Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Page 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.4. 2014 Föt og fylgihlutir Hvernig fékkstu þetta starf? Það er í rauninni mjög fyndin saga. Ég á vin hérna í Kaupmannahöfn sem var nýhætt- ur með kærastanum sínum og var eitthvað leiður og vildi komast á stefnumót. Til þess ákvað hann að nota smáforrit sem heitir Grinder en ég vil bara koma því á framfæri að ég er enginn aðdáandi þess og hef aldrei notað það. En hann sem sagt finnur strák í gegnum smáforritið og þeir verða góðir vin- ir. Þessi vinur minn býður mér síðan að hitta þá í kaffi og ég mætti en vissi ekki þá að þetta yrði framtíðaryfirmaðurinn minn. Hann er sem sagt yfirmaður hjá Elite og við kynntumst og hann bauð mér síðan vinnu sem svokallaður fyrirsætuútsendari. Það fel- ur í sér að finna mögulegar fyrirsætur úti á götu og það var það sem ég hafði verið að gera á Íslandi áður en ég flutti út. Ég sem sagt finn og sé um nýju fyrirsæt- urnar sem koma inn. Það er rosalega gaman og maður fær að kynnast fyrirsætunum og fer að þykja vænt um þær sem maður finn- ur. Hvernig gengur þetta fyrir sig? Gengur þú upp að fólki úti á götu og segir því að það eigi að vera fyrirsætur? Já, ég geri það. Danirnir eru samt rosa- lega lokaðir. Ég hef lent í því að fólk hleyp- ur bara í burtu frá mér. Það er mun erfiðara að nálgast Danina en Íslendingana. Íslend- ingarnir eru segja bara: „Já já, ekkert mál,“ en Danirnir eru ekki svo auðveldir. Ég er samt nýbyrjaður að nota ákveðna ræðu sem klikkar yfirleitt ekki í sambandi við Danina. Það er samt sem áður alltaf fyndið að labba svona upp að fólki. Svo er það líka bara gaman, tilfinningin sem fylgir því að finna einhvern út á götu sem verður síðan eitthvað stórkostlegt er alveg mögnuð. Hefur það aldrei misskilist þegar þú gengur svona upp að fólki? Ég byrjaði náttúrlega að vinna hér fyrir ári og þá var ég ekkert rosalega góður í dönsku. Ég átti þá bara til að segja ein- hverja hluti sem enginn skildi. Þá fyrst var þetta mjög vandræðalegt. Fólk var þá voða lítið að spá í hvað ég var að segja og þurfti ég bara að garga: „Halló, ég kem frá Elite“ til að fá einhver viðbrögð. En yfirleitt er þetta búið að ganga vel. En hverju leitar þú eftir þegar þú ert að finna fyrirsætur? Hjá stelpunum eru kröfurnar svakalegar. Þetta eru náttúrlega kröfur bransans sem þarf að fara eftir, ef maður fer ekki eftir þeim þá er þetta ekki að fara að gerast. Ég byrja alltaf á því að skoða kroppinn, hvort þær séu grannar og langar, svo horfi ég á andlitið. Ég vildi svo að ég gæti tekið ein- hverja flotta stelpu með rass og brjóst og allt það en það er bara því miður ekki hægt. Þetta er náttúrlega ótrúlega yfirborðs- kennt og ég er heldur ekki hlynntur því þannig séð, en þetta er bara form sem ég leita eftir. Ég er mjög andsnúinn því að dæma fólk eftir útlitinu en bransinn gerir það. Hvernig er það með strákana? Ég elska allt skrýtið við stráka og þegar ófullkomleikinn verður fullkominn. Ég leita að einhverjum sem er einstakur og með sterka andlitsbyggingu. Ég fann til dæmis strák fyrir Elite um daginn sem er með skarð í vör og var alveg einstakur, þannig vil ég hafa þá. Nú hefur þú búið í Kaupmannahöfn í þónokkurn tíma. Hvernig finnst þér borg- in? Ég er rosalega hrifinn af borginni og ég elska að horfa í kringum mig hér og fá alveg fiðring í magann því hún er svo heillandi. Mér líður mjög vel hérna og tengdi við hana alveg um leið. Ég varð líka ástfanginn hérna af alveg ótrúlegum strák sem hefur haft mikil áhrif á veru mína hér. H venær hófst áhuginn á tísku? Ef þú skoðaðir myndir af mér frá því ég var yngri þá myndi þig aldrei gruna að ég myndi ein- hverntímann pæla eitthvað í tísku, ég var bara kaós. Það var ekki fyrr en ég flutti í bæinn sem ég fór aðeins að hugsa út í þetta. Fyrsti hönnuðurinn sem ég vissi um var Je- remy Scott. Svo átti ég vini sem voru að pæla í þessu og skrifa um tísku og ég varð pínu afbrýðisamur þannig að ég fór og stúd- eraði þetta. Áhuginn kom svona hægt og ró- lega, skref fyrir skref, en núna elska ég þetta. En hvenær hófst áhuginn á ljósmyndun? Ég teiknaði rosa mikið þegar ég var yngri, en varð síðan heillaður af ljósmyndum í kjöl- farið. Ég fékk einhverja myndavél sem pabbi minn hafði keypt fyrir algjöra tilviljun og þannig byrjaði þetta allt saman. Ég tók myndir á hverjum degi frá því ég var í ní- unda bekk þar til ég kom í menntaskóla, en þar byrjaði ég fyrst að taka myndir af fólki og vera meira skapandi sem var æði. Ertu sjálflærður í faginu? Já, ég er það. Ég byrjaði þarna í níunda bekk og ég hef verið að taka myndir frá þeim degi. Það var oft gert grín að mér fyrir að taka margar myndir af sjálfum mér en í rauninni hafði ég engan annan. Ég hef alltaf viljað skora á sjálfan mig og þannig hef ég lært. En svo er auðvitað margt fólk sem hef- ur kennt mér í gegnum tíðina sem ég hef lært mikið af og ég er mjög þakklátur fyrir það. Þú starfaðir einnig fyrir framan mynda- vélina á þínum yngri árum sem fyrirsæta. Hvernig upplifun var það? Ég hélt að ég gæti verið fyrirsæta þegar var yngri, og var það út frá einhverjum draumaheimi sem ég sá í sjónvarpinu. Ég byrjaði að þróa mig áfram og svo gekk það eitthvað illa og ég var búinn að gefa þennan litla draum upp á bátinn. Svo gerðist það allt í einu að ég var kallaður í prufu hjá Eskimo, eitt leiddi að öðru og ég byrjaði að vinna þar. Það gaf mér voðalega mikið og ég fékk sjálfsöryggi sem mér fannst mjög góð til- finning. Þegar á leið var ég sendur til Lond- on þar sem ég vann í gegnum Eskimo en eftir það dró ég mig í hlé. Ég fór að gera mér grein fyrir því að ég var kannski ekkert súpermódel og þegar ég vissi að ég gat ekki gert þetta heilshugar setti ég þetta til hliðar og ákvað að einbeita mér frekar að því sem ég er góður í og það var ljósmyndunin. Ég er mjög ánægður að hafa upplifað þennan heim en þetta er bara kafli sem er búinn í mínu lífi og það er í góðu lagi. Nú starfar þú hjá umboðsskrifstofu Elite í Kaupmannahöfn. Hvað gerir þú þar? Elite er ein af sterkustu umboðsskrifstof- unum hérna í Kaupmannahöfn og er með mjög sterkt tengslanet um allan heim þegar kemur að tísku. Við erum til að mynda með á samning við þrjár af stærstu fyrirsætum heims. Það er gaman að vera hluti af þessu og þetta gefur manni mikla innsýn í hvernig tískuheimurinn virkar. Hjá Elite starfa ég bæði á skrifstofunni og leita að fyrirsætum. Helgi segir að starf sitt hjá Elite gefi honum góða innsýn í hvernig tískuheimurinn virkar. HELGI ÓMARSSON STARFAR VIÐ FYRIRSÆTULEIT Í KAUPMANNAHÖFN Alltaf viljað skora á sjálfan sig ÞRÁTT FYRIR UNGAN ALDUR HEF- UR HELGI ÓMARSSON KOMIÐ VÍÐA VIÐ. Í DAG STARFAR HANN VIÐ AÐ FINNA FYRIRSÆTUR FRAMTÍÐ- ARINNAR Á GÖTUM KAUPMANNA- HAFNAR Á VEGUM FYRIRSÆTU- SKRIFSTOFUNNAR ELITE. Auður Albertsdóttir audura@mbl.is Helga líður vel í Kaupmannahöfn. Helgi finnur og sér um fyrirsætur í starfi sínu. * Ég fór að gera mérgrein fyrir því að égvar kannski ekkert súper- módel og þegar ég vissi að ég gat ekki gert þetta heils- hugar setti ég þetta til hliðar Ljósmyndir/Kasper Kramer

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.