Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Qupperneq 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Qupperneq 44
Fjármál heimilanna * Lífsstílsvefurinn Lifehacker segir hægt að spara í matarinnkaupunum með því að versla á réttum tíma dags og á réttum degi vik- unnar. Er sniðugast að kaupa inn á kvöldin en þá eiga stórmarkaðir það til að lækka verðið á ferskvöru sem er að renna út, s.s. brauð- meti og kjöti. Miðvikudagur á svo, a.m.k. vestanhafs, að vera sá dagur vikunnar sem flest tilboð eru í gildi. Besti tíminn til að kaupa í matinn Jóna Valborg er annar höfunda Bros- bókarinnar; barnabókar sem hugsuð er fyrir alla þá sem hafa einhvern tímann farið í fýlu. Lokaritgerð í meistaranámi í mannauðsstjórnun á hug hennar allan þessar vikurnar enda fyrirhuguð útskrift í sumar. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum fimm. Ég, eiginmaður minn Vil- hjálmur og börnin þrjú, Garpur, Viktor og Vera. Börnin biðja reglulega um gælu- dýr (þau eru hætt að biðja um barn), en þar sem ég er hrædd við dýr (þrátt fyrir að vera orðin fertug) þá verður þeim varla að ósk sinni. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Jógúrt, ávaxtasafa og spínat. Morgunkorn fyrir börnin. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Um 40-45 þúsund kr. Hvar kaupirðu helst inn? Ég fer oftast í Bónus en í Fjarðarkaup þegar mig langar í eitthvað gott úr kjöt- borðinu eða grænmetis- og ávaxtadeild- inni. Hvað freistar helst í matvöru- búðinni? Góður fiskur eins og lax, jógúrt og litrík- ir ávextir. Hvernig sparar þú í heim- ilishaldinu? Með því að fara með innkaupamiða í búðina. Ég kaupi þá bara það sem vant- ar. Hvað vantar helst á heimilið? Herbergi fyrir elsta barnið, en þeir bræð- ur deila saman herbergi. Ég hef lofað Garpi mínum sérherbergi áður en hann fermist. Þá förum við í framkvæmdir. Eyðir þú í sparnað? Ekki eins og er. Vonandi hef ég tök á því þegar ég hef lokið námi. Skothelt sparnaðarráð? Á stóru heimili stoppar maturinn stutt í ís- skápnum. Börnin eru að stækka og þurfa sitt. Yngri strákurinn minn æfir fótbolta og hann er sísvangur. Þá finnst mér stundum gott að skella í hafragraut. Til að bragð- bæta grautinn og hressa upp á litinn má bera hann fram með ferskum eða frosn- um ávöxtum, appelsínum og kókosmjöli, jafnvel eplamauki. Það kætir börnin. JÓNA VALBORG ÁRNADÓTTIR Vantar aukaherbergi Jóna hefur lofað elsta syninum nýju herbergi fyrir fermingu. Það gerir sálinni gott að hjálpa öðrum og leggja sitt af mörkum til að gera heiminn að betri stað. Eru sumir fjármálaráðgjafar meira að segja á því að sá siður að styrkja góð málefni regulega sé til þess fallinn að stuðla að bættum fjár- hag. En hvað á að gera ef engar af- gangs krónur eru eftir á banka- reikningnum? Jú; það er hægt að gefa án þess að það kosti krónu, ef keypt er inn með réttum hætti. Gott dæmi um þetta er Amazon Smile, verslunargátt hjá Amazon sem góðgerðarfélög geta tengst. Með því að rata réttu leiðina inn í netverslunina og byrja kaupin á smile.amazon.com, er hægt að tryggja að 0,5% af kaupverðinu fari til góðgerðarstarfs. Annað gott ráð er að kaupa rausnarlega þegar skólakrakkar og íþróttafélög standa fyrir söfnunum. Verðið er oft gott á rækjunum og klósettpappírnum og um leið verið að styðja gott málefni. púkinn Aura- Góðverk sem kosta ekkert E r það ekki merkilegt hvað hátekjufólk á stundum í miklu basli fjárhagslega? Árstekjurnar eru jafnvel komnar upp í átta stafa tölu en samt virðist lítið sem ekkert vera eftir af peningum undir lok mán- aðarins. Ef tekjurnar hækka þá aukast bara útgjöldin og lífinu er alltaf lifað frá einum launaseðli til þess næsta. Fjármálaspekingurinn Mr. Mo- ney Moustache, eða Pete eins og hann heitir réttu nafni, fjallar um þessi mál í nýlegri grein á vinsæl- um vef sínum. Fjármálasíða Sunnu- dagsblaðsins hefur fjallað áður um Pete en honum tókst að haga lífs- stíl sínum og fjárhag þannig að hann gat hætt að vinna þrítugur. Í þetta skiptið eru honum hug- leiknir allir auðmennirnir sem aldr- ei virsðat eiga neina peninga af- lögu. Þeir hafa komið sér í þannig aðstæður að ekkert má út af bregða: ef markaðurinn hikstar, makinn ákveður að pakka saman og fara, eða heilsan bregst, þá hrynur spilaborgin öll um leið. Duglegt, vel menntað og hæfi- leikaríkt fólk sem ætti að vera á grænni grein gengur sjálfviljugt í fjárhagslega gildru sem vel á að vera hægt að forðast. Gera eins og vinirnir Vandinn liggur, eins og lesendur eflaust grunar, í því að fólk gleym- ir sér í lífsgæðakapphlaupinu. Þannig getur það oft verið raun- in með þá sem ná miklum árangri á framabraut að þeir eru um- kringdir fólki af sömu gerð, og allir með sand af seðlum. Er nánast óhjákvæmilegt að taka upp á því að bera lífsstíl sinn saman við lífs- stíl vina og kollega. Það gengur ekki að eiga ekki skíðakofa ef gömlu bekkjarfélagarnir eiga allir sumarbústað. Það er jú ekki eins og launin dugi ekki fyrir kaup- unum. Eða hvað á það að þýða að aka um á praktiskum VW Golf þegar vinnufélagarnir aka allir Land Rover og Porsche? Launin ættu alveg að duga fyrir afborg- ununum. Alltaf hægt að eyða meira Pete bendir á að þannig sé enginn skortur á nýjum lúxus til að eyða í og upplifa. Ef launin skyldu tvö- faldast þá einfaldlega tvöfaldast út- gjöldin, því alltaf er hægt að bæta við: dýrara sumarleyfi á dýrara hóteli; dýrari bíll, dýrara vín með matnum á dýrari veitingastað. Ekki aðeins getur þessi hegðun sett fólk í mikla fjárhagslega hættu heldur líka, að mati Pete, dregið athyglina frá því sem raunverulega skiptir máli í lífinu. Öll orkan fer í að afla meiri og meiri tekna á kostnað t.d. gæðatíma með fjöl- skyldunni. Öll streitan og erfiðið tekur vitaskuld líka stóran toll, bæði líkamlega og andlega, og á endanum getur það gerst að fólk hleypur á vegg, og ræður ekki við meira. En hvað er þá til ráða? Tekj- urnar mega jú ekki minnka því fyr- irvinnan og fjölskyldan öll er búin að venjast miklum útgjöldum. Ertu ríkur fátæklingur? Hvernig má forðast að lenda í þessum aðstæðum, helst áður en peningarnir byrja að rúlla inn? Pete segir rétt að athuga fyrst hvort peningarnir eru í reynd þeg- ar byrjaðir að streyma inn. Hann nefnir til viðmiðunar að ein- staklingur undir fertugu með jafn- gildi 8-9 milljóna króna í árslaun sé þegar kominn í hóp hátekjufólks, og eigi þá þegar að geta búið þann- ig um hnútana að ríflegur afgangur sitji eftir hvern mánuð, og fari í að leggja grunninn að fjárhagslega öruggri framtíð. Þeir sem enn eru á leiðinni á toppinn ættu svo að reyna að kunna að meta það sem þeir hafa, og kunna að segja „nei“ við sjálfan sig og sína nánustu. Ef fjölskyldan hefur þak yfir höfuðið og eldhús fullt af mat þá þarf ekki mikið meira til að byrja að lifa mjög gef- andi lífi. Verður að muna að alllt sem bætist við umfram grunnþarf- irnar hefur sinn fórnarkostnað. Valið getur í raun staðið á milli stærri jeppa eða flottari eldhús- innréttingar annars vegar, og hins vegar minni frítíma til að verja með okkar nánustu og rýrari vara- sjóðs fyrir magrari ár. Listin er að kunna að segja „nei“ þegar við höfum þegar alveg nóg. SUMIR HAFA TÝNST Í LÍFSGÆÐAKAPPHLAUPINU Ertu tilbúin(n) til að verða rík(ur)? FJÖLDI FÓLKS ER MEÐ FÍNAR TEKJUR EN Á SAMT Í ENDALAUSUM FJÁRHAGSVANDRÆÐUM. SKIPTIR RÉTTA HUGARFARIÐ OG BETRI FORGANGSRÖÐUN KANNSKI MEIRA MÁLI EN HVERSU STÓR LAUNASEÐILLINN ER? Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Freistingarnar eru víða í lífinu og auðvelt að eyða peningum þegar maður eignast þá. Dýrir eðalvagnar í röð á bílastæði. Morgunblaðið/Frikki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.