Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 21
Hagnaður H.F. Verðbréfa á síðasta ári nam
ríflega 57 milljónum króna og jókst umtals-
vert frá árinu 2012 þegar félagið hagnaðist
um 21 milljón króna.
Þetta kemur fram í ársreikningi H.F.
Verðbréfa en tekjur fyrirtækisins, sem eru
nánast alfarið þóknanatekjur, jukust um 77
milljónir króna á milli ára og námu samtals
369 milljónum á árinu 2013.
Heildareignir félagsins námu 282 millj-
ónum í árslok 2013 og eigið fé var 247 millj-
ónir króna. Eiginfjárhlutfall er talsvert yfir
8% lágmarkskröfum og nam hlutfallið
36,2%. Ekki er lagt til að neinn arður verði
greiddur út vegna starfsemi félagsins á síð-
asta ári.
Rekstrarkostnaður eykst
Fjöldi starfsmanna var 15 að meðaltali á
árinu 2013 en heildarkostnaður launa og
launatengdra gjalda nam 165 milljónum
króna. Samtals nam rekstrarkostnaður fyr-
irtækisins 297 milljónum króna á síðasta ári
og hækkaði um 32 milljónir króna frá fyrra
ári.
Stærstu hluthafar félagsins eru Halldór
Friðrik Þorsteinsson, sem jafnframt er
stjórnarformaður, með 49,39% eignarhlut
og Andri Guðmundsson, framkvæmdastjóri
H.F. Verðbréfa, sem fer með 15,55% hlut.
Aukinn hagnaður H.F. Verðbréfa
Nam 57 milljónum króna á árinu 2013 Tekjur aukast um 26% á milli ára
Andri
Guðmundsson
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014
Stuttar fréttir ...
● Vöruskiptajöfn-
uður á fyrsta þriðj-
ungi ársins hefur
ekki verið minni frá
hruni. Aukinn inn-
flutningur skýrir
ekki óhagstæða
þróun vöruskipta
milli ára heldur ein-
göngu snarpur
samdráttur í út-
flutningi, segir í
Morgunkorni Íslandsbanka.
Á fyrsta þriðjungi ársins var vöru-
skiptajöfnuður hagstæður um 2,3 millj-
arða króna samanborið við 30,4 millj-
arða króna á sama tímabili í fyrra.
Alls voru fluttar út vörur á tímabilinu
fyrir 173,8 milljarða króna, sem er 35
milljörðum króna minna en á sama tíma í
fyrra. Skýrist það hvort tveggja af rýrum
útflutningi iðnaðarvara og sjávarafurða.
Alls voru fluttar inn vörur fyrir 171,3 millj-
arða á fyrsta þriðjungi ársins, sem er um
7 milljörðum minna en í fyrra.
Vöruskiptajöfnuður ekki
minni frá hruni
Samdráttur var í
útflutningi.
!
"
# $
""#
%$
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
"%
#%
!
#
#
%"
"#
!""
%%!%
#$
$
#
"#
#
!$
%%#
$"%!
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur
komist að þeirri niðurstöðu að breyt-
ingar sem gerðar voru á íslenskum lög-
um um virðisaukaskatt, og vörðuðu við-
skiptavini gagnavera, hafi falið í sér
ólögmæta ríkisaðstoð.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
áréttar í ljósi niðurstöðu ESA að þeim
lagaákvæðum sem voru til skoðunar hjá
ESA var breytt í mars 2013 og eru um-
rædd ákvæði laganna fallin úr gildi,
segir í frétt frá ráðuneytinu.
Lagabreytingarnar sem ESA komst
að niðurstöðu um að væru ólögmætar
voru gerðar í desember 2010. Þær
sneru annars vegar að því að virðis-
aukaskattur var ekki lagður á blandaða
þjónustu gagnavera til kaupenda sem
búsettir voru erlendis og höfðu ekki
fasta starfsstöð á Íslandi. Hins vegar að
því að innflutningur á netþjónum og
tengdum búnaði var undanþeginn virð-
isaukaskatti þegar eigendur þeirra
höfðu ekki búsetu á Íslandi og voru ekki
með fasta starfsstöð þar.
ESA hefur jafnframt komist að þeirri
niðurstöðu að íslenska ríkinu beri að
endurheimta ólögmæta aðstoð, ásamt
vöxtum og dráttarvöxtum frá þeim tíma
er aðstoðin var veitt. Ráðuneytið ætlar
að um sé að ræða óverulegar fjárhæðir.
ESA telur ívilnun vegna
gagnavera ólögmæta
● Bakkavör tapaði 1,2 milljónum
punda, jafnvirði um 228 milljónum
króna, á fyrsta fjórðungi ársins, sem er
nokkuð lakari niðurstaðan en á sama
tíma fyrir ári.
Að því er fram kemur í ársreikningi
jukust tekjur um 4% og námu 408
milljónum punda og rekstrarhagnaður
fyrir einskiptikostnað 12,9 milljónum
punda. Sé hins vegar tekið tillit til sam-
bærilegra þátta (e. like-for-like) þá juk-
ust tekjur Bakkavarar um 6% milli ára
og voru 414 milljónir punda.
EBITDA-rekstrarhagnaður fyrirtæk-
isins hækkaði um 7% á milli ára og nam
23,7 milljónum punda.
Bakkavör tapar 228
milljónum króna