Morgunblaðið - 09.05.2014, Síða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014
✝ Gyðríður RósaJóhannsdóttir,
fæddist á Núpum í
Ölfusi 19. apríl
1928. Hún lést á
Landspítalanum
Fossvogi 1. maí
2014.
Foreldrar henn-
ar voru Jóhanna
Margrét Magn-
úsdóttir, f. 14. nóv-
ember 1889 á
Hörgslandi á Síðu, d. 27. desem-
ber 1975, og Jóhann Sigurðsson,
f. 7. desember 1886 á Breiðabóls-
stað á Síðu, d.14. febrúar 1935.
Systkini Gyðríðar eru: Ragn-
heiður, f. 1916, d. 1998. Helgi, f.
1918, d. 2002, Siggeir, f. 1920, d.
2005, Magnús Ingólfur, f. 1923,
Kalmar, f. 9. september 1976.
Sambýliskona hans er Helena
Friðþjófsdóttir, f. 29. maí 1978.
2) Lára Ósk, f. 19. júlí 1985. Sam-
býlismaður hennar er Esra Már
Arnbjörnsson, f. 25. mars 1982.
Barn Láru úr fyrra sambandi er
Heiðbjört Eydís Sveinbjörns-
dóttir, f. 14. ágúst 2006. Gyða,
eins og hún var alltaf kölluð, var
alin upp á barnmörgu sveita-
heimili á Núpum í Ölfusi. Gyða
fór frá bernskuheimili sínu 16
ára gömul, ásamt mágkonu
sinni, Jónu, í Húsmæðraskólann
á Ísafirði þar sem hún stundaði
nám. Seinna hélt hún til Reykja-
víkur og vann við veitingasölu í
Aðalstræti. Hún lærði einnig
fatasaum og starfaði heima við
þá iðju í mörg ár. Seinna fór hún
út á vinnumarkaðinn og starfaði
við hin ýmsu störf, síðast á Hótel
Borg.
Útför Gyðríðar fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík, í dag,
9. maí 2014, og hefst athöfnin kl.
13.
Gunnlaugur, f.
1924, d. 2010, Hjört-
ur Sigurður, f.
1925, d. 1985, Ingi-
gerður Svava, f.
1930, d. 1980, Lár-
us, f. 1931, d. 1937.
Bergur, f. 1923, var
uppalinn á Núpum
af Sigurveigu, syst-
ur Jóhönnu og Guð-
mundi, manni henn-
ar.
Gyðríður giftist 23. október
1948 Jóhanni Lúðvík Einarssyni,
f. 15. nóvember 1923 í Reykjavík,
d. 28. febrúar 1978. Þau eign-
uðust eina dóttur, Jóhönnu, f. 1.
nóvember 1956, maki Víðir Kal-
mar Arnórsson, f. 14. nóvember
1956. Börn þeirra eru 1) Lúðvík
Amma mín, vinur, félagi. Nú
hefur þú kvatt okkur og hafið
heimsreisuna sem þú ætlaðir þér
alltaf að fara í þegar þínir eigin
flughæfileikar gætu borið þig. Þú
varst höfðingi heim að sækja, full
af fróðleik og visku, gleði og ást,
hnyttni og hlátri. Þær eru ógleym-
anlegar stundirnar sem við áttum
saman, lesandi þjóðsögur Jóns
Árnasonar, horfandi á og ræðandi
um svæsnar draugamyndir, spila
rommí og búa til snjóbúðing sem
þú svo kenndir mér.
Það ilmaði oft af pönnukökum
hjá þér, sem þú hristir fram úr
erminni eins og ekkert væri, ég
dáðist ávallt að handbragði þínu
sem lærlingur og aðdáandi, þér
tókst að gera þetta að list, full-
komnun. Þú varst sannur lista-
maður, hógvær og sönn, hvort
sem það var í bakstri, hekli, eða
bróderuðum sængurfötum sem
hæfðu kóngafólki.
Þú varst sannur trúnaðarvinur,
með þína einlægu kímnigáfu og
yndislegu nánd. Ég mun ávallt
minnast þín með stolti og hlýju
þeirra ógleymanlegu stunda sem
ég átti með þér. Bless Gyða
amma.
Lúðvík Kalmar Víðisson.
Elsku amma. Nú hefur þú
fengið hvíldina kærkomnu og ég
veit að þér líður betur þar sem þú
ert núna. Móttökunefndin sem
beið þín hefur án efa verið stór og
endurfundirnir yndislegir.
Þegar ég hugsa til þín minnist
ég allra notalegu stundanna okkar
saman. Alltaf varstu boðin og búin
að koma á Hávallagötuna til þess
að passa mig, og aldrei gleymd-
irðu heklinu. Þeir voru nú ófáir
dúkkukjólarnir sem þú gerðir
handa mér, sem ég hef nú gefið
Heiðbjörtu Eydísi og halda þeir
áfram að vekja lukku, enda listi-
lega vel gerðir og fallegir.
Mér fannst það nú ekki leiðin-
legt þegar við fórum niður í bæ
saman í strætó, og þú varst alltaf
svo góð að fara með mér í Leikbæ
og gefa mér dót. Manstu hvað ég
var gjörn á að vilja alltaf eitthvað í
dýrari kantinum? Eftir bæjarferð
áttum við það til að fara á
Skeggjagötuna og fá okkur fiski-
bollur í dós eða pylsur með kart-
öflumús. En alltaf var besti mat-
urinn sem þú bauðst okkur
fjölskyldunni í hryggur og ux-
ahalasúpa með eggjum.
Það er svo skemmtileg tilhugs-
un hversu gaman þú hafðir alltaf
af draugamyndum og deili ég því
áhugamáli með þér. Alla tíð höfum
við getað horft á einhverja hroll-
vekju saman, eins og þegar við
fórum þrír ættliðirnir saman í bíó
á óhugnanlega mynd en þú kipptir
þér nú ekki mikið upp við að horfa
á hana. Alltaf jafn sterk.
Það skein af þér þakklætið,
elsku amma mín, þegar ég fór í
Góða hirðinn og keypti bækur
handa þér. Heilu bílfarmarnir
sem þú last á svo stuttum tíma að
það var lygilegt. Alltaf hafðir þú
áhyggjur af að ég væri að eyða
alltof miklum peningum í þig.
Yndislegu stundirnar sem við
áttum saman núna fyrir síðustu
jól mun ég alltaf geyma í hjartanu
mínu. Þær voru ómetanlegar og
ég er svo glöð að hafa átt svona
góðar stundir með þér áður en þú
varst orðin of veik. Ég með kross-
sauminn minn og þú að hekla fal-
lega rúmteppið handa mér sem þú
vannst að alveg fram á síðustu
stund þótt heilsan leyfði það varla.
Þú fórst þetta á hnefanum, amma
mín. Með hrútslátum, því þú ætl-
aðir þér að ná að klára það og auð-
vitað gerðirðu það.
Mér þykir óskaplega vænt um
þig, elsku amma, og ég vona svo
sannarlega að þú sért búin að
hitta Lúlla afa og alla þá sem þú
hefur þurft að kveðja í gegnum ár-
in. Ég trúi því að nú sért þú lögst í
ferðalög og að upplifa ævintýrin
sem þú gast ekki upplifað meðan
þú lifðir.
Hvíldu í friði, amma mín, ég
hlakka til að sjá þig þegar minn
tími kemur.
Þegar að stjörnurnar blika á himnum
finn ég bænirnar, sem þú baðst fyrir
mér.
Þegar morgunbirtan kyssir daginn,
finn ég kossana líka frá þér.
Þegar æskan spyr mig ráða,
man ég orðin sem þú sagðir mér.
Vegna alls þessa þerra ég tárin
því í hjarta mínu finn ég það,
að Guð hann þig amma mín geymir
á alheimsins besta stað.
Ótti minn er því enginn
er ég geng áfram lífsins leið.
Því með nestið sem amma mín gaf mér,
veit ég að gatan hún verður greið.
Og þegar sú stundin hún líður
að verki mínu er lokið hér.
Þá veit ég að amma mín bíður
og með Guði tekur við mér.
(Sigga Dúa).
Þín
Lára.
Gyða frænka kvaddi þetta jarð-
líf 1. maí sl. þrotin að líkamlegum
kröftum en lengst af með skýra
hugsun.
Hún hefur verið hluti af lífi okk-
ar frá því að við munum eftir okk-
ur. Móðir okkar og Gyða voru
mjög nánar systur þrátt fyrir tals-
verðan aldursmun og þó að önnur
væri búsett í sveit en hin í borg.
Minningar frá æskuárum koma
fram við fráfall hennar. Alltaf var
komið við hjá Gyðu og Lúlla þegar
farið var í bæinn. Það var tilhlökk-
unarefni því þar var glatt á hjalla
og vel tekið á móti okkur. Upp í
hugann koma líka allir fallegu
kjólarnir sem hún saumaði á okk-
ur þegar við vorum börn. Seinna
var farið með myndir af kjólum til
Gyðu og hún galdraði fram flotta
kjóla alveg eins og óskað var eftir.
Gyða fór ekki varhluta af öldu-
gangi lífsins en með viljastyrk og
dugnaði sigraðist hún á erfiðleik-
um en það var ekki í hennar anda
að kvarta. Á miðjum aldri varð
hún ekkja sem að sjálfsögðu
breytti hennar lífi og í mörg ár
barðist hún við hina ýmsu sjúk-
dóma. Þau Lúlli voru svo lánsöm
að eignast eina dóttur, Jóhönnu.
Gyða varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að eiga skjól hjá henni og
hennar góðu fjölskyldu í ellinni.
Það vildu líklega margir vera í
þeirri stöðu að eiga hús með dótt-
ur sinni og tengdasyni en halda
þrátt fyrir það sjálfstæði sínu í
séríbúð.
Þegar við hugsum um Gyðu
frænku kemur upp í hugann
væntumþykja, þrautseigja og
viljastyrkur. Ennfremur skýr
hugsun og snilldarhandbragð,
gilti þá einu hvort hún saumaði,
heklaði eða gerði aðra handa-
vinnu.
Það var alltaf gaman að tala við
Gyðu, hvort sem var í heimsókn-
um eða í síma, hún fylgdist vel
með þjóðmálum og hafði sterkar
skoðanir. Hún las mikið og hafði
yndi af því að fara í leikhús.
Á kveðjustund er okkur efst í
huga þakklæti fyrir áralanga vin-
áttu og væntumþykju. Blessuð sé
minning hennar. Jóhönnu og fjöl-
skyldu vottum við okkar dýpstu
samúð.
Jóhanna, Valgerður
og Svava.
Það er fallegur dagur við Bled-
vatn í Slóveníu. Ég sit í sólskininu
og virði fyrir mér hrífandi um-
hverfið sem engan lætur ósnort-
inn. Klukknahljómur frá litlu
kirkjunni við vatnið veitir frið-
sæld. Símtal að heiman færir mér
andlátsfregn Gyðu, föðursystur
minnar, og minningarnar streyma
fram. Minning um litla stúlku sem
leggur upp í sína fyrstu langferð á
eigin vegum. Ferðinni er heitið frá
Frakkastíg að Víðimel, til Gyðu
frænku. Strætó, leið 1 Njálsgata-
Gunnarsbraut, er farkosturinn.
Tilgangur ferðarinnar er að að-
stoða frænku við að pússa silfrið.
Ekki lítil áskorun það. Brosandi
stendur hún á stoppistöðinni þeg-
ar vagninn rennir að. Silfurskálin
skal pússuð fyrst og í hana setur
frænka konfekt sem við gæðum
okkur á. Fleiri myndir sækja að.
Skemmtileg stund í garðinum á
Víðimel, allir í sínu fínasta pússi
og myndir teknar. Sumardvöl í
bústað við Elliðavatn. Ferðir út í
buskann og austur fyrir fjall á
Volkswagen bjöllu Gyðu og Lúlla
að heimsækja ömmu á Núpum.
Smákökubakstur fyrir jólin í
Björnsbakaríi. Við börnin stand-
andi í glugganum og gæðum okk-
ur á marsípanjólasveinum um leið
og við horfum á jólasveinana sem
syngja og leika á skyggni Morg-
unblaðshússins.
Hlýja, glaðværð og gott skop-
skyn einkenndi Gyðu frænku.
Hún var áhugasöm um líf og líðan
ættingja og venslafólks og um-
gekkst unga sem aldna af virð-
ingu. Hún var listhneigð og skap-
andi. Kjólarnir sem hún töfraði
fram báru gott vitni um það. Hún
breytti auðveldlega hugmyndum
og draumi unglingsstúlkunnar um
klæðnað í veruleika, hvort heldur
sem fyrirmyndin var sótt til
franskra hefðarkvenna á 17. öld
eða í Twiggy-tísku sjöunda ára-
tugarins.
Líf Gyðu frænku var ekki alltaf
dans á rósum. Lúlli veiktist og féll
frá á besta aldri. Síðustu árin háði
hún baráttu við erfiða sjúkdóma
sem lögðust á líkama hennar, en
andlegri reisn hélt hún til hinsta
dags. Á þeim tíma naut hún ná-
lægðar og umhyggju Jóhönnu
einkadóttur sinnar og fjölskyldu
hennar.
Að leiðarlokum þakka ég Gyðu
frænku fyrir allt sem hún var mér.
Megi minningin um hana lifa.
Unnur V. Ingólfsdóttir.
Gyðríður Rósa
Jóhannsdóttir
✝ Sigurður IngviSteinbjörnsson
fæddist á Syðri-
Völlum í Húna-
þingi vestra þann
20. apríl 1937.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans í Foss-
vogi 30. apríl 2014.
Sigurður ólst
upp í foreldra-
húsum á Syðri-
Völlum. Foreldrar hans voru
Steinbjörn Jónsson, f. 1896, d.
1989, bóndi og söðlasmiður, og
kona hans, Elínborg Jón-
asdóttir, f. 1902, d. 1988. Systk-
ini Sigurðar eru Álfhildur, f.
1933, d. 2014, Samúel Ósvald, f.
1934, d. 2001 og Anna, f. 1936.
Fósturbræður Sigurðar eru
Steinbjörn Björnsson, f. 1929
og Pétur Haukur Guðmunds-
son, f. 1948. Sigurður hóf sam-
búð með Elínu Einarsdóttur, f.
31.12. 1952, árið 1975. For-
eldrar hennar eru Einar Þor-
steinsson, f. 1928
og Lilja A.K.
Schopka, f. 1930, d.
2007. Börn Sig-
urðar og Elínar
eru: Steinbjörn
Atli, f. 19.9. 1976
og Anna Lilja, f.
17.3. 1981, gift Ótt-
ari Hlíðari Jóns-
syni, f. 1972 og eru
börn þeirra Krist-
ófer Leó, f. 2009
og Kamilla Elín, f. 2013. Sig-
urður stundaði nám við Héraðs-
skólann á Reykjum í Hrútafirði.
Sigurður vann við ýmis tilfall-
andi störf, s.s. á ýtu og við
blikksmíði. Árið 1962 flutti Sig-
urður til Reykjavíkur. Í kring-
um 1970 hóf hann störf við
sölumennsku hjá Sambandi ís-
lenskra samvinnufélaga en
starfsævinni lauk hann sem ör-
yggisvörður á Vitatorgi.
Útför Sigurðar fer fram frá
Lindakirkju í dag, 9. maí 2014,
og hefst athöfnin kl. 15.
Elsku pabbi, aldrei hefði ég
trúað því að þú mundir kveðja
okkur að vori enda þinn árstími
að ganga í garð með hækkandi sól
og björtum sumarnóttum. Þú
naust þín best sitjandi út í garði í
sólstólnum með dagblaðið og
fréttirnar í útvarpinu. Ég vil
meina að nú sért þú farinn á vit
hins eilífa sumars samferða syst-
ur þinni.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Hvíldu í friði elsku pabbi og
takk fyrir allt sem þú hefur kennt
mér og gefið.
Anna Lilja.
Minn kæri tengdafaðir er lát-
inn. Hann hefur kvatt þessa jarð-
vist.
Mínar fyrstu minningar um
Sigurð tengjast pólitík og líka
þær síðustu. Hann fór yfirleitt á
flug þegar talið barst að stjórn-
málum og öðru sem áhuga hans
vakti. Hann var skoðanafastur og
gat talað tæpitungulaust ef hon-
um þótti það þurfa.
Hann unni sólinni og minnist
maður hans ávallt úti í garði þeg-
ar vora tók. Hann hafði mikinn
áhuga á gömlum munum og skil-
ur eftir sig stórt safn gamalla
vasaúra sem setja svip á stofuna.
Sigurður var tilbúinn að kveðja
og nýtur án nokkurs vafa hvíld-
arinnar eftir erfið og löng veik-
indi. Hann er kominn á fund syst-
ur sinnar sem var jörðuð sama
dag og hann kvaddi þennan heim.
Hvíldu í friði.
Óttarr Hlíðar Jónsson.
Ég kynntist Sigga þegar hann
fór að vera með stóru systur
minni henni Ellu. Allt frá því ég
kynntist honum fyrst hefur hann
verið ákaflega rólegur og traust-
ur maður. Það kom mér því á
óvart að systir mín, fjörkálfurinn
og félagsveran sem hún er, skyldi
dragast að svona rólyndum
manni, sem var að auki töluvert
eldri en hún. Á þessum tíma var
Siggi sölumaður vefnaðarvara
hjá Sambandinu. Hann ferðaðist
á milli kaupfélaganna um land allt
og greinilegt var að kúnnarnir
báru mikið traust til Sigga. Systir
mín var viss um hvað hún vildi og
fóru þau fljótlega að búa, fyrst á
Hringbrautinni, þar sem Siggi
átti íbúð, en stækkuðu fljótlega
við sig og fluttu á í Eyjabakkann.
Þar fæddist frumburðurinn,
Steinbjörn Atli, á áttræðisafmæli
afa síns og nafna. Steinbjörn var
fyrsta barnabarn foreldra minna
og mikið uppáhald, sérstaklega
hjá mér og ömmu sinni. Siggi og
Ella keyptu fokhelt raðhús í Fífu-
selinu sem þau fluttu í 1980. Þau
komu sér vel fyrir í húsinu og þar
fæddist einkadóttirin, Anna Lilja.
Eftir að Anna Lilja fæddist var
Ella dagmamma um nokkurra
ára skeið, en Siggi vann áfram hjá
Sambandinu alveg þar til það fór
á hausinn 1992. Þá stofnaði Siggi
fyrirtæki með nokkrum öðrum og
hélt áfram sölumennsku á fatn-
aði. Þá kom orðspor hans frá
Sambandinu sér vel. Síðar seldi
Siggi hlut sinn í heildsölunni og
starfaði sem öryggisvörður hjá
Reykjavíkurborg í húsnæði eldri
borgara á Vitatorgi. Þar vann
hann í mörg ár, var vel liðinn og
þekktur fyrir ljúfmennsku. Siggi
og Ella fluttu sig um set, úr Selja-
hverfinu í Mosgerði 2, árið 1999.
Og nú var mjög stutt á milli okkar
fjölskyldna þar sem við Mási og
okkar börn fluttum í næstu götu
þremur árum áður. Daglegur
samgangur var á milli heimilanna
og mikil samvera. Siggi var mikill
dýravinur og voru yfirleitt kettir
á heimilinu. Hundurinn Nökkvi
var hjá þeim um nokkurra ára
skeið og voru þeir Siggi miklir fé-
lagar. Oft var álitamál hvort það
væri Siggi sem viðraði Nökkva
eða öfugt, sérstaklega eftir að
heilsan fór að bila hjá Sigga.
Nökkvi dó óvænt úr hjartabilun
sumarið 2011 og var sárt saknað,
sérstaklega af Sigga. Siggi átti
sér nokkrar ástríður og var ein
þeirra tímamælar. Á heimilinu
voru klukkur um allt og að auki
átti Siggi álitlegt safn af gömlum
vasaúrum. Allt sem var gamalt og
gott höfðaði til hans og hann hafði
mikinn áhuga á antík. Önnur
ástríða var veður og veðurspár en
hann átti veðurathugunarstöðvar
og fylgdist grannt með veðri og
veðrabrigðum. Síðan var það
þjóðmálaumræða og pólitík, en
þar var ekki komið að tómum kof-
unum hjá Sigga. Hann var dreif-
býlismaður að upplagi og alla tíð
trúr þeim uppruna. Hann aðhyllt-
ist því eðlilega stjórnmálaskoðan-
ir sem studdu við landsbyggðina.
Oft voru heitar umræður og Siggi
hélt sínum skoðunum fram af
festu og einurð. Í slíkum um-
ræðum komu fram nokkrir af
þeim eiginleikum sem einkenndu
Sigga svo sem ákveðni, tryggð og
rökfesta. Fyrst og fremst var
Siggi samt í mínum huga góður
heimilisfaðir. Þannig munum við
minnast Sigga.
Halla Einarsdóttir.
Það er með miklum trega sem
ég kveð frænda minn og vin, Sig-
urð Yngva Steinbjörnsson, sem
lést á gjörgæsludeild Landspítal-
ans eftir bráð veikindi. Það er
óhætt að segja að það sé stutt
stórra högga á milli í okkar litla
frændgarði, en aðeins hálfur
mánuður varð á milli þeirra
systkinanna frá Syðri-Völlum,
Öllu og Sigga, þess elsta og
yngsta í systkinahópnum.
Líf okkar Sigga var samofið, í
uppvexti mínum bjuggum við í
sama hverfi og var mikill sam-
gangur milli Sigga og Ellu í Fífu-
selinu og Lækjarselsins þar sem
við fjölskyldan bjuggum ásamt
Steinbirni afa og Elínborgu
ömmu. Siggi var bráðmyndarleg-
ur maður, hár og grannur. Hann
las mikið, hafði áhuga á gamalli
tíð, íslenskri sögu og sagnahefð
og lét sig varða mitt starf, forn-
leifafræðina. Aðeins rétt rúmlega
fimmtugur fékk hann heilaáfall
og gekk upp frá því haltur en lét
það ekki á sig fá. Siggi var prívat
persóna og bar ekki tilfinningar
sínar á torg en um leið með við-
kvæma lund. Það hefur ávallt ver-
ið sérdeilis notalegt að koma til
Sigga og Ellu, og í Mosgerðinu
höfðu þau búið sér fallegt og hlý-
legt heimili. Hann var og
skemmtilegur félagi, gat haft
sterkar skoðanir í góðra vina hópi
og kunni þrætubók vel líkt og
gengnir húnvetnskir frændur
okkar. Undanfarin ár hafði heilsu
hans hrakað en hann bar sig vel
og ekki átti maður von á þegar
hann lagðist inn á spítalann þann
15. apríl að hann ætti ekki aftur-
kvæmt. Minningin um góðan
mann lifir.
Kæra Ella, Steinbjörn, Anna
Lilja og fjölskylda, innilegar sam-
úðarkveðjur.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið,
og þín er liðin æviönn,
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
Svo vinur kæri vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín geta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ók.)
Guðrún Alda Gísladóttir
Sigurður
Steinbjörnsson