Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014
✝ Hjörtur Krist-jánsson fædd-
ist á Seyðisfirði 11.
september 1949.
Hann lést 26. apríl
2014.
Foreldrar Hjart-
ar voru Kristján
Þórðarson, f. 22.
maí 1917, d. 20. júlí
1993, og Sig-
urbjörg Ásgeirs-
dóttir húsmóðir, f.
23.8. 1909, d. 8.12. 1989. Al-
systkini Hjartar eru: Kristbjörg
Sesselja Kristjánsdóttir, f. 12.1.
1943, Gunna Sigríður Kristjáns-
dóttir, f. 30.6. 1944, Sveinn
Kristjánsson, f. 23.6. 1945, Sig-
urbjörn Kristjánsson, f. 6.7.
1951, Bergur Kristjánsson, f.
23.7. 1953, d. 15.3. 1958. Hálf-
systkini Hjartar eru: Sam-
mæðra, Sigurður Magnússon, f.
20.1. 1930, d. 18.4. 2003, Sig-
urborg Magnúsdóttir, f. 30.1.
Martha, f. 2001, og Hera, f.
2003. Eftirlifandi eiginkona
Hjartar er Anna Margrét Ein-
arsdóttir, f. 28. júlí 1961, for-
eldrar hennar eru Einar Krist-
inn Helgason, f. 27. janúar
1937, d. 28. ágúst 2004, og
Hulda Gísladóttir, f. 5. apríl
1941. Dætur þeirra eru 3) Birta,
f. 29. ágúst 1988, 4) Hulda, f. 18.
desember 1990, og 5) Klara, f.
7. september 1999. Sonur Hjart-
ar er Guðmundur Hjörtur Þor-
gerðarson, f. 26.11. 1995.
Hjörtur ólst upp á Seyðisfirði
og byrjaði þar verklegt nám í
vélvirkjun við Vélsmiðjuna.
Hann fluttist til Reykjavíkur og
kláraði bóklegt nám við Iðn-
skólann í Reykjavík. Eftir að
námi lauk fluttist hann til
Hvolsvallar og starfaði þar
meðal annars hjá Suðurverki
hf. 1981 flutti Hjörtur til
Reykjavíkur og starfaði um
tíma hjá Þýsk íslenska versl-
unarfélaginu og Gúmmivinnn-
ustofunni. Hjörtur hóf aftur
störf hjá Suðurverki hf og starf-
aði þar síðustu árin.
Útför Hjartar fer fram frá
Vídalínskirkju í dag, 9. maí
2014, og hefst athöfnin kl. 13.
1932, Hörður Magn-
ússon, f. 14.1. 1934,
d. 1.1. 1936; Magnús
Hörður Magnússon,
f. 27.6. 1935, d. 20.1.
2005. Knútur Heið-
berg Björgvinsson,
f. 6.1. 1940, Kjartan
Heiðberg Björg-
vinsson, f. 6.1. 1940,
Gestur Björg-
vinsson, f. 9.12.
1941 og Kristín Sig-
urðardóttir, f. 7.7. 1947. Fyrri
eiginkona Hjartar var Ingibjörg
Ottesen, f. 28.5. 1948, dætur
þeirra eru 1) Sigríður Hjart-
ardóttir Collington. f. 30.8. 1970,
d. 7.2. 2013, maki Ian Wayne
Collington, f. 26.3. 1964 Börn
þeirra eru Gabriela Bóel, f. 1998,
Oliver Thor, f. 2003, og Freyja
Ena, f. 2004, 2) Bóel, f. 6.11.
1971, maki Hjálmar Þor-
steinsson, f. 6.5. 1971. Börn
þeirra eru Hekla, f. 1994,
Elsku besti pabbi minn.
Þetta var ekki það sem þú
hafðir í huga, það veit ég. Al-
gjörlega ótímabært og svo mikið
eftir.
Allar góðu minningarnar birt-
ast mér og mig langar að segja
þér að þú varst minn eini besti
pabbi. Ljóslifandi stendur þú
fyrir mér heima í hlaðinu í Tjald-
hólunum. Sterkastur allra, dug-
legastur allra, aldrei hræddur,
aldrei kalt og tilbúinn að leyfa
okkur Sirrý að gera alls konar
skemmtilega hluti.
Við keyrðum Fergusoninn
standandi í heyskapnum forðum,
því við náðum ekki niður á
bremsuna og olíugjöfin var á.
Sirrý, kannski 9 ára, keyrði Ze-
torinn frá Strönd og heim í
Tjaldhólana.
Mamma fékk flog og þú sagð-
ir stoltur að hún hefði „bara“
farið einu sinni út af. Lánaðir
mér Skodann þegar þú skelltir
þér til Benidorm og ég var sex-
tán ára. Kannski ekki skrítið að
ég fór bara í þrjá ökutíma og sá
þriðji var sjálfur próftíminn.
Þú kenndir okkur Sirrý að við
gætum allt og varst alltaf stoltur
af okkur. Ekkert væri okkur
ómögulegt og þetta var ekkert
lítið gott veganesti, takk fyrir
það, pabbi minn.
Þú hefðir átt að sjá mig þegar
við Hjalli keyptum okkur hús í
Svíþjóð. Garðurinn fyrir framan
húsið var í mikilli órækt og allt
vaðandi í ljótum sígrænum
trjám sem ég gat ekki hugsað
mér að hafa fyrir mér. Skellti
mér því í búðina og keypti mér
keðjusög. Hefðir átt að sjá upp-
litið á grannanum á móti. Djöfull
hefðir þú orðið stoltur af mér þá.
Hjalli sagði líka þegar ég kom
inn, þú ert ekki dóttir hans
pabba þíns fyrir ekki neitt.
Samband okkar var allt of lít-
ið eftir að við Hjalli fluttum út til
Svíþjóðar. Þú að vinna á fjöllum
og mikið span alltaf á okkur þeg-
ar við vorum á klakanum. Ég
fann það samt alltaf þegar við
hittumst að ástin, stoltið og um-
hyggjan fyrir litlu stelpunni var
þarna og þú sagðir við mig
„mundu að pabbi elskar þig“. Því
vil ég segja við þig elsku pabbi,
„mundu að ég elska þig“.
Takk fyrir allt, elsku pabbi
minn, og passaðu Sirrý mína. Ég
skal hundur heita ef þið eruð
ekki einhvern andskotann að
bauka þarna uppi. Þín,
Bóel.
Mig langar að minnast
tengdaföður míns með nokkrum
orðum. Það er mér í ljósu minni
þegar við hittumst fyrst. Ég
hafði hitt dóttur hans á mennta-
skólaballi tveimur dögum áður.
Það var komið að því að sækja
hana og fara í bíltúr til að kanna
hvort hún væri jafn falleg að inn-
an sem að utan. Ég hringi bjöll-
unni stressaður og hraustlegur
maður rífur upp hurðina og seg-
ir „Blessaður, varst þú alinn upp
á tröllamjöli? Bóel, það er ein-
hver sláni að spyrja eftir þér!“
Bílferðin heppnaðist vel og mér
ljóst að hún var jafn falleg að
innan sem utan og síðan hafa lið-
ið 24 ár.
Það leið ekki langur tími
þangað til Bóel og ég fórum að
skapa okkur heimili með tilheyr-
andi druslubílaútgerð og saman-
safni af notuðum heimilistækj-
um.
Þá var gott að eiga Hjört að,
ekki bara til að gera við heldur
var honum annt um að kenna
mér að gera hlutina sjálfur. Þar
held ég að við höfum best hitt
hvor annan, báðir með þörf að
gera hlutina sjálfir.
Hjörtur var einn af þeim
mönnum sem hægt var að senda
hvert sem var með hamar og
skrúfjárn að vopni til að laga vél-
ar eða tæki. Hann var vinnusam-
ur fram úr hófi. Hann vildi sínu
fólki vel en var sjálfum sér oft
verstur. Lífið spilaðist þannig að
samtímis sem hann var afi var
hann að ala upp sín eigin börn á
svipuðum aldri og hans barna-
börn og við Bóel búsett erlendis.
Þegar við hittumst var þó alltaf
faðmlagið hlýtt og traust.
Ég kveð tengdaföður minn
með söknuði, vinsemd og virð-
ingu og votta mína dýpstu sam-
úð til Önnu Möggu og barna.
Hjálmar.
Sofðu vinur vært og rótt
verndi þig Drottinn góður
Dreymi þig vel á dimmri nótt
dýrð þíns Jesú bróður.
(ÞGS)
Á svipstundu hefur allt
breyst, vinur fallinn frá óvænt
og sviplega.
Það er átakanlegt þegar mað-
ur eins og Hjörtur, sem var full-
ur af krafti, heilsuhraustur,
missti aldrei dag úr vinnu með
stóra fjölskyldu og átti bjarta
framtíð, er skyndilega tekinn frá
okkur
Við kynntumst Hirti þegar
hann og Anna systir fóru að vera
saman. Þau keyptu sér fljótlega
íbúð á Háteigsvegi. Fjölskyldan
stækkaði fljótt, sólargeislarnir
Birta og Hulda bættust í dætra-
hópinn hans Hjartar.
Það var glatt á hjalla og mikil
barnagleði þegar fjölskyldan
kom saman á hátíðisdögum.
Hjörtur og Anna stækkuðu við
sig og fluttu inn í Goðatún þar
sem þau búa enn. Árið 1999 kom
svo ljósið í lífi þeirra allra þegar
Klara fæddist.
Hjörtur var rólegur að yfir-
bragði og afar þægilegur í öllu
viðmóti. Hann var einstaklega
bóngóður, maður hæfileikaríkur,
gat lagað allar vélar, smíðað
hvað sem þurfti, lagað rafmagn,
pípulagt og verk innan húss sem
utan léku í höndunum á honum.
Heimili þeirra Önnu ber vitni
um handlagni hans og allt gert
af vandvirkni. Hjörtur var oft
langtímum frá fjölskyldu sinni
við vinnu víðs vegar um landið.
Hann kvartaði ekki, var forkur
til vinnu, ósérhlífinn, áreiðanleg-
ur, krafðist einskis og var afar
nægjusamur. Hjörtur lifði fyrir
fjölskylduna sína, vann hörðum
höndum svo þau öll ættu gott líf
saman. Hann sá til þess að eng-
an skorti neitt. Útilegur, sum-
arbústaðaferðir og ferðalög voru
ríkur þáttur hjá þeim.
Við áttum því láni að fagna að
hafa Hjört, Önnu og fjölskyld-
una þeirra hérna hjá okkur 2008
í Cadillac. Við eigum góðar
minningar fá þeirri ferð sem ylja
okkur á þessum erfiðu tímum.
Við áttum líka yndislegar stund-
ir saman á sl. ári við fermingu
Klöru, ekki grunaði okkur að
það yrðu síðustu stundir okkar
með Hirti.
Það er stutt á milli lífs og
dauða, eftir erum við og fjöl-
skyldan harmi slegin yfir þess-
um mikla missi. Það er komið að
kveðjustund elsku Hjartar.
Þökkum við alla góðvild og vin-
áttu í hartnær 30 ár sem aldrei
bar skugga á og við þökkum
góða samfylgd.
Elsku Anna Magga okkar,
hugur okkar er með þér, Guð
gefi þér styrk og frið í hjarta.
Elsku Bóel, Birta, Hulda, Klara,
Guðmundur, Hjörtur, barna-
börn, tengdabörn, Guð blessi
ykkur á þessum erfiðu tímum,
geymið allar góðu minningarnar
um pabba og afa, hann lifir
áfram í ykkur öllum. Við vitum
að Sirrý tók vel á móti pabba
sínum og passar hann vel. Elsku
tengdamamma og Helgi, Guð
gefi ykkur styrk á þessari
stundu. Megi algóður Guð blessa
minninguna um góðan mann, vin
okkar Hjört. Hvíli hann í friði.
Vertu ekki grátinn við gröfina mína
góði, ég sef ekki þar.
Ég er í leikandi ljúfum vindum,
ég leiftra sem snjórinn á tindum.
Ég er haustsins regn sem fellur á fold
og fræið í hlýrri mold.
Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt,
ég er vængjatak fuglanna hljótt og
stillt.
Ég er árblik dags um óttubil
og alstirndur himinn að nóttu til.
Gráttu ekki við gröfina hér –
gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér.
(Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir)
Hinsta kveðja,
Lárus, Esther og Birkir.
Í dag kveðjum við fjölskyldan
góðan vin. Margar góðar stundir
höfum við átt saman, fjölskyld-
urnar. Vorum svo einstaklegar
heppnar, æskuvinkonurnar, að
mennirnir okkar smullu saman
við fyrstu kynni, og var það mik-
il blessun. Ekki var nú hávað-
anum fyrir að fara hjá honum
Hirti en stutt í grínið ef sá var
gállinn á honum. Þver gat hann
líka verið og stóð fast á sínu. Og
þessi setning kemur upp í huga
mér síðan þau Anna gistu hjá
okkur: „Þetta er bara búið að
vera meiriháttar.“
Elsku besta Anna mín, Birta,
Hulda Klara og fjölskyldan öll,
guð veri með ykkur á þessum
erfiða tíma.
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Gísli á Uppsölum)
Ykkar vinir,
Kristín, Pétur,
Tómas og Júlíus.
Hjörtur
Kristjánsson
HINSTA KVEÐJA
VSÓ Ráðgjöf, starfs-
menn og makar þeirra
minnast Hjartar með virð-
ingu og þökk fyrir löng og
ánægjuleg kynni gegnum
vinskap og virka þátttöku í
félagslífi okkar.
Önnu Margréti, vinnu-
félaga okkar, dætrum
þeirra og öðrum aðstand-
endum sendum við innileg-
ar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning
Hjartar Kristjánssonar.
Grímur Már Jónasson.
✝ Gestur Gunn-arsson fæddist
í Reykjavík 27.
febrúar 1942.
Hann lést á heimili
sínu, Flókagötu 8,
28. apríl 2014.
Foreldrar hans
voru Gunnar
Gestsson, f. í
Reykjavík 7. ágúst
1921, d. 11. mars
1989, og Rósa Þór-
unn Guðmundsdóttir, f. í
Reykjavík 13. janúar 1921, d.
5. nóvember 2002. Systur
Gests eru Guðrún Erla, f. 7.
október 1945, Katrín, f. 11.
maí 1951, og Auður, f. 8. októ-
Gestur ólst upp í Reykjavík
og bjó þar alla ævi, fyrir utan
námsdvöl í Stokkhólmi. Gestur
og Sigrún hófu sinn búskap
hjá foreldrum Gests í Skerja-
firði og fluttu síðan að Nönnu-
götu 8. Frá árinu 1996 bjuggu
þau á Flókagötu 8.
Gestur vann frá unga aldri
ýmis störf. Sem unglingur
stundaði hann sjómennsku,
lærði síðan pípulagnir og vann
með föður sínum við þær, síð-
an lærði hann tæknifræði í
Stokkhólmi. Gestur starfaði
lengst af sem tæknifræðingur,
en síðar aflaði hann sér
kennsluréttinda og lauk starfs-
ferlinum sem kennari við Iðn-
skólann í Hafnarfirði. Þrátt
fyrir að vera kominn á eft-
irlaunaaldur hélt Gestur áfram
vinnu að verkefnum sínum.
Útför Gests fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag, 9. maí
2014, og hefst athöfnin kl. 15.
ber 1961.
Eiginkona Gests
var Sigrún Ragn-
arsdóttir, f. 20.
mars 1948 í Flatey
á Skjálfanda, d.
30. mars 2010.
Dætur þeirra eru:
Ragna, f. 26. júní
1971 í Reykjavík,
og Eyrún, f. 28.
janúar 1983 í
Reykjavík. Sonur
Rögnu er Ásgeir Tómas Guð-
mundsson, f. 7. ágúst 1993 í
Reykjavík. Sonur Gests úr
fyrra sambandi er Gunnar,
fæddur 9. janúar 1968 í
Reykjavík.
Gestur Gunnarsson var leigu-
salinn minn á árunum 2011-2012.
Ég gleymi aldrei okkar fyrstu
kynnum, en þau áttu sér stað
þegar farið var að skoða leigu-
íbúðina á Flókagötu 8 sumarið
2011. Ég hringdi bjöllunni hans
og áður en ég vissi af heyrðist
eitthvert gól með afar skemmti-
legri raddbeitingu koma frá íbúð-
inni hans.
Ég hlustaði aðeins betur og þá
heyrðist í einhverjum segja stöð-
ugt: „Halló, halló, hver er það?
Halló.“ Dyrnar hjá honum opn-
uðust og fram steig Gestur Gunn-
arsson í öllu sínu veldi, glaður og
forvitinn um persónurnar sem
stóðu í dyragættinni hjá honum.
Á fyrstu 30 mínútum okkar
kynna tókst honum með ein-
hverjum hætti að ná að tala um
seinni heimsstyrjöldina, um 3-4
tegundir af orrustuþotum banda-
ríska hersins og vélbúnað þeirra,
bók sem hann gaf út með smá-
sögum og fyrri upplifunum, pípu-
lagnir og heimspekina á bak við
þær, um mótorhjól sem hann var
að fara að gera upp, sögur af
mönnum innan verkfræðinnar,
sem ég var að læra þá, sögu húss-
ins sem hann bjó í, ættartréð sitt
og annarra manna og endaði svo
á að gefa mér verkefni sem fólgið
var í að teikna upp nýja útfærslu
á baðhergi íbúðarinnar sem plan-
ið var að leigja. Þetta var án efa
einhver sérkennilegasti fundur
sem ég hafði átt í langan tíma og
Gestur að mínu mati einn sá
áhugaverðasti maður sem ég
hafði kynnst.
Við áttum mjög oft gott spjall
á ganginum, úti í garði eða inni í
stofunni hjá honum á þeim tíma
sem ég leigði þarna. Ég minnist
góðra tíma þegar við hellulögðum
skúrinn í garðinum hjá honum
sumarið 2012 og allra uppátækja
okkar þar.
Hann kenndi mér margt og
hafði áhuga á öllu. Eitt skiptið
ræddi hann um hugmynd að fyr-
irtæki sem hann langaði að skella
sér út í en til þess að hægt væri
að framkvæma hana þyrfti hann
bát. Nokkrum dögum síðar var
kominn bátur á bílaplanið, í
temmilega lélegu ásigkomulagi,
en það var allt í lagi, Gestur ætl-
aði bara að gera hann upp.
Gestur var sífellt eitthvað að
sýsla. Það leið ekki sá dagur að
maðurinn sæti kyrr. Ef hann var
ekki uppi á þaki að laga loftnetið,
mála þakið, inni í bílskúr að setja
saman mótorhjól, laga bílinn
sinn, dytta að garðinum, gera
upp stærðarinnar bát, setja sam-
an einhverjar vélar eða á fundum
niðri í bæ þá var hann í heim-
sóknum hér og þar. Hann var
hjartahlýr, skilningsríkur,
traustur, mikill dýravinur, ótrú-
lega minnugur, frumkvöðull, góð-
ur kennari, útsjónarsamur ásamt
því að vera alltaf tilbúinn með
sögur þegar þannig hittist á.
Ég leit ekki bara á Gest sem
leigusala eða nágranna á efri
hæðinni heldur var hann einnig
mikil fyrirmynd. Hann var góður
og traustur vinur sem fékk mann
alltaf til að líða vel. Það var alltaf
þægilegt að vita af nærveru hans
á efri hæðinni eða heyra í honum
sýsla inni í bílskúr. Ég mun
sakna hans ótrúlega mikið og
samræðnanna sem við áttum.
Ég votta fjölskyldu hans,
dætrum og systrum alla mína
samúð. Hvíl í friði kæri vinur.
Með kveðju,
Kristján Ari Úlfarsson.
Elsku Gestur móðurbróðir
okkar er látinn.
Frændinn sem er öllum börn-
um í fjölskyldunni eftirminnileg-
ur, sem maður hitti á ólíklegustu
stöðum og sagði manni skrítn-
ustu sögurnar. Mamma okkar á
góðar minningar um bróður sinn
úr æsku, það eigum við líka og
okkar börn.
Hann lagði sig sérstaklega
fram við að ná til barna og er okk-
ur minnisstæð koma hans í af-
mælið hans Óla sumarið sem In-
diana Jones-æðið gekk yfir. Þá
mætti Gestur í karakter sem In-
diana Jones, með kúrekahatt og
talaði ensku alla veisluna. Afmæl-
isbarnið og vinir hans voru him-
inlifandi yfir þessu skemmtiatriði
sem varð umtalað í hverfinu.
Strákarnir hans Adda, sem
hafa verið nágrannar Gests síð-
astliðin ár, hafa fengið að njóta
góðs af þessum ömmubróður sín-
um. Hann sýndi þeim einlægan
áhuga og kom þeim á óvart síð-
astliðið haust þegar hann mætti
með rafmagnsflugvél á tröppurn-
ar. Ekki alls fyrir löngu réð hann
Arngrím í vinnu við að færa bæk-
ur og fékk hann teiknimyndablöð
í staðin. Þennan frænda kunnu
bræðurnir vel að meta.
Það kom ekki fyrir að maður
hitti Gest nema hann hefði ein-
hverjar sögur að segja manni.
Sagði hann okkur þá stundum frá
forvitnilegum atburðum úr æsku
þeirra systkina sem systur hans
könnuðust oft ekkert við enda
virðist minni okkar hinna í fjöl-
skyldunni ekki hafa pláss fyrir
meira en brotabrot af því sem
Gestur mundi. Hann var algjör
uppspretta fróðleiks og megum
við vera þakklát fyrir það hvað
hann var duglegur að koma sög-
um sínum á prent en hann skrif-
aði m.a. bókina „Mis sannar sög-
ur“ og sendi inn greinar í blöð.
Gestur var sérstakur maður
og einstök persóna. Hann hafði
þann kost að koma til dyranna
eins og hann var klæddur. Maður
sem var 100 prósent hann sjálfur
og fór sínar eigin leiðir sem okk-
ur þykir aðdáunarverður eigin-
leiki. Megi minning hans kenna
okkur mikilvægi þess að vera við
sjálf og njóta okkar á eigin for-
sendum.
Við minnumst frænda okkar
með ást og virðingu. Dætrum
hans, systrum og vinum sendum
við innilegar samúðarkveðjur.
Arnar, Helga, Hulda og
Bryndís (Kötubörn).
Kveðja til vinar.
Ég lagði mig lúinn að kvöldi dags
á ljúfasta koddanum mínum.
En vissi þó varla að lífsins bags
nú veifaði fánanum sínum.
Ég svaf um kvöld en kvaddi um nótt
því kyrrðin var eitthvað svo fögur.
Ég sveif bara burt svo hratt og fljótt
og blessaði lífs míns sögur.
Ferðin var hafin svo björt og hrein
um heiðið ég leitaði fanga.
Ég vildi víst finna ættar grein
með vinum ég helst vil ganga.
Gestur
Gunnarsson