Morgunblaðið - 09.05.2014, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 09.05.2014, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014 Í Morgunblaðinu 26. apríl sl. er birt athygl- isverð grein um áfeng- isbölið eftir Styrmi Gunnarsson, fv. rit- stjóra Morgunblaðs- ins. Um leið og ég flyt Styrmi þakkir fyrir hans góðu grein er einkum þakkarverð sú áhersla, sem hann leggur á þann vanda, sem börn alkóhólista þurfa að búa við með eftirtöldum orðum: „Einn þeirra þjóðfélagshópa, sem verða illa fyrir barðinu á því böli, sem fylgir áfengi, eru börn alkóhólista. Og þau eru mörg, bæði á barns- og unglingsaldri en líka fullorðinsaldri. Sá sem hefur alist upp í umhverfi, sem þrúgað var af ofneyslu áfengis ber þess merki alla ævi og skilar þeim áhrifum frá sér til næstu kynslóða“. Samkvæmt 3. mgr. 76. gr. stjórn- arskrárinnar skal börnum tryggð í lögum sú vernd og umönnun, sem velferð þeirra krefst. Þetta ákvæði er ítrekað í 1. gr. barnaverndarlaga og er þar jafnframt tekið fram að for- eldrum beri að búa börnum sínum viðunandi uppeldisaðstæður og gæta velfarnaðar þeirra í hvívetna. Ljóst er að réttarvernd þessi gagnvart börnum er brotin í stórum stíl á Ís- landi, þegar þau njóta engrar vernd- ar gagnvart áfengismengun á þeirra heimili. Þá er í ávarpi um baráttu gegn áfengisbölinu, sem mörg hundruð Ís- lendingar úr öllum stéttum birtu í Morgunblaðinu í nóvember 1979 vak- in athygli á því, „hvílíkt böl neysla vímuefna og þá einkum áfengis er þjóðinni og hve miklum þjáningum það veldur börnum“ eins og stendur í ávarpinu. Viðhorf til áfengis þurfa að breytast Áfengisnotkun hefur stórlega auk- ist á síðustu árum og þá einkum eftir að bjórbanninu var aflétt 1989. Þann- ig sýnir skoðanakönnun, að aðeins 3% kvenna hafna allri áfengisneyslu. Þá er talið að um 20. þús. börn líði þjáningar af völdum áfengis á sínum heimilum og að 300 manns bíði nú meðferðar á Vogi. Drykkjutískan er helsta smitleið víndýrk- unar og sú gildra sem mest veiðir í klær Bakk- usar. Hún er oftast or- sakavaldur þess, að ungt fólk byrjar að drekka áfengi hvort sem það heitir bjór, léttvín eða eitthvað annað. Það er því brýnt velferð- armál að fólk taki til endurskoðunar viðhorf sín til áfengis og finni til ábyrgðarkenndar í þeim efnum. Þeir sem í alvöru vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn áfeng- isbölinu og öðrum fíkniefnum gera það áhrifaríkast með því að sína gott fordæmi. Það væri því til mikils sóma fyrir forystumenn ríkis og sveitarfé- laga að verða hér öðrum til fyr- irmyndar og afnema vínveitingar á vegum hins opinbera. Búið er að koma á víðtæku banni gegn tóbaksreykingum en hvers vegna þarf annað að gilda um áfeng- ið, þetta hættulega eiturlyf, sem veldur margfalt meira tjóni en tóbakið og oft ólýsanlegu böli. Besta heilræðið „Eina öryggið gegn vanda áfengis er að neyta þess aldrei,“ sagði Egg- ert G. Þorsteinsson, fv. þingmaður og ráðherra, en hann var einn af frum- kvöðlum að stofnun SÁÁ. Þetta eru varnaðarorð, sem öllum foreldrum er hollt að gefa börnum sínum og eitt besta heilræði og veganesti sem hægt er að fá á lífsleiðinni. Bindindi er á meðal þeirra lykil- atriða, sem stuðla að hamingjusömu lífi eins og vitnisburðir þeirra, sem losnað hafa úr klóm Bakkusar sanna best. Aldrei skulum við gleyma ummæl- um hins heimsþekkta mannvinar, Al- berts Schweitzers, sem sagði: „Áfengið er mesti óvinur mannsins trúarlega og siðferðilega séð“. Þakkir til Styrmis Eftir Árna Gunnlaugsson Árni Gunnlaugsson » Bindindi er á meðal þeirra lykilatriða, sem stuðla að hamingjusömu lífi. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Það er mér og mínum flokki til mikilla von- brigða að ríkisstjórn og Alþingi hafi alls ekki tekið á aðsteðjandi hætt- um og vanda lands og þjóðar eins og efni standa til og þörf er á. Vandinn er margur en úrgreiðanlegur ef menn færu eins afgerandi að og Hægri-grænir mæla með. Má nefna dæmi þar um og þá t.d. enn og aftur skyn- semina í og aðferðina til þess að koma þúsundum þurfandi heimila aftur til lífs og þar með þátttöku í efnahagslíf- inu sem ekki mun verða með hinu fyr- irhugaða flugulíkissmælki án raun- leiðréttingar, aðferð sem ekki hefði sent kostnaðinn í óþarfa til fátækra, þ.e. ríkissjóðs og skattgreiðenda; um afnám verðtryggingarinnar sem ein- göngu viðheldur vandamálunum; um mikilvægi þess og hvernig ná megi fljótt til stórfjár þrotabúanna og aflandskrónueigenda og bægja yfirvofandi gjald- eyrisskorti frá, afnema gjaldeyrishöftin og ná stöðugleika. Það hefur a.m.k. ekki enn verið tekið tillit til hugmynda okkar þó að enginn hafi getað bent á villur í þeim eða komið með betur virkandi hugmyndir og því er sem er og vænt- anlega fer sem fer, því miður fyrir allt og alla. Hugmyndaskortur Fyrir utan það sem Hægri-grænir hafa bent á þá hefur gagnrýnin á stjórnina að mestu komið frá vinstri en stjórnarandstaðan hefur ekki sýnt sig vera með neitt og hvað þá prakt- ískar tillögur um hvað gera þurfi eða hvernig eigi að takast á við hin graf- alvarlegustu mál, en það má vissulega engan tíma missa vegna þeirra. Ég get í hreinskilni ekki annað en óttast um afdrif okkar á meðan hug- myndafátækt, getu- og þorleysi ríkir svo víða. Fugl í skógi Þeir sem telja að það að ganga í ESB muni leysa alla hluti hafa sem von er ekki getað rökstutt hvernig það leysti vandamálin og verkefnin sem ráða þarf strax til lykta eða þá yfirhöf- uð. Viðkomandi leyfa sér þannig að slá ryki í augu fólks og hoppa yfir nauð- synlegar aðgerðir og virðast ímynda sér að þeir séu komnir einhver ár fram í tímann og allt sé bara klárt. Þeir viðurkenna ekki heldur óvissuna og gallana sem fylgdu því að undir- gangast vald hins síbreytilega ESB sem við svo hefðum lítil áhrif á eða hvernig þróaðist. Það er því óábyrgt að tefla þeirri ofureinfölduðu blind- hugmynd fram til jafns við afgerandi og afar brýnar aðgerðaáætlanir eins og við Hægri-grænir stöndum að. Sjálfskipaðir talsmenn Með allri virðingu að öðru leyti þá er það svolítið pirrandi þegar maður eins og Benedikt Jóhannesson telur sig vera sérstakan talsmann hægri- manna og jafnvel eiga hugmynda- fræðina. Það er auðvitað út í hött en hann er talsmaður aðeins eins máls og hefur ekki upplýst í hverju hægri- stefna hans felst og stuðningsfólk hans verður að átta sig á að það að segjast vera til hægri er teygjanlegt og væntanlega verður það hjá honum. Hægri-grænir eru hins vegar með al- veg skýra hægristefnu, stefnu sjálf- stæðis og frelsishugsjóna, libertarian- isma, pragmaticisma og hófsama markaðshyggju og vilja hag alþýð- unnar sem mestan gegn ofríkisvaldi, forsjárhyggju, ógegnsæi og órétt- arríki auðvaldssérhagsmuna, margt sem viðgengst innan bandalagsins eina og við viljum ekki hér heima. Atvinnulífið og ESB Ísland þarf auðvitað að hafa vit á því að hlúa að allri atvinnustarfsemi, m.a. með einföldu og aðlaðandi laga- og regluverki, samkeppnishæfum sköttum og frjálsu umhverfi og ættu það að öðru jöfnu að vera aðalbaráttu- mál atvinnulífsins. Það er hins vegar ekki svo auðvelt að átta sig á því hvað vakir fyrir aðilum sem hóta núna að fara úr landi með starfsemi sína ein- göngu vegna fyrirhugaðrar stöðvunar viðræðna við ESB, því ekkert hefur breyst að öðru leyti og við erum enn innan EES sem fyrr. Ef það er evran sem menn sækjast sérstaklega eftir, þá er svo margt annað hægt að gera til þess að ná hér stöðugleika og það væri meira að segja mjög fljótgert ef menn opnuðu augu sín eins og marg- bent hefur verið á. Og enn og aftur þá er ESB og þannig fengin evra ekki handan við hornið jafnvel þótt menn vildu þangað inn strax á hvaða for- sendum sem væri eða verkast vildi. ESB er upplýst stærð eins og fyrir- bærið er núna, en sumir ætla sér að trúa því ekki og vilja halda viðræðum við það áfram og reyna að fá að kíkja í pakkann og svo eru enn aðrir, eins og t.d. Össur Skarphéðinsson, fyrrver- andi utanríkisráðherra, sem hafa bent á að það var í raun ESB sjálft sem stöðvaði viðræðurnar, annars vegar vegna ótta við viðbrögð Íslendinga vegna sjávarútvegsstefnu sambands- ins og hins vegar að það hafi viljað þvinga fram vilja sinn í makrílmálinu áður en lengra væri haldið. Kraftmiklar aðgerðir það sem þarf Það má auðvitað velta ESB áfram fyrir sér og er í sjálfu sér ágætt ef af öfgaleysi er að staðið og ef það byrgir mönnum ekki sýn. Gildir einu hvort einhver velvilji eða þá óskhyggja ráða för, en það er hið allra alvarlegasta mál ef menn ætla að flýja aðkallandi vandamálin með því að halda og vona að þetta reddist allt einhvern veginn einhvern tímann seinna. Það finnst mér vera mergurinn málsins eins og sakir standa. Skynsamlegra og afger- andi aðgerða er þörf núna sem fuglar í skógi munu ekki hjálpa mikið til við. Eftir Kjartan Örn Kjartansson » Það er því óábyrgt að tefla þeirri ofurein- földuðu blindhugmynd fram til jafns við afgerandi og afar brýnar aðgerða- áætlanir Hægri-grænna Kjartan Örn Kjartansson Höfundur er fyrrverandi forstjóri og varaformaður Hægri-grænna. Vandamál þjóðarinnar og ESB-umræðan MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Ert þú búin að prófa nýja súrdeigsbrauðið okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits, Heiðarbraut 40 Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi 29. apríl 2014 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits, vegna lóðarinnar Heiðarbraut 40, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að heimilt verði að breyta notkun hússins úr bókasafni í íbúðarhús. Einnig að byggt verði við húsið þannig að nýtingarhlutfall lóðar fari úr 0,40 í 0,87. Skilgreindur er nýr byggingarreitur á lóðinni. Byggt verður við húsið á tveimur stöðum. Alls verða í húsinu 26 íbúðir. Tillagan liggur frammi í þjónustuveri Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, frá og með föstudeginum 9. maí n.k. til og með 22. júní 2014 og á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18 eða á netfangið akranes@akranes.is í síðasta lagi 22. júní 2014. S K E S S U H O R N 20 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.