Morgunblaðið - 09.05.2014, Side 43

Morgunblaðið - 09.05.2014, Side 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014 Á fjórða þúsund manns mættu í Borgarleikhúsið í vikunni vegna skráningar fyrir hæfileikadaga Bil- lys Elliots. Prufurnar sjálfar fara fram næstu daga þar sem valið verður í hlutverk í söngleiknum. Lee Proud, danshönnuður úr Mary Poppins, aðstoðar við val í hlutverk en hann dansaði í upprunalegu Billy Elliot-sýningunni á WestEnd í London. Einnig kemur Elizabeth Greasley, breskur ballettkennari, til landsins en samkvæmt upplýs- ingum úr leikhúsinu hefur hún séð um val og þjálfun á Billy Elliot um allan heim. Margir vilja vera með í Billy Elliot Fjölmenni Biðröðin náði næstum hringinn í kringum bílastæði Kringlunnar. AF LISTUM Karl Blöndal kbl@mbl.is Listasafnið í Bern erfir lista-verkasafn Corneliusar Gur-litts. Gurlitt lést á þriðjudag og voru miklar vangaveltur um hvað myndi verða af listaverkunum, sem talin eru ómetanleg. Gurlitt er sonur listaverkasala sem starfaði á valda- tíma nasista og er talið að hluta verkanna hafi verið stolið af gyð- ingum. Á miðvikudag staðfesti safnið í Bern í Sviss að Gurlitt hefði ánafnað því verkin. Kváðust ráðamenn safns- ins steini lostnir. „Þrátt fyrir vangaveltur í fjöl- miðlum um að Gurlitt hefði ánafnað safn sitt listastofnun utan Þýska- lands komu fréttirnar eins og þruma úr heiðskíru lofti vegna þess að Gur- litt hefur aldrei verið í neinu sam- bandi við Listasafnið í Bern,“ sagði í tilkynningu frá safninu. Því var bætt við að ekki væri heldur að leyna að „þessu stórkostlega umboði fylgir talsverð ábyrgð og vaknar fjöldi erf- iðra spurninga, sérstaklega spurn- ingar af lagalegum og siðferðis- legum toga“. Í Listasafninu í Bern er gott safn klassískra nútímaverka. Má þar sérstaklega nefna verk eftir Pablo Picasso og Paul Klee. Segja sér- fræðingar að safn Gurlitts muni þó bæta kost safnsins verulega.    Ríkissaksóknaraembættið íAugsburg tók í sína vörslu 1.280 myndir úr íbúð hans í Münc- hen í febrúar 2012. Í íbúð Gurlitts í Salzburg í Austurríki fundust nú í febrúar 238 listaverk til viðbótar, þar á meðal eftir Monet, Manet, Cezanne og Gauguin. Þá skilaði systir hans, Benita, 22 myndum til lögreglu þar sem hún taldi að þær væru ekki lengur öruggar í húsi sínu vegna allrar umfjöllunarinnar. Tilviljun olli því að myndirnar fundust. Þær komu í ljós vegna rannsóknar á smávægilegum und- anskotum frá skatti. 7. apríl var gengið frá sam- komulagi við ríkissaksóknara um að verkunum yrði skilað. Í sam- komulaginu fólst leyfi til þýskra yf- irvalda um að hafa uppi á rétt- mætum eigendum verkanna, þar á meðal gyðingum, sem voru rændir og beittir kúgunum í valdatíð nas- ista. Óháðir sérfræðingar telja að um 450 verkanna séu þýfi nasista. Stehan Holzinger, talsmaður Gur- litts, sagði að samkomulagið næði ekki til listaverkanna sem fundust í Einsetumaður arfleiðir safn í Sviss að verkum AFP Fjársjóður Sitjandi kona eftir Henri Matisse var meðal verkanna í íbúð Corneliusar Gurlitts í München. Myndin tekin af skjá á blaðamannafundi. Salzburg, en ekki væri ljóst hvort þau rynnu einnig til safnsins í Bern. Gurlitt fór í upphafi árs í aðgerð á hjarta og gerði eftir það erfða- skrána. Hann var 82 ára gamall þeg- ar hann lést, einsetumaður, átti eng- in börn og sagði að listin væri ást lífs síns.    Faðir Gurlitts, listaverkasalinnHildebrand, komst yfir flestar myndanna á fjórða og fimmta áratug tuttugustu aldar. Nasistar fólu hon- um að selja verk, sem tekin höfðu verið af gyðingum og nútímalist, sem gerð hafði verið upptæk á þýsk- um söfnum og yfirvöld höfðu stimpl- að úrkynjaða. Verkin lágu í stæðum í íbúð Gurlitts í blokk í hverfinu Schwabing innan um ávaxtasafa- fernur og niðursuðudósir. Hann flík- aði ekki verkunum, en af og til seldi hann verk í gegnum listaverkasala í Sviss til að framfleyta sér. Gurlitt brást ekki við þegar verkin voru tek- in utan hvað hann spurði hvers vegna þeir hefðu ekki getað beðið þar til hann væri allur, þá hefðu yf- irvöld fengið verkin hvort sem væri.    Holzinger sagði við fréttastof-una AFP að hann vildi ekki velta vöngum yfir því hvers vegna skjólstæðingur sinn hefði ákveðið að láta listaverkin renna til listasafns í Sviss. Í fjölmiðlum hefur hins vegar komið fram að Gurlitt hafi sárnað meðferð þýskra yfirvalda og að lista- verkasafnið skyldi tekið af honum vegna smávægilegs skattamáls. Far- ið hefði verið með sig „eins og glæpamann“. Því hefði ekki komið til greina að myndirnar yrðu áfram í Þýskalandi. » Gurlitt sagði aðfarið hefði verið með sig „eins og glæpa- mann“. Því hefði ekki komið til greina að myndirnar yrðu áfram í Þýskalandi. Hljómsveitin The Bangoura Band heldur tónleika á Café Haiti í kvöld kl. 21.30. Hljómsveitin leikur afro- beat-, funk- og mandigues-tónlist og stefnir að því að taka upp sína fyrstu plötu á árinu. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Café Haití er í Geirs- götu 7c við Reykjavíkurhöfn. The Bangoura Band á Café Haiti Dansvænt The Bangoura Band leikur taktfasta tónlist á Café Haiti. HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is SPAMALOT–„alveg konunglega skemmtilegt bull“ Morgunblaðið SPAMALOT (Stóra sviðið) Fös 9/5 kl. 19:30 30.sýn Lau 17/5 kl. 19:30 32.sýn Lau 24/5 kl. 19:30 34.sýn Lau 10/5 kl. 16:00 31.sýn Sun 18/5 kl. 19:30 33.sýn Sun 25/5 kl. 19:30 35.sýn Fáránlega skemmtilegt! Síðdegissýning fyrir alla fjölskylduna þann 10.maí! Svanir skilja ekki (Kassinn) Fös 9/5 kl. 19:30 24. sýn Lau 17/5 kl. 19:30 25.sýn Sun 18/5 kl. 19:30 26.sýn Síðustu sýningar - Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Eldraunin (Stóra sviðið) Sun 11/5 kl. 19:30 6.sýn Fös 23/5 kl. 19:30 10.sýn Fös 13/6 kl. 19:30 14. sýn Fim 15/5 kl. 19:30 7.sýn Mið 28/5 kl. 19:30 11. sýn Lau 14/6 kl. 19:30 15. sýn Fös 16/5 kl. 19:30 8.sýn Sun 1/6 kl. 19:30 12. sýn Fim 22/5 kl. 19:30 9.sýn Fim 5/6 kl. 19:30 13. sýn Sýning sem enginn ætti að missa af. Sýningartímabil: 25.apríl til 14. júní. Litli prinsinn (Kúlan) Lau 10/5 kl. 14:00 Aukas. Lau 17/5 kl. 14:00 Lau 24/5 kl. 14:00 Lau 10/5 kl. 16:00 Aukas. Lau 17/5 kl. 16:00 Lau 24/5 kl. 16:00 Sun 11/5 kl. 14:00 13.sýn Sun 18/5 kl. 14:00 Sun 25/5 kl. 14:00 Sun 11/5 kl. 16:00 14.sýn Sun 18/5 kl. 16:00 Sun 25/5 kl. 16:00 Fimm stjörnu sýning fyrir áhorfendur á aldrinum 6 til 12 ára. Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 9/5 kl. 20:00 Fös 9/5 kl. 22:30 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Hamlet litli –★★★★★ – BL, pressan.is Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið) Fös 9/5 kl. 20:00 Fös 23/5 kl. 20:00 Sun 1/6 kl. 20:00 Sun 11/5 kl. 20:00 Lau 24/5 kl. 20:00 Fös 6/6 kl. 20:00 Fim 22/5 kl. 20:00 Lau 31/5 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 lokas Ótvíræður sigurvegari Olivier Awards 2013. BLAM (Stóra sviðið) Þri 13/5 kl. 20:00 1.k Lau 17/5 kl. 14:00 Fös 20/6 kl. 20:00 aukas Mið 14/5 kl. 20:00 2.k Sun 18/5 kl. 14:00 6.k Lau 21/6 kl. 20:00 aukas Fim 15/5 kl. 20:00 3.k Sun 18/5 kl. 20:00 7.k Sun 22/6 kl. 20:00 lokas Fös 16/5 kl. 20:00 4.k Fim 19/6 kl. 20:00 aukas Sýning ársins í Danmörku 2012, 6 Grímutilnefningar 2013. Aðeins þessar sýningar! Dagbók Jazzsöngvarans (Nýja sviðið) Fös 9/5 kl. 20:00 Lau 24/5 kl. 20:00 Lau 17/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00 Nýtt verk frá CommonNonsense sem færðu okkur Tengdó, Grímusýningu ársins 2012 Ferjan (Litla sviðið) Fös 9/5 kl. 20:00 18.k Fim 22/5 kl. 20:00 26.k Sun 1/6 kl. 20:00 33.k Sun 11/5 kl. 20:00 19.k Fös 23/5 kl. 20:00 27.k Þri 3/6 kl. 20:00 34.k Mið 14/5 kl. 20:00 20.k Lau 24/5 kl. 20:00 aukas Mið 4/6 kl. 20:00 35.k Fim 15/5 kl. 20:00 21.k Sun 25/5 kl. 20:00 28.k Fim 5/6 kl. 20:00 aukas Fös 16/5 kl. 20:00 22.k Þri 27/5 kl. 20:00 29.k Fös 6/6 kl. 20:00 36.k Lau 17/5 kl. 20:00 23.k Mið 28/5 kl. 20:00 30.k Lau 7/6 kl. 20:00 37.k Sun 18/5 kl. 20:00 24.k Fim 29/5 kl. 20:00 31.k Mið 11/6 kl. 20:00 38.k Þri 20/5 kl. 20:00 25.k Fös 30/5 kl. 20:00 aukas Fim 12/6 kl. 20:00 Mið 21/5 kl. 20:00 aukas Lau 31/5 kl. 20:00 32.k Fös 13/6 kl. 20:00 Fyrsta leikrit Kristínar Marju eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar Hamlet litli (Litla sviðið) Fös 9/5 kl. 10:00 * Þri 13/5 kl. 10:00 * Fös 16/5 kl. 10:00 * Lau 10/5 kl. 13:00 ** Mið 14/5 kl. 10:00 * Sun 18/5 kl. 13:00 Sun 11/5 kl. 13:00 Fim 15/5 kl. 10:00 * Shakespeare fyrir byrjendur. * Skólasýningar. **Táknmálstúlkuð sýning Der Klang der Offenbarung des Göttlichen (Stóra svið) Mið 28/5 kl. 20:00 1.k Fim 29/5 kl. 20:00 2.k Fös 30/5 kl. 20:00 3.k Myndlistarverk fyrir svið eftir Ragnar Kjartanson. Tónlist Kjartan Sveinsson ★★★★ – SGV, Mblamlet Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Fuglinn blái (Aðalsalur) Þri 13/5 kl. 20:00 Leiklestur Wide Slumber (Aðalsalur) Lau 24/5 kl. 20:00 Sun 25/5 kl. 20:00 Mán 26/5 kl. 20:00 Miða má nálgast hjá Listahátíð í Reykjavík Danssýningin Death (Aðalsalur) Fim 29/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00 Stund milli stríða (Aðalsalur) Fös 9/5 kl. 20:00 Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.