Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Side 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Side 25
6.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 D óra María Lárusdóttir, landsliðskona í fót- bolta, spilaði sinn 100. landsleik í knattspyrnu á Algarve-mótinu fyrir skemmstu. Hún er fjórði Íslendingurinn sem spilað hefur yfir 100 landsleiki. Dóra María hefur leikið allan sinn feril með Val en söðlaði um og lék eitt tímabil í Brasilíu. Hversu oft æfir þú á viku? Misjafnt eftir keppnisálagi en alla jafna æfi ég um 6-8 sinnum í viku. Mér finnst mik- ilvægt að taka einn góðan frídag. Hvernig æfir þú? Akkúrat núna er yfirleitt í hverri viku einn leikur, fjórar fótboltaæfingar, tvær lyftingaæfingar og svo bætast við séræfingar u.þ.b. tvisvar í viku þar sem farið er yfir tæknileg atriði. Hvernig er best fyrir nýliða að koma sér af stað? Finna sér eitthvað sem þeir hafa áhuga á og þykir skemmtilegt. Mikilvægt að fara ekki of geyst af stað og einblína ekki á skammtímaárangur. Ekki verra að finna sér æfingafélaga sem hefur góð áhrif á mann og drífur mann áfram. Hver er lykillinn að góðum árangri? Heilbrigt líferni, gott hugarfar og að æfa betur en hinir. Hvað er það lengsta sem þú hefur hlaupið? Ég er ekki mikill hlaupagarpur en ég hljóp einu sinni 10 km meðfram strönd Recife í Brasilíu. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Skipuleggja sig vel og láta verða af því. Líður þér illa ef þú færð ekki reglulega útrás fyrir hreyfiþörf- ina? Nei, ekkert sérstaklega. Hvernig væri líf án æfinga? Það myndu allavega bætast nokkrar klukkustundir við sólarhring- inn og mig grunar að ég gæti orðið hættulega fljót að venj- ast því. Eftir að fótboltaferl- inum lýkur vonast ég þó til að finna mér einhverja skemmti- lega hreyfingu sem hvetur mig til að æfa reglulega. T.d. bad- minton á veturna og golf á sumrin. Hvað er það lengsta sem hefur liðið á milli æfinga hjá þér? Ég hef stundum tekið mér frí frá því að keppni lýkur fram til áramóta eða í 1-2 mán- uði. Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí? Þegar ég tek mér frí finnst mér gott að taka mér alveg frí frá æfingum, hreinsa hugann og koma fersk tilbaka þegar undirbúnings- tímabil hefst að nýju. Ertu almennt meðvituð um mat- aræðið? Svona bæði og en ég passa allavega upp á að borða fjölbreytt og innbyrða næga orku og kolvetni fyrir erfiðar æfingar og leiki. Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Vera sem oftast í mat hjá mömmu og pabba. Þar er yfirleitt eitthvað hollt, gott og gómsætt á boðstólum. Hvaða óhollustu ertu veik fyrir? Blandi í poka Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið? Ég held að fæðuhringurinn sem við lærðum í heimilisfræði forðum sé alltaf ágætis viðmið. Sjálf reyni ég að auka hlut grænmetis á disknum mínum, drekka rauðrófusafa og borða oftar fisk. Hvaða gildi hefur hreyfing og líkamsrækt fyrir þig? Í dag er þetta partur af mínum lífsstíl og mér líður alltaf mjög vel eftir góðar æfingar. Hver eru erfiðustu meiðsli sem þú hefur orðið fyrir? Hingað til hef ég verið ákaflega heppin með meiðsli. Ég hef einungis misst af tveimur leikjum á ferlinum vegna meiðsla en þá var ég smávægilega tognuð í læri. Ætli krónísku hælsærin ’97, sem náðu bókstaflega yfir báða hælana og inn að beini, hafi ekki háð mér mest en þá tók ég upp á því að keppa í Adidas Superstar-strigaskóm til að finna minna fyrir þeim. Hver eru heimskulegustu meiðslin sem þú hefur orðið fyrir? Ég fékk einu sinni nokkuð grimmt glóðarauga á bandímóti í Verzló. Hvað eru algeng mistök hjá fólki við æfingar? Ég held að það sé nokkuð algengt að fólk þekki ekki sín takmörk og ætli sér oft of mikið á skömmum tíma. Hver er erfiðasti mótherjinn á ferlinum? Ætli það sé ekki hin brasilíska Marta. Hver er besti sam- herjinn? Erfitt að toppa Valsliðið 2006-2010. Meist- arar fimm ár í röð. Hver er fyrirmynd þín? Ég á mér í rauninni margar ólíkar fyrirmyndir og reyni að til- einka mér það góða í fari þeirra. Ætli fólkið sem er mér næst sé samt ekki mínar helstu fyrirmyndir. Hver er besti íþróttamaður allra tíma? Jordan kemur fyrstur upp í hugann. Skemmtileg saga/uppákoma frá ferlinum? Mér er það alltaf minnisstætt þegar við vorum á keppa á Gull&silfur-mótinu í Kópavogi þegar Edda vinkona mín keppti með bakpoka á bak- inu sem innihélt nesti og aukasokka. Mamma hennar hafði beðið hana um að passa vel upp á dótið sitt og við það stóð hún svo sannarlega. Skilaboð að lokum? Lifðu drauminn! KEMPA VIKUNNAR DÓRA MARÍA LÁRUSDÓTTIR Keppti eitt sinn í strigaskóm Nýtt fimleikafélag sem leggja mun áherslu á parkour verður stofnað í næstu viku. Stofnfundurinn verður haldinn kl. 20 þann 8. apríl í fé- lagsaðstöðu Orkuveitunnar á Rafstöðvarvegi og er öllum opinn. Parkour er keppnislaus íþrótt og nýtur mikilla vinsælda hér á landi. Parkourfélag stofnað *Manneskjan þarfnast erf-iðleika, þeir eru nauðsyn-legir fyrir heilsuna. Carl Jung A lgarvephotopress Fyrsta laugardag hvers mánaðar er boðið upp á frían tíma í hláturjóga milli klukkan 11 og 12 í húsnæði Lifandi markaðar í Borgartúni 24 í Reykjavík. Í hláturjóga er lögð áhersla á að nota hlátur til að efla og styrkja líkama, hugsun og sál. Hláturjóga er aðferð sem ind- verski læknirinn dr. Madan Kataria hefur þróað. Á vef Lifandi mark- aðar segir að í hláturjóga geti hver sem er hlegið í hópi, án tilefnis, án þess að segja brandara, án húmors eða fyndni. Eins og nafnið gefur til kynna er hláturjóga blanda af hláturæfingum og jógaöndun. Tímarnir í hláturjóga eru öllum opnir en leiðbeinendur eru þau Ásta Valdimarsdóttir og Sölvi Avo Pétursson. Í krónum talið kostar ekkert að vera með en samkvæmt vefnum er tekið við frjálsum fram- lögum með kærleika. HLÆÐU ÞÉR TIL HEILSUBÓTAR Hlátur, jafnvel hrossahlátur, lengir lífið og ekki er síðra að bæta jógaöndun við. Morgunblaðið/RAX Frítt í hláturjóga á laugardag Æfingamyndbönd Örnu Sigríðar Al- bertsdóttur sem hún birtir á vef sín- um www.arnasigridur.com hafa vak- ið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Arna Sigríður birtir myndbönd sín einnig á Youtube og þar má meðal annars sjá hana gera upphífingar … sem væri svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að hún er bundin við hjólastól. Það stoppar hana þó ekki í því að hífa sig upp á eigin afli og hjólastólinn með. Arna Sigríður heldur úti fyrr- nefndri bloggsíðu þar sem hún segir frá stífum æfingum sem hún stundar og greinir frá mataræði sínu. Hún hefur verið bundin við hjólastól frá árinu 2006 þegar hún lenti í alvar- legu skíðaslysi. Arna Sigríður og einkaþjálfari hennar Fannar Karvel hjá Spörtu líkamsrækt hafa lagt mik- ið upp úr því að deila myndböndum og upplýsingum um æfingar hennar á netinu svo að sem flestir geti not- að þau sér til hvatningar. Arna keppir í maraþoni og hálfmaraþoni á svokölluðu handahjóli og æfir stíft árið um kring. ÆFINGAMYNDBÖND ÖRNU SIGRÍÐAR Arna Sigríður hífir sig upp. Upphífingar með hjólastól Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is ELDHÚSTÆKI

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.