Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Síða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Síða 18
Ferðalög og flakk Ný tækni reynd við innritun *Starfsfólkið við innritunarborðið heilsar þér með nafni.Það þekkir fésbókarmyndina þína og veit bæði veðrið ááfangastað og að þú borðar ekki kjöt. Eitthvað á þessaleið gætu móttökur farþega í betri stofum Virgin Atl-antic í Lundúnum hljómað þessa dagana. Þar reyna mennnú Google Glass-snjallgleraugun við innritun með þaðfyrir augum að auka á upplifun farþega og gera þjón- ustuna persónulegri. Engum sögum fer enn af við- brögðum, en tæknin er eflaust ekki allra. Hampstead er minn uppáhaldsstaður í London. Ég er e.t.v.smá hlutdræg, þar sem ég er búsett þar, en það er ákveðinn sjarmi yfir staðnum sem er erfitt að toppa. Það er þessi góða mixtúra af þröngum strætum, fullum af kaffihúsum og krúttlegum búðum, og í fimm mínútna fjarlægð er síðan stór villtur „skógur“ á íslenskan mælikvarða, tilvalinn fyrir lautarferðir. Þrátt fyrir að vera stutt frá asa Oxford Street er auðvelt að gleyma því hér að þú sért í stórborg enda þorpsbragurinn mikill. Ég hef m.a.s. vingast við nágrannana, eignast vini á uppáhaldskaffihúsinu mínu og ósjaldan hitt á vinkonur á röltinu með strákinn minn. Ekki eitthvað sem þú myndir endilega gera ráð fyrir í cosmopolitan-borginni London. Hampstead lifnar svo við fyrir alvöru á sumrin. Brátt verður ekki hægt að þverfóta fyrir fólki, hundum, kerrum og kaffihúsastólum á strætum. Við fjöskyldan getum ekki beðið. Kveðjur frá Hampstead, Þóra, Tom og Þór Alexander. Útsýnið gefur síst til kynna að búið sé í miðborg Lundúna. Mæðginin Þóra og Þór Alexander. Götur og garður sem minna á París Feðgarnir í göngutúr í skóginum. PÓSTKORT F RÁ HAMPST EAD H efur þú hlustað á hljóðin í eyðimerkursandinum eða bull- sjóðandi hverum,“ spyr Cox meðal annars í bók sinni The Sound Book (einnig gefin út undir heitinu Sonic Wonder- land), sem kom út í upphafi árs. Hefur bókin hlotið mikið lof gagnrýnenda ytra en í henni kynnir Cox meðal annars til sög- unnar hugtakið, „sound tourism“, sem útleggja mætti sem „hljóð- ferðamennsku“. Vísindamaðurinn og hljóðverkfræðingurinn Cox hefur löngum verið heillaður af hljóðum og meðal annars gert ófáa útvarpsþætti fyrir breska rík- isútvarpið BBC um þetta sérsvið sitt. Þá er hann einnig prófessor í hljóðverkfræði við Salford-háskóla. Hljóðin á ferðalögum vanmetinn þáttur Í viðtölum hefur Cox rakið ástæðu þess að hann réðst í gerð bókarinnar en hann segist hafa hugsað með sér hvert maður færi, vildi maður heyra sum sérkennilegustu hljóðin í veröldinni. Komst hann að því að tiltöluleg fátítt væri að bent væri á slíka staði, ólíkt þeim sem vert væri að sjá, og lagðist því í rann- sóknir. Í bókinni telur hann upp fjölda staða þar sem hann segir ferða- menn geta heyrt og upplifað merkileg hljóð, um allan heim, en hann fór víða. Leiðir hann m.a. fólk til Íslands þar sem bullsjóðandi hverir vöktu athygli hans, til Svalbarða þar sem hann segir mökunarhljóð selategundar einstök, „syngjandi“ sandar Mojave-eyðimerkurinnar í Kaliforníu vöktu hann til umhugsunar og eins bergmálið sem heyrist í musteri einu í Bijapur í Indlandi, svo fátt eitt sé nefnt. Þá líkir hann einnig hljóðinu sem myndast þegar ekið er í vesturátt eftir riffluðum þjóðvegi einum í Kaliforníu við þemalagið úr Lone Ranger. Cox er full alvara með rannsóknum sínum og hvetur ferðalanga til að láta sig vita af fleiri stöðum þar sem áhugavert er að hlusta. Held- ur hann úti vefsíðunni www.sonicwonders.org þar sem hægt er að senda inn ábendingar um áhugaverðar hljóðslóðir auk þess sem þar er að finna hljóðdæmi frá stöðum víða um heim. Morgunblaðið/RAX NÝ NÁLGUN Í FERÐAMENNSKU? Hljóðhluti ferðalaga Á FERÐALÖGUM ER EINSTAKLINGUM YFIRLEITT MIKIÐ Í MUN AÐ FESTA ÞAÐ SEM FYRIR AUGU BER Á FILMU. TREVOR COX HVETUR HINS VEGAR FÓLK TIL AÐ SÝNA HLJÓÐUNUM Í UMHVERFINU ÞANGAÐ SEM VIÐ FERÐUMST EKKI SÍÐRI ATHYGLI, M.A. Á ÍSLANDI. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.