Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Side 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Side 51
Jordan Belfort fæddist 9. júlí 1962 í New York og ólst upp í Queens. Foreldrar hans störfuðu sem bókhald- arar en móðir hans varð einnig lögfræðingur þegar Belfort var orðinn eldri. Belfort er með háskólapróf í líffræði og ætlaði sér að verða tannlæknir. Það féll um sjálft sig þegar deild- arforseti tannlæknadeildarinnar tilkynnti nemendum að gullöld tannlækninga væri liðin. „Ef þið eruð hér einfaldlega til að græða fullt af peningum eruð þið á röngum stað.“ Áður en Belfort fór að vinna í því fagi sem hann varð síðar alræmdur fyrir starfaði hann við sölumennsku. Hann seldi meðal annars sjávarfang og kjöt. Undir lok 9. áratugarins hóf hann störf á hlutabréfamarkaðinum og tveimur árum síðar stofnaði hann fyrirtæki sitt; Stratton Oakmont. Belfort var fundinn sekur um ýmiss konar hvít- flibbaglæpi, fjársvik og markaðsmisnotkun undir lok tí- unda áratugarins. Hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi og til að greiða fórnarlömbum sínum 110 millj- ónir dollara. Belfort sat þó aðeins inni í 22 mánuði og hefur unnið fyrir sér sem fyrirlesari og kennt sölu- mennsku um allan heim eftir að hann losnaði úr fang- elsi. Belfort hefur verið sakaður um það í bandarískum fjölmiðlum að standa ekki við gerða samninga við stjórnvöld sem snerust um að Belfort ætti að borga 50% af tekjum sínum til þeirra 1.513 einstaklinga sem hann svindlaði á. Í grein sem birtist í Forbes eftir skattalögfræðinginn Robert W. Wood fyrir nokkrum mánuðum kom fram að Belfort hefði á þeim tíma vissulega greitt 11,6 millj- ónir dollara en af þeim hefðu 10,4 milljónir komið úr sjóðum sem Belfort átti fyrir. Wood vísaði jafnframt í opinber málskjöl þar sem kom fram að Belfort hefði einungis greitt 243 þúsund dollara frá árinu 2009 þrátt fyrir að hafa haft 1,7 milljónir dollara upp úr bókasölu og sölu á kvikmyndarétti. Þetta rímar nokkuð vel við nýlega frétt New York Times þar sem talsmaður saksóknaraembættisins í Brooklyn gagnrýnir nýleg ummæli Belforts á Facebook- síðu um að hann ætli að láta 100% af öllum gróðanum vegna myndarinnar og bókanna renna til fórnarlamba sinna og að það nægi vonandi til að greiða öllum þeim sem eigi um sárt að binda vegna sín. Talsmaðurinn efast um, í samtali við New York Times, að gróðinn af bókunum og bíómyndinni eigi eftir að ná upp í 100 milljóna dollara skuld Belforts. Hann upplýsir enn fremur að Belfort hafi ekki verið neitt sérstaklega áhugasamur um að láta yfirvöld vita af útgáfusamningi sínum og sölu á kvikmyndarétti – þau hafi þurft að beita alls kyns brögðum til að ná í einhverja peninga. Í grein New York Times kemur fram að Belfort og yfirvöld eigi vissulega í samningaviðræðum eins og Bel- fort segir í viðtalinu. Talsmaður saksóknaraembættisins í Brooklyn segir að það muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að ná í þá peninga sem Belfort skuldi fórn- arlömbum sínum. JORDAN BELFORT Óánægja með greiðslur það er æsifréttablað eða virt blað. Það er ekkert mál, ég þekki þig ekki. En ég er viss um að þú gerir þér grein fyrir því að 98% af því sem þú lest á netinu er alls ekki satt. Þeir skálda hluti, og skrifa hvað sem þeim dettur í hug í þeim til- gangi einum að selja fleiri blöð. Hreint út sagt þá hef ég endurgreitt meira en nokkur í minni stöðu hefur nokkru sinni greitt til baka. Ég hef gefið ágóðann af bókunum mínum báðum og kvikmyndinni hundrað prósent til baka og mun halda áfram að borga fullt af pen- ingum til baka. Ég er á síðustu metr- unum í samningum við hið opinbera en það gerist allt hægt þegar kemur að stjórnvöldum. Fólk getur gagnrýnt mig ef það vill en raunveruleikinn er sá að ég hef gert meira en nokkur í minni stöðu hefur gert.“ Að þessu sögðu er viðtalstíminn liðinn, Belfort segist þurfa að sinna öðrum verk- efnum og kveður. Leonardo DiCaprio lék Jordan Bel- fort í kvikmyndinni The Wolf of Wall Street en myndin var tilnefnd til nokkurra Óskarsverðlauna. 6.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 MERIDA JULIET JR FJALLAHJÓL Stærðir: Bremsur: Gírskipting: 24“ V-BRAKE Shimano 64.990 KR. MERIDA BELLA BARNAHJÓL MERIDA CLASSIC, HALLINGDAL LADY 3 MERIDA BELLA 20 BARNAHJÓL Bremsur: Stærð: Fótbremsur 12–20” Stærð: Bremsur: Gírar: 20” V-BRAKE Shimano 6-SPEED Bremsur: Gírskipting: Gírar: Dekk: Shimano Coster Shimano 3 28” Léttgreiðslur4.165 KR. í 6 mánuði Léttgreiðslur 7.665 KR. í 6 mánuði Léttgreiðslur 10.832 KR. í 6 mánuði Léttgreiðslur 18.332 KR. í 6 mánuði 24.990 KR. 109.990 KR. 45.990 KR. – FULLT HÚS ÆVINTÝRA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.