum og er vaxandi
framboð og sala á þeim. Er sú
þróun mjög góð.
Bókabúðir. Bækur seljast alltaf,
bæði margs konar myndabækur
og ferðabækur um Ísland, bækur
um álfa og tröll og einnig þýddar
íslenskar skáldsögur. Talsvert af
mynda- og ferðabókum er líka selt
í minjagripaverslunum.
Úra- og skartgripaverslanir. Ís-
lenskir skartgripir þykja bæði fal-
legir og vel unnir, oft nokkuð
frumlegir og með íslenskum nátt-
úrusteinum og er því nokkuð góð
sala á þeim. Heimsþekkt úra-
vörumerki þykja ódýr hér á landi
og er því sala á þeim.
Matvöruverslanir. Ferðamenn
kaupa mikið í matvöruverslunum,
bæði þeir sem eru að ferðast á
eigin vegum og gista á ýmsum
stöðum og elda sjálfir. Einnig þeir
sem koma með skemmtiferðaskip-
um eða búa á hótelum og kaupa
sér snarl til að nasla á kvöldin eða
á ferðum sínum um landið.
Ég ætla nú ekki að telja upp
fleira, en af nógu er að taka, eins
og póstur og sími, bankar, bakarí,
bensínstöðvar, bifreiðaverkstæði,
söfn, garðyrkjubændur, fisk- og
kjötvinnslur og fleiri og fleiri. Ég
reyni í þessari grein aðallega að
minnast á nokkur fyrirtæki sem
sjaldan eru talin til ferðaþjónustu.
Og við skulum hafa það í huga
að ferðaþjónustan er talin til út-
flutningsgreina og í staðinn fyrir
að flytja vöruna út til hinna ýmsu
landa til sölu, koma ferðamenn-
irnir til okkar, kaupa sér dýrt far-
gjald, til að komast til okkar til að
versla. Þegar við t.d. seljum ferða-
manninum fisk eða kjöt kemur
hann til okkar og kaupir fiskinn
eða kjötið framreitt af íslenskum
höndum fram á síðasta stig og við
fáum yfirleitt greitt strax. Fáum
við í raun nokkurn tímann hærra
verð fyrir framleiðsluna?
Já, ferðaþjónustan spilar víða
inn í íslenskt fjármálalíf og sem
betur fer eru flestir farnir að við-
urkenna þá staðreynd, þó fyrr
hefði verið.
Hverjar eru hliðartekjur ferða-
þjónustunnar í þjóðarframleiðslu?
Eftir Óla Jón
Ólason » Ferðaþjónustan spil-
ar víða inn í íslenskt
fjármálalíf og sem betur
fer eru flestir farnir að
viðurkenna þá stað-
reynd.
Óli Jón Ólason
Höfundur er ellilífeyrisþegi og áhuga-
maður um ferðamál.
Margir binda mikl-
ar vonir við jákvæð
samfélagleg áhrif sem
uppbygging eldis lax-
fiska í sjókvíum getur
haft á landsbyggðinni.
Jafnframt hefur verið
bent á að uppbygg-
ingin geti haft jákvæð
áhrif á efnahag
margra sveitarfélaga.
Það eru að sjálfsögðu
skiptar skoðanir um
möguleika á að byggja upp eldi
laxfiska í sjókvíum á Íslandi. Við
erum á jaðarsvæði og uppbygging
á eldinu verður ekki einfalt við-
fangsefni. Það er hlutverk stjórn-
valda að móta umgjörð fyrir grein-
ina til að skapa vaxtartækifæri og
síðan er það fjárfesta að meta
hvort þeirra fjármunum sé vel var-
ið í að fjárfesta í sjókvíaeldi. Eins
og allar aðrar framkvæmdir mun
eldi laxfiska í sjókvíum hafa um-
hverfisáhrif. Viðfangsefnið er að
lágmarka þau og hlutverk stjórn-
valda er að setja leikreglur til að
greinin geti í sæmilegri sátt starf-
að við hlið annarra atvinnugreina.
Fjölmiðlaumfjöllun
Þegar horft er til baka vekur
sérstaka athygli framganga for-
svarsmanns Verndarsjóðs villtra
laxastofna sem hefur
ítrekað komið fram
með rangar og villandi
fullyrðingar í fjölmiðla.
Í sjálfu sér er ekkert
nema eðlilegt að menn
stígi fram og hafi
áhyggjur og efasemdir
um uppbyggingu sjó-
kvíaeldis á Íslandi.
Það sem vekur þó
mesta athygli er
hvernig ríkisfjölmiðill
er notaður við að
koma fram með full-
yrðingar sem standast
ekki skoðun, s.s. í frétt í rík-
isútvarpinu í lok árs 2013. Einka-
rekni fjölmiðillinn Morgunblaðið
birti greinar sem tveir ein-
staklingar rituðu, ágætar greinar
þar sem fréttaflutningur ríkisfjöl-
miðilsins var leiðréttur. Birtar hafa
verið greinar í einkafjölmiðlum með
mjög neikvæðum og oft á tíðum
röngum fullyrðingum sem atvinnu-
greininni hefur ekki tekist að leið-
rétta í nægilega miklum mæli. Í
viðtölum mínum við fjölda manns
sem hafa takmarkaða þekkingu á
atvinnugreininni hefur komið skýrt
fram að einstefnuáróður hefur haft
mjög mótandi áhrif á þeirra skoð-
anir. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt.
Í nafni sjálfbærrar þróunar
Næsta stofnun sem hefur verið
misnotuð við áróður forvarsmanns
Verndarsjóðs villtra laxastofna er
Stofnun Sæmundar fróða við Há-
skóla Íslands sem ásamt Líffræði-
félagi Íslands hefur haldið tvær
málstofur undir heitinu Fiskeldi,
áhrif af sjókvíaeldi og lausnir.
Stofnun Sæmundar fróða er rann-
sókna- og þjónustustofnun á sviði
sjálfbærrar þróunar og þver-
fræðilegra viðfangsefna. Á vefsíðu
stofnunarinnar kemur fram að um-
hverfi, samfélag og efnahagur séu
þrjár meginstoðir sjálfbærrar þró-
unar. Stofnunin hefur ákveðið að
vinna með Verndarsjóði villtra
laxastofna en forsvarsmaður sjóðs-
ins hefur verið mjög öfgafullur og
ófaglegur í sinni framsetningu. Það
vekur jafnframt athygli að aðeins
er fjallað um umhverfismál en ekki
hinar stoðirnar í sjálfbærri þróun.
Sjókvíaeldi eða landeldi?
Í fyrstu málstofunni var tekið
fyrir landeldi þar sem sölumenn
héldu því fram að það væri hag-
kvæmara að ala lax á landi en í
sjókvíum. Málið er einfalt, ef það
er mögulegt að ala tegundina í
sjókví er matfiskeldi í eldiskörum á
landi ekki samkeppnishæft. Á Ís-
landi hafa verið í rekstri stórar
strandeldisstöðvar í tæp 30 ár og
hefði verið mun skynsamlegra að
fá forsvarsmenn frá þessum fyrir-
tækjum til að halda erindi s.s. Ís-
landsbleikju eða Silfurstjörnunni í
staðinn fyrir sölumenn sem hafa
beinan hag af því að fegra mynd-
ina. Gallinn við það væri að sjálf-
sögðu sá að forsvarsmenn málstof-
unnar gætu ekki fengið þær
niðurstöður sem þeir fyrirfram
óskuðu eftir. Þróunin í laxeldi bæði
hér á landi og erlendis er að fram-
leiða stærri seiði í landeld-
isstöðvum fyrir sjókvíaeldi m.a. til
að minnka afföll, draga úr áhættu
og umhverfisáhrifum.
Laxalúsin
Í annarri málstofunni var að-
allega fjallað um laxalús og áhrif
hennar á náttúrulega lax-
fiskastofna. Þegar hér var komið
við sögu fannst fiskeldismönnum
nóg komið og reyndu að fá aðkomu
að málstofunni. Eftir að einn
stjórnarmaður í Landssambandi
fiskeldisstöðva hafði beitt miklum
þrýstingi á forsvarsmann Stofn-
unar Sæmunda fróða fékk einn
fulltrúi sambandsins að halda er-
indi. Þeir erlendu fyrirlesarar sem
héldu erindi voru almennt faglegir
í sinni framsetningu en val við-
fangsefna var í of miklum mæli
neikvæðustu hliðarnar sem end-
urspegla ekki aðstæður þar sem
eldi laxfiska er heimilt hér á landi.
Það vakti athygli að dýralækni
fisksjúkdóma, sem hefur starfað
við heilbrigðismál fiskeldis á Ís-
landi í um 25 ár, var ekki hleypt að
pallborðinu. Það er væntanlega
vegna þess að hans málflutningur
hefði gefið raunsannari mynd sem
ekki er í samræmi við það sem
þeir sem að málstofunni stóðu
vildu láta koma fram.
Að lokum
Sá sem þetta ritar er einn af
þeim aðilum sem koma að rekstri
Sjávarútvegsráðstefnunnar sem er
stærsti árlegi vettvangur umræðu
um sjávarútveg hér á landi. Þar er
lögð áhersla á að gæta þess að að-
ilar með mismunandi sjónarmið fái
aðgang að borðinu. Ástæðan er
einföld: Ef ekki væri staðið faglega
að málum myndum við missa
traust og tiltrú og enda uppi með
fámennan og einsleitan hóp þátt-
takenda. Það gilda eflaust önnur
lögmál fyrir undirstofnanir Há-
skóla Íslands. Eldi laxfiska í
sjókvíum er ekki algott og heldur
ekki alsæmt og mikilvægt að það
komi fram í umræðunni.
Villandi umræða um eldi laxfiska í sjókvíum
Eftir Valdimar
Inga Gunnarsson » Það er hlutverkstjórnvalda að móta
umgjörð fyrir greinina
til að skapa vaxtartæki-
færi...
Valdimar Ingi
Gunnarsson
Höfundur er sjávarútvegsfræðingur.