Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014
Avro Lancaster-sprengjuflugvél
stríðsflugvélasafnsins í Hamilton í
Kanada verður millilent á Íslandi
á leið til Englands í sumar og er
hægt að fá að fara með fyrir
25.000 sterlingspund eða um 4,75
milljónir króna.
Aðeins tvær vélar af þessari
tegund eru til í flughæfu ástandi
og verða þær saman í ákveðnum
verkefnum á Englandi áður en
kanadísku vélinni verður flogið
aftur til Hamilton.
18 tíma á lofti
Vélinni verður flogið frá Ha-
milton 4. ágúst og lent í Con-
ingsby í Lincolnshire á Englandi
8. ágúst. Millilent verður í Goose
Bay í Kanada, Narsarsuaq á
Grænlandi og í Keflavík. Flug-
vélin verður alls 18 tíma á flugi á
leiðinni.
„Þetta er einstakt tækifæri,“
segir David Rohrer, flugmaður og
framkvæmdastjóri stríðsflug-
vélasafnsins í Hamilton, um til-
boðið á eBay. Hann bætir við að
vélin hafi ekki verið í ástandi til
að fljúga henni yfir hafið í um
hálfa öld og svona tilboð komi
ekki aftur. Það rennur út á morg-
un og í gær hafði enginn tekið
því. steinthor@mbl.is
Bjóða flug-
sætið á nær
5 milljónir
Tilboðið á eBay
rennur út á morgun
Herflugvél Kemur við á Íslandi.
„Þetta er dæmi um sameiginlegt
átak í litlu samfélagi, menn taka sig
saman um að gera hlutina,“ segir
Örn Sigurðsson, rekstrarstjóri
Icewear / Víkurprjóns í Vík. Þrjú
ferðaþjónustufyrirtæki eru að láta
byggja tíu íbúðir í raðhúsum til að
koma hreyfingu á hlutina í þorpinu.
„Hér hefur verið viðvarandi hús-
næðisskortur. Ef fyrirtæki vilja vaxa
verður að byrja á því að leysa hús-
næðisvandann því hér er ekki hægt
að fá leigt eða keypt,“ segir Örn.
Hann nefnir að þegar hann tók við
stjórnun í Víkurprjóni fyrir tveimur
árum hafi fjölskyldan þurft að búa í
60 fermetra húsi fyrsta sumarið.
„Vöxtur í ferðaþjónustu kallar á auk-
ið húsnæði. Það hefur til dæmis orðið
grundvallarbreyting hjá hótelunum,
það er ekki lengur vertíð yfir hásum-
arið heldur orðinn tíu mánaða rekst-
ur fyrir ákveðinn kjarna starfsfólks.
Það þarf að höggva á þennan hnút til
að fyrirtækin geti þróast.“
Raðhúsin eru í elsta hluta Víkur-
þorps. Þau eru byggð úr einingum
frá BM Vallá og Smíðandi ehf. sér
um uppsetningu og frágang. Þær
verða seldar tilbúnar undir innrétt-
ingar og afhentar í haust. Þegar er
búið að ráðstafa sjö íbúðum af tíu,
áður en byrjað er að auglýsa. Fyrir-
tækin þrjú sem standa að bygging-
unni, Víkurprjón, Hótel Höfða-
brekka og Hótel Vík, taka eina íbúð
hvert, sveitarfélagið kaupir eina og
þrjár hafa verið seldar.
helgi@mbl.is
Sameiginlegt átak
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Skóflustunga Jóhannes Kristjánsson hefur framkvæmdir og honum til
halds og trausts eru Sigurður Elías Guðmundsson og Örn Sigurðsson.
Ferðaþjónustufyrirtæki koma hreyfingu á hlutina í Vík
Í vikunni birtist
viðtal við Árna
Bjarnason fé-
laga í Karla-
kórnum Heimi
sem söng með
kórnum í Hörpu
um helgina, 82
ára gamall.
Í framhaldi af
þessu viðtali
var athygli
blaðsins vakin á
því að Gunnar Svavar Guðmunds-
son hefði sungið með eldri félögum
í Karlakórnum Þröstum í Hafn-
arfirði á tónleikum í Hörpu í janúar
2012, þegar hann var 91 árs gam-
all. Stóð Gunnar á sviðinu í þrjár
klukkustundir. Ekki er vitað um
eldri kórfélaga, sem staðið hefur á
sviði Hörpu. Gunnar lést í janúar
síðastliðnum.
Gunnar Svavar
Guðmundsson
Söng í Hörpu
91 árs gamall