Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 52
Viðtal 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.4. 2014 Æ var Sveinn Sveinsson er að ljúka æfingum dagsins þegar sendinefnd frá Morgunblaðinu ber að garði. Sjúkraþjálfarinn hjálpar honum að vippa sér af bekknum og yfir í hjólastólinn. „Við ætlum að gera þetta á mettíma, er það ekki?“ segir Ævar og á þar við endurhæfinguna. „Ég er alla vega búinn að strengja þess heit að raka mig ekki fyrr en ég geng héðan út. Að vísu var ég í hálfgerðu lyfjamóki vegna verkjanna þegar ég gerði það en til allrar hamingju er ég með sæmilega skeggrót. Það hefði verið mjög vandræðalegt væru þetta bara einhverjar tjásur.“ Hann strýkur loðinn vangann. Ævar, sem er 24 ára gamall, gæti ekki haft betri hvatningu fyrir framan sig, en frænka hans, hin fjórtán ára gamla Anna Sigrún Gunnarsdóttir, er komin í heimsókn. Svo ótrúlega vill til að hún lenti í sam- bærilegu slysi fyrir níu árum og náði full- um bata. Bæði féllu þau niður af háhýsum. Ævar, sem er smiður, um fjórtán metra niður af nýbyggingu, og Anna Sigrún ein- hverja ellefu til tólf metra niður af svölum fjölbýlishúss. Mölbrotnuðu bæði en sluppu eigi að síður ótrúlega vel. Gestkvæmt er þetta eftirmiðdegi á Grensásdeildinni en móðir Ævars, Sigríður Kristjánsdóttir, er á förum. Hún fylgist með ljósmyndatökunni en kyssir svo son sinn bless. „Jæja, drengur, vertu nú al- mennilegur í þessu viðtali og láttu ekki hafa einhverja vitleysu eftir þér!“ Hann glottir. Ævar hefur vakið athygli fyrir glaðværð, æðruleysi og uppbyggilegt viðhorf á Grens- ásdeildinni og ekki fer milli mála að hann er vel liðinn, bæði hjá starfsmönnum og fólkinu sem er í endurhæfingu. Fumlaus viðbrögð á slysstað Anna Sigrún var aðeins fimm ára þegar hún féll fram af svölunum á heimili sínu sem er á fjórðu hæð í blokk. Svalahurðin var læst en samt komst Anna Sigrún út og prílaði yfir handriðið með þessum af- leiðingum. Móðir hennar áttaði sig strax á því hvað hafði gerst og þaut niður. Sjúkra- bíllinn var kominn innan þriggja mínútna. Foreldrar Önnu Sigrúnar, Steinunn I. Stef- ánsdóttir og Gunnar Ævarsson, sem eiga aðild að viðtalinu, eru ekki í vafa um að fumlaus viðbrögð á slysstað hafi bjargað lífi dóttur þeirra. Sama máli gegnir um Ævar sem féll þegar planki gaf sig á fimmtu hæð í ný- byggingunni sem hann vann við. Hann seg- ir vinnufélaga sína hafa hringt undir eins á sjúkrabíl og hlúð að sér þangað til hann kom. Hvorugt þeirra missti meðvitund, sem verður að teljast með ólíkindum. „Þau rifu bara kjaft við læknana,“ segir Steinunn í léttum dúr. „Ég hefði viljað missa meðvitund,“ segir Ævar. „Vinnufélagarnir stukku strax á mig og ég sá á þeim að þetta var alvarlegt. Mjög alvarlegt. Um leið og sjúkrabíllinn kom byrjuðu menn að dæla morfíni í mig. Ég man lítið eftir það.“ Ævar man samt vel eftir fallinu. „Þetta gerðist mjög hratt en í minningunni er það sem heil eilífð. Ég gerði mér grein fyrir því hvað hafði gerst og hvað ég átti í vændum. Taldi hæðirnar meðan ég féll. Ég var með kranafjarstýringu í hendinni og hélt dauðahaldi í hana. Það sá ekki á henni eftir fallið.“ Gunnar hleypir brúnum. „Þú hefur ætlað að bjarga henni?“ „Já. Og það tókst.“ Hann brosir. Var fjögur tonn við lendingu Ævar er ekki í vafa um að þjálfunin í mótókrossinu, sem hann hefur stundað um árabil, hafi komið að gagni. „Maður lendir í yfirstökki nokkrum sinnum á sumri, það er stekkur of langt. Þá er mikilvægt að bregðast hratt við, lendingin getur orðið svo hörð. Ég hef fótbrotið mig þannig.“ Anna Sigrún man ekki eftir sínu slysi en hlustar andaktug á frænda sinn. Hann gæti allt eins verið að lýsa hennar reynslu. Hún lenti á hliðinni sem foreldrar hennar segja hafa verið mikla gæfu vegna þess hvað hún var lítil og létt. Ævar lenti á hinn bóginn á fótunum sem bjargaði hon- um. „Ég var 85 kíló, með hjálm, í kulda- galla, með þunga svuntu og í skóm með stáltá. Hefði ég lent á hliðinni værum við ekki að spjalla saman núna,“ fullyrðir hann. Gunnar og Steinunn kinka kolli. „Hefði þetta verið öfugt, hún lent á fótunum og hann á hliðinni hefði farið miklu verr,“ segir Gunnar. Vinur Ævars reiknaði út fyrir hann að hraðinn í fallinu hefði líklega verið 45 km á klukkustund og eigin þungi, þegar hann lenti, fimmtíufaldur. „Það þýðir að þú hef- ur verið rúmlega fjögur tonn við lendingu,“ segir Gunnar. „Ágætt að losna við eitthvað af því!“ Þeir hlæja. Áþekkir áverkar Frændsystkinin fóru bæði í langar og strangar aðgerðir eftir slysin. Anna Sigrún mjaðmagrindarbrotnaði á tveimur stöðum, spjaldhryggurinn í bakinu brotnaði og vinstri lærleggur, lungun mörðust og gat kom á annað lungað, auk þess sem hún brákaði kinnbein. Ævar mjaðmagrindarbrotnaði, báðir ökkl- arnir brotnuðu, þrír hryggjarliðir, rófubein- ið og spjaldhryggurinn var illa farinn. Að auki hlaut hann mar á mænu sem gert er ráð fyrir að gangi til baka. Bæði lágu þau á gjörgæslu fyrst eftir aðgerðirnar og voru um tíma í lífshættu. „Þá hefur nú eflaust verið betra að vera í mínum sporum en hinna sem biðu í ofvæni eftir fréttum. Það er mikið álag,“ segir Ævar. Anna Sigrún hafði lært „tákn með tali“ á leikskólanum sínum, Múlaborg, og þegar hún vaknaði eftir aðgerðina notaði hún það til að tjá sig. Bað fyrst um að rörið, sem þrætt var niður í barkann, yrði fjarlægt. „Síðan táknaði hún nafnið sitt og orðið „lasin“ en líka „sterk“ og að hún ætlaði að ganga aftur. Það var okkur foreldrunum mikil huggun og hvatning,“ segir Steinunn. Ævar var líka með rör í kokinu og unn- usta hans, Halldís Sævarsdóttir, hafði mikl- ar áhyggjur af því þegar hann var að vakna vegna þess að Ævari er alla jafna mjög illa við aðskotahluti í kokinu. „Það er mín versta martröð og hún hafði miklar áhyggjur af því að ég myndi brjálast þeg- ar ég fyndi fyrir rörinu. Sem betur fer gerðist það ekki,“ segir Ævar. Síminn stoppaði ekki Anna Sigrún lá í nokkrar vikur á spítala en man afskaplega lítið eftir þeirri dvöl. „Ég man þegar leikskólinn minn kom í heimsókn og hvað bjallan til að hringja á aðstoð veitti mér mikið öryggi. Pabbi gleymdi einu sinni að rétta mér hana þeg- ar hann fór fram og ég fór að hágráta,“ rifjar hún upp. Hermt var af báðum slysum í fjölmiðlum og báðar fjölskyldur fundu fyrir miklum áhuga og hluttekningu. „Það stoppaði ekki hjá mér síminn sem endaði með því að bróðir minn tók að sér að vera blaða- fulltrúi og uppfæra fréttir af líðan minni á Facebook,“ segir Ævar. Það ágæta samskiptaform var ekki kom- ið til sögunnar þegar Anna Sigrún slas- aðist. Stórfjölskyldan hefur staðið þétt saman í þessum raunum. Sigríður Kristjánsdóttir og Sveinn Ævarsson, foreldrar Ævars, stóðu við bakið á Gunnari og Steinunni þegar Anna Sigrún slasaðist og nú hefur þetta snúist við. „Við lágum reyndar bæði í flensu þegar Ævar slasaðist og máttum ekki koma á spítalann fyrr en nokkrum dögum síðar. Það var mjög erfitt. En til allrar hamingju fór þetta betur en á horfðist,“ segir Stein- unn. Ævar man vel eftir óhappi frænku sinn- ar en minnist þess ekki að hafa heimsótt hana á spítalann. „Ætli foreldrar mínir hafi Fullreynt með flughæfileika fjölskyldunnar BRÆÐRABÖRNIN ANNA SIGRÚN GUNNARSDÓTTIR OG ÆVAR SVEINN SVEINSSON EIGA KEIMLÍKA LÍFSREYNSLU AÐ BAKI. HAFA BÆÐI FALLIÐ FRAM AF HÁHÝSUM NIÐUR Á STEYPTA STÉTT. HANN FJÓRTÁN METRA EN HÚN TÓLF OG HÁLFAN METRA. ÞAU MÖLBROTNUÐU BÆÐI EN ANNA SIGRÚN, SEM SLASAÐIST 2005, NÁÐI FLJÓTT FULLRI HEILSU, OG ÆVAR, SEM FÉLL FYRIR TVEIMUR MÁNUÐUM, ER STAÐRÁÐINN Í AÐ KOMAST AFTUR Á FÆT- UR, HALDA ÁFRAM AÐ SMÍÐA OG KEPPA Í MÓTÓKROSSI. BÆÐI TÓKU ÞAU ÁFALLINU AF ÆÐRULEYSI. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is Bræðrabörnin Anna Sigrún Gunn- arsdóttir og Ævar Sveinn Sveinsson búa að ótrúlegri lífsreynslu. Ævar er duglegur að styrkja sig fyrir komandi átök. Hann losnaði við Hoffman-grindina, sem er hér gegnum hann miðjan, í gær. Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.