Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Síða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Síða 19
Seljendur hafa rétt til að fjölga boðnum hlutum til sölu í allt að 32% eða um 5% af útgefnum hlutum. Ákvörðun um endanlega stærð útboðsins og skiptingu þess milli tilboðsbóka mun taka mið af eftirspurn í útboðinu, bæði hvað varðar verð og magn. Áskrift er skilað rafrænt á áskriftarvef á arionbanki.is Aðgangur að áskriftarvef fæst með: • aðgangsauðkennum fjárfestis að netbanka Arion banka, eða • lykilorði sem óskað er eftir á arionbanki.is og sent er í heimabanka, eða • lykilorði sem nálgast má hjá umsjónaraðila gegn undirritun vottaðrar umsóknar um lykilorð. Áskriftir verða skertar komi til þess að eftirspurn verði umfram þann fjölda hluta sem boðnir eru til sölu Í tilboðsbók A er meginreglan sú að áskriftir yfir 500.000 kr. verða skertar um allt að 75% af upphaflegri áskrift. Þurfi að koma til frekari niðurskurðar verður hámark allra áskrifta fært enn neðar með flötum niðurskurði. Hámarksúthlutun getur því orðið lægri en 500.000 kr. Í tilboðsbók B er meginreglan sú að meta áskriftir á grundvelli verðs. Þátttaka í útboðinu er heimil aðilum með íslenska kenntölu sem eru fjárráða og ráða búi sínu sjálfir og með þeim takmörkunum sem kunna að leiða af lögum. Athygli er vakin á að ákvæði laga nr. 34/1991 um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri koma í veg fyrir að erlendum aðilum, samkvæmt 1. gr. laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, sé heimil þátttaka í útboðinu. Eindagi kaupverðs er áætlaður 23. apríl 2014. Stefnt er að því að fyrsti dagur viðskiptameð hluti í HB Granda á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. verði 25. apríl 2014. Minnt er á að fjárfesting í hlutabréfum felur í sér áhættu og að áskrift í útboðinu er bindandi Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel upplýsingar um HB Granda og skilmála útboðsins sem er að finna í lýsingu félagsins dagsettri 27. mars 2014 sem gefin er út á íslensku. Fjárfestum er sérstaklega bent á kafla um áhættuþætti. Lýsinguna má nálgast rafrænt á hbgrandi.is og arionbanki.is. Hana má einnig nálgast innbundna í höfuðstöðvum HB Granda að Norðurgarði 1 í Reykjavík og hjá Arion banka í Borgartúni 19 í Reykjavík. Tilboðsbók A • 8,5% eignarhlutur boðinn til sölu • Áskrift að andvirði 100.000–25.000.000 kr. • Verðbil áskrifta 26,6–32,5 kr./hlut • Heildarsöluandvirði 4,1–5,0 milljarðar kr. • Öllum hlutum úthlutað á sama verði, sem verður jafnt eða lægra en í tilboðsbók B ALMENNT HLUTAFJÁRÚTBOÐ Hefst mánudaginn 7. apríl kl. 16.00 og lýkur fimmtudaginn 10. apríl kl. 16.00 Almennt útboð á hlutum í HB Granda hf. hefst kl. 16.00 mánudaginn 7. apríl og lýkur kl. 16.00 fimmtudaginn 10. apríl og hefur fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. umsjón með útboðinu. Í útboðinu hyggjast Arion banki, Vogun hf. og Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. selja 27–32% hlut í HB Granda. Markmið seljenda með útboðinu er annars vegar að það geri HB Granda kleift að uppfylla skilyrði NASDAQ OMX Iceland hf. um dreifingu hlutabréfa sem tekin eru til viðskipta á Aðalmarkaði kauphallarinnar og hins vegar horfa seljendur til þess að selja eign sína á sem hagstæðustu verði. Tvær áskriftarleiðir eru í boði með mismunandi fjárhæðarmörkum og verðmyndun Tilboðsbók B • 18,5% eignarhlutur boðinn til sölu • Áskrift að andvirði frá 15.000.000 kr. en að hámarki 5% eignarhlutur • Lágmarksverð áskrifta 26,6 kr./hlut • Heildarsöluandvirði að lágmarki 9,0 milljarðar kr. • Öllum hlutum úthlutað á sama verði, sem verður jafnt eða hærra en í tilboðsbók A

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.