Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Side 3

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Side 3
gamma er aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Við erum stolt af samstarfi okkar við hljómsveitina og ánægð með að geta tekið höndum saman með ástríðufullu fagfólki um þetta mikilvæga starf. www.gamma.is Baksviðs með Sinfóníuhljómsveit Íslands� � Hallfríður Ólafsdóttir og Þórarinn Már Baldursson hafa skapað víðförlustu mús Íslandssögunar. Hallfríður: Það að kynnast aðeins einfaldri tónlist er ekki ólíkt því að vera alinn upp bara á pylsum. Þórarinn: Já, sem eru auðvitað ágætar í hófi en maður þarf annað með. Hallfríður: Börn eru með galopinn huga og fordómalaus en mörg þeirra fá sjaldan tækifæri til þess að heyra annað en létt lög. Börn eru þakklátir og hrifnæmir áhorfendur enda má upplifa svo margt og læra um lífið og mannlegar tilfinn- ingar með hjálp tónlistar. Unga fólkið er ávallt aufúsugestir hjá Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. Á undanförnum árum hefur hljóm- sveitinni borist öflugur liðsstyrkur í honumMaxímús Músíkús, tónlistarmús sem kynnir börnum á öllum aldri galdur tónlistarinnar. Þau Hallfríður Ólafsdótt- ir flautuleikari og Þórarinn Már Baldursson víóluleikari hafa skapað þessa skemmtilegu og forvitnu mús sem er á góðri leið með að sigra heiminn því að sögurnar hans hafa verið þýddar á mörg tungumál og gefnar út ásamt geisladiskum. Maxímús hefur einnig heimsótt þó nokkrar sinfóníuhljómsveit- ir í öðrum löndum. Engin íslensk mús er því sigldari eða frægari, geri aðrar betur!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.