Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 64
ÞRÍFARAR VIKUNNAR Carl Fredericksen ferðalangur. Drew Carey gamanleikari. Heimir Már Pétursson, fréttamaður á Stöð 2. SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2014 „Það var mikil jólastemning hér í gær en við erum auð- vitað að taka upp jólasenur í snjóleysinu,“ segir Snorri Þórisson, eigandi framleiðslufyrirtækisins Pegasus. Fyrirtækið heldur utan um tökur á bresku sjón- varpsþáttaröðinni Fortitude sem Sky-sjónvarpsstöðin framleiðir en tökur fara þessar vikurnar fram á Reyð- arfirði þar sem einstakt blíðviði leikur um bæjarbúa og veðurspáin lofar engum snjó í bráð svo nauðsynlegt hefur reynst að panta gervisnjó til að skapa réttu stemninguna og lítur út fyrir að gervisnjórinn verði áfram ferjaður á svæðið. Meðal fjölda leikara sem láta fara vel um sig austur á landi eru þau Stanley Tucci úr The Lovely Bones sem tilnefnd var til Ósk- arsverðlauna og Sofie Gråbøl sem margir Íslendingar bera taugar til eftir að hún lék Söru Lund í Forbrydelsen. Þá er Björn Hlynur Haraldsson meðal annars framlag Íslendinga til leikaraflotans. „Bæjarbúar taka þessu vel. Þeir hafa tekið þátt, okkur er tekið opnum örmum og leikurunum líður vel.“ Þessari tökulotu lýkur 12. apríl en ekki eru teikn á lofti um að það snjói fram að þeim tíma. Gervisnjórinn kemur alla leið frá Englandi. TÖKUR Á FORTITUDE STANDA YFIR Á REYÐARFIRÐI Gervisnjór í hlýindum Sofie Gråbøl Ololade Rabiu, sex barna móðir í Nígeríu, er eina kona landsins sem grefur brunna eftir vatni. Karl- menn hafa einokað þetta starf frá örófi alda en Rabiu segist njóta þess að grafa og finna vatn handa þyrstum þorpsbúum. „Ég elska þetta starf. Það er enginn brunnur í Nígeríu sem ég kemst ekki inn í og það er enginn brunnur sem ég get ekki grafið,“ sagði þessi grjót- harða kona við AFP-fréttaveituna sem var á ferð um Nígeríu. Gríðarlegur vatnsskortur er í Nígeríu eins og flestöllum Afríku- ríkjum. Rabiu hefur gengið vel að grafa og er nú þekkt undir nafninu Mama Kanga eða brunnkonan. Fyrrverandi eiginmaður hennar kenndi henni undirstöðuatriðin en hún komst fyrst í fréttirnar í Níg- eríu þegar hún gróf 40 metra niður í jörðina eftir vatni. „Hún hefur mikla hæfileika og ég er viss um það að hún er mun betri en margir karlar sem eru í þessu erfiða starfi,“ sagði Yisa Abdul sem er viðskiptavinur. Starfið er erfitt, bæði fyrir lík- ama og sál, en Rabiu hefur ráð við öllum verkjunum. „Guinness, gin og viskí og auðvitað bænin.“ FURÐUR VERALDAR Brunn- konan Ololade Rabiu hefur lært hönnun en hún sá framtíð sína í vatnsbrunna- greftri og nú hafa börn hennar fylgt henni í sömu atvinnugrein. AFP Vodafone RED er komið til Íslands Ótakmörkuð símtöl og SMS óháð kerfi í alla farsíma og heimasíma á Íslandi Skiptu yfir í Vodafone RED Vodafone Góð samskipti bæta lífið H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.