Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Page 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.4. 2014 BÓK VIKUNNAR Ljóðasafn Steins Steinars hefur verið endurútgefið og mun örugglega verða vinsæl fermingargjöf. Þarna eru fjölmörg ljóð sem fylgja lesandanum alla ævi. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is F eðgarnir Benedikt Jóhannesson og Jóhannes Benediktsson hafa gef- ið út úrval af þjóðsögum Jóns Árnasonar. Í þessari fallegu bók sem nefnist einfaldlega Íslenskar þjóðsögur eru 127 sögur og 30 teikningar eftir Freydísi Kristjánsdóttur. „Við urðum þess áskynja að þjóðsagnasöfn voru ekki á markaðnum,“ segir Jóhannes. „Ég var búinn að leita víða, bæði í bókabúð- um og annars staðar og fann loks eitt eintak af þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar í Kolaport- inu sem var snjáð og gamalt og kostaði 35.000 krónur. Eftir það fórum við feðgar að ræða um það okkar á milli að það vantaði til- finnanlega samantekt á íslenskum þjóðsög- um.“ „Það er auðvitað ekki í lagi ef sá sem vill eignast íslenskar þjóðsögur þarf að hafa mikið fyrir því að hafa uppi á þeim,“ segir Benedikt. „Það hafa komið út fín þjóðsagna- söfn í vönduðum útgáfum, nú löngu uppseld, en þau eru stór og fyrirferðarmikil og við fengum þá hugmynd að safna bestu sögunum saman í eina bók og ákváðum að hún skyldi vera myndskreytt. Við reyndum að hafa valið fjölbreytilegt og ég held að þarna séu allar bestu þjóðsögurnar.“ Spurðir hvort þeir eigi sér uppáhalds- þjóðsögu segir Jóhannes: „Galdra-Loftur er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Sú saga er verulega vel skrifuð, snjöll og rammíslensk. Svo er þarna saga sem ég þekkti ekki áður sem heitir því skemmtilega nafni Barnkind en ekki sauðkind. Íslenskur biskup fer í heimsókn til þýskrar drottningar og hún spyr hversu margar kinder (börn) hann eigi og hann telur hana vera að tala um sauð- kindur og segist eiga 200 en á haustin þurfi að slátra helmingi þeirra því eitthvað þurfi vinnumennirnir að borða.“ „Þarna er hver perlan á fætur annarri en Sæmundur fróði hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Benedikt og bætir við: „Núna þegar ég hef verið að lesa allar þjóðsögurnar aftur vekur athygli mína hversu margar þeirra eru áberandi vel skrif- aðar, það sem er einna síst skrifað er þegar Jón Árnason er sjálfur að taka fróðleik sam- an frá grunni en þar er sumt moðkennt.“ Í bókinni eru 30 teikningar gerðar af Freydísi Kristjánsdóttur. „Við vorum alveg einstaklega heppnir að finna Freydísi,“ segir Jóhannes. „Við vorum búnir að leita lengi að teiknara og höfðum mjög ákveðnar hug- myndir um það í hvaða stíl myndirnar ættu að vera. Við vorum að leita að ákveðnum þjóðsagnastíl sem Freydís nær svo vel að fanga. Hún lagði mikla vinnu í þessar mynd- ir, þekkir þjóðsögurnar greinilega mjög vel og lagðist í alls konar rannsóknir meðan hún vann að myndunum. Hún kynnti sér til dæmis klæðaburð til forna og sem dæmi um nákvæmni hennar má nefna að þegar hún vann að mynd við söguna Vígð Drangey þá kannaði hún hvaða fuglategundir hefðu lík- lega verið þar svo hún gæti teiknað réttu fuglana. Freydís er mikill snillingur eins og myndirnar sanna.“ Benedikt á lokaorðin: „Viðbrögðin við út- gáfunni hafa verið mjög góð og margir hafa haft orð á því að gaman sé að fá sögurnar í fallegri bók og handhægu broti. Sumir hafa þegar keypt mörg eintök til fermingargjafa, þó að okkur gruni að sumir þeirra ætli líka að glugga í hana sjálfir og rifja upp gömul kynni.“ GALDRA-LOFTUR OG SÆMUNDUR FRÓÐI ERU Í UPPÁHALDI HJÁ FEÐGUNUM Þjóðsagnaperlur í einni bók Feðgarnir Jóhannes Benediktsson og Benedikt Jóhannesson með þjóðsagnabókina nýju og góðu. Einnig má sjá plaköt sem sýna myndir úr bókinni en þær gerði Freydís Kristjánsdóttir. Morgunblaðið/Golli BENEDIKT JÓHANNESSON OG SONUR HANS JÓHANNES HAFA GEFIÐ ÚT ÚRVAL ÞJÓÐSAGNA. ÞAR ERU 127 SÖGUR AUK 30 TEIKNINGA EFTIR FREYDÍSI KRISTJÁNSDÓTTUR. Mér finnst gaman að lesa bækur. Bækur eru með fallegum myndum og þær eru með sögum og maður sofnar strax þegar maður er búinn að lesa. Ég á margar uppáhaldsbækur, ein þeirra er Selur kemur í heim- sókn. Hún er bara fyndin. Þar segir að köttur sé dúfa, fíll er kallaður mús og svo er slanga sem er köll- uð hvolpur. Það er allt kallað öðrum nöfnum. Skýj- að með kjötbollum á köflum er líka skemmtileg. Það rignir mat, ég verð svo svangur þegar þessi bók er lesin fyrir mig. Ég held líka mikið upp á allar bæk- urnar um Snúð og Snældu. Þau eru sæt. Skemmti- legust finnst mér bókin Snúður og Snælda og Lappi í skólanum. Snælda er alltaf að gera prakk- arastrik. Ég hef líka gaman af bókunum um Breka og Dreka, Breki og Dreki í leikskóla og Undarlegar uppfinningar Breka og Dreka. Þeir eru litlir prakkarar og svo eru myndirnar flottar. Stundum les ég þá mörg kvöld í röð. Í bókinni um Greppikló eru tröll og mús sem verða vinir, Greppikló vill borða músina, en músin platar hann og textinn rímar. Skrímslabæk- urnar, um Litla skrímslið og Stóra skrímslið, eru bara skemmti- legar, skrímslin eru fyndin og skrítin. Ég sá einu sinni leikrit með þeim. Í Helgi skoðar heiminn er lítill strákur sem ferðast um heiminn, það er skemmtilegast þegar hann er hjá tröllunum á leiðinni heim. Ég myndi vilja fara í svona ferð eins og Helgi í sveitinni hjá afa og ömmu á Þokka, sem er hesturinn minn. Í Pétri og úlfinum eru brúður. Þetta er saga um strák sem heitir Pétur sem fór út í skóg og gleymdi að loka hliðinu og þá kom afi hans og lokaði hliðinu. Þá hitti hann úlf, úlfurinn át öndina og Pétur náði úlf- inum. Í UPPÁHALDI ÁSGEIR SKARPHÉÐINN ANDRASON 6 ÁRA Ásgeir Skarphéðinn hefur afskaplega gaman af því að lesa. Hann á fjöl- margar uppáhaldsbækur og Helgi skoðar heiminn er ein þeirra. Morgunblaðið/Kristinn BÓKSALA 1.-31. MARS 2014 Allar bækur Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Hljóðin í nóttinni : minningasagaBjörg Guðrún Gísladóttir 2 Marco-áhrifinJussi Adler-Olsen 3 Eldhúsið okkarMagnús Ingi Magnússon 4 30 dagar - leið til betri lífsstílsDavíð Kristinsson 5 5:2 mataræðið með Lukku í HappUnnur Guðrún Pálsdóttir 6 5:2 mataræðiðDr. Michael Mosley / Mimi Spencer 7 Stóra Disney heimilisréttabókinMargrét Þóra Þorláksdóttir ritst. 8 EftirköstinRhidan Brook 9 Heilsuréttir HagkaupsSólveig Eiríksdóttir 10 PrjónabiblíanGréta Sörensen Kiljur 1 Marco-áhrifinJussi Adler-Olsen 2 EftirköstinRhidan Brook 3 Fimmtíu gráir skuggarE L. James 4 Fimmtíu skuggar frelsisE L. James 5 KonungsmorðiðHanneVibeke-Holst 6 Sannleikurinn um mál HarrysQuebert Joël Dicker 7 Fimmtíu dekkri skuggarE L. James 8 HHhHLaurent Binet 9 Gamlinginn sem skreið út umgluggann og hvarf Jonas Jonasson 10 Ólæsinginn sem kunni að reiknaJonas Jonasson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.