Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014 Á síðasta bæj- arstjórnarfundi í Kópa- vogi (25-03-2014) var tekin fyrir tillaga um hækkun starfshlutfalls bæjarfulltrúa. Hávær- ar og misgóðar umræð- ur sköpuðust um ágæti tillögunnar. Umræðan fór helst í hver kjörin ættu að vera með til- heyrandi auknu hlut- falli en ekki hvað bæjarbúar væru mögulega að fá með skýrara starfs- hlutfalli bæjarfulltrúa. Það sem skiptir hins vegar að mínu mati mestu máli er hversu mikla þjónustu bæjarbúar vilja frá sínum kjörnu fulltrúum. Í Reykjavík er borgarfulltrúastaðan skilgreind sem 50% staða ásamt nefndarsetum. Fáir ef nokkrir borgarfulltrúar sinna öðrum störfum samhliða þjón- ustu sinni við borgarbúa. Hversu mikið aðgengi vilja bæj- arbúar, hagsmunahópar og starfs- fólk bæjarins hafa að bæjarfulltrú- um Kópavogs ? Eins og staðan er í dag, er litið á þessa iðju sem áhuga- mál sem fólk sinnir meðfram sínu starfi. Hins vegar fylgir sá böggull skammrifi að þjónustan sem við reynum að veita tekur ekki tillit til þessara tímamarka sem ætti þó ein- mitt að miða við. Ýmsir, fundir, emb- ættisskyldur, ráðstefnur, síma- viðvera og viðtöl eru einmitt á þessum tíma sem flest okkar eru í hefðbundinni vinnu. Til þess að vera upplýstir þurfa kjörnir fulltrúar að lesa mikið af gögnum í vandasömum málum. Hér má nefna samninga um vatnsvernd, aðalskipulag, stórar framkvæmdir, samningagerðir og ýmis lagaágrein- ingsmál er snúa að bæjarfélaginu. Rangar ákvarðanir hafa dýrar af- leiðingar. Bæjarfulltrúar sitja í að meðaltali í einni nefnd og þurfa því að treysta á góð samskipti við sitt flokksfólk og bæjarstarfsmenn sem og bæjarbúa til að halda sér upp- lýstum um ýmis mikilvæg málefni. Þessa hluti skal vinna í frítíma þar sem bæjarfulltrúastaðan er skil- greind sem áhugamál og 27% hlut- fall af þingfarakaupi. Tengslin við þingfararkaup eru mér ráðgáta nema vegna þess að skv. sveit- arstjórnarlögum ber okkur sveit- arstjórnarfulltrúum að ákveða okk- ar laun sjálf. Viðmiðunin við þingfararkaup er líklega leið til að miða við laun sem eru ákveðin af kjararáði. Það er í eðli sínu rangt að við þurfum að ákveða kjörin sjálf og verður afar viðkvæmt viðureignar. Slíkar ákvarðanir ættu að sjálfsögðu að vera á hendi óháðs aðila. Bæjarfulltrúa ber að vera upplýstur, vel inn í öllum málum er varð- ar hag Kópavogsbúa, og hafa stefnumark- andi áhrif á stjórnsýslu bæjarins með hags- muni og vilja bæjarbúa að leiðarljósi. Við höf- um eftirlitsskyldu með ýmsum vandasömum málaflokkum sem skipta íbúa miklu máli og við eigum að vera til þjónustu reiðubúin fyrir Kópavogsbúa þegar þeir til okkar leita. Þetta bjóðum við okkur fram til að gera án þess að hika en spurn- ingin er hversu mikinn tíma þarf til þess að sinna þessu vel. Á óreglulegum vinnutíma sem fylgir ýmsum skyldum bæjarfulltrúa getur viðkomandi ekki verið „fastur“ í vinnu annars staðar alla daga. Hann þarf að hafa frjálsan vinnu- tíma, vera atvinnulaus, vera í hluta- starfi, í eigin rekstri eða vera í námi sem passar. Sú tillaga sem við Ólafur Þór Gunnarsson settum fram verður vonandi til þess að einhver vinna og greining fari fram á hvað felst í störfum og ábyrgð bæjarfulltrúa, en tekur vonandi ekki síður á þeirri mikilvægu spurningu sem er: Hversu mikla þjónustu vilja íbúar sem kjósa sína lýðræðislegu fulltrúa á fjögurra ára fresti fá frá sínu fólki? Bæjarfulltrúi er talsmaður fólksins sem byggir bæinn og er leið íbúanna til að hafa áhrif á stjórnsýslu bæj- arins. Mögulega er vilji bæjarbúa frekar sá að embættismenn hafi áfram for- skot á kjörna fulltrúa er varðar tíma og möguleika til upplýsingaöflunar og þá að bæjarfulltrúastaðan verði áfram hugsuð sem áhugamál. Það er mín skoðun að með því að gefa fólki meira svigrúm til þess að sinna bæj- arfulltrúastarfinu þá muni það leiða sjálfkrafa til betri ákvarðanatöku sem og meiri aðkomu hins almenna íbúa sem hefur þá gott aðgengi að sínum lýðræðislega kjörna fulltrúa sem verndar hagsmuni bæjarbúa. Eftir Karen Elísabet Halldórsdóttur »Með því að gefa fólki meira svigrúm til þess að sinna bæjarfull- trúastarfinu þá muni það leiða sjálfkrafa til betri ákvarðanatöku. Karen Elísabet Halldórsdóttir Höfundur er varabæjarfulltrúi í Kópavogi. Fulltrúar fólksins Lestrarhestar Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Ráðhúsinu í Reykjavík í gær. Nemendur, sem valdir höfðu verið úr skólum í borginni, lásu þá upp úr skáldverkum. Þórður Á fundi Lögmanna- félagsins fyrir nokkru sagði Geir Lippestad, verjandi fjöldamorð- ingjans Anders Be- hrings Breiviks, hvern- ig reiðin í Noregi hefði breyst í stolt sam- félagsins yfir því að réttarríkið hélt og Brei- vik naut grundvall- armannréttinda. Í því samhengi benti hann meðal annars á yfirveguð viðbrögð Jens Stolten- bergs, forsætisráðherra, sem neitaði að tjá sig um sekt Breiviks, og sagði það ekki sitt hlutverk að fella dóma í sakamálum. Formaður Lögmanna- félagsins hélt stutta tölu og benti á að líkindi mætti finna í íslensku sam- félagi þar sem þrýst væri á um sak- fellingu í málum tengdum banka- hruni. Þó að ekki sé saman að jafna sví- virðilegum glæpum Breiviks og bankahruninu á Íslandi, sem var hluti af alþjóðlegri fjármálakrísu, þá er ástæða til að staldra við og spyrja þeirrar áleitnu spurningar hvort Ís- land hafi staðist próf réttarríkisins. Opinber sakfelling án rannsóknar Eftir fall þriggja viðskiptabanka, sem þó olli ekki stöðvun á banka- starfsemi í landinu, var sett á fót sér- stakt embætti í þeim tilgangi að sefa reiði almennings. Strax á frumstigi rannsókna var lýst yfir að fyrirhugað væri að gefa út 90 ákærur. Erlendur ráðgjafi embættisins lýsti yfir sekt þeirra sem rannsaka átti, áður en rannsóknin hófst. Þessi erlendi ráð- gjafi gaf lítið fyrir hlutleysi dómstóla og minnti dómara landsins á að þeir væru hluti af almenningi og hlytu að hafa orðið varir við reiðina í sam- félaginu. Yfir Fjármálaeftirlitið sem fer með frumrannsókn mála á sviði fjár- málalöggjafar var skipaður forstjóri sem síðar hrökklaðist úr embætti vegna lögbrota. Hann lýsti því yfir eftir nokkrar vikur í starfi án þess að nokkur rannsókn lægi fyrir, að fyrr- verandi starfsmenn fjármálafyr- irtækja ættu í mörgum tilvikum yfir höfði sér fangelsisvist til allt að 10 ára vegna brota í starfi. Afskipti stjórnmálamanna Á sama tíma og embætti sérstaks saksóknara átti í viðræðum við rík- isstjórnina um auknar fjárveitingar voru fyrrverandi stjórnendur við- skiptabanka hnepptir í gæslu- varðhald í beinni útsendingu í fjöl- miðlum og aukafjárveiting upp á tæpa þrjá milljarða samþykkt til embættis- ins daginn eftir að þeir voru látnir lausir. Þá- verandi forsætis- og fjármálaráðherra fögn- uðu frelsissviptingu þessara einstaklinga, sem þau töldu að myndi sefa reiði almennings. Fjármálaráðherrann lýsti stemningunni þeg- ar hann sagði í útvarps- viðtali: „Við reynum að hundelta þessa gaura. Saksóknari, skatturinn og Serious Fraud Office í Bretlandi.“ Þáverandi innanríkisráðherra sagði að þjóðin hefði verið rænd og takmarkanir á rannsóknaraðferðum sem ganga nærri friðhelgi manna ættu ekki við um bankamenn. Rannsóknarnefnd og réttlát málsmeðferð Þá var stofnuð sérstök rannsókn- arnefnd og valdir í nefndina ein- staklingar sem höfðu enga starfs- reynslu eða sérþekkingu á banka- og verðbréfaviðskiptum. Þessir ein- staklingar gátu vegið að æru manna og fyrirtækja án þess að þurfa að bera refsi- eða bótaábyrgð á skýrslu sinni eða gætt væri eðlilegra máls- meðferðarreglna við vinnu hennar. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis eru settar fram fullyrðingar um túlkun löggjafar og störf manna sem ekki hafa staðist síðari skoðun. Þannig liggur fyrir að rannsókn- arnefndin hafði rangt fyrir sér um grundvallaratriði í bankalöggjöf eins og reglur um stórar áhættuskuld- bindingar. Þá fullyrti rannsókn- arnefndin um refsiverð brot banka- starfsmanna án þess að fullnægjandi rannsókn hefði farið fram eða gætt hefði verið þeirra réttinda sem grundvallarreglur um réttláta máls- meðferð byggjast á. Tilefnislausar kærur Fjármálaeftirlitsins Í grein sem ég skrifaði í desember 2013 sagði ég frá skjólstæðingi mín- um sem hefði verið til rannsóknar í fimm málum hjá sérstökum saksókn- ara. Engu þessara mála lauk með ákæru en maðurinn var handtekinn, missti vinnu sína, auk þess sem afla- hæfi og mannorð hans skaðaðist. Einhverjir kunna að halda að þetta sé einsdæmi, en svo er ekki. Nýverið var annar skjólstæðingur minn upp- lýstur um að rannsókn á öllum mál- um gagnvart honum væri lokið. Hann hafði líka verið til rannsóknar í mörg ár, misst vinnu og hlotið mannorðs- skaða. Samkvæmt nýlegum fréttum þá liggur nú þegar fyrir að um helm- ingur mála sem Fjármálaeftirlitið sendi til sérstaks saksóknara hefur verið felldur niður og voru þau því til- efnislaus. Slíkt hlutfall hjá sér- fræðistjórnvaldi er ekki ásættanlegt í réttarríki. Hér hefur valdi verið mis- beitt sem hlýtur að kalla á rannsókn viðeigandi yfirvalda. Stóðst Ísland próf réttarríkisins? Í kjölfar falls bankanna var vikið frá réttarskipulagi á Íslandi með stofnun aðhaldslausrar rannsókn- arnefndar og risavaxins saksókn- arembættis, enda lýsti erlendi ráð- gjafinn því yfir að á Íslandi störfuðu fleiri við rannsóknir efnahagsbrota en í Frakklandi. Verulegum fjár- munum hefur verið varið til starfsemi embættisins og hávær krafa hefur verið um mælanlegan árangur í formi refsinga. Réttarríkið hefur átt fáa málsvara og nær engin umræða verið um það hvenær ríki hættir að vera réttarríki. Er það þegar krafa er gerð um að dómstólar dæmi eftir reiði samfélagsins en ekki lögum? Er það þegar rannsóknarnefndum er falið sjálfdæmi án ábyrgðar? Er það þegar gæsluvarðhaldsúrskurðir og hand- tökur eru heimilaðar vegna meintra brota sem áttu sér stað einhverjum árum áður? Er það þegar dómstólar heimila umfangsmiklar símhleranir sem eru langt umfram þau hlutföll sem Mannréttindadómstóll Evrópu telur ásættanlegt? Er það þegar sak- felling er byggð á framburði vitnis sem er að koma sjálfum sér undan sök um það sem fram fór í tveggja manna tali? Er það þegar sönn- unarbyrði í sakamálum er snúið við og ákærðu þurfa að sanna sakleysi sitt ? Er það þegar túlkun á ref- isákvæðum eru rýmkuð til að hægt sé að gefa út ákæru? Er það þegar Fjár- málaeftirlit sendir tilefnislausar kær- ur til saksóknara í tugatali eða sviptir menn starfi á ólögmætan hátt? Er það þegar 300 manns með rétt- arstöðu sakbornings eru látnir bíða árum saman eftir niðurstöðu rann- sókna? Norðmenn stóðust prófraun- ina, sem mál Breiviks var, en stóðst Ísland prófið? Eftir Helga Sigurðsson »… nær engin um- ræða verið um það hvenær ríki hættir að vera réttarríki. Er það þegar krafa er gerð um að dómstólar dæmi eftir reiði samfélagsins en ekki lögum? Helgi Sigurðsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Breivik og bankahrun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.