Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Síða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Síða 22
Heilsa og hreyfing Hellisbúamataræðið *Vísindamenn við Cambridge-háskólann birtu niðurstöður rann-sóknar sinnar á hellisbúamataræðinu í vikunni. Þeir segja mat-aræðið mjög árangursríkt fyrir fólk í yfirvigtog hollara en lágkolvetnamataræðið. Hellis-búamataræðið snýst um að borðaallt magurt kjöt, sjávarfang, mikið afávöxtum, berjum og grænmeti. Ekki má borða mjólkurvörur, morg- unkorn, baunir eða unnar matvörur. flottir í flísum Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Íris Stefánsdóttir, barnasálfræðingur hjá Sál og hug, segir að hinn gullni meðalvegur gildi þegar kemur að stuðningi foreldra við íþróttaiðkun barna. Farsælast er að leyfa börnum að njóta sín á eigin forsendum í íþróttaiðkun, styðja og hvetja eins og hæfir aldri og þroska barna en gæta þess að fara ekki of geyst eða gera of miklar kröfur. „Ég hef tekið eftir að okkur foreldrum sumum hverjum hættir stundum til að verða fullákafir að fylgj- ast með æfingum en þar tel ég að börn hafi gott af því að öllu jöfnu að spreyta sig án okkar foreldranna, það ýtir undir sjálfstæði og sjálfsöryggi hjá þeim,“ segir Íris. Allir fá medalíu Þegar um íþróttaiðkun yngstu barnanna er að ræða er íþróttamótum sums staðar háttað þannig að öll börn fá medalíu fyrir að taka þátt. Þá er aðallega verið að leggja áherslu á að kenna þeim að taka þátt í íþrótta- andanum, læra á aðstæðurnar og margmennið og út á hvað mótin ganga. „Þar er kannski minna verið að leggja áherslu á ár- angur eða frammistöðu heldur þátttöku og svoleiðis. Það er allavega mín reynsla sem sálfræðingur og for- eldri á hliðarlínunni,“ segir Íris og hlær. „Sumir eru þó með einhverjar hugmyndir fyrir barnið sitt um að skara fram úr. Ég ráðlegg foreldrum almennt að fara varlega í þeim efnum og hlusta vel eftir vilja og áhuga barnsins á viðfangsefninu. Það hentar ekki öllum börn- um að fara þá leið og það þarf að virða.“ Viðkvæmur aldur Upp úr tíu til ellefu ára aldri fara börn oft að verða með meðvitaðri og jafnvel viðkvæmari fyrir því hvern- ig foreldrar þeirra koma fyrir og hegða sér meðal ann- ars fólks. „Það getur verið slæm reynsla sem börn taka inn á sig ef foreldrar missa sig á hliðarlínunni á íþróttaleikjum. Foreldrar ættu að vera meðvitaðir um þetta, því börn á þessum aldri taka oft svona hluti meira inn á sig. Þetta snýst um að styðja á réttan hátt en ekki fara of geyst. Það er held ég öllum fyrir bestu.“ Íris segir það mikilvægt að börn fái að njóta sín í íþróttum, að þau finni að allir séu mikilvægir í hópn- um, læri að vinna vel saman og að þau finni að allir fái sömu tækifæri. „Við þurfum sem foreldrar að vera vakandi fyrir því og vera í góðu samstarfi við íþrótta- félögin um slík gildi.“ BÖRNIN FÁI AÐ NJÓTA Staðni ekki í afreksvæntingum F oreldrar sem eiga börn í íþróttum kannast eflaust við það að vera á hliðarlínunni, mæta á leiki hjá börnum sínum og sjá þau spreyta sig og sýna afrakstur frá æfingum. Sumir foreldrar hvetja börnin sín áfram og sýna stuðning með jafnaðargeði, aðrir eiga til að verða æstari og kappsamari og enn aðrir ganga hreinlega of langt. Þetta getur skapað óþægindi fyrir börnin enda fá þau misvísandi skilaboð, annars vegar frá þjálfara sínum og hins vegar frá foreldri. Auk þess skammast þau sín fyrir foreldra sína og verða fyrir miklu álagi af kröfum foreldra. „Það er mjög þekkt að foreldrar kalli inn á leikina og reyni að stjórna. Ég persónulega hef ekki þurft að glíma við þann vanda en maður hefur heyrt af ýmsum sem hafa þurft að gera það,“ segir Hans Sævar Sævarsson fótboltaþjálfari hjá 5.flokki Breiðabliks. Hans segir það algengara að börn slíkra foreldra gefist upp en önnur. „Börn þeirra foreldra sem haga sér á þennan hátt eru líklegri til að flosna upp þegar á móti blæs. Það er oft of mikil pressa heiman frá eða þá að krakkarnir einfaldlega skammast sín fyrir foreldra sína. Það er mjög algengt.“ Hann segir þetta þó hafa skánað mikið að und- anförnu enda séu þjálfarar og for- eldrar orðnir meðvitaðri um vand- ann og taki frekar á honum. „Ég hef ekki orðið vitni að neinu alvar- legu atviki lengi en ég veit til þess að sumir foreldrar hafa gengið of langt.“ Afmarkast við einstaka foreldra Hans segir þetta þó á réttri leið og sé að lagast. Ragnheiður Steph- ensen, yfirþjálfari í handbolta hjá Stjörnunni, tekur undir það. „Þetta er orðið meira einstaklingsvandamál en hópvandamál. Nú afmarkast þetta meira við einstaka foreldra en áður,“ segir Ragnheiður. Hún segir að þjálfarinn leiki ákveðið hlutverk þegar kemur að hegðun foreldra. „Ef þjálfarinn sé að mótmæla dóm- urum, fylgja foreldrar oft fast á eft- ir og þar á eftir börnin. Við reynum eftir fremsta megni að upplýsa okk- ar þjálfara og hvetja þá til að vera ekki með nein leiðindi og vera fyr- irmynd. Það tekst ekki alltaf en það er vinna í ferli,“ segir Ragnheiður. Margt hefur breyst Ragnheiður segir að minna sé um æsing og ósæmilega hegðun for- eldra hjá yngri flokkum og meira sé um það hjá drengjum en stúlkum. „Þetta er hins vegar verra eftir því sem ofar dregur í flokkum. Eins eru oft fleiri foreldrar á fótbolta- leikjum og því kannski eðlilegra að einhver æsingur myndist. Meiri nánd er í handboltanum og auðveld- ara fyrir foreldra að vera með ósæmilega framkomu við mótherj- ann en fólk leyfir sér ef til vill meira utandyra, því það heyrist ekki eins hátt í því.“ Ragnheiður segist þó finna fyrir vitundarvakningu í samfélaginu hvað þetta varðar og allir séu í það minnsta meðvitaðir. „Það er svo margt sem hefur breyst, eins og þessi jákvæða uppbygging í staðinn fyrir niðurrif, í skólum og í þjálf- uninni. Hún skilar sér til foreldra. Ef við höldum áfram eigum við að geta unnið sigra.“ ÓSÆMILEG HEGÐUN FORELDRA BARNA Í ÍÞRÓTTUM GETUR SKEMMT FYRIR ÖLLUM Í KRING Foreldrar á hliðarlínunni Þessar kraftmiklu stúlkur æfa með Fylki í 7. flokki kvenna í fótbolta. Það er gaman á æfingu. Morgunblaðið/Ómar ÞAÐ ER ÞEKKT FYRIRBÆRI AÐ SUMIR FORELDRAR EIGI ÞAÐ TIL AÐ SKIPTA SÉR AF ÍÞRÓTTALEIKJUM OG ÆFINGUM. AL- MENN VITUNDARVAKNING HEFUR HINS VEGAR ÁTT SÉR STAÐ OG MINNA ER UM SLÍKT EN ÁÐUR. ÓSÆMILEG HEGÐUN SKÝTUR ÞÓ REGLULEGA UPP KOLLINUM OG GETUR REYNST BÖRNUNUM ERFIÐ. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Það er ekki amalegt að fá góðan stuðning frá pabba sem kyssir á bágtið. Foreldrar fylgjast afslöppuð með á æfingu stúlknanna hjá Fylki. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.