Morgunblaðið - 09.05.2014, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.05.2014, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014 Afsláttarsprengja afsláttur af öllum vörum fimmtudag – mánudags 20% Kringlan Sími 533 4533 Hjólakeppni Hyundai verður haldin í fyrsta skipti laugardaginn 10. maí. Keppnin hefst stundvíslega klukk- an 12.00 við Hyundai-húsið við Kauptún 1, beint á móti IKEA. Keppnin er skipulögð í samstarfi við Hjólreiðafélagið Bjart sem var stofnað árið 2008 og stendur fyrir æfingum og mótaröðum meðal hjól- reiðamanna yfir sumartímann. Keppt verður í A flokki karla og kvenna og opnum fjölskylduflokki þar sem hjólað verður frá Kauptúni rakleiðis inn á fallega hjólreiða- stíga í Heiðmörkinni. Hægt er að skrá sig á http:// hjolamot.is/frettir/hjoladagur- hyundai eða á staðnum. Verðlaun eru í boði og Hyundai býður öllum þátttakendum og gest- um til veglegrar grillveislu að keppni lokinni. Morgunblaðið/Kristinn Hjóladagur Það verður sífellt vinsælla að fjölskyldur hittist til að hjóla. Hjólakeppni í boði Hyundai í Kauptúni „Stuðlar kerfið að ágreiningi for- eldra?“ er heitið á málþingi um framfærslu barna sem búa á tveim- ur heimilum, sem haldið verður í dag, föstudaginn 9. maí, kl. 13-16. Málþingið er haldið í Öskju, Há- skóla Íslands. Að málþinginu standa í samein- ingu fjögur félög: Félag um for- eldrajafnrétti, Félag einstæðra for- eldra, Félag stjúpfjölskyldna og Samtök meðlagsgreiðenda. Eygló Harðardóttir félagsmála- ráðherra flytur ávarp í upphafi og síðan verða fluttir fjórir fyrir- lestrar. Í lokin verða pallborðs- umræður með þátttöku þingmanna allra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Málþing í Öskju um framfærslu barna Laugardaginn 10. maí stendur Vinnumálastofnun og EURES sam- evrópsk vinnumiðlun fyrir evr- ópskri starfakynningu í Hörpu í salnum Flóa frá kl. 11.00-17.00. Á starfakynningunni munu EU- RES-ráðgjafar frá þremur Evr- ópulöndum kynna atvinnutækifæri í sínum löndum og fulltrúar sex norskra fyrirtækja og sveitarfélaga munu kynna laus störf og taka á móti umsóknum. Nánari upplýs- ingar á heimasíðu EURES á Íslandi www.eures.is Kynna laus störf STUTT Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Hæstu launin á íslenskum vinnu- markaði í fyrra var að finna í fjár- mála- og vátryggingastarfsemi og hjá veitum samkvæmt nýjum niðurstöðum úr launarannsókn Hagstofu Íslands. Regluleg laun fullvinnandi fólks voru hæst í fjár- mála- og vátryggingastarfsemi en þar voru regluleg laun 653 þúsund að meðaltali í fyrra. Regluleg laun eru greidd laun fyrir umsaminn vinnutíma hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu. Þegar litið er á heildarlaun launafólks kemur í ljós að þau voru hæst hjá rafmagns- og hita- veitum en þar voru heildarlaunin 702 þúsund að meðaltali á mánuði. Laun voru aftur á móti lægst í fræðslustarfsemi. Þar voru reglu- leg laun 360 þúsund á mánuði og heildarlaunin 416 þúsund að með- altali. Launadreifing var mest inn- an fjármála- og vátrygginga- starfsemi en minnst í fræðslustarfsemi. Regluleg laun 436 þúsund á mánuði að meðaltali í fyrra Niðurstöðurnar leiða í ljós að á öllum vinnumarkaðinum voru regluleg mánaðarlaun fullvinnandi launamanna 436 þúsund krónur að meðaltali á seinasta ári. Hafa ber þó í huga að launarannsóknin nær ekki til fiskveiða og hótel- og veit- ingastarfsemi, sem eru þ.a.l. ekki með í samanburðinum. Algengast var að regluleg laun á vinnumarkaðinum væru á bilinu 250-300 þúsund krónur á seinasta ári og voru ríflega 17% launa- manna með regluleg laun á því bili. „Þá voru rúmlega 75% launa- manna með regluleg laun undir 500 þúsund krónum á mánuði. Regluleg laun karla voru 475 þús- und krónur að meðaltali og reglu- leg laun kvenna 393 þúsund krón- ur,“ segir í umfjöllun Hagstofunnar. Þegar heildarlaunin eru skoðuð kemur á daginn að þau voru 526 þúsund kr. á mánuði að meðaltali meðal fullvinnandi fólks í fyrra. Algengast var að heildarlaun væru á bilinu 400-450 þúsund og voru tæplega 14% launamanna með laun á því bili. „Þá voru tæplega 60% með heildarlaun undir 500 þúsund krónum á mánuði. Heild- arlaun karla voru 591 þúsund krónur að meðaltali og heildarlaun kvenna 457 þúsund krónur,“ segir í greinargerð. Launarannsókn Hagstofunnar nær til 70 þúsund launamanna og eru niðurstöður birtar í tveimur heftum Hagtíðinda, Laun á ís- lenskum vinnumarkaði 2013 og Laun starfsstétta á almennum vinnumarkaði 2013 en sú rannsókn náði til tæplega 30 þúsund launa- manna á almennum vinnumarkaði. Meðal niðurstaðna má sjá að mikill munur er á launum kynjanna sem starfa í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Þar voru heild- arlaun karla 646 þús. kr. að með- altali en konur voru með 483 þús. kr. heildarlaun. Tæp 20% karla voru með laun hærri en eina millj- ón á mánuði en það sama gilti um rúmlega 2% kvenna. Lægstu heildarlaunin voru hjá afgreiðslufólki í fyrra Niðurstöður rannsóknar á laun- um starfsstétta á almenna vinnu- markaðinum leiða í ljós að í fyrra voru stjórnendur með hæstu laun- in á almennum vinnumarkaði en regluleg laun fullvinnandi stjórn- enda voru 939 þúsund kr. að meðaltali á mánuði og heildarlaun þeirra 1.034 þúsund kr. að með- altali. Voru 20% stjórnenda með regluleg laun hærri en 1.200 þús- und kr. Hins vegar voru regluleg laun að jafnaði lægst hjá verkafólki, en regluleg laun voru 311 þús. kr. að meðaltali hjá fullvinnandi launa- mönnum. Heildarlaun voru aftur á móti lægst hjá afgreiðslufólki eða 398 þúsund krónur. Hæstu laun í fjármálum og veitum  Stjórnendur með rúma milljón í heildarlaun að meðaltali í fyrra  Laun voru lægst í fræðslustarf- semi og launadreifingin þar minnst  60% launafólks með heildarlaun undir 500 þúsund á mánuði 38% sérfræðinga voru með reglu- leg laun á bilinu 500-700 þús. kr. í fyrra skv. rannsókn Hagstofunnar. Karlar í hópi sér- fræðinga voru með 696 þús. kr. í regluleg laun að meðaltali á mán- uði en meðaltal reglulegra launa kvenna var 609 þús. kr. Heild- arlaun karla í hópi sérfræðinga voru 754 þús. kr. og kvenna 605 þús. kr. Greining á launum skrif- stofufólks sýnir að rúmlega fimmtungur þess var með reglu- leg laun á bilinu 300–350 þús. kr. 65% kvenna við afgreiðslu- störf voru með heildarlaun á bilinu 250-400 þús. kr. en tæp- lega 45% karla í hópi af- greiðslufólks voru með laun á sama bili. Ólík laun kynjanna LAUN Á VINNUMARKAÐI Heildarlaun á almennum vinnumarkaði 1. 15 0- 1. 20 0 <2 00 35 0- 40 0 55 0- 60 0 75 0- 80 0 95 0- 1. 00 0 25 0- 30 0 45 0- 50 0 65 0- 70 0 85 0- 90 0 1. 05 0- 1. 10 0 20 0- 25 0 40 0- 45 0 60 0- 65 0 80 0- 85 0 1. 00 0- 1. 05 0 30 0- 35 0 50 0- 55 0 70 0- 75 0 90 0- 95 0 1. 10 0- 1. 15 0 >1 .2 00 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Laun í þúsundum króna Alls Karlar Konur Miðgildi 485 Meðaltal 556 Heimild: Hagstofa Íslands Morgunblaðið/Ómar Launafólk Regluleg laun á almennum vinnumarkaði voru 467 þúsund kr. á mánuði í fyrra og heildarlaunin 556 þús- und en regluleg laun opinberra starfsmanna voru 397 þúsund kr. að meðaltali og heildarlaunin 489 þúsund.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.