Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Qupperneq 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Qupperneq 53
6.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 ekki viljað vernda mig. Ég var bara fimm- tán ára,“ segir hann. Ómetanlegur stuðningur Steinunn og Gunnar segja stuðninginn sem þau fengu á sínum tíma hafa verið ómetanlegan, bæði móralskt og fjárhags- lega. Safnað var fyrir Önnu Sigrúnu og bláókunnugt fólk lagði gjörva hönd á plóg- inn. Þá komu bænahópar saman. Ævar hefur sömu sögu að segja. „Mótó- krossfólk er ótrúlega samheldið og vél- hjólaklúbburinn Vík efndi til söfnunar fyrir mig. Það söfnuðust 350 þúsund krónur. Við það bætast styrkir frá fyrirtækjum, ÞG verktökum, Kjarnavörum hf. og Grófinni, viðskiptaþróun. Samtals eru þetta 470 þús- und krónur. Munar um minna. Þá færðu vinnufélagar mínir mér glænýja Playsta- tion-tölvu til að stytta mér stundir. Ég er öllu þessu fólki afar þakklátur.“ Hann segir slysið í raun hafa breytt sýn sinni á náungann. „Hér áður hafði ég stundum efasemdir um fólk, að því gengi gott til. Ég efast ekki lengur. Fólk er í grunninn gott.“ Sömu læknar komu að hluta að aðgerð- um og umönnun þeirra beggja og Ævar tekur undir með Steinunni og Gunnari þegar þau segja þá hafa unnið þrekvirki. „Læknunum verður seint fullþakkað. Ís- lenskir læknar og hjúkrunarfólk búa yfir ótrúlegri þekkingu og færni,“ segir Stein- unn. Ævar ber starfsfólkinu á Grensásdeild- inni líka afar vel söguna. „Þetta eru snill- ingar sem vinna ótrúlegt starf við erfiðar aðstæður. Húsnæðið hérna er í niðurníðslu. Það tók mig, smiðinn, ekki langan tíma að átta mig á því. Það er svívirðilegt að starf- seminni hér skuli vera haldið gangandi með gjöfum frá fyrirtækjum og einkaað- ilum. Hvar er íslenska ríkið? Edda Heið- rún Backman stóð fyrir síðustu söfnun og fékk miklu áorkað. Ég átti langt samtal við hana um daginn. Þvílíkur nagli, þvílík manneskja!“ Endurhæfing Önnu Sigrúnar gekk vonum framar og enginn varanlegur skaði hlaust af fallinu. Hún minnist þess þó að hafa verið ofboðslega þollítil þegar hún byrjaði að ganga aftur. „Einmitt,“ segir Ævar. „Þolið er alveg rosalega fljótt að fara þegar maður liggur rúmfastur. Maður mæðist við minnstu áreynslu. Þess vegna legg ég kapp á að byggja upp vöðvana áður en ég stíg í fæt- urna aftur.“ Eins og Ned Flanders Hann var í mjög góðu alhliða formi. „Ég var eins og Ned Flanders í Simpsons- þáttunum. Það sást ekki á mér fyrr en ég reif mig úr að ofan.“ Hann hlær. „Það var þó aldrei nein útlitsdýrkun fólgin í því. Ég vildi bara þjálfa líkama minn til þess að hann þyldi allt. Ég hef lengi misboðið líkama mínum. Brunaði til dæmis oft beint á mótókrossæfingu eftir tíu tíma vinnudag. Ég hefði örugglega get- að hlaupið maraþon eftir tveggja vikna undirbúning. Ætli þetta hafi ekki orðið mér til lífs.“ Anna Sigrún hafði verið í ungbarnasundi og foreldrar hennar eru ekki í vafa um að það hafi hjálpað henni í sínum hremm- ingum. „Hún var með mjög góð lungu,“ segir Steinunn. Anna Sigrún hefur lítið verið í íþróttum en byrjaði þó nýverið í badminton. Líst ágætlega á það. Meiri tími fer í tónlist og lærdóminn. „Ég var aldrei mikið fyrir námið og bók- ina,“ upplýsir Ævar sposkur. „Ég er ekki greindur ofvirkur en hlýt samt að vera það. Manni var innprentaður dugnaður og vinna frá blautu barnsbeini. Ef þú vinnur ekki, eignastu aldrei peninga, er pabbi van- ur að segja.“ Hann þagnar, stutta stund. „Annars er lífið bara andskotans vinna,“ heldur hann áfram. „Hvort sem það er vinna, skóli, íþróttir eða bara sambandið við konuna.“ Gunnar kinkar kolli. „Einmitt það. Kannski þú farir bara í heimspeki þegar þú losnar héðan út. Þú ert að verða svo djúpur að maður þarfnast útskýringa.“ Þeir skellihlæja. „Tja, maður hefur alla vega nægan tíma til að velta lífinu og tilverunni fyrir sér þegar maður er læstur niður í rúmi með sínum hugsunum. Fyrir örgeðja mann eins og mig er það ekki auðvelt. Ég var einu sinni atvinnulaus í mánuð og var að ganga af göflunum. Síðan er þetta lagt á mig,“ segir Ævar og hristir höfuðið. Dagarnir lengi að líða Það er baráttuhugur í honum núna en andleg líðan hefur sveiflast upp og niður síðustu tvo mánuði. „Dagarnir geta verið lengi að líða. Ég er enginn bókaormur og fékk fljótt leiða á því að glápa á sjón- varpið. Núna er Playstation-tölvan komin og með henni get ég sett mér markmið enda þótt ég sé alfarið á móti því að fólk, sérstaklega börn, hangi í tölvunni. Þau eiga að vera úti að meiða sig – eins og ég.“ Hann glottir. Anna Sigrún kveðst ekki hugsa mikið um sitt slys. „Samt er það í gagnabank- anum í heilanum á mér. Slysið er meira staðreynd en minning. Eins og að Everest er stærsta fjall í heimi,“ segir hún. Fjölskyldan býr ennþá á sama stað – en búið er að hækka handriðið á svölunum. „Maður flýr ekki raunveruleikann,“ segir Steinunn. „Við sáum enga ástæðu til að flytja. Okkar mottó er það að ekki sé meira á mann lagt en maður þolir. Ég við- urkenni þó að þetta er heldur mikið af því góða.“ Anna Sigrún kveðst ekki vera lofthrædd í dag, nema þegar hún er á ferð. Henni finnst ekkert mál að horfa niður af háum byggingum. Ævar var lofthrætt barn en tókst að vinna bug á því. „Ég veit ekki hvað verður eftir þetta. Það verður bara að koma í ljós.“ Læt ekki ótta stöðva mig! Spurður um framtíðina kveðst hann ætla aftur í smíðar og mótókross – ef líkaminn leyfir. „Ég læt hvorki ótta né kvíða stöðva mig. Þetta var bara slys, enginn glanna- skapur. Hins vegar má vel vera að ég hugsi aðeins betur um mig framvegis. Ég hef nefnilega áttað mig á því að ég er ekki bara hérna fyrir mig – heldur aðra líka. Það er ekki sjálfgefið að maður fái annað tækifæri í þessu lífi.“ Anna Sigrún og Ævar eru ekki einu fjöl- skyldumeðlimirnir sem hafa slasast illa eft- ir hátt fall. Þegar Sveinn Ævarsson, faðir Ævars, var ellefu eða tólf ára féll hann átta metra niður á gólf, er hann var að leik í iðnaðarhúsnæði. Hann slasaðist ekki nálægt því eins illa og þau en hlaut eigi að síður beinbrot á báðum fótum. Samtals hafa þessi þrjú flogið yfir þrjátíu metra. Er nema von að Viðar Ævarsson, bróðir Sveins og föðurbróðir Ævars og Önnu Sig- rúnar, hafi spurt á Facebook-síðu sinni: „Þarf ekki einhver að fara að benda þess- ari fjölskyldu á að hún getur ekki flogið?“ Morgunblaðið/Ómar Ævar Sveinn Sveinsson er kunnur hrakfallabálkur. Hann hefur brotið báða ökkla áður, í fótbolta og mótókrossi, auk þess að hafa viðbeinsbrotnað. Einu sinni var hann til rannsóknar á spítala vegna gruns um nýrnasteina. Móðir hans gaf honum þá 100 krónur til að drengurinn gæti keypt sér eitthvað í sælgætissjálfsala eftir rannsóknina. Af einhverjum ástæðum stakk Ævar 100-kallinum upp í sig og kyngdi honum óvart. Festist féð í vélindanu en losnaði um síðir. Í annað skipti flaug hann á höfuðið á hjólinu sínu og „skrapaði malbikið með andlit- inu“, eins hann orðar það sjálfur, með þeim afleiðingum að tanngarðurinn kom gegnum góminn. Í einhverjum hamagangi í skólanum fékk Ævar svo skrúfblýant í augað, stakkst hann nokkra millimetra inn. Okkar maður var rétt að ná sér af þeim áverka þegar hann fékk hurðarhún gegnum olnbogann í skólaferðalagi. Er nema von að hann segi: „Ég er búinn að leggja alveg nóg á liðið.“ ÁGRIP AF SJÚKRASÖGU Anna Sigrún á öruggum batavegi á Barnaspít- alanum vorið 2005. Farin að st́íga í fæturna. Úr einkasafni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.