Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Side 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Side 59
6.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Sakamálasagan Verjandi Jakobs eftir William Landay kemur út um svipað leyti á öllum Norð- urlöndum en bókin hefur þegar selst í milljónum eintaka í Bandaríkjunum, verið tilnefnd til fjölda viðurkenninga og kvik- myndarétturinn hefur verið seldur. Saksóknarinn Andy Barber rannsakar morð á unglingspilti en fljótlega vaknar grunur um að 15 ára sonur hans, Jakob, hafi framið morðið. Hlutverk saksóknarans breytist í hlut- verk verjanda. Í lok bókar verður svo óvæntur snúningur. Höfundurinn er lögfræð- ingur að mennt og starfaði sem saksóknari áður en hann helg- aði sig skrifum. Réttar- farsdrama Nú í apríl er von á endurútgáfu hinnar meist- aralegu bókar Dægradvöl eftir Benedikt Gröndal en Forlagið gefur út. Dægradvöl er sjálfsævisaga sem Benedikt Gröndal skrifaði á efri árum sínum á seinustu áratugum 19. aldar. Bókin er full af bráðskemmtilegum og skörpum mannlýsingum á bæði nafntog- uðum persónum og einnig óþekktu alþýðufólki, spaugileg- um atvikum og athugasemdum sem sýna hreinskilni og gam- ansemi höfundar. Gröndal var ýmislegt mót- drægt í lífinu og hann dregur ekkert undan í lýsingum á eigin brestum en hann er líka mjög viðkvæmur fyrir áliti annarra á sér og verkum sínum. Lesandinn kynnist þannig Gröndal vel í kostum hans og göllum og fer ósjálfrátt að þykja vænt um skáldið og nátt- úrufræðinginn fjölhæfa. Yfirumsjón með útgáfunni hafði Guð- mundur Andri Thorsson en Benedikt var einmitt aðalpersóna síðustu skáldsögu hans, Sæmd, sem þótti með betri bókum síðasta árs. Guðmundur Andri Thorsson hefur umsjón með nýrri úgáfu á Dægradvöl Gröndals. Morgunblaðið/Kristinn DÆGRADVÖL ENDURÚTGEFIN Benedikt Gröndal Rússneski rithöfundurinn Lev Tol- stoj er einn af risum bókmennta- sögunnar. Nú er von á þremur bók- um eftir hann í íslenskri þýðingu. Þetta eru bækurnar Bernska, Æska og Manndómur sem koma út í þýðingu Áslaugar Agnars- dóttur. Bernska, sem kom út árið 1852, var fyrsta skáldsaga Tolstojs sem kom út á prenti en á eftir komu Æska og Manndómur. Fyrstu bækurnar tvær eru væntanlegar í verslanir um þessa helgi en Mann- dómur kemur út seinna á þessu ári. Bækurnar, sem mynda þríleik, eru ævisögulegar og þar blandast saman raunverulegir atburðir og skáldskapur, en að- alpersóna þeirra er ungur drengur, Nikolenka. Tolstoj var einungis 23 ára þegar Bernska birtist í rússnesku bókmenntatímariti en sagan vakti mikla athygli og ljóst var að þarna væri á ferð höfundur sem óhætt væri að binda vonir við. Það er mikill fengur að þessum bókum á íslensku en það er bókafélagið Ugla sem gefur þær út. Hjá sama bókaforlagi er einnig von á þýðingu Atla Magnússonar á Leynier- indrekanum eftir Joseph Conrad. TOLSTOJ Á ÍSLENSKU Þrjár bækur Levs Tolstojs eru væntanlegar á íslensku. Sigrún og Friðgeir – Ferðasaga eftir Sigrúnu Pálsdóttur var ótvírætt ein af bókum síðasta árs og er nú komin út í kilju. Sigrún segir sögu ungu lækn- ishjónanna Friðgeirs Ólasonar og Sigrúnar Briem sem fóru í sérnám til Bandaríkjanna. Haustið 1944 leggja þau af stað heim til Íslands með ung börn sín og eru farþegar á Goða- fossi. Sigrún segir mikla örlaga- sögu á einstæðan hátt og bókin er gríðarlega áhrifamikil. Áhrifamikil örlagasaga Ferðasaga, spenna og draumar NÝJAR OG NÝLEGAR BÆKUR HIN FRÁBÆRA BÓK SIGRÚNAR PÁLSDÓTTUR, SIGRÚN OG FRIÐGEIR, ER KOMIN Í KILJU. VERJ- ANDI JAKOBS ER GLÆPASAGA SEM HEFUR VAKIÐ MIKLA ATHYGLI. AFBRIGÐI, ALÞJÓÐLEG MET- SÖLUBÓK FYRIR UNGMENNI, ER KOMIN Í KILJU. TÁKNMÁL DRAUMA, SEM ER VITANLEGA BÓK UM DRAUMA, ER SVO KOMIN ÚT. Bækur Veronicu Roth rokseljast víða um heim og hafa verið þaul- sætnar á metsölulista Eymundsson yfir erlendar bækur. Nú er Afbrigði, sem er fyrsta bók í æsispennandi seríu, komin út í kilju. Bókin gerist í Chicago framtíðarinnar þar sem all- ir sextán ára einstaklingar þurfa að ákveða hverju af hinum fimm fylkj- um þeir ætli að tilheyra það sem eftir er ævinnar. Spenna fyrir ungt fólk Í bókinni Táknmál drauma eftir Sigrúnu Gunnarsdóttur fjallar höfundur um eðli drauma. Meðal annars er fjallað um drauma sem guðlega leiðsögn þar sem tákn- málið er alltaf eins. Bókin veitir innsýn í heim þessa táknmáls og skýrir hvernig hægt er að nota það til að skilja drauma. Höfundurinn hefur lengi unnið með drauma en hún er reikimeistari, miðill og andlegur leiðbeinandi. Eðli og táknmál drauma *Hugsjónaelda er aldrei hægt aðslökkva. Kristín Marja Baldursdóttir BÓKSALA 26. MARS-1. APRÍL Allar bækur 1 Hljóðin í nóttinniBjörg Guðrún Gísladóttir 2 Verjandi JakobsWilliam Landay 3 Kroppurinn er kraftaverkSigrún Daníelsdóttir 4 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson 5 PrjónabiblíanGréta Sörensen 6 Sannleikurinn um mál HarrysQuebert Joël Dicker 7 HeiðurElif Shafak 8 KonungsmorðiðHanne-Vibeke Holst 9 HHhHLaurent Binet 10 Stúlka með maga- kiljaÞórunn Erlu-ogValdimarsdóttir Kiljur 1 Verjandi JakobsWillam Landay 2 Sannleikurinn um mál HarrysQuebert Joël Dicker 3 HeiðurElif Shafak 4 KonungsmorðiðHanne-Vibeke Holst 5 HHhHLaurent Binet 6 Stúlka með magaÞórunn Erlu-ogValdimarsdóttir 7 Stelpa fer á barHelena S. Paige 8 Marco áhrifinJussi Adler Olsen 9 SjóræninginnJón Gnarr 10 Og fjöllin endurómuðuKhaled Hosseini Listinn er tekinn saman af Eymundsson MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Margar hendur vinna létt verk.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.