Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 93. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Hjörtur: Vonandi næ ég bata
2. Lögregla leitar Rúnars og Bjarka
3. „Ég ætlaði aldrei að skera hann“
4. Allt komið nema launin
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Stund milli stríða nefnist nýr ís-
lenskur söngleikur eftir Þórunni Guð-
mundsdóttur sem leikfélagið Hug-
leikur frumsýnir í Tjarnarbíói nk.
laugardag og fagnar með því 30 ára
starfsafmæli sínu. Leikstjóri er Jón
St. Kristjánsson.
Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson
Hugleikur frumsýnir
nýjan söngleik
Sinfóníuhjóm-
sveit Íslands held-
ur opna hádegis-
tónleika í dag í
Flóa í Hörpu.
Hljómsveitin mun
flytja sprellfjör-
uga rímnadansa,
lokakafla Flautu-
konserts Mozarts
og tvo kafla úr Örlagasinfóníunni eft-
ir Beethoven. Tónleikarnir hefjast kl.
12.15 og aðalhljómsveitarstjóri SÍ, Il-
an Volkov, heldur um tónsprotann.
Opnir hádegistón-
leikar með SÍ í Flóa
Hanna Styrmisdóttir, listrænn
stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík,
hefur verið kjörin í stjórn European
Festivals Association til næstu
þriggja ára. Aðild að sam-
tökunum, sem stofnuð
voru 1952, eiga rúm-
lega 100 hátíðir frá
42 löndum. Hanna
kynnti dagskrá
Listahátíðar í
Reykjavík 2014 á
blaðamannafundi
í gær. »38
Hanna Styrmisdóttir
kjörin í stjórn EFA
Á föstudag Fremur hæg austlæg átt, en norðaustan 5-10 m/s
norðvestantil. Skýjað með köflum eða bjartviðri suðvestan- og
vestanlands, rigning eða súld eystra, en úrkomulítið nyrðra.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, 8-13 m/s syðst, en annars
fremur hægur vindur. Austan 8-15 sunnantil seint í dag og dá-
lítil rigning. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast suðvestantil.
VEÐUR
Real Madrid og PSG hafa
vænlega stöðu eftir að hafa
lagt Borussia Dortmund og
Chelsea að velli í fyrri við-
ureignum liðanna í 8-liða
úrslitum Meistaradeildar
Evrópu í knattspyrnu í gær-
kvöld. Real vann 3:0, á
heimavelli sínum og PSG,
3:1, í París þar sem vara-
maðurinn Javier Pastore
skoraði þriðja markið á síð-
ustu mínútu, mark sem
gæti reynst dýrmætt. »2
Real og PSG
standa vel að vígi
Karlalandsliðið í handknattleik er
komið saman til æfinga en það mætir
Austurríki í vináttulandsleikjum í
Hafnarfirði og Ólafsvík annað kvöld
og á laugardaginn. „Við höfum ákveð-
ið að nota þennan tíma til
að koma mönnum sem
voru ekki mikið með
okkur í janúar inn í
helstu atriði, rifja upp
og halda áfram að
vinna með 6-0-vörnina
okkar,“ sagði
Aron Krist-
jánsson
landsliðs-
þjálfari
eftir æf-
inguna í
gær. »2
Rifjað upp og haldið
áfram með vörnina
„Ég hef aldrei skíðað svona mikið á
einu tímabili og tel mig vera búinn að
bæta mig frá því í fyrra. Ef allt geng-
ur upp vonast ég til að taka þá titla
sem eru í boði,“ sagði Einar Kristinn
Kristgeirsson sem hefur keppni á
Skíðalandsmóti Íslands í Hlíðarfjalli
sem ríkjandi Íslandsmeistari í bæði
svigi og stórsvigi en mótið hefst í
dag. »4
Einar Kristinn vonast
eftir titlum á Akureyri
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Starfslok vegna aldurs eru ein af stóru breyting-
unum í lífinu, en allt of algengt er að fólk undir-
búi þau ekki sem skyldi. Samtökin U3A Reykja-
vík eru samtök fólks sem er hætt á
vinnumarkaði eða farið að huga að starfslokum
og snýst starfsemi þeirra um lærdóm í víðustu
merkingu.
Skammstöfunin U3A stendur fyrir The Uni-
versity of the Third Age, sem er alþjóðleg
hreyfing, stofnuð fyrir 40 árum í Frakklandi.
Talan 3 stendur fyrir þriðja aldurinn, þ.e.a.s.
fólk sem er að nálgast eftirlaunaárin eða hefur
þegar náð þeim. Enska orðið University er hér
notað um fólk sem kemur saman og lærir
hvað af öðru. Samtökin hafa starfað hér á
landi í tvö ár.
Rakst á samtökin á netinu
„Ég hætti að vinna árið 2009, en þremur
árum áður fór ég að kíkja á netið og sjá
hvað fólk væri að gera eftir að það
hættir að vinna,“ segir Ingibjörg R.
Guðlaugsdóttir, stofnandi samtakanna
hér á landi. „Ég rakst þannig á U3A,
sá að það átti að halda heimsráðstefnu samtak-
anna á Indlandi og fór þangað. Í framhaldinu
fór ég að huga að stofnun hérna heima.“
Starf samtakanna er fjölbreytt og að undan-
förnu hafa þau staðið fyrir námskeiði um Baska
og Baskaland, og samskipti Baska og Íslend-
inga, sem er haldið í samstarfi við Vináttufélag
Íslendinga og Baska. Jón Björnsson, sálfræð-
ingur og rithöfundur, er einn þeirra sem að
námskeiðinu standa, en hann er jafnframt félagi
í U3A. Hann segir samskipti Íslendinga og
Baska eiga sér langa og merka sögu. „Baskar
settu upp hvalveiðistöðvar á Vestfjörðum og
samskiptin hafa verið nokkuð mikil í gegnum
tíðina. T.d. var fyrsta orðabók sem sett var sam-
an hér á landi baskneskt-íslenskt orðasafn.“
Spánverjavígin skelfilegu
Jón segir að samskiptin hafi þó ekki alltaf
verið jafn góð. „Frægustu samskiptin við Baska
eru líklega Spánverjavígin, þegar Íslendingar
drápu heila skipshöfn Baska sem hafði orðið
innlyksa hér á landi yfir veturinn. Þetta er eitt
það ljótasta sem hefur gerst í Íslandssögunni.
En á síðari tímum hafa Íslendingar og Baskar
átt ýmis viðskipta- og verslunarsambönd og
farnast vel.“
Stúdera Baska á 3. aldrinum
Félagar í U3A koma saman og læra hver af öðrum Fjölbreytt fræðsla
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Löng og merk saga Félagar í samtökunum U3A fræðast um samskipti Baska og Íslendinga á félagsfundi sem haldinn var í gærkvöldi.
Meðalaldur félaga í U3A er 68 ára, en fé-
lagsmenn eru á aldrinum 54-83 ára. Ingibjörg
leggur áherslu á að samtökin séu öllum þeim
opin sem hafa ýmist látið af störfum vegna
aldurs eða eru að huga að því. Á vefsíðu U3A
geta áhugasamir komið sér í samband við
samtökin.
Ingibjörg segir að á döfinni sé að sækja um
styrk til alþjóðlegs samstarfs um hvernig
undirbúa eigi starfslok. Hún segir algengt
að fólk hugi ekki að þeim í tíma, en mik-
ilvægt sé að skipuleggja þau með fyr-
irvara. „Það er til dæmis ekki gott að
byrja á að velta starfslokum fyrir sér
rétt áður en maður hættir að vinna,
heldur þarf að huga að því
nokkru áður hvernig maður
ætlar að vera virkur eftir að
farið er af vinnumarkaði.“
U3A er öllum opið
HUGA ÞARF VEL AÐ ÞVÍ HVAÐ
TEKUR VIÐ EFTIR STARFSLOK
Ingibjörg R.
Guðlaugsdóttir