Morgunblaðið - 23.05.2014, Side 11
Ljósmynd/Aron Baldurs
Klefinn Síðan 2010 hefur leikarinn Kári Viðarsson gert gamla frystihúsið upp og er hann ánægður með útkomuna.
Menningarsjóði Vesturlands, Menn-
ingarráði Snæfellsbæjar, ein-
staklingum og fyrirtækjum. Það var
ljóst eftir sumarið 2010 að ýmsir
höfðu trú á Frystiklefanum og það
varð til þess að Kári gerði húsið upp.
Tæplega 5.000 gestir
Í dag eru þrír sýningarsalir í
Frystiklefanum og í sumar verður
opnað þar farfuglaheimili. „Þetta
verður svona viðburðafarfuglaheimili
og verður opnað í júlí,“ segir Kári
sem er þekktur fyrir að fara alla leið
með það sem hann tekur sér fyrir
hendur.
Það er helst til óvenjulegt að
byrja leiklistarferilinn á einleik, eins
og Kári gerði strax að loknu námi.
„Ástæðan fyrir því að ég gerði það
var sú að ég var ferskur að koma úr
leiklistarskóla, úr námi sem hvetur
leikarann til að fara í frumsköpun og
gera þetta sjálfur. Við lærðum tækni
til að búa til leikhús sjálf frá grunni
og mig langaði til þess. Mig langaði
ekki til að koma hingað heim og sitja
og bíða eftir því að einhver myndi
hringja í mig og bjóða mér vinnu,“
segir Kári.
Þess í stað fór hann ótroðnar
slóðir og eftir því hefur verið tekið.
Margir þekkja til Frystiklefans á Rifi
og frá upphafi hafa tæplega fimm
þúsund gestir komið á leiksýningar
þar. Kári hefur haft nóg að gera utan
Frystiklefans því tækifærin sem hafa
boðist eru fjölmörg, bæði á sviði og í
sjónvarpi.
„Besta auglýsingin er að gera
eitthvað, frekar en að sitja og bíða og
vona,“ segir hann.
Gott fyrir bæjarfélagið
Á Rifi búa innan við 200 manns
og er óhætt að segja að leikhúsið hafi
haft jákvæð áhrif á bæjarlífið. „Fólk
vill búa þar sem er menning og ég
held að enginn á svæðinu geti sagt að
það sé ekki gott fyrir bæjarlífið því
þetta dregur fólk hingað og fólk kem-
ur saman til að fara í leikhús eða á
tónleika í Frystiklefanum og allt
hjálpar þetta til í svona litlu sam-
félagi,“ segir Kári.
Stórir tónleikar hafa verið
haldnir í Frystiklefanum en pláss er
fyrir allt að 400 manns. Einnig hafa
leikhópar leigt rýmin og notað undir
vinnusmiðjur. „Til dæmis er ég að fá
tvo eða þrjá leikhópa frá útlöndum í
sumar. Þá bæði gista þeir í húsinu og
vinna,“ segir hann og minnir á að það
sé stutt fyrir íbúa á höfuðborg-
arsvæðinu að skreppa á Rif.
„Það er stutt að fara í Rif. Þetta
tekur ekki nema rúma tvo tíma og
það má skoða allt Snæfellsnesið í leið-
inni. Þetta er frábær dagsferð,“ segir
Kári sem býður sem fyrr segir upp á
sérpantaðar sýningar, bæði fyrir ís-
lenska og erlenda hópa. „Í raun og
veru get ég leikið þetta hvenær sem
er svo ef fólk vill hafa þessa sýningu
með í ferð þá er sjálfsagt að hafa sam-
band og panta sýninguna,“ segir Kári
sem flytur Hetju hvort heldur sem er
á íslensku eða ensku. Ýmsir hafa not-
fært sér þetta óvenjulega form og
hefur leikhússtjórinn Kári Viðarsson
bæði tekið á móti ferðahópum og
vinnustöðum í óvissuferðum. Allar
nánari upplýsingar er að finna á
www.frystiklefinn.is.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014
Það þarf oft ekki nema litlahluti til að fá mann til aðendurhugsa allskonar.Eftir tíu tíma skóladag frá
kl. 09.00 til 19.00 á þriðjudegi (Vín-
arháskóli hefur ekki heyrt um fjöl-
skyldustefnu SHÍ) stungu rúm-
enskir vinir mínir upp á að við
fengjum okkur kokteil sem verið
var að selja bókstaflega við hliðina
á Lögbergi þeirra Vínarbúa (Vín-
arbúar aðhyllast ekki sósíalíska
áfengisvarnarstefnu ÁTVR). Sólin
var enn á himni og lofthiti í skugga
í kringum 20 gráður. Kærkominn
endir á skóladegi frá helvíti. Í stað
þess að taka sporvagninn heim
ákvað ég ásamt einum Rúmenanna
að rölta heim, búandi í 20-30 mín-
útna göngufæri við háskólann.
Gangan var stórviðburðalaus,
nema þegar kom að því að fara
yfir götu. Vínarbúar eru, ólíkt
Reykvíkingum, þrælar rauða
karlsins. Þeir standa eins og
frosnir við gangstéttar-
brúnina meðan enginn keyr-
ir yfir gatnamótin í svona
hálfa mínútu. Svo skóflast
þeir allir yfir þegar græni
karlinn mætir.
Eins og gefur að
skilja gef ég skít í
þessar tilgangs-
lausu umferð-
arreglur, og tvö-
faldan skít eftir
einn (eða tvo)
kokteila.
Framan af
gekk þetta ágæt-
lega fyrir sig. Svo fórum
við yfir á rauðu þar sem
júróhippar sátu og mót-
mæltu einhverju með
því að misþyrma lög-
um meistara Bobs
Dylan. Samúð mín
með málstað þeirra, jafnvel þótt
hann væri aukin réttarvernd fyrir
blinda kettlinga, var þar með orðin
engin.
Þegar við komum yfir götuna
stöðvaði okkur lögreglumaður, 190
sentimetra hár, álíka herðabreiður
og með hálfgerða SAS-alpahúfu, en
ekki vinalegt hvítt kaskeiti eins og
venjan er.
„Þið fóruð yfir á rauðu,“ sagði
lögreglumaðurinn.
„Ó, er það? Ég tók ekki eftir
því,“ svaraði ég á lýtalausri
þýsku. „Það er bannað,“ sagði
jötunninn. „Ég verð að sekta
ykkur. Þið getið annaðhvort
greitt núna og fengið tveir
fyrir einn af sektinni, eða
borgað hana seinna með til-
heyrandi kostnaði og veseni.
Hún verður örugglega
fjórfalt hærri þá.“
„Jahá,“ sagði ég,
og endaði með að
borga manninum
samtals 30 evrur
fyrir þessi afglöp
okkar. Sektina
hengdi ég hróð-
ugur upp á
Frægðarvegg
íbúðarinnar sem
sambýlisfólk mitt
heldur. Lifi bylt-
ingin og „fuck the
police!“
»Eins og gefur aðskilja gef ég skít í
þessar tilgangslausu
umferðarreglur.
Heimur Gunnars Dofra
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Á fallegum og notalegum stað
á 5. hæð Perlunnar
Aðeins 2.150 kr. á mann
Næg bílastæði
ERFIDRYKKJUR
Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is
Pantanir
í síma
562 0200
Alls hafa
fjórar leik-
sýningar
verið settar
upp í Frysti-
klefanum frá
upphafi:
Trúðleikur,
Góðir hálsar,
21:07 og
Hetja. Öll eru verkin hugar-
fóstur Kára, utan Trúðleiks sem
Hallgrímur H. Helgason samdi. Í
einleiknum Hetju bregður Kári
sér í tugi hlutverka og reynir
mikið á leikarann sem kemur
áhorfendum stöðugt á óvart í
hverju hlutverkinu á fætur öðru.
Öll verk eru byggð á þjóðsögum
og raunverulegum atburðum af
Snæfellsnesinu.
Geimverur
og trúðar
FRUMSAMIÐ EFNI SÝNT
Í FRYSTIKLEFANUM
Apastigi, dekkjaþraut, startsæti,
gervigras og fallvörn er á meðal
þess sem finna má á spánnýrri
hreystibraut á lóð Hagaskóla í Vest-
urbæ Reykjavíkur. Hugmyndin að
brautinni kom fram í verkefnavali
„Betri hverfa“ í Reykjavík árið 2013.
Brautin er í líkingu við brautina
sem margir þekkja úr Skólahreysti
en hún er vel búin og undir henni er
fallvörn með gervigrasi og sandfyll-
ingu.
Hugmyndin fékk 255 atkvæði í
kosningunni Betri hverfi á síðasta
ári en 5272 Reykvíkingar, 16 ára og
eldri tóku þátt í kosningunni á þessu
ári.
Alls koma 78 verkefni til fram-
kvæmda á þessu ári og á meðal þess
sem er framundan í Vesturbænum er
að fjölga ruslastömpum á völdum
stöðum, endurbæta „Leynigarðinn“
við Brekkustíg 15B og að endurnýja
leiktækin á leiksvæðinu milli Mel-
haga og Neshaga. Á öðrum stöðum í
Reykjavík verður m.a. settur upp
frisbígolfvöllur, ævintýrasvæði með
klifursamstæðu, ávaxtatré og berja-
runnar gróðursettir á grænum svæð-
um, sleðabrekkur lagfærðar og lýs-
ing sett upp fyrir skautaiðkun.
Nánari upplýsingar um fram-
kvæmdirnar er að finna á vef Reykja-
víkurborgar.
Endilega ...
... prófið nýja hreystibraut
Ljósmynd/Hörður Heiðar Guðbjörnsson
Ánægð Börnin í Vesturbænum virð-
ast harla ánægð með brautina.
Fjölbreytt Halda má tónleika fyrir allt að 400 manns í húsinu. Starfsemin er
fjarri því að einskorðast við leiksýningar þó þær leiki stórt hlutverk.