Morgunblaðið - 09.05.2014, Síða 32

Morgunblaðið - 09.05.2014, Síða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014 ✝ Stefanía ÓlöfMagnúsdóttir fæddist í Ólafsfirði 25. janúar 1917. Hún lést á Sóltúni 30. apríl 2014. Foreldrar Lóu eins og hún var kölluð voru Guðrún Jóna Ólafsdóttir og Magnús Grímur Ólafsson. Fóstur- foreldrar hennar voru Marsibil Ólafsdóttir og Kristinn Þorsteinsson. Fóst- ursystir Lóu var Ólöf Krist- insdóttir og alsystkin Ingólfur, Sigríður Kristín, Pálína, Magn- ea, Steingrímur, Gunnlaugur og Margrét, sem öll eru látin. Hinn 18. desember 1937 gift- ist Lóa Gunnari Jósefssyni, f. 9. maí 1909, d. 13. okt. 1984, frá Atlastöðum í Fljótavík. Þau eignuðust sex börn og tóku að 5) Bryndís Gunnarsdóttir, maki Reynir Guðmundsson, þau eiga þrjú börn; Stefaníu Ólöfu, Hall- dór Albert og Thelmu Lind. 6) Gunnlaug Kristín Gunn- arsdóttir, maki Páll Brynjar Arason, þau eiga tvö börn; Bryndísi Ósk og Ragnar Franz. 7) Elín Halla Gunnarsdóttir sem lést 5 ág. 1990, 29 ára gömul, maki Sæmundur Sigurðsson. Elín átti einn son, Elías Inga Árnason, af fyrri sambúð. Barnsfaðir hennar er Árni Páls- son. Lóa var uppalin í Ólafsfirði og á Siglufirði, þar vann hún m.a. í síldinni. Þar byrjuðu þau Gunnar búskap, svo fluttu þau til Akureyrar. Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur vann hún ýmis störf, svo sem í Ísbirn- inum, Flugeldhúsinu o.fl. Lóa var alla tíð virkur skáti, á efri árum í St. Georgs-gildi. Stefanía (eins og hún var kölluð af þeim sem önnuðust hana) dvaldi á Dvalarheimilinu Felli í Skipholti síðustu árin. Útför Stefaníu Ólafar fer fram frá Neskirkju í dag, 9. maí 2014, og hefst athöfnin kl. 13. sér systurdóttur Lóu, þá sex ára gamla. Börn Lóu eru: 1) Sigríður Kristín Árnadóttir, maki Skjöldur Stef- ánsson, d. 2008. Skjöldur átti son sem er látinn. Sam- an áttu þau fjögur börn; Pálínu Hrönn, Stefán, Árna Óttar og Skjöld Orra. 2) Kristinn Gunn- arsson, maki Svava Ágústs- dóttir, þau eiga þrjú börn; Ás- laugu, Gunnar Hauk og Kristínu Rut. 3) Margrét Gunn- arsdóttir, maki Þorlákur Bax- ter, þau eiga þrjú börn; Katr- ínu, Arnar Þór og Sigríði Björk. 4) Jón Magnús Gunnarsson, maki Elín Þóra Magnúsdóttir, þau eiga þrjú börn; Magnús Hrafn, Gunnar Atla og Lindu. Elsku mamma mín. Ég sit hér í sófanum og er að hugsa til þín, ég ákvað að ná mér í blað og penna og skrifa niður það sem ég hugsa. Ég man þegar ég flutti til Reykja- víkur 1984 frá Ísafirði hvað það var gott að koma á Hörpugötuna, tölum ekki um að fá að sitja úti í garði með kaffi og tala saman í sól- inni. Við vorum báðar sólardýrk- endur, alltaf kaffibrúnar og sætar. Við vorum miklar vinkonur, þú varst svo góður hlustandi. Ég man líka þegar þú varst að klippa gras- ið meðfram stéttinni og runnun- um með venjulegum skærum. Þú varst ótrúleg. Þú áttir sex börn og eitt fósturbarn og mörg ömmu- börn. Þú varst alltaf jöfn við alla, yndislega góð. Þessum hópi þín- um þótti öllum jafn vænt ömmu Lóu. Það verður skrýtinn tími fram- undan hjá mér. Frá því þú fórst á Dvalarheimilið Fell hef ég nánast farið til þín á hverjum degi. Þegar þú varst flutt á Landspítalann hljóp ég á milli 1. og 3. hæðar þeg- ar Guðrún vinkona mín lá á krabbameinsdeildinni. Já, þú tal- aðir mikið um að þetta væri svo óréttlátt, ung kona, 56 ára, tekin frá góðum manni og börnum. Síðan fórst þú á Vífilsstaði, varst þar í tvo mánuði. Þar var yndislegt fólk sem hugsaði vel um þig, á það þakkir skildar fyrir. 27. apríl varstu flutt á Sóltún. Við vor- um búin að gera herbergið þitt fal- legt, þú varst svo glöð þegar þú sást myndirnar af mömmu þinni og Ingólfi bróður þínum, já og af honum pabba mínum. Sóltún er fallegur staður, eins og Halldór minn sagði, það var gott að amma fékk að kveðja á svona björtum og fallegum stað. Elsku mamma, ég sakna þín, þú munt alltaf vera í hjarta mínu, ég veit að þú ert búin að hitta pabba, Ellu systur, Kidda súkku- laðiafa og mömmu þína og pabba. Ég kveð þig með söknuði, elsku mamma mín. Nú græt ég en það eru gleðitár, því ég veit að þér líð- ur vel núna. Þúsund kossar til þín, elsku mamma. Þín dóttir, Bryndís. Elsku mamma. Mikið verður nú skrítið að hafa þig ekki hér hjá okkur. Þú sem hefur verið kletturinn í lífi okkar í öll þessi ár. Ég man þegar ég var krakki, þá saumaðir þú alltaf sparikjólana og fleira á okkur systurnar. Og alltaf voru minnst tveir eins, fyrst vorum við Bryndís eins, svo við Ella. Svo man ég líka að þegar við vorum að ferðast þá voruð þið pabbi mjög dugleg að tala um hvar við værum og hvað fjöllin í kring um okkur hétu. Enda fannst mér alltaf skemmti- legast í landafræði af því að þar hafði ég einhvern smá grunn. Það var líka alltaf gott að vita til þess að mamma var alltaf heima þegar á þurfti að halda. Og svo að með ótrúlegri þrautseigju tókst þér alltaf að koma mér fram úr rúminu á morgnana og hafragraut skyldi ég borða áður en ég fór í skólann. Ég veit að þetta var ekki alltaf auðvelt. Þú misstir mikið þegar pabbi dó 75 ára eftir stutt veikindi. En það yljaði mér alltaf að hann hélt svo grand uppá síðasta afmælis- daginn sinn með þér. Sagði þér að ná þér í náttkjól og tannbursta og svo fór hann með þig út í óvissuna og enginn vissi hvert. Eitt af stóru áföllunum í lífi okkar varð þegar Ella systir dó í bílslysi, þá ný flutt til Svíþjóðar, aðeins 29 ára gömul. Þetta var mikil sorg þar sem ekki einungis hún lést heldur líka mágur hennar og svilkona og sænsk hjón. En Ella skildi eftir sig þá sex ára sólargeisla, hann Elías Inga, sem þú umvafðir allan hringinn og hann þig líka. Hann vildi helst allt- af vera hjá þér á Hörpó. Svo varstu honum Sæma líka ómetan- lega góð. Það er nú ekki langt síðan að þú, komin yfir nírætt, sást algjör- lega um þig sjálf. Varst úti í garði að slá blettinn þinn og hugsa um fallegu blómin þín. Enda elskaðir þú að vera úti í sólinni. Þér fannst líka mjög gaman að fylgjast með handbolta, misstir helst ekki af leikjum sem voru sýndir í sjón- varpinu. Einnig fannst þér gott að fara í kirkju, síðustu árin kom jafnvel rúta og sótti þig inn á plan. Og ekki má gleyma skátunum, þar varstu virkur St’Georsskáti síð- ustu áratugina. En svo kom að því að þú gast þetta ekki lengur, heilsan brast. Þá fluttir þú á Dvalarheimilið Fell í Skipholtinu. Þar leið þér mjög vel, enda ekki annað hægt, starfs- fólkið þar var alveg frábært og vildi allt fyrir þig gera og okkur líka. Vil ég þakka þeim sérstak- lega vel fyrir allt. Síðustu vikurnar hefur verið stjanað við þig á Vífilstöðum og þar fannst þér líka gott að vera. Loks fékkstu inni á Sóltúni, en fékkst ekkert að njóta þín þar því miður. Langar mig að þakka starfsfólkinu þar fyrir góða um- mönnun. Þín verðu sárt saknað elsku mamma, af öllum. Ég kveð þig eins og við kvöddumst alltaf. Bið að heilsa öllum heilögum og hinum líka. Og spyr svo, er það einhver til- viljun að þú ert jörðuð á 105 ára afmælisdegi pabba ? Og hann sem er búinn að bíða þín í tæp 30 ár. Kveðja, Gunnlaug og Páll. Elsku amma mín. Það er mér svo dýrmætt að hafa fengið að vera hjá þér og halda í höndina þína þegar þú kvaddir þetta líf. Það var stund sem mér þykir ótrúlega vænt um að hafa fengið að upplifa. Ég sakna þín samt svo mikið en þú varst tilbúin og tíminn var kom- inn. Alla daga erum við að skapa minningar fyrir framtíðina og þær eru ljúfar minningarnar sem ég á um þig, elsku amma mín. Sem barn bjó ég úti á landi en það var fastur liður að koma í bæinn tvisv- ar á ári til að heimsækja ömmurn- ar og afana. Það var einhver æv- intýraljómi yfir því að koma á Hörpugötuna til ykkar afa. Til er mynd af okkur tveimur þar sem við erum saman úti í garði á ní- unni, ég í stígvélum og þú með svuntuna þína, nýbúnar að taka upp kartöflur. Þá var ég nú ekki há í loftinu en alltaf fékk ég að taka þátt í því sem þurfti að gera og það var alltaf verið að stússa eitthvað. Þegar ég varð eldri fór ég í sendiferðir fyrir þig með miða og pening yfir holtið sem nú er horfið, út í Raggabúð. Mér fannst líka skemmtilegt að fá að hjálpa til við að bera út Moggann og ganga í hús og rukka en þann starfa hafðir þú í fjölda ára. Húsið sjálft á Hörpugötunni var líka mjög spennandi og risastórt í minning- unni. Já, það var gaman að vera hjá ömmu og afa í Litla-Skerjó á þessum árum og gott ef það var ekki alltaf sól. Mestum tíma vörðum við samt saman hin síðari ár og þá kynntist ég ömmu Lóu á nýjan hátt. Ljúf- mennska, hlýja, fordómaleysi og hógværð einkenndu hana og hennar samskipti við aðra. Hún var stálminnug og vel með á nót- unum, kankvís og alltaf til í gott spjall. Hún gerði gott úr öllu og kvartaði aldrei þrátt fyrir að lífið hafi ekki alltaf verið henni auðvelt. Aðeins 5 ára gömul missti hún föð- ur sinn og þá þurfti móðir hennar að senda frá sér elstu börnin í fóst- ur. Amma var send ásamt Stein- grími bróður sínum frá Ólafsfirði til systkina móður sinnar á Siglu- firði þar sem þau ólust upp. Á þessum tíma var þetta raunveru- leiki margra en óbærilegt til þess að hugsa samt sem áður og minn- ingin um þennan aðskilnað nísti hjarta ömmu alla tíð. Það eru rétt 4 ár síðan ég fékk þá ósk mína uppfyllta að færa ömmu gleðifréttir. Við Stefán Óli komum til hennar einn sólskins- dag og eitthvað hefur sú gamla haft á tilfinningunni því hún sagði um leið og við vorum búin að heilsa henni: „Jæja, á að fara að fjölga?“ Það stóð heima og viku fyrir 94 ára afmælisdaginn hennar fæddist Svavar Óli. Hann kynntist langömmu sinni vel því á göngu- ferðum okkar komum við gjarnan við hjá henni og hún fylgdist með honum dafna og þroskast. Þarna varð til gagnkvæm vinátta, barnið skynjaði hlýjuna frá henni og gaf hlýju til baka og ég er ekki í vafa um að hann muni búa að þessu, líkt og aðrir sem kynntust ömmu Lóu. Elsku hjartans amma mín, ég þakka fyrir allan þann tíma sem við fengum að hafa þig hér og hugsa með mikilli væntumþykju til þín. Við fjölskyldan sendum þér fallegar hugsanir og gleðjumst yf- ir að þú ert nú komin á friðsælan stað, sameinuð fólkinu þínu þar. Að lokum: „Ég bið að heilsa öll- um heilögum.“ Þín Áslaug. Elsku amma mín. Ef ég ætti að lýsa þér í einu orði mundi ég finna það allra fallegasta í heiminum. Ég hef sjaldan kynnst manneskju með eins stórt hjarta og þú amma mín. Ég hef stundum fengið að heyra það að ég sé með stórt hjarta og ég veit alveg hvaðan ég hef það. Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur þegar við komum í heimsókn til þín á Hörpugötuna, alltaf tilbúin með eitthvað gotterí til þess að bera fram. Ég mun allt- af muna eftir mjólkinni með hand- fanginu bláa, mér fannst það alltaf svo flott og Reykjavíkurlegt því mjólkurfernurnar voru öðruvísi í Reykjavík en á Ísafirði. Eftir að þú fórst á hjúkrunarheimilið breyttist þetta ekkert. Þú áttir alltaf kex eða súkkulaði til þess að gefa okkur Einari þegar við kom- um til þín. Ég er svo þakklát og glöð að hafa komið til þín á Vífils- staði þegar ég var í Reykjavík í starfsnámi á sjúkrabílnum í mars. Það skiptir mig miklu máli að hafa gefið mér tíma í að heimsækja þig sem oftast og gefa þér koss og knús. Þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu, elsku amma mín. Ég elska þig. Fósturlandsins Freyja, fagra vanadís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís. Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. (Matt. Joch.) Þín, Ingibjörg Elín. Elsku amma Lóa. Síðustu daga hef ég verið að hugsa um allar minningarnar sem ég á um þig, Hörpó, fallega garðinn þinn, gönguferðir um litla Skerjó og all- ar stundir sem við áttum saman. Ég er þakklát fyrir öll árin sem ég fékk að hafa þig, það eru ekki allir svo heppnir að fá að eiga ömmu í 35 ár. Er ég horfði á und- ankeppni Eurovision í kvöld varð mér hugsað til þess þegar Ísland keppti í fyrsta sinn. Ég fékk að gista hjá ömmu Lóu. Við horfðum á keppnina, spjölluðum saman og bárum út Morgunblaðið. Takk fyrir alla ullarsokkana, ég á ennþá nokkur pör sem eru spari. Þegar ég eignaðist frumburð- inn minn kom nafnið hennar ömmu oft upp í hugann, úr varð að litla skvísan fékk nafnið Kristín Lóa. Það nafn ber hún vel og er stolt af því að heita eftir tveim langömmum. Þú kvaddir þennan heim 97 ára gömul, dagurinn sem þú varst bú- in að bíða eftir svo lengi kom loks- ins. Þú valdir fallegan og sólbjart- an dag. Þó að skýjahula hafi komið yfir minninguna við fréttina af frá- falli þínu þá var dagurinn bjartur og fagur, eins og þú varst alltaf. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Ég veit að þú ert komin á góðan stað, komin til afa Gunnars, Ellu frænku og allra hinna sem fóru á undan þér. Ég bið að heilsa. Þín Bryndís Ósk. Nú er gengin á vit feðra sinna hún amma mín, 97 ára, eftir, að ég best veit, farsæla ævi. Ekki er sjálfgefið að eiga ömmu á lífi þegar maður er kominn á sextugsaldurinn. Ég á margar góðar minningar frá Hörpugöt- unni í æsku, og sumar sitja fast í minninu. Amma var oft í garðin- um, að huga að rabarbaranum og fleira, eitt sinn, þegar ég var um 8 ára aldurinn, þá beið ég eftir að amma færi inn í hús að hafa til kaffi, þá gerðist ég fingralangur og stal mér rabarbara en gætti ekki að mér því sú gamla var í eld- húsinu og sá til mín, amma vildi fá að vita hví ég hefði ekki spurt um leyfi? Ég var snöggur til svars og sagði henni að rabarbarinn væri betri ef maður stælist í hann. Hún minnti mig oft á þetta ef við sáum rabarbara tilsýndar, að þarna væri nú góður rabarbari. Þegar ég var um tvítugt þá minnti hún mig á þetta og sagði mér að einlægni og heiðarleiki væri besti kostur í fari hvers manns. Árið 1979 var ég staddur í Reykjavík, þá segir amma við mig að við tvö skyldum fara á veitinga- hús, því þar væri hægt að fá ým- islegt sniðugt, við fórum á stað Stefanía Ólöf Magnúsdóttir Tengdafaðir minn, Magnús Guð- mundsson flug- stjóri, hefur kvatt þennan heim saddur lífdaga á 98. aldursári, eftir stutt veikindi. Að honum gengnum er viðburðarík- um sögukafla lokið í flugsögu Ís- lands. Magnús var sá níundi til að fá flugmannsskírteini á Íslandi. Lærði rafvirkjun á Akureyri og kynntist þar ævilöngum vini sín- um, Jóhannesi Snorrasyni, síðar flugstjóra. Fengu þeir flugbakt- eríuna á Melgerðismelum þar nyrðra og voru svo uppnumdir af háloftunum, að þeir klifu eitt sinn stillansana utan á Akureyrar- kirkju, sem þá var í byggingu, og stóðu á höndum hvor á sínum kirkjuturninum. Þeir félagar, að ógleymdum Smára Karlssyni flugstjóra, öðr- um stórvini Magnúsar, lærðu flug í Kanada á tímum seinni heims- styrjaldarinnar. Heimkomnir voru þeir við stjórnvölinn á öllum flugvélum Flugfélags Íslands, Loftleiða og Flugleiða, frá eins- hreyfils smávélum með kompási til stærstu og fullkomnustu far- Magnús Guðmundsson ✝ Magnús Guð-mundsson fæddist 9. ágúst 1916. Hann lést 27. apríl 2014. Útför Magnúsar fór fram frá Bústaðakirkju 5. maí 2014. þegaþotna landsins, með öllum nútíma- flugleiðsögubúnaði. Þeir upplifðu og tóku fullan þátt í stórkostlegustu byltingu í sam- göngumáta heims- ins sem nokkurn tíma hefur átt sér stað. Magnús upplifði líka það sem fáum fljúgandi auðnast, að lifa af hrika- legt flugslys á stórri millilanda- flugvél. Það var þegar Geysir, DC-4 Skymasterflugvél Loftleiða fórst á Vatnajökli árið 1950. Það var erfið reynsla, sem Magnús ræddi ekki að fyrra bragði. Það var viðtekin venja þess tíma að bera tilfinningar sínar ekki á torg og það gerði Magnús heldur ekki. Magnús fæddist og ólst upp á Ísafirði, en hleypti heimdragan- um snemma. Eldri Ísfirðingar þekkja hann sem Madda Unu, eða Madda á Heklunni, að gömlum ís- firskum sið. Fjöldi fána við hálfa stöng á Ísafirði, þegar andlát hans fréttist, sýna þó, að saga hans og arfleifð er ennþá vel þekkt vestra. Ég kynntist Madda ekki fyrr en fyrir 12 árum þegar ég tældi dóttur hans, Unu Þóru, til lang- dvalar á Ísafirði. Þó hafði ég þekkt til hans og fjölskyldu hans alla mína tíð og kynntist foreldr- um hans ungur. Gunnlaugur bróðir hans var besti vinur föður míns og hafa alltaf verið miklir kærleikar milli fjölskyldna okkar. Agnete, tengdamóðir mín, var bekkjarsystir pabba. Ég fann það því að mér var strax vel tekið af tengdafjölskyldunni og fyrir það er ég þakklátur. Maddi var dagfarsprúður og rólyndur maður, sem barst ekki á og hafði ekki hátt um menn og málefni. Starfsævi hans var far- sæl og hann var afar vel liðinn af samstarfsfólki sínu á löngum ferli. Honum varð sjaldan misdægurt og þurfti aðeins tvisvar á ævinni að leggjast inn á spítala. Hann eignaðist góðan lífsförunaut og hefur getað fylgt og stutt börn þeirra og barnabörn til fullorðins- ára. Það er mikil gæfa í lífinu. Ég flyt Agnete og fjölskyldu og einnig Braga, elsta syni Madda, samúðarkveðjur foreldra minna og systkina. Ég þakka Madda stutta og ánægjulega samfylgd og elskulegheit í minn garð og kveð hann með söknuði. Hörður Högnason. Elsku afi það er erfitt að sætta sig við að þú sért farinn frá okkur. Okkur finnst eitthvað svo stutt síðan þú varst í fullu fjöri og enn að njóta lífsins þó stutt væri í ald- arafmæli þitt. Þú varst mér og okkur svo miklu meira en venjulegur afi og við erum virkilega heppin að hafa fengið að njóta samveru og vin- skaps þíns í þetta langan tíma. Annað eins ljúfmenni er vand- fundið. Þú sýndir mér ótrúlegan vin- skap og í raun kemur það mér á óvart þegar ég hugsa tilbaka hversu miklum tíma þú varst tilbúinn að eyða með mér þegar ég var strákur. Við fórum saman í keilu, snóker, í heimsóknir til langafa Guðmundar, vorum sam- an í garðinum, fórum á skíði, í gönguferðir og síðast en ekki síst kenndir þú mér á golfið. Fyrir þetta er ég mjög þakklátur og sömuleiðis fyrir að hafa átt svona góðan vin sem ég mun ávallt elska. Þegar dæturnar svo komu í heiminn þá var augljóst að þú hafðir mikið gaman af, enda mikill barnakarl. Allt fram á síðasta dag sá maður hvað lyftist á þér brúnin þegar barnabarnabörnin komu í heimsókn og alltaf hafðirðu jafn gaman af lífinu sem fyllti Hlíðar- gerðið þegar þær komu og hlupu um, en þannig var það alltaf. Börn voru þér alltaf mjög kær. Þú varst rólyndismaður og aldrei sá ég neitt annað til þín en yfirvegunina og jafnaðarskapið. Horfandi samt yfir ævi þína, sem er um margt ótrúleg, þá er ljóst að þú varst magnaður karl og veigraðir ekki fyrir þér að fara ótroðnar slóðir. Hvernig þú náðir að fara erlendis og læra flug á sín- um tíma er líklega ekkert annað en afrek og þá tóku við spennandi tímar sem vissulega settu þig í lífsháska en festu þig líka í sessi sem ákveðin frumkvöðul. Við þökkum þér fyrir allt gott og liðið og óskum þér gæfu og góðs gengis í nýrri vegferð. Þú munt alltaf eiga stóran hluta hjarta okkar og við munum hugsa fallega til þín nú sem endranær. Þú verður alltaf hjá okkur. Styrmir, Bryndís, Karen Ósk, Sylvía Sara, Freydís Lilja og Fanney Brynja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.