Morgunblaðið - 23.05.2014, Side 39
þrisvar bikarmeistari. Hann hefur
því unnið sex „stóra“ titla. Auk þess
lenti lið sem hann þjálfaði í öðru
sæti á Norðurlandamóti félagsliða
(Scania Cup), en aðeins bestu liðum
Norðurlanda er boðið á það mót.
Þetta var lið 15 og 16 ára drengja
árið 2011. Veturinn 2011 til 2012
starfaði Kjartan Atli sem fram-
kvæmdastjóri Körfuknattleiks-
akademíu Fjölbrautaskóla Suður-
lands og þjálfaði meistaraflokk
félagsins, sem lék í 1. deild. Hann
lék upp nánast alla yngri flokkana
með Stjörnunni og lék með drengja-
og unglingalandsliðum Íslands.
Hann lék 200 leiki með meist-
araflokki félagsins og lék einnig með
Hamri og Haukum í úrvalsdeild.
Kjartan lék knattspyrnu í neðri
deildunum (3. og 4. deild), og spilaði
með Ými, Álftanesi, Árborg, KFG
og Leikni Fáskrúðsfirði. Skoraði 63
mörk í 117 leikjum.
Kjartan á einnig nokkuð fínan
rappferil að baki, hann var í hljóm-
sveitinni Bæjarins bestu sem gaf út
plötuna Tónlist til að slást við árið
2002. Hann vann battl-keppnina
Rímnastríð árið 2005, sem var sýnd í
beinni útsendingu á PoppTíví. Hann
hefur komið fram á fjölmörgum tón-
leikum og rappað inn á nokkrar
plötur. Kjartan dró fram rappskóna
á nýjan leik eftir nokkurt hlé þegar
hann samdi lag fyrir fótboltalið
Stjörnunnar fyrir bikarúrslitin 2012.
Fjölskylda
Kærasta Kjartans Atla er Hrafn-
hildur Ýr Matthíasdóttir, f. 8.2.
1991, verkfræðinemi. Foreldrar
hennar eru Ljósbrá Baldursdóttir, f.
24.6. 1971, löggiltur endurskoðandi
hjá PWC, og Matthías Gísli Þor-
valdsson, f. 15. júní 1966, starfar við
upplýsingatækni á rannsóknarsviði
Capacent Gallup.
Dóttir Kjartans er Klara Kristín
Kjartansdóttir, f. 21.10. 2009.
Bróðir Kjartans er Tómas Karl
Kjartansson, f. 23.10. 1990, nemi í
tölvunarfræði. Hálfsystur Kjartans
Atla eru Steinunn Kjartansdóttir, f.
25.6. 1974, fyrrv. landgönguliði fyrir
Bandaríkjaher, bús. í Kaliforníu, og
Barbara Kjartansdóttir, f. 29.7.
1970, bús. í Þorlákshöfn.
Foreldrar Kjartans eru Kjartan
Sigtryggsson, f. 8.4. 1944, starfaði
lengst af sem öryggismálastjóri fyr-
ir ýmis fyrirtæki á svæði Banda-
ríkjahers í Keflavík, var landsliðs-
maður í knattspyrnu, og Ása
Steinunn Atladóttir, f.14.10. 1956,
hjúkrunarfræðingur hjá landlækn-
isembættinu, bús. í Reykjavík.
Úr frændgarði Kjartans Atla Kjartanssonar
Kjartan Atli
Kjartansson
Gunnar Bjarnason
verkfræðingur og skólastjóri í Reykjavík
Anna Bjarnason
blaðamaður í Reykjavík
Jón Páll Bjarnason
djassgítarleikari í Bandaríkjunum og á Íslandi
Atli Steinarsson
blaðamaður í Reykjavík
Ása Steinunn Atladóttir
hjúkrunarfræðingur í
Reykjavík
Ása Sigurðardóttir
húsmóðir í Reykjavík
Steinunn G. Guðmundsdóttir
húsmóðir í Ólafsvík
Ásgeir Magnússon
vélstjóri í Ólafsvík
Klara Ásgeirsdóttir
baráttukona í Keflavík (látin)
Sigtryggur Kjartansson
bílstjóri og útgerðarmaður í Keflavík (látinn)
Kjartan Sigtryggsson
fyrrv. lögreglumaður
og öryggismálastjóri
Sigríður Jónsdóttir
húsmóðir í Rvík
Kjartan Ólafsson
skrifstofumaður í Rvík
Steinarr St. Stefánsson
verslunarstjóri í Rvík
Guðmundur Karl Pétursson
yfirlæknir á Akureyri
Anna Bjarnason
hjúkrunarfræðingur í Reykjavík,
dóttir Jóns Árnasonar, prests á
Bíldudal
Árni Jónsson
heildsali í Reykjavík
Morgunblaðið/Golli
Körfuboltakappinn Kjartan Atli.
ÍSLENDINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014
Stefán Hilmarsson bankastjórifæddist í Reykjavík 23.5. 1925,sonur hjónanna Hilmars Stef-
ánssonar, bankastjóra Búnaðarbank-
ans, og Margrétar Jónsdóttur. Föð-
urbróðir Stefáns var Björn, prófastur
á Auðkúlu, faðir Ólafs, hagfræðipró-
fessors og alþingismanns, og Ásthild-
ar, ekkju Steins Steinars. Hilmar var
sonur Stefáns, prests á Auðkúlu,
Jónssonar. Margrét, móðir Stefáns,
var dóttir Jóns, oddvita, formanns og
kaupmanns í Vestri-Móhúsum í
Stokkseyrarhreppi Adolfssonar.
Móðir Margrétar var Þórdís, systir
Friðriks, tónskálds í Hafnarfirði.
Hún var dóttir Bjarna, kennara og
organista í Götu á Stokkseyri, bróður
Ísólfs, organista og tónskálds, föður
Páls tónskálds.
Stefán lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1945
og prófi frá lagadeild Háskóla Ís-
lands 1951. Stefán var blaðamaður á
Morgunblaðinu 1951-1952 og síðan
fulltrúi í utanríkisráðuneytinu. Stef-
án var skipaður sendiráðsritari í
Washington 1956 en lét afstörfum
þar 1962, þegar hann var skipaður
bankastjóri við Búnaðarbanka ís-
lands. Þeirri stöðu gegndi hann til
ársloka 1989.
Í minningargrein um Stefán segir:
„Faðir Stefáns tók við Búnaðarbank-
anum nánast sem litlum sparisjóði,
en gerði hann að vel stæðum banka.
Stefán kom og bætti um betur og
gerði ásamt samstarfsmönnum sín-
um bankann að stórveldi í íslenskum
bankaheimi.“
Stefán átti sæti í ýmsum nefndum
og stjórnum á vegum bankakerfisins,
þ.á m. stjórn Iðnþróunarsjóðs,
Reiknistofu bankanna og Sambands
viðskiptabankanna. Hann átti sæti í
sendinefnd Íslands á þingi Samein-
uðu þjóðanna 1967 og var í stjórn Fé-
lagsstofnunar stúdenta um árabil frá
stofnun hennar.
Stefán var kvæntur Sigríði Kjart-
ansdóttur Thors, f. 13.5. 1927, hús-
móður, en hún er dóttir Kjartans
Thors, forstjóra og aðalræðismanns í
Reykjavík, og konu hans, Ágústu
Björnsdóttur Thors. Stefán og Sig-
ríður eignuðust þrjár dætur.
Stefán lést 10.1. 1991.
Merkir Íslendingar
Stefán
Hilmarsson
108 ára
Guðríður Guðbrandsdóttir
90 ára
Þórir Stefánsson
80 ára
Leifur Ísleifsson
75 ára
Edda Kristín Clausen
Jensína Ingib.
Guðmundsdóttir
70 ára
Friðþjófur Haraldsson
Gretar L. Marinósson
Jóhann Magnússon
Karl L. Marinósson
Rafn Gestsson
Þórhallur Runólfsson
60 ára
Ásbjörn Hartmannsson
Ásta Kristjánsdóttir
Gylfi Pálsson
Gylfi Þór Þórhallsson
Jóhann Björn Arngrímsson
Páll Heimir Pálsson
Reynir Björnsson
Sigurður Benediktsson
Sólveig Kristjánsdóttir
Tómas Magnús Tómasson
Vilhjálmur Þ.
Guðmundsson
50 ára
Borghildur J.
Kristjánsdóttir
Dóra Kristín Jónasdóttir
Elías Sigurðsson
Guðbjörg Ásgeirsdóttir
Helena María Ágústsdóttir
Helga Eggertsdóttir
Norðdahl
Helgi Þór Guðbjartsson
Ingibjörg Sveinsdóttir
Ingvar Þröstur Ingólfsson
Jaroon Nuamnui
Kolbrún Þórðardóttir
Kristín Helga
Ármannsdóttir
Sólveig Þórarinsdóttir
Steinunn Kristjánsdóttir
Sverrir Már Hafsteinsson
Þorlákur Ingi Hilmarsson
Þórhildur Svavarsdóttir
40 ára
Árni Þór Jónsson
Baldvin Freyr Kristjánsson
Baldvin Valgarðsson
Bergur Pétur Tryggvason
Bogi Örn Emilsson
Emma Ingibjörg Valsdóttir
Hrönn Garðarsdóttir
Kristján Ingi Magnússon
Maríanna Hallgrímsdóttir
Petrína Þórunn Jónsdóttir
Rósa Kristín Stefánsdóttir
30 ára
Bjarni Ólafsson
Bogi Sigurbjörn
Kristjánsson
Daði Jónsson
Dagný Erla Ómarsdóttir
Dorian Robert Heaton
Knight
Ewelina Wasiewicz
Guðmundur Kári Kárason
Guenter Bauernhofer
Hjördís Ýr Bessadóttir
Hrund Jónsdóttir
Jacek Klimko
Jantira
Kaengjaroenkasikorn
Maciej Tymoteusz Fedzio
Michael Aerni
Ómar Raiss
Ruta Cekavice
Sighvatur Eiríksson
Til hamingju með daginn
40 ára Heiðbjört er Akur-
eyringur og er geislafræð-
ingur á Sjúkrahúsinu á
Akureyri.
Maki: Jón Sigtryggsson,
f. 1966, viðskiptafræð-
ingur hjá Sparisjóði S-
Þingeyinga.
Börn: Sigtryggur, f. 1997,
og Ólöf, f. 2004.
Foreldrar: Friðrik Sigur-
jónsson, f. 1946, fv. sjó-
maður, og Ólöf Guð-
mundsdóttir, f. 1946, fv.
sjómaður, bús. á Akureyri.
Heiðbjört Ida
Friðriksdóttir
30 ára Sigurða er frá
Þingeyri en býr á Ísafirði
og vinnur í Vínbúðinni.
Maki: Pétur Þór Erlings-
son, f. 1982, vélfræðingur
og vinnur í Mjólkárvirkjun.
Börn: Sandra Lovísa, f.
2009, og Sigurða Kristey,
f. 2010.
Foreldrar: Leifur Dagur
Ingimarsson, f. 1964, d.
1985, og Jónína Kristín
Sigurðardóttir, f. 1966,
vinnur á Elliheimilinu á
Þingeyri.
Sigurða Kristín
Leifsdóttir
40 ára Pétur býr í Garða-
bæ og er slökkviliðs- og
sjúkraflutningamaður.
Maki: Berglind Eik Guð-
mundsdóttir, f. 1983,
læknir á Landspítalanum.
Börn: Sóldís Sara, f.
2000, Guðmundur Ísak, f.
2011, og Katrín Eva, f.
2013.
Foreldrar: Guðmundur
Ingason, f. 1951, d. 2007,
símsmiður, og Sólfríður
Guðmundsdóttir, f. 1951,
hjúkrunarfræðingur.
Pétur Ingi
Guðmundsson
duxiana.com
D
U
X
®,
D
U
X
IA
N
A
®
a
n
d
P
a
sc
a
l®
a
re
re
g
is
te
re
d
tr
a
d
e
m
a
rk
s
o
w
n
e
d
b
y
D
U
X
D
e
si
g
n
A
B
2
0
12
.
Okkar best varðveitta
leyndarmál!
Allar götur síðan DUX var stofnað 1926 þá
hefur það verið metnaður okkar að framleiða
heimsins þægilegust rúm, því það er frábær
tilfinning að vakna úthvíldur eftir góðan
nætursvefn. Til að ná því marki höfum við hjá
DUX þróað DUX Pascal system er samanstendur
af útskiftanlegu fjaðramottum sem gera þér
kleift að sníða rúmið (stífleikann) að þínum
þörfum hvenær sem þú vilt, eins oft og þú villt.
Það er leyndarmálið að góðum svefni.
DUXIANA Reykjavik, Ármuli 10, 568 9950