Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 17
„Þessi komst utan um fótinn á henni og upp að nára.“ Jóhannes, sem er kennari við Brekkuskóla, fór í fæðingarorlof þegar drengurinn fæddist en hjónin voru sammála um það, þegar orlof- inu lauk í byrjun desember, að hann færi norður. „Við máttum ekki gleyma eldri dóttur okkar, sem þá var 15 ára og í 10. bekk Lundarskóla og ég fór svo að kenna og settist meira að segja inn á bæjarstjórn- arfundi á ný. Ég hugsa að þá hafi verið fluttar nokkrar af lélegustu ræðum í sögu bæjarstjórnar Ak- ureyrar! Ég vissi varla hvað ég var að gera og hugurinn var að sjálf- sögðu annars staðar. Ég flaug suður um helgar og andlega og líkamlega var þetta mjög erfitt.“ Fjölskyldan fékk að fara af Land- spítalanum á aðfangadag, daginn sem stúlkan átti að fæðast. „Það var einhver eftirminnilegasta stundin í öllu þessu ferli, þegar við fórum út af spítalanum; úr örygginu sem læknar og hjúkrunarfræðingar veittu okk- ur; þetta stórkostlega teymi sem skipar eina bestu vökudeild heims. Fyrstu nóttina í íbúðinni var maður skelfingu lostinn: gat ekki sofið og starði bara á barnið!“ Þau voru svo endanlega útskrifuð skömmu áður en árið rann sitt skeið og nutu áramót- anna á Akureyri. „Fyrstu tvö eða þrjú árin óttaðist maður alltaf að eitthvað væri að; trúði því varla að þessi litli líkami starfaði eðlilega. Sjón, heyrn, hreyfi- geta, greind ... Endalaust er hægt að telja upp það sem líklegt er að geti komið fyrir þessi börn. En nú er hún á áttunda ári, er mjög hraust, stund- ar íþróttir af kappi og gengur mjög vel að lesa og reikna. Ef einhver hefði sagt mér þegar ég sá dóttur mína fyrst að rúmum sjö árum síðar myndi henni ganga mjög vel í skóla, æfði tvær til þrjár íþróttagreinar, léki sér við vinkonur sínar eins og hver önnur og væri orðin betri í tölv- unni en pabbi hennar, hefði ég talið þann mann galinn. Þetta er samt staðan í dag; Bjarney Hilma er sjö ára, tápmikil stelpa. Hún er eitt stórt kraftaverk og hefur verið allt frá 16. júlí 2006 til dagsins í dag.“ Veit að bróðirinn dó Jóhannes segir dóttur sína orðna það þroskaða að hún geri sér grein fyrir því að tvíburabróðir hennar hafi dáið. „Hún er farin að átta sig á ferl- inu og hvað hún gekk í gegnum og það getur verið að á næstu árum verði það erfiðara fyrir hana en í dag er hún mjög glaðlynd og mikill húm- oristi. Hún er hláturgjörn og stríðin. Hefur það að öllum líkindum frá móður sinni! Við krossum fingur og vonum að allt gengi vel áfram og höf- um enga ástæðu til að ætla annað. Við erum í nánu sambandi við lækna á Landspítalanum og þeir eru mjög ánægðir með hana.“ Bjarney Hilma er skírð í höfuð afa sinna. „Við vorum búin að ákveða að ef hún lifði myndum við gera það. Þeir eru báðir kjarnorkumenn; faðir minn [Bjarni Jóhannesson] var reyndar löngu dáinn þegar hún fæddist en hann var skipstjóri og mikill jaxl og Hilmar Gíslason [fyrrverandi yfir- verkstjóri hjá Akureyrarbæ] er líka mikið hörkutól. Og hún er mjög stolt af því að vera skírð í höfuðið á þeim.“ Móðir Kristín Hilmarsdóttir horfir á dóttur sína nýfædda í hitakassanum. Agnarsmá Jóhannes Gunnar heldur á dótturinni nýfæddri á vökudeildinni. FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014 Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri, sem Jóhannes G. Bjarna- son veitir formennsku, afhentu stofnuninni formlega 35 glæný sjúkrarúm í síðustu viku. Rúmin eru rafstýrð og gera sjúk- lingum leguna þægilegri og auð- velda til muna vinnu starfsfólks, að sögn Margrétar Þorsteins- dóttur, forstöðuhjúkrunarfræð- ings á lyflækningadeild. Stofnun Hollvinasamtakanna má rekja til alvarlegra veikinda Stefáns Gunnlaugssonar á Ak- ureyri í fyrra. Eftir stóra aðgerð í Svíþjóð lá hann á sjúkrahúsinu og „fann það á eigin skinni hversu mikilvægt er fyrir okkur Norðlend- inga að hafa vel búið sjúkrahús hér á svæðinu“, segir hann. „Þá er kraftur og áræði starfsfólksins nokkuð sem ég tel að við hin í samfélaginu eigum að styðja við og það er það sem Hollvina- samtökin ætla að beita sér fyrir. Jóhannes Bjarnason segir þau Kristínu Hilmarsdóttur, eiginkonu sína, hafi fundið fyrir endalausri manngæsku og hlýju hjá starfs- fólki Sjúkrahússins á Akureyri, eins og á Landspítalanum, og þess vegna hafi ekki komið til greina að skorast undan þegar hann var beð- inn að verða formaður í Hollvina- samtökunum. „Ég stend í svo mik- illi þakkarskuld við sjúkrahúsið að ég þurfti ekki að hugsa mig um nema í nokkrar sekúndur,“ segir hann. „Þegar tugir einstaklinga keppast við að gera tilveruna sem bærilegasta eins og í okkar tilfelli, og sýna slíka manngæsku og hlýju sem við upplifðum, fær maður nýja sýn á mannfólkið.“ Félagar í Hollvinasamtökunum eru nokkur hundruð. Hver greiðir 5.000 króna árgjald og reglulega verður farið í stórar safnanir í því skyni að gefa Sjúkrahúsinu á Akur- eyri einhvers konar búnað. „Öllum er hlýtt til sjúkrahússins og ég biðla til Akureyringa að ganga í samtökin og hjálpa okkur að gera þessa frábæru stofnun enn betri.“ Mun betra fyrir alla VEGLEG GJÖF HOLLVINASAMTAKANNA Bjarni Jónasson, forstjóri SAk, Margrét Þorsteinsdóttir, forstöðuhjúkrunarfræð- ingur á lyflækningadeild, Björg Aradóttir, hjúkrunarfræðingur á skurðlækninga- deild, og Stefán Gunnlaugsson, hvatamaður að stofnun Hollvinasamtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.