Morgunblaðið - 23.05.2014, Page 1

Morgunblaðið - 23.05.2014, Page 1
Morgunblaðið/Ómar Þeir voru ekki sólahringsgamlir ungarnir hennar Svanhildar þegar ljósmyndari Morgunblaðsins fang- aði fjölskylduna á mynd í Elliðaár- dal í gærkvöldi. Þá uppskar mynda- smiðurinn eftir að hafa beðið þolinmóður eftir klakinu en að kvöldi miðvikudags sat Svanhildur sem fastast og enga unga að sjá. Þegar ljósmyndara bar að garði í gærmorgun hafði þó heldur betur dregið til tíðinda, því þá faldi karl sig í sefi með þrjá litla hnoðra á meðan illúðlegir mávar sveimuðu yfir. Mamma lá enn á og hélt kyrru fyrir fram eftir degi en síðla dags skreið fjórða afkvæmið úr eggi og fékk fljótlega tækifæri til að spreyta sig á vatninu. Íbúar höfuðborgarsvæðisins bíða eflaust margir með óþreyju eftir því að beri til tíðinda við Bakka- tjörn, þar sem annað ektapar freist- ar þess að koma ungum á legg. Sást til álftarinnar Svandísar á hreiðri sínu við tjörnina í gær og hafði hún félagsskap af steggnum, sem var ekki langt undan. Krúttklak Svanhildar við Elliðaár F Ö S T U D A G U R 2 3. M A Í 2 0 1 4 Stofnað 1913  121. tölublað  102. árgangur  FAGURGRÆNIR FINGUR OG GRILLMENNSKA SÝNING Á VERKUM SIGURJÓNS GARÐAR OG GRILL 48 SÍÐUR LISTASÖFN 44 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mikil ásókn hefur verið í útgreiðslu séreignarsparnaðar að undanförnu. Frá áramótum hafa borist umsóknir um útgreiðslu rúmlega 7,6 milljarða kr. af séreignarsparnaðarreikning- um samkvæmt upplýsingum emb- ættis Ríkisskattstjóra. Kröftugur vöxtur einkaneyslu Heimild til sérstakrar útgreiðslu séreignarlífeyrissparnaðar var rýmkuð um seinustu áramót og framlengd til loka þessa árs. Um- sóknirnar um útgreiðslu á fyrstu fimm mánuðum ársins eru mun meiri en reiknað hafði verið með. Í Peningamálum Seðlabankans sem komu út í vikunni segir að vís- bendingar séu um kröftugan vöxt einkaneyslu í upphafi ársins. Búist hafi verið við nokkurri aukningu út- greiðslna séreignarlífeyrissparnaðar á fyrsta ársfjórðungi en komið sé í ljós að hún var umtalsvert meiri en reiknað var með í fyrri spá Seðla- bankans. Nemur munurinn um 2,5 milljörðum króna eða sem samsvarar 1% af ársfjórðungslegri einkaneyslu. Framlengt á ári hverju Launafólki var fyrst heimilað í mars 2009 að taka út séreignar- sparnað sinn til að mæta brýnum fjárhagsvanda og hefur heimildin síðan verið framlengd á hverju ári. Samtals hefur verið sótt um úttekt 98,4 milljarða á þessu tímabili sam- kvæmt upplýsingum Ríkisskatt- stjóra. Taka út 7,6 milljarða  Umsóknir um útgreiðslu séreignarsparnaðar hafa verið mun meiri frá áramót- um en búist var við  Heildarúttektirnar eru komnar í 98,4 milljarða frá árinu 2009 Hærri fjárhæð » Samþykkt var á Alþingi í des- ember að framlengja heimild til úttektar á séreignarsparnaði til loka þessa árs. » Heildarfjárhæðin sem taka má út á 15 mánuðum var hækk- uð úr 6.250.000 kr. í níu millj. Á mánuði má hver taka út að há- marki 600.000 kr. fyrir skatt. Hjúkrunarfræðingi á gjörgæslu- deild Landspítalans láðist að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þeg- ar hann tók sjúkling úr öndunarvél og setti talventil á rennuna 3. októ- ber 2012. Eftir það gat sjúklingurinn einungis andað að sér lofti en ekki frá sér, fall varð á súrefnismettun og blóðþrýstingi og sjúklingurinn lést skömmu síðar. Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur hjúkrunarfræð- ingnum og Landspítalanum vegna atviksins en Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar á spítalanum, segir að í kjölfar mis- taka starfsmannsins hafi verkferlar á gjörgæsludeildinni verið endur- skoðaðir. „Þegar svona alvarleg atvik verða hjá okkur skoðum við þau. Markmið okkar er að átta okkur á því hvað hefur gerst og hvað mætti betur fara. Lokamarkmið er alltaf að reyna að fyrirbyggja að sambærileg atvik geti gerst aftur,“ segir Sigríð- ur. Hún segir þær aðstæður sem upp eru komnar skapa mikla óvissu í heilbrigðiskerfinu. »2 Gat ekki andað frá sér Morgunblaðið/Ómar Landspítali Sigríður segir mark- miðið að atvik endurtaki sig ekki.  Verkferlar hafa verið endurskoðaðir  Lán sem hafa áður farið í gegnum end- urskipulagningu og teljast nú til vandræðalána mælast einungis 0,3% af útlánum Arion banka. „Það er ekki nema ríflega hálft ár síðan sú umræða var hávær að líklega yrði að fara í aðra um- ferð endurskipulagningar. Við telj- um að nú sjáum við skýr merki þess að þessi umræða var ekki á rökum reist,“ segir Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri. »21 Ekki þörf fyrir aðra endurskipulagningu Höskuldur Ólafsson Líkur á að tveggja flokka ríkis- stjórnir verði myndaðar á Íslandi í framtíðinni hafa minnkað og er lík- legra að framvegis þurfi þrjá flokka til þess að mynda stjórn. Þetta er skoðun Ólafs Þ. Harðar- sonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sem telur að málamiðlanir í stjórnmálunum geti því orðið meiri en verið hefur. Rætt er við hann í Morgunblaðinu í tilefni af því að í dag er ár liðið síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Spurður hvort hann telji flokka- landslagið hafa breyst varanlega með uppgangi Bjartrar fram- tíðar og Pírata, sem mælast sam- tals með um 25% fylgi í lands- málum, segir Ólafur að sagan bendi til þess „að það séu mestar líkur á að þeir deyi fljótlega út“. Það séu hins vegar vísbendingar um að örlög þeirra kunni að verða önnur en t.d. Borgaraflokksins og Kvennalistans. „Ef þeir fá fulltrúa í sveitarstjórnum – eins og allt bendir til – þá festir það flokkana í sessi. Flokkshollusta hefur líka minnkað. Umhverfið á okkar dögum gerir það líklegra að flokkar eins og Píratar og Björt framtíð geti lifað.“ Árin 1987 og 2013 hafi fjórir stærstu flokkarnir fengið alls 75% atvæða. „Það er eina skiptið sem samanlagt fylgi fjögurra stærstu flokka hefur farið niður fyrir 85%. Frá 1931 hefur fylgi þessara fjög- urra oftast verið yfir 90%,“ segir Ólafur. »17 Stjórnarmynstrið breytist  Prófessor telur tveggja flokka ríkisstjórnir á útleið Ólafur Þ. Harðarson  Húsafrið- unarnefnd hefur lagt fram tillögu þess efnis að timb- ur úr Ísafjarð- arkirkju, sem brann í júlí árið 1987, verði nýtt til viðhalds og við- gerða friðaðra og friðlýstra húsa. Timbrið var varð- veitt og geymt undir bárujárnsþaki í Engidal og virðist að minnsta kosti hluti þess heillegur. „Ef timbrið er heilt er hægt að byggja úr gömlum við og kjörið að nýta efnið í viðgerðir á eldri húsum,“ segir Magnús Skúlason, formaður húsafriðunarnefndar. Hann segist ekki telja að Ísafjarðarkirkja verði nokkurn tímann endurreist. »6 Vilja nýta timbrið í friðuð og friðlýst hús Eldurinn lék gömlu kirkjuna illa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.