Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Page 8
Leikarinn Rory McCann, sem leikur Sandor Cleg- ane í Game of Thrones, rifjaði upp þegar hann bjó á Íslandi í 11 mánuði fyrir sex árum í stóru viðtali í Daily Record í Skotlandi í vikunni. McCann kom hingað til lands til að leika í Bjólfs- kviðu og féll fyrir landi og þjóð. Hann ákvað að vera hér áfram og búa í tjaldi. „Heimamenn sögðu síðan að veturinn væri að koma þannig að fólk leyfði mér að gista hjá sér. Það voru hvort sem er engin leikarastörf í boði fyrir mig á þeim tíma.“ Hann vann fyrir sér sem trésmiður og sneri aftur til Bretlands sem skóg- arhöggsmaður. Hann sneri aftur hingað til lands í sumar til að taka upp fjórðu þáttaröð og trúði ekki hvað líf hans hafði breyst. „Síðast þegar ég var á Íslandi var líf mitt ekki svona. Ég var ekki umkringdur einkabílstjórum og að leika í stærstu sjónvarpsþáttaröð heims. Ég þarf reglulega að klípa mig því ég held oft að mig sé að dreyma.“ Bjó á Íslandi í 11 mánuði 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.4. 2014 Fyrir nokkrum árum hlustaði ég á áhrifaríktviðtal í dönskum útvarpsþætti við konusem var nýkomin úr heimsókn til vinkonu sinnar í tilteknu ríki í Afríku. Sú bjó í litlu þorpi í strjálbýli á landsbyggðinni. Danska konan lýsti vanda sínum við að laga sig að mataræði sem var mjög frábrugðið því sem hún átti að venjast heima fyrir. Eflaust hefði afríska vinkonan komist að svip- aðri niðurstöðu ef hún hefði heimsótt Danmörku. Við gjöldum varhug við hinu óþekkta en sjáum ekki það sem við erum alin upp við og höfum vanist frá blautu barnsbeini. Það á svo sann- arlega við um mataræði. En það á við um fleira. Áfallið sem danska konan varð fyrir í lands- byggðarþorpinu afríska – því þannig lýsti hún viðbrögðum sínum – sneri að fjölkvæni. „Hvað á maðurinn þinn margar konur?“ var hún spurð. „Mig eina,“ svaraði sú danska hróðug og taldi að hún hefði nú uppskorið ómælda aðdáun kvennanna sem beint höfðu til hennar þessari spurningu. En í stað aðdáunar í andliti viðmæl- endanna var aðeins vorkunnsemi að sjá. „Og hver passar börnin ykkar á meðan þú ert fjar- verandi?“ var hún enn spurð. „Það gerir mað- urinn minn.“ Ekki þótti þetta bera vott um að hún væri gift eftirsóknarverðum manni. Átti bara eina konu og stóð síðan í barnapössun. En það sem verra var – og þar kom skýringin á vorkunnarsvipnum – það hlyti að hvíla mikið vinnuálag á konu sem væri ein um alla vinnuna en deildi henni ekki með öðrum konum. Þetta kom upp í hugann í vikunni þegar ég sat ráðstefnu á vegum Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar í Genf. Þar voru fulltrúar stjórnvalda, launafólks í almannaþjónustu og atvinnurek- enda. Umræðan var ágætur spegill á mismun- andi aðstæður í heiminum. Rætt var um mik- ilvægi þess að tryggja starfsöryggi og rétt til að stofna verkalýðsfélög. Þarna kom vel í ljós við hve mismunandi aðstæður fólk býr að þessu leyti. Og nálgunin eftir því ólík. Í sumum ríkjum er barist fyrir því að fá að mynda samtök eða eiga aðild að þeim án áreitis og ofsókna. Afskipti af félagsmálum geta þannig beinlínis verið lífshættuleg. Fram kom að nýlega voru þrír heilbrigðisstarfsmenn skotnir til bana í Gvatemala fyrir að greina frá spillingu á vinnu- stað sínum. Í okkar heimshluta hefur áherslan í seinni tíð á hinn bóginn verið á að tryggja einstaklingnum rétt til að standa utan samtaka og þar með gera honum kleift að njóta ávaxtanna af verkalýðs- baráttu án þess að leggja nokkuð af mörkum. Skrítin frelsisbarátta það. En á slíkum for- sendum hefur Mannréttindadómstóllinn í Strasbourg úrskurðað og þannig grafið undan félagslegri réttindabaráttu. Það er vandlifað í margbreytilegum heimi. Vandlifað * „Ekki þótti þetta beravott um að hún væri gifteftirsóknarverðum manni. Átti bara eina konu og stóð síðan í barnapössun.“ ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Ummæli Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar forsætisráðherra um að óafturkræfar loftslagsbreytingar fælu í sér „tækifæri“ fyrir Ísland voru gripin á lofti á Facebook í vik- unni. Guðfinnur Sigurvinsson sjónvarpsmaður á Miklagarði sagði: „Viðskiptabankinn minn er að bjóða mér að skoða hvað skuldanið- urfærsla ríkisstjórnarinnar getur gert fyrir húsnæðislánið mitt. Ég er að hugsa um að sleppa því og bíða bara eftir loftslagsbreytingunum.“ Bein útsending í sjónvarpi á Englum alheimsins vakti sömuleiðis athygli. Sindri Freysson rithöfundur vísaði í verkið í stöðuuppfærslu í vikunni: „Í hvert skipti sem ég sé viðtal við Gunnar Braga, Sigurð Inga, Sig- mund Davíð, Vigdísi Hauks og þau öll á ég alltaf hálfpartinn von á að þau hætti í miðjum klíðum, líti upp með fjarrænt bros á vör og segi við áhorfendur: „Við erum allir vist- menn á Kleppi, verið svo vinsam- legir að hringja á lögregluna strax.““ Einhverjir hlupu apríl og Margrét Marteinsdóttir fyrrverandi frétta- kona var ekki feimin við að við- urkenna það á Facebook: „Fékk sms í morgun. Það var svona: Hæ, vildi láta þig vita að Melabúðin er að gefa næstum útrunnið græn- meti, 20 stk. á mann. Og nú er ég búin að hlaupa apríl. Það geri ég á hverju ári.“ Á föstudag var stofnuð stuðningssíða á Facebook undir heitinu „Skorum á Jónínu Ben að leiða lista framsóknar í borginni“. Á veggnum var þessi texti settur fram: „Skorum á Jónínu að fylla tómarúmið sem Óskar Bergsson skilur eftir sig! Jónína segir skoðanir sínar. Hún hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu. Framsókn þarf á Jónínu að halda!“ AF NETINU Landsliðsmaðurinn í knatt- spyrnu, Birkir Bjarnason, birti mynd af sér á samskiptamiðl- inum Instagram á mótorhjóli á götum Verona. Birkir sem spilar með Sampdoria á Ítalíu skartar síðu ljósu hári og voru ummælin við myndina öll á einn veg. Hann væri alveg eins og Jax Teller úr þáttaröðinni Sons of Anarchy. Birkir Bjarnason knattspyrnumaður. Leikarinn Charlie Hunnam sem Jax Teller. Birkir sem Jax 101 Reykjavík í Portsmouth Bresk hjón, Lisa og Chris White- ar, hafa opnað kaffihús í mið- borg Portsmo- uth sem ber nafnið 101 Reykjavík. Þau hafa ferðast töluvert til Ís- lands und- anfarin ár og segjast heilluð af landi og þjóð. „Við fórum fyrst árið 2009 og höfum farið þangað á hverju ári síðan,“ segja þau í við- tali við Portsmouth News þar sem kemur fram að þau bjóða upp á íslenskan bjór, ís- lenskt skyr og íslenska tónlist í bland við enska. Vettvangur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.