Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014 Raðauglýsingar Tilkynningar Norðurþing Skipulags- og byggingarfulltrúi Ketilsbraut 7–9 – 640 Húsavík Tillögur að breytingu deiliskipulags athafnasvæðis á Höfða í Norðurþingi Bæjarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar tillögu að breytingu deiliskipulags athafnasvæðis á Höfða á Húsavík. Gildandi deiliskipulag svæðisins var sam- þykkt í bæjarstjórn Húsavíkur 21.12. 1999 og taldist þá svæðið iðnaðarsvæði. Svæðið telst nú athafnasvæði A2 í Aðalskipulagi Norður- þings 2010–2030. Breyting skipulagsins felst í samræmingu við nýlega samþykkta breyt- ingu aðalskipulags Norðurþings vegna veg- tengingar frá Húsavíkurhöfn að iðnaðar- svæði á Bakka. Athafnasvæði A2 skerðist vegna fyrirhugaðrar jarðgangagerðar um Húsavíkurhöfða. Breytingin kemur fram í skerðingu tveggja lóða, Höfða 8 og Höfða 10, auk skerðingar grænna svæða. Óbyggðu lóðirnar að Höfða 6 og 8 eru sameinaðar í eina, Höfða 6-8, og jafnframt gert ráð fyrir að sú lóð verði tímabundið nýtt undir vinnu- búðir vegna framkvæmda. Tillaga að deiliskipulagsbreytingunni verður til sýnis á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7–9 á Húsavík frá 3. apríl til 9. maí 2014. Ennfremur verður hægt að skoða breytingartillöguna á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is). Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athuga- semdir við tillöguna til og með föstudeginum 9. maí 2014. Skila skal skriflegum athuga- semdum til bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík. Þeir sem gera ekki athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir. Húsavík, 28. mars 2014, Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi. Smáauglýsingar 569 1100 Gisting Svefnpokagisting á Stokkseyri Svefnpokagisting fyrir litla og stóra hópa. Frábær staðsetning og stutt í fjölbreytta afþreyingu. Eldunaraðstaða og stór verönd með grillaðstöðu. arthostel@arthostel.is 854 4510 Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt                                                Teg. 23001 Vandaðir og þægilegir herraskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 39–48. Verð: 17.985. Teg. 204203 Vandaðir og þægilegir herraskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 39–48. Verð: 16.985. Teg. 455201 Vandaðir og þægilegir herraskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 39–48. Verð: 17.975. Teg. 505602 Vandaðir og þægilegir herra-inniskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 40–47. Verð: 12.885. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.– föst. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílar Til sölu Toyota Corolla, árg. 1998 1600cc, sjálfskipt., 5 dyra hatchback Verð: Tilboð. Uppl.í síma: 776 4950. 2009 Peugeot Expert sendibíll. 1,6 L Diesel. Ekinn aðeins 26 þús. km. Plata í botni. Klæddur að innan. Sem nýr. Til sýnis á staðnum. Verð án vsk. 2.290 þús. www.sparibill.is Fiskislóð 16 – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Hópbílar Bjóðum hópferðabíla frá 8-67 farþega. Guðmundur Tyrfingsson ehf gt@gtbus.is www.gtbus.is S. 568-1410 / 482-1210 Hópferðabílar til leigu með eða án bílstjóra Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. NICOLAI BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455 Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Einkamál ICELAND HELP! Please help me gain political asylum in your country. I am an American who is like Bobby Fis- cher. I would never be a burden on the social system. ayslum-please@hushmail.com Thanks Dave Í dag kveðjum við Jón Snorra, tré- smið og forystu- mann bygginga- manna til langs tíma, bæði í Trésmiðafélagi Reykjavíkur og úti á landi með störfum sínum í Sambandi byggingamanna. Með Jóni Snorra er að hverfa kyn- slóðin sem leiddi íslenska verka- lýðshreyfingu á sjötta, áttunda og níunda ártugnum og lagði grunn að svo mörgu sem við bú- um að í dag. Það var öflug sveit manna sem skipaði forystusveit tré- smiða í Reykjavík á sjöunda ára- tugnum, Jón Snorri, Benedikt Davíðsson, Sigurjón Pétursson og Helgi Guðmundsson sem síð- ar varð forystumaður trésmiða á Akureyri. Það er stór spurning hvort slík forystusveit hafi verið uppi í öðru stéttarfélagi á Ís- landi á sama tíma, eins og var í Trésmiðafélagi Reykjavíkur á þessum tíma. Það höfðu verið mikil pólitísk átök í félaginu um nokkurt skeið áður en Jón Snorri var kjörinn formaður fé- lagsins og það hefur ekki verið árennilegt að leggja til atlögu við þessa samhentu sveit þrátt fyrir ólíka einstaklinga. Jón Snorri leiddi hópinn enda formaður Trésmiðafélagsins og hvar sem hann fór fundu menn fyrir kraftinum í honum, hann var einhvern veginn sjálfskipað- ur að leiða hópinn hvort sem það var í baráttunni, í söng eða skemmtiferð til fjalla. Á þessum tíma voru fundir í Trésmiðafélagi Reykjavíkur fjöl- mennir, töluvert um skemmtanir á vegum félagsins og ferðalög sem félagsmenn tóku virkan þátt í. Þar sem menn komu saman naut Jón Snorri sín, smitaði út frá sér með framkomu sinni, frískleika og góðri framkomu bæði í samtali manna á milli og ekki síst í ræðustól. Seinustu árin sem Jón Snorri starfaði fyrir stéttarfélög bygg- ingamanna var hann fram- kvæmdastjóri Sambands bygg- ingamanna sem síðar varð Samiðn, sem voru landssamtök byggingamanna og náðu til alls landsins. Á þessum árum var Jón Snorri virkur í norrænu sam- starfi fyrir byggingamenn og sótti fjölmörg þing , ráðstefnur og sat í stjórn NBTF, sem eru samtök byggingamanna á Norð- urlöndunum. Á þeim vettvangi naut Jón sín, enda sjálfsöruggur og óragur að beita sér ef með þurfti og átti auðvelt með að kynnast fólki. Það er merkilegt hvað margir góðir leiðtogar hafa þurft að berjast við brennivínið og það lét Jón Snorra ekki í friði og kom í veg fyrir að hann tæki skrefið að fullu inn í íslenska pólitík en hann hafði allt til þess að bera að láta að sér kveða á þeim vett- vangi. En í glímunni við þennan fjanda sýndi Jón Snorri mikinn styrk og reisn þegar hann setti tappann í flöskuna og byggði upp nýtt lífsmynstur. Það er á slíkum stundum sem styrkur manna kemur hvað skýrast fram, hvort viljinn eða fíknin eigi að ráða. Jóni Snorri sigraði í þessari baráttu og átti gott líf síðustu áratugina, ætíð hress, kátur og hafði frá mörgu að segja og hvar sem hann kom var hann miðdepill umræðunnar. Við í Samiðn sendum fjöl- skyldu Jóns Snorra okkar bestu Jón Snorri Þorleifsson ✝ Jón Snorri Þor-leifsson fædd- ist 3. júní 1929. Hann andaðist 21. mars. 2014. Jón Snorri var jarð- sunginn 28. mars 2014. kveðjur og vitum að hans er saknað en á slíkum stundum er gott að hafa í huga að hann mun lengi lifa í minningunni. Þorbjörn Guðmundsson. Á unglingsárum veitti ég athygli myndum í dagblöð- unum af ungum, sviphreinum og snarlegum manni með þéttan og óstýrilátan hármakka. Hann leiddi stórt og öflugt verkalýðs- félag sem bróðir minn var í og launabaráttan virtist aldrei taka enda. Verkalýðshreyfinguna þurfti að endurskipuleggja og laga að nýjum tímum; nýtt Ís- land var í deiglunni. Efla þurfti faglega þekkingu og félagslega vitund innan hreyfingarinnar, auka samskipti við fagbræður og -systur, opna glugga til annarra landa; verkefnin voru ærin og ungi maðurinn virtist alltaf vera þar sem grettistökum var lyft. Og pólitíkin lét ekki slíkan mann ósnortinn og hann bar fyrir vikið oftar fyrir augu mér í blöðunum. En það þurfti að huga að fleiru, fjölskyldur stækkuðu og það þurfti að byggja yfir þær hús og íbúðir. Óvænt skerast leiðir okk- ar á kosningaskrifstofu Krist- jáns Eldjárns í Árbæjarhverf- inu, ungi maðurinn grúfir sig yfir spjaldskrárkassa, gefandi fyrirmæli á báðar hendur; við erum sem sagt orðnir nágrann- ar, landnemar í nýju úthverfi. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sá hann sjálfan. Síðan liðu þrír áratugir, ver- öld okkar hvors um sig, sem var, tók kollsteypu og margt breytt- ist. Ný veröld reis og Ragnheið- ur mín leiðir mig til fundar við föður sinn sem er kominn yfir Sundið frá Svíþjóð til þess að hitta okkur í Kaupmannahöfn. Ég stend frammi fyrir hvíthærð- um, svipsterkum eldri manni, ei- lítið lotnum, og leita unga mannsins í djúpum andlitsdrátt- unum. Á þeirri stundu hófust raunveruleg kynni okkar sem hafa staðið í tæpa tvo áratugi. Jón Snorri var jarðbundinn og ódeigur baráttumaður; hvort- tveggja í senn, harður af sér og hjartahlýtt góðmenni. Harðastur var hann sjálfum sér. Líf hans var lengstum helgað umhyggju fyrir öðrum og þau ár sem við áttum samleið var hann vakandi yfir velferð fjölskyldu sinnar heima og erlendis, ræktaði tengslin við börn sín og barna- börn af alúð og árvekni. Hann var örlátur, ætíð boðinn og bú- inn að taka til hendinni ef leysa þurfti verkefni sem féllu að hans sérkunnáttu. Hann var félags- vera, hafði yndi af samneyti við aðra; samræðan var hans list- form. Fæðingarsveit hans í Dýrafirði var honum hugstæð og þangað beindu hann og systur hans öllum afkomendum sínum nokkur sumur og leiddu þau um grösugar engjar dalanna þar sem forfeðurnir bjuggu áður. Jón Snorri á þúfunni með gjall- arhornið að lýsa ferðum Gísla Súrssonar verður þeim ógleym- anlegt sem á vettvangi voru. Hann kom hingað til dóttur sinnar að Mosfelli til þess að deyja, líkt og Egill forðum; hing- að komu líka börnin hans öll, barnabörnin og systir hans; þau önnuðust hann, studdu hann, hlúðu að honum og vöktu yfir honum uns yfir lauk. Hann kvaddi sáttur og var hafinn úr húsi undir söng sinna nánustu. Silfur hans er fólgið í afkom- endum hans; þar blasir það við öllum. Sigurgeir Steingrímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.