Morgunblaðið - 09.05.2014, Page 39
hyggja var sveitadvölin lærdómsrík
og uppbyggileg.“
Í Hafnarfirði var Kristján í Lækjar-
skóla og var síðan sendill hjá bók-
haldsdeild og ritstjórn Morgunblaðs-
ins í Aðalstræti í eitt ár á meðan hann
var að safna sér fyrir skiptinámi í Los
Alamos í Nýju-Mexíkó í Bandaríkj-
unum þar sem hann dvaldi í eitt ár.
Kristján stundaði síðan nám við
Flensborg og lauk stúdentsprófi það-
an 1995.
Að loknu stúdentsprófi fór Kristján
til Þýskalands, skráði sig í há-
skólanám í þýsku og lauk þar prófum
en vann einnig á ölknæpum, við sölu-
mennsku og á elliheimili.
Eftir að Kristján kom heim starfaði
hann við endurskoðun, reikningshald
og sinnti næturvörslu á hótelum en
stundaði auk þess nám í við-
skiptafræði með vinnu og lauk prófum
í viðskiptafræði 2002.
Að loknu prófi í viðskiptafræðinni
starfaði hann við innri endurskoðun
hjá Landsbankanum 2003-2004.
Haustið 2004 fór hann og eiginkona
hans til Noregs í níu mánaða und-
irbúningsnám fyrir kristniboðsstarf
og að því námi loknu voru þau hjónin
kristniboðar í Eþíópíu á árunum
2005-2010 að undanskildum tveimur
orlofsferðum heim til Íslands. Hann
hefur síðan starfað fyrir Kristniboða-
sambandið hér heima: „Starfið fellst
m.a. í kynningu á starfsemi Sam-
bands íslenskra kristniboðsfélaga
sem var stofnað árið 1929 og eru elstu
góðgerðasamtök hér á landi með
meginstarfsemina í útlöndum. Við
vinnum einnig að því að skipuleggja
margs konar þróunarverkefni, auk
þess sem ég kem einnig að rekstri
sambandsins.
Starfa margir íslenskir kristniboð-
ar erlendis um þessar mundir?
„Við erum með fólk að störfum í
Eþíópíu, Kenýa og Japan. En það
verður að segjast eins og er, að okkur
vantar fólk til að boða trúna og sinna
þessum mikilvægu þróunar-
verkefnum. Hins vegar hafa þessi
störf okkar verið sjálfbær í þeim
skilningi að heimamenn taka við
verkefnunum og halda starfinu
áfram. Þess vegna hafa frum-
kvöðlastörf okkar verið feikilega
veigamikil og árangursrík.“
Fjölskylda
Eiginkona Kristjáns er Helga Vil-
borg Sigurjónsdóttir, f. 7.10. 1975,
kristniboði. Hún er dóttir Sigurjóns
Gunnarssonar, starfsmanns Lands-
bankans, og Margrétar Baldurs-
dóttur hjúkrunarfræðings.
Börn Kristjáns og Helgu Vilborgar
eru Margrét Helga, f. 14.8. 2001; Jóel,
f. 2.9. 2002; Dagbjartur Elí, f. 4.2.
2005; Davíð Ómar, f. 11.3. 2007, og
Karitas, f. 23.8. 2010.
Hálfsystkini Kristjáns, sammæðra,
eru Dagbjört Rós Helgadóttir, f. 8.6.
1981, flugfreyja, höfrungaþjálfari og
fallhlífastökkvari, búsett í Reykjavík,
og Halldór Þór Helgason, f. 19.6.
1985, deildarstjóri hjá Vodafone, bú-
settur í Reykjavík.
Hálfsystkini Kristjáns, samfeðra,
eru Anna Pála Sverrisdóttir, f. 19.9.
1983, lögfræðingur og starfsmaður
utanríkisráðuneytisins, búsett í
Reykjavík; Sindri Sverrisson, f. 13.8.
1986, íþróttafréttamaður við Morg-
unblaðið, búsettur í Reykjavík, og
Sunna Mjöll Sverrisdóttir, f. 13.12.
1992, nemi í heilbrigðisverkfræði við
HÍ, búsett í Reykjavík.
Foreldrar Kristjáns: Sverrir Þór-
isson, f. 15.12. 1953, kennari og starfs-
maður Námsmatsstofnunar, og Dag-
björt Lína Þorsteinsdóttir, f. 6.11.
1953, húsfreyja.
Úr frændgarði Kristjáns Þórs Sverrissonar
Kristján Þór
Sverrisson
Sumarlína Dagbjört Jónsdóttir
húsfr. í Rvík
Kristján Ingvar Kristjánsson
húsgagnasmiður í Rvík
Íris Dröfn Kristjánsdóttir
húsfr. í Hafnarfirði
Þorsteinn Sigurðsson
útgerðarm. og vélsmiður í Hafnarfirði
og annar stofnenda Stálskipa
Dagbjört Lína Þorsteinsdóttir
húsfr. í Hafnarfirði
Jenný Ágústsdóttir
húsfr. í Hafnarfirði
Sigurður Eiríksson
sjóm. og vélstj. í Hafnarfirði
Guðný Kristjánsdóttir
húsfr. á Rauðaskriðu
Árni Friðfinnsson
b. á Rauðaskriðu í Aðaldal
Þóra Karitas Árnadóttir
húsfr. í Rvík og form.
Thorvaldssenfélagsins
Þórir Már Jónsson
póstur í Rvík
Sverrir Þórisson
kennari og starfsmaður
Námsmatsstofnunar, í Rvík
Guðbjörg Guðjónsdóttir
húsfr. í Rvík
Jón Jónsson
verslunarm. í Rvík
Á akrinum Kristján við ána í Voitó
dalnum í Eþíópíu.
ÍSLENDINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014
Páll Agnar Pálsson yf-irdýralæknir fæddist á Klettií Reykholtsdal 9.5. 1919, son-
ur Páls Zóphóníassonar, alþm. og
búnaðarmálastjóra, og Guðrún
Hannesdóttir húsfreyju.
Páll var sonur Zóphóníasar Hall-
dórssonar, prófasts í Viðvík, og Jó-
hönnu Sofíu, dóttur Jóns, háyfirdóm-
ara og alþm., bróður Péturs biskups
og Brynjólfs Fjölnismanns. Guðrún
var dóttir Hannesar Magnússonar,
hreppstjóra í Deildartungu, og Vig-
dísar Jónsdóttur, af Deildartungu-
ætt, systur Þuríðar, ömmu Jóns
Helgasonar, prófessors og skálds í
Kaupmannahöfn.
Systkini Páls: Unnur, húsfreyja í
Reykjavík; Zóphónías, skipulags-
stjóri ríkisins; Hannes aðstoð-
arbankastjóri; Hjalti fram-
kvæmdastjóri og Vigdís kennari.
Eiginkona Páls var Kirsten Hen-
riksen dýralæknir og eignuðust þau
tvær dætur, Hlín Helgu kennara og
Vigdísi Hallfríði hjúkrunarfræðing.
Páll lauk stúdentsprófi frá MR
1937, kandidatsprófi frá Dýralækna-
háskólanum í Kaupmannahöfn 1944
og stundaði framhaldsnám í sýkla- og
meinafræði húsdýra í Danmörku,
Svíþjóð og Bretlandi.
Páll var sérfræðingur við Til-
raunastöð Háskólans í meinafræði á
Keldum 1948-98 og forstöðumaður
þar 1959-67. Hann sinnti marg-
víslegum rannsóknarstörfum, eink-
um á sviði visnu og mæðiveiki og var
yfirdýralæknir 1959-89.
Páll var varaformaður Lands-
sambands hestamannafélaga, sat í
stjórn Tilraunaráðs búfjárræktar, í
dýraverndarnefnd, í stjórn vís-
indasjóðs, var formaður fisk-
sjúkdómanefndar, sat í lyfjanefnd um
árabil og í Dýraverndunarnefnd Evr-
ópuráðsins. Hann var félagi í Vísinda-
félagi Íslendinga, sæmdur Ridd-
arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu,
sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við
Konunglega dýralækna- og landbún-
aðarháskólann í Kaupmannahöfn,
Dýralæknaháskóla Noregs, við
læknadeild HÍ og var heiðursfélagi í
Dýralæknasamtökum Finnlands og í
Íslenska dýralæknafélaginu.
Páll lést 10.7. 2003.
Merkir Íslendingar
Páll Agnar
Pálsson
90 ára
Guðjón Pálsson
Guðríður Dýrleif Skjóldal
Ingibjörg Jónasdóttir
Kristín Guðmundsdóttir
85 ára
Teitur Jensson
80 ára
Björn Sigurðsson
75 ára
Guðmundur Lárusson
Jóhannes Sigurbjörnsson
70 ára
Bára Lyngdal Stefánsdóttir
Erla Björg Delbertsdóttir
Franz Viðar Árnason
Jóhannes Jónsson
Ólöf Svana Samúelsdóttir
60 ára
Andrés Andrésson
Eggert Ólafsson
Hallbjörn Þorbjörnsson
Ragnheiður G.
Gunnarsdóttir
Ragnheiður
Guðmundsdóttir
Stefán Þóroddsson
Þrúður Ingibjörg Jónsdóttir
50 ára
Erla Þorsteinsdóttir
Geir Þráinsson
Guðrún Sigríður
Jósefsdóttir
Ingibjörg Hreiðarsdóttir
Íris Kröyer Jónsdóttir
Magnea Torfhildur
Magnúsdóttir
Ólöf Þorvarðsdóttir
Pernilla Rein
Sigurlaug Árborg
Ragnarsdóttir
Sveinn Kristinsson
Unnur Bragadóttir
40 ára
Björn Ágústsson
Dóra Fjölnisdóttir
Elísabet M. Nickel
Stefánsdóttir
Geir Gunnarsson
Gísli Magnússon
Halldór Björnsson
Haukur Elvarsson
Hákon Heimir Sigurðsson
Helena Olsen
Jón Trausti Ólafsson
Kristín Konráðsdóttir
Nanna Kristín
Magnúsdóttir
Ragnheiður Valdimarsdóttir
Rósa Huld Sigurðardóttir
Stella Hrönn Jóhannsdóttir
30 ára
Ásta Hermannsdóttir
Ásta Minney
Guðmundsdóttir
Erla María Árnadóttir
Ívar Örn Halldórsson
Khaled Hamed
Magnhildur Ingólfsdóttir
Malgorzata Russ
Matthías Hálfdánarson
Til hamingju með daginn
30 ára Sindri ólst upp á
Akureyri, lauk lögfræði-
prófi frá HA og vinnur hjá
Lyfjastofnun.
Maki: Rannveig Magn-
úsdóttir, f. 1984, mót-
tökuritari á Juris – lög-
mannsstofu.
Dóttir: Sigrún Margrét, f.
2013.
Foreldrar: Kristján Jó-
steinsson, f. 1954, fé-
lagsráðgjafi, og Sólveig
Hrafnsdóttir, f. 1956,
námsráðgjafi.
Sindri
Kristjánsson
30 ára Guðmundur ólst
upp í Stykkishólmi og er
aðstoðarverslunarstjóri
hjá Bónus þar.
Maki: Guðbjörg Anna
Bragadóttir, f. 1989,
starfsmaður hjá Ice-
landair.
Foreldrar: Guðmundur
Kristinsson, f. 1960,
skipasmiður, og Birna
Sævars, f. 1962, starfs-
maður við aðhlynningu
við Heilsugæslu Vest-
urlands í Stykkishólmi.
Guðmundur S.
Guðmundsson
30 ára Jón ólst upp í Þor-
lákshöfn og býr þar, lauk
sveinsprófi í húsasmíði,
stundar nám í bygg-
ingafræði við HR og starf-
ar hjá Arkís.
Maki: Karen Dröfn Haf-
þórsdóttir, f. 1984, söng-
kona.
Dóttir: Katla, f. 2012.
Foreldrar: Skarphéðinn
Haraldsson, f. 1964, og
Guðrún E. Guðmunds-
dóttir, f. 1964, Þau starfa
hjá Alcoa á Reyðarfirði.
Jón Bryngeir
Skarphéðinsson
Hægt er að senda
mynd og texta af
nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is
Börn og
brúðhjón
Fituhreinsir 1 ltr.
4899,-4899,- 999,-
SíuhreinsirFroðueyðir 1 ltr.
Fullt verð 5.443,-Fullt verð 5.443,- Fullt verð 1.249,-
10-20% afsláttur
m i ð s t ö ð v a r o f n a r
Handklæðaofn
mánaðarins
Úrval fylgihluta fyrir heita potta
á tilboði í tilefni sumarsins...
6.990,-
Home Swim pakki,
hreinsiefni án klórs
2 fyrir 1
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - ofnasmidja@ofnasmidja.is - simi 577 5177
CO
• Ryðfrítt stál
114.999,-Fullt verð 124.999,-
ára
ábyrgð
*Tilboðin gilda út maí á meðan birgðir endast.