Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Qupperneq 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Qupperneq 57
farið af Skúlagötunni, í rými leigt af borg fyrir safneignina en stefnt var á að fjárfesta í húsnæði fyrir sýningastarfsemina. Ákveðið var að ráðast í umfangsmikla fjáröflun þar sem listamenn úr röðum fulltrúa Nýló gefa listaverk til styrktar húsnæðismálum safnins. „Þegar hafa kunnir listamenn lýst yfir vilja til að gefa verk, þar á meðal Hreinn Frið- finnsson, Eggert Pétursson, Rúrí, Níels Haf- stein, Kees Visser, Guðrún Einarsdóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Guðjón Ketilsson, Rúna Þorkels, Sigurður Guðmundsson, Katr- ín Sigurðardóttir, Tumi Magnússon, Stein- grímur Eyfjörð og Ragna Róbertsdóttir. Einnig munum við biðla til yngri listamanna og vitanlega munu allir sem setið hafa í stjórn Nýló fá meldingu um þennan viðburð. Nýló er listamannarekið sýningarrými og safn, með langa og merka sögu, og það gleð- ur mann óendanlega hvað það er mikill sam- hugur í listafólki um að styðja við safnið sitt.“ Nýlistasafnið verður því mögulega án sýn- ingarrýmis í einhvern tíma, á meðan er verið að leita að heppilegu plássi. „Starfsemin heldur áfram þótt speisið sé ekki komið,“ segir Þorgerður. „Við höfum ekkert sýningarrými eftir júní eins og staðan er núna, en höldum áfram að skipuleggja sýningar og viðburði fyrir sýningatímabilið 2014 til 2015 eins og ekkert hafi í skorist. Fyrsta júní fer af stað frábær sýning sem ber titilinn „S7 – Suðurgata >> Árbær (ekki á leið)“ og er samstarfsverkefni okkar og Árbæjarsafns. Sýningin, sem er hluti af Listahátíð í Reykjavík, mun innihalda verk eftir unga listamenn, og kjölfarið verður gef- ið út rit um sögu og sýningar í galleríi Suð- urgötu 7. Einnig hefur stjórn Nýló tvö gjörningaverkefni á sínum snærum í sumar og mun skipuleggja stóra samsýningu á Akranesi í samstarfi við Byggðasafnið næst- komandi haust. Það hefur verið ótrúlega mikill heiður að fá að fylgjast með og vinna með Hreini Frið- finnssyni. Okkur finnst vel við hæfi að hans handbragð og listræna sýn taki yfir þetta sérstaka rými með sín flísalögðu gólf, en bindi jafnframt endahnút á þessi við- burðaríku ár sem safnið hefur átt í þessu húsnæði.“ „Við höfum ekkert sýningarrými eftir júní eins og staðan er núna, en höldum áfram að skipu- leggja sýningar og viðburði fyrir sýningatímabilið 2014 til 2015“ segir Þorgerður. Ljósmynd/Nýlistasafnið 6.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Rokkáhugamenn ættu að hafa gaman af heimsókn á Bar 11 á laugardagskvöld. Klukkan 23 stíga á svið þeir Pétur Ben og Rúnar Þórisson, studdir meðal annars af Láru og Mar- gréti Rúnarsdætrum. 2 Hinn landskunni ljósmyndari og kvikmyndatökumaður Friðþjófur Helgason opnar á laugardag klukkan 14 ljósmyndasýninguna „Sement“ í Populus tremula á Akureyri. Mynd- irnar voru allar teknar í sements- verksmiðjunni á Akranesi. Sýningin er aðeins opin nú um helgina. 4 Þeir Bjarni Bernharður Bjarnason og Aðalsteinn Ey- þórsson opna á laugardag klukkan 15 sýningu á mynd- verkum sínum í Anarkíu, Hamra- borgt 3, í Kópavogi. Í tilkynningu seg- ir að innsæi einkenni verk Bjarna en „hrærigrautur“ stór verk Aðalsteins. 5 Þessa dagana er sannkölluð veisla fyrir áhugafólk um kvikmyndir í borginni. Í Nor- ræna húsinu stendur yfir Norræn kvikmyndahátíð, með 15 ólíkar kvikmyndir á dagskránni, og þá er stutt- og heimildarmyndahátíðin Shorts&Docs haldin í 12. skipti. Sýnt er í Bíó Paradís og Stúdentakjall- aranum. 3 Sigurður Guðjónsson mynd- listarmaður og Anna Þor- valdsdóttir ræða á laugardag klukkan 15 við gesti á sýning- unni Hljómfall litar og línu í Hafn- arhúsinu. Þar er meðal annars sýnd innsetning þeirra „Trajectories“. MÆLT MEÐ 1 Þegar spurt er hvers vegna þau hafi kosið að gera kvikmynd byggða á lífi og verkum Hreins segja þau upphafið liggja í því að fyr- ir rúmum áratug hafi þau komið að uppsetn- ingu tveggja sýninga á verkum hans, í Safni og i8. „Við kynntumst því hugarheimi hans vel, vorum einnig að vinna saman við kvik- myndagerð á þessum tíma, og þar sem við vorum uppljómuð af Hreini og verkum hans létum við okur dreyma um að gera um það kvikmynd. Við vildum virkja hrifningu okkar og miðla henni áfram.“ „Mikil gjöf til okkar“ Eins og oft er raunin í kvikmyndagerð leið langur tími frá því að hugmyndin kviknaði þar til kvikmyndin var frumsýnd. Vinnan við hana hófst fyrir fimm árum. „Við þurftum að fá fólk til að leggja fé í verkefnið; sýna fram á að list Hreins ætti erindi á þennan hátt,“ segja þau. Og hvers vegna á list Hreins erindi? „List Hreins höfðar til sammannlegra þátta,“ segja Markús og Ragnheiður. „Þetta eru persónulegar vangaveltur um lífið og til- veruna sem allir hljóta að velta fyrir sér á lífsleiðinni. Um tengslin við umheiminn í stóru sem smáu, einstaklinginn gegn alheim- inum og þessar ógnarstóru og óskiljanlegu víddir í tíma og rúmi sem umlykja okkur. Staðsetningin á þessari plánetu sem hring- snýst. Hreinn tekst á við spurningar um allt þetta á laufléttan hátt, með húmor og af gleði, og opnar á það nýja sýn í verkunum. Það er mikil gjöf til okkar sem njótum listar hans. Hreinn hefur sérstaka sýn á lífið. Hann er forvitinn um allt og alltaf opinn fyrir nýj- um hugmyndum, er ótrúlega frjór.“ Þau kusu að gera ekki hefðbundna heim- ildakvikmynd um Hrein og verk hans heldur tóku sér skapandi skáldaleyfi. „Kvikmyndin er ákveðinn leikur,“ segja þau. „Það var til að mynda legið yfir sögum að baki verkum eftir hann, skoðað hvað hann hafði verið að lesa, hvaðan hann fær áhrif, sem og vísindatextum um lífið og tilveruna. Við lítum á alla þessa þætti sem smásögur eða ljóð og út frá þeim spinnst sagan. Hún byggist á áberandi viðfangsefni Hreins gegn- um tíðina, tvenndinni; spegilmynd eða tvö- földun. Outinen leikur vísindamann sem er rödd skynseminnar og reynir að skilja listamann- inn út frá rökheimi vísindanna. Það er þessi barátta milli þess að skilja heiminn og skynja heiminn. Að skynjunin skipti máli ekki síður en hinn röklegi skilningur vísindanna.“ Skáldskapur með tilvísanir Í samtali við Hrein kemur glöggt fram að sýningin í Nýlistasafninu er verk sýningar- stjóranna, Ragnheiðar og Markúsar. „Þau hafa valið þar inn mörg kunnugleg verk sem tengjast kvikmyndinni. Hún er útgangs- punkturinn í þessu máli þeirra og sýningin er undirspil,“ segir hann. „Ég er mjög óbeinlínis viðfangsefni kvik- myndarinnar. Hún er skáldskapur með óbein- ar tilvísanir í verk eftir mig,“ segir Hreinn sem hefur enn ekki séð hana í endanlegri mynd. „Ég var settur í stól í einhverjar mín- útur, leik annars ekkert, en hef heyrt í fólki sem finnst útkoman fín.“ Hreinn segir myndbandsverkin sem sýnd eru í i8 galleríi hafa verið til í nokkur ár. „Þau voru nokkurra ára prósess en til þessa hef ég bara sýnt þau gestum í sjónvarpinu heima. Þegar sýningin í Nýló var skipulögð kviknaði áhugi á að sýna þau um leið. Það var hins vegar algjör tilviljun að verk Krist- ins með ljósmyndum af mér og myndbands- verkin mín með honum væru sýnd svo að segja á sama tíma. Skemmtileg tilviljun.“ „Ég er mjög óbeinlínis viðfangsefni kvikmyndarinnar,“ segir Hreinn Friðfinnsson. Morgunblaðið/Einar Falur * Þetta eru persónu-legar vangaveltur umlífið og tilveruna sem allir hljóta að velta fyrir sér á lífsleiðinni. Um tengslin við umheiminn í stóru sem smáu, einstaklinginn gegn alheiminum og þessar ógn- arstóru og óskiljanlegu víddir í tíma og rúmi …
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.