Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.4. 2014
Fjölskyldan Hvar og hvenær? Salnum Kópavogi, laugardag kl. 11.30 og 13.Nánar: Nemendur í Listdansdeild Klifsins 2014 halda sýninguna Plié. Í ár
munu hinar ýmsu ævintýraverur sýna brot úr starfi skólans. Verð kr. 1.500.
Ungar ballerínur dansa
Þ
ó við séum einhverf vilj-
um við ekki vera ein.
Flest okkar, sem erum
einhverf, langar til að
eignast lífsförunaut og
fjölskyldu en það er ekki alltaf auð-
velt,“ segir Ingibjörg Elsa Björns-
dóttir, doktorsnemi í þýðingafræði,
sem verður meðal fyrirlesara á mál-
þingi um einhverfu í Borgarleikhús-
inu í dag, laugardag.
Ingibjörg Elsa greindist ekki með
einhverfu fyrr en hún var orðin 44
ára gömul. Þá var hún búin að vera
með einhverfu alla ævi án þess að
gera sér grein fyrir því. „Ég vissi
alltaf að ég væri dálítið sérstök og
öðruvísi en aðrir án þess að geta
fest hendur á hvað það væri. Ég
var fyrst send til sálfræðings þegar
ég var nítján ára. Þegar ég greind-
ist svo með Asperger-einhverfu
varð ég afskaplega fegin. Þá gat ég
horft yfir líf mitt og skilið það. Síð-
asta púslið var komið og líf mitt
myndaði loksins rökrétta mynd,“
segir hún.
Nabokov kveikti ljós
Aðdragandinn að greiningunni var
svolítið óvenjulegur en það var Ingi-
björg Elsa sjálf sem fór að velta
þessum möguleika fyrir sér, að hún
væri með Asperger-heilkennið. „Ég
var að skrifa meistararitgerð um
rússneska rithöfundinn Vladimir
Nabokov og var að skoða hvort
hann hefði hugsanlega verið með
Asperger. Þá áttaði ég mig á því að
allskonar hlutir pössuðu við mig
sjálfa. Ég hafði samband við Guð-
laugu Þorsteinsdóttur geðlækni og
Laufeyju I. Gunnarsdóttur, ein-
hverfuráðgjafa hjá Greiningar- og
ráðgjafarstöð ríkisins. Það voru svo
Laufey og Evald Sæmundsen, sviðs-
stjóri rannsókna á greiningarstöð-
inni, sem greindu mig með Asper-
ger.“
Ingibjörg Elsa var orðin 38 ára
þegar hún kynntist manninum sín-
um en fólk var mikið búið að velta
fyrir sér hvers vegna hún væri allt-
af ein. „Hvað er þetta eiginlega með
hana Ingibjörgu, af hverju fær hún
sér ekki kærasta?“ Hún kveðst hafa
þroskast mikið í sambandinu, ekki
síst eftir að sonur þeirra fæddist.
„Maður nær eiginlega ekki fullum
þroska fyrr en maður stofnar fjöl-
skyldu,“ segir hún.
Það er samt meira en að segja
það. Margt fólk kynnist úti á lífinu
en Ingibjörg Elsa segir það ekki
auðvelt fyrir einhverfa sem þoli
margir hverjir illa hávaða og blikk-
andi ljós.
Spurð hvernig hún hafi kynnst
sínum manni hlær hún. „Það er
saga að segja frá því. Ég var að
vinna á verkfræðistofu og var send
norður á Hofsós til að halda fyrir-
lestur um nýja möguleika í sorp-
urðun í Skagafirði. Þar sem ég stóð
í pontu og ræddi fjálglega um sorp
og jarðlög heillaðist maður, sem sat
aftarlega í salnum, gjörsamlega af
mér. Hann sá gimsteininn í sorp-
inu.“
Hún skellir upp úr.
Þetta var Valgeir Bjarnason, þá-
verandi aðstoðarskólameistari á
Hólum í Hjaltadal. Ekki hafði hann
kjark til að kynna sig fyrir Ingi-
björgu Elsu á staðnum en setti sig
skömmu síðar í samband við hana
gegnum tölvupóst. „Við fórum að
spjalla saman og það endaði með
því að við ákváðum að hittast í
Reykjavík. Hann keyrði suður í
fjóra tíma gegnum snjó og ófærð.
Þegar ég sá hann í fyrsta skipti
ákvað ég strax að gefa honum tæki-
færi. Hann var með svo heiðarlegan
svip. Þetta var maður sem ég ætlaði
að treysta.“
Síðan eru liðin tíu ár og Ingibjörg
Elsa segir þau alltaf jafn ham-
ingjusöm í sveitinni á Selfossi. Ekki
spilltist heldur gleðin þegar lítill
hnokki, Sigurður Reynir Val-
geirsson, kom í heiminn fyrir hálfu
fimmta ári.
Bætum hvort annað upp
Valgeir er um margt andstæða
Ingibjargar Elsu. „Hann er mjög
félagslega þroskaður og fær enda
búinn að kenna í tuttugu ár og
vinna mikið með fólki. Við bætum
hvort annað vel upp. Það er mjög
mikilvægt fyrir einhverfa að kynn-
ast þroskuðum einstaklingi sem
skilur einhverfuna og ber virðingu
fyrir henni. Það getur ekki hver
sem er tekið slaginn með manni.“
Ingibjörgu Elsu hefur alla tíð
gengið vel í námi. Hún er með fjór-
ar háskólagráður og er að taka þá
fimmtu núna. Hún hefur á hinn
bóginn átt erfitt uppdráttar á vinnu-
markaði. „Akademían er af ein-
hverjum ástæðum umburðarlyndari
gagnvart einhverfum en vinnumark-
aðurinn. Þess vegna getur verið erf-
itt að fara þarna á milli og persónu-
lega hefur mér reynst það erfitt.“
Í dag er Ingibjörg Elsa sjálfstætt
starfandi þýðandi, rekur fyrirtæki
sem hún kallar Brandugla –
Translations. Lengst hefur hún
unnið samfellt á sama stað í átta ár,
á verkfræðistofu. „Ég mæli eindreg-
ið með því fyrir einhverfa að vinna
sjálfstætt.“
Einhverfir hafa gjarnan ákveðin
áhugamál og hafa tilhneigingu til að
einblína býsna ákveðið á þau. Þessi
áhugamál geta hæglega breyst.
Ingibjörg Elsa hafði um tíma gríð-
arlegan áhuga á Rússlandi, lærði þá
rússnesku og allt um land og þjóð.
Síðan skipti hún um áhugamál. Nú
er það þýðingafræðin og allt sem
henni viðkemur sem á hug hennar
allan. „Ég er að reyna að vinna við
mitt áhugamál og það hefur gengið
mjög vel.“
Annað stórt áhugamál hjá henni
um þessar mundir er guðfræði.
„Eftir tíu ár verð ég svo kannski
komin í eitthvað allt annað,“ segir
hún og hlær.
Hún segir einhverfa oft gríðar-
lega sterka í sínum áhugamálum og
nefnir í því sambandi vin sinn sem
gerir upp gamla bíla. „Hann sér
vélar í þrívídd og getur gert við allt
mögulegt. Þarna nýtast hæfileikar
hans vitaskuld best en mér finnst
stundum vanta meiri sveigjanleika á
vinnumarkaði þegar kemur að fólki
með einhverfu. Nýta þarf allan
mannauðinn.“
Þetta er bara Aspergerinn!
Eftir að Ingibjörg Elsa fékk grein-
inguna lætur hún það síður slá sig
út af laginu þótt hún brjóti annað
slagið óskráðar „reglur“ í mann-
legum samskiptum. „Þegar maður
er með einhverfu fer maður stund-
um í taugarnar á fólki. Það er bara
þannig. Maður talar kannski of mik-
ið eða of lítið og segir hluti á röng-
um stöðum. Núna veit ég að þetta
er engum að kenna. Þetta er bara
Aspergerinn! Einhverfir geta lært
félagslega færni upp að vissu marki
og eftir greininguna finnst mér ég
hafa tekið framförum. Mér gengur
til dæmis betur að hlusta og setja
mig í spor annarra. Annars er það
lykilatriði að við sem erum með
Asperger viljum ekki vera neitt
öðruvísi. Við erum hamingjusöm
eins og við erum.“
Þá gat ég
horft yfir
líf mitt og
skilið það
Fjölskyldukonan Ingibjörg Elsa Björnsdóttir ásamt eiginmanni sínum, Valgeiri Bjarnasyni, og syni þeirra, Sigurði Reyni.
„AÐ VERA Á EINHVERFURÓFI OG EIGNAST FJÖLSKYLDU“
ER YFIRSKRIFT ERINDIS SEM INGIBJÖRG ELSA BJÖRNS-
DÓTTIR, DOKTORSNEMI Í ÞÝÐINGAFRÆÐI, MUN FLYTJA Á
MÁLÞINGI UM EINHVERFU Í BORGARLEIKHÚSINU Í DAG
LAUGARDAG. HÚN MUN ÞAR TALA ÚT FRÁ EIGIN
REYNSLU. MÁLÞINGIÐ ER ÖLLUM OPIÐ.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Opið málþing um einhverfuróf á Stóra sviði Borgarleikhússins.
Haldið í tilefni af Alþjóðlegum degi einhverfu (2. apríl) og í
tengslum við sýninguna Furðulegt háttalag hunds um nótt.
17:00 – Setning: Torfi Markússon fundarstjóri setur málþingið.
17:05 – Breytt landslag einhverfunnar. Dr. Evald Sæmundsen,
sviðsstjóri rannsókna á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
17:20 – Heyrirðu ekki í rafmagninu? Jarþrúður Þórhallsdóttir
fötlunarfræðingur og höfundur bókarinnar Önnur skynjun – ólík
veröld.
17:35 – Frásagnir einhverfra. Laufey I. Gunnarsdóttir, þroska-
þjálfi og einhverfuráðgjafi, MA í menntunarfræðum.
17:50 – Að vera á einhverfurófi og eignast fjölskyldu. Ingibjörg
Elsa Björnsdóttir doktorsnemi í þýðingafræði.
Pallborðsumræður að erindum loknum þar sem fyrirlesarar og
einstaklingar á einhverfurófi sitja fyrir svörum.
Umræður í kjölfar sýningarinnar Furðulegt háttalag hunds um
nótt með aðstandendum verksins – um kl 22:00.
Þorvaldur Davíð Kristjánsson í Furðulegu háttalagi hunds um nótt eftir
Simon Stephens í leikstjórn Hilmars Jónssonar í Borgarleikhúsinu.
Dagskrá málþingsins