Morgunblaðið - 23.05.2014, Page 10

Morgunblaðið - 23.05.2014, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014 Malín Brand malin@mbl.is Þ egar blaðamaður sló á þráðinn til Kára snemma morguns var hann upp- tekinn við leik. Þannig er að Frystiklefinn býður hópum af öllum stærðum og gerðum að panta leiksýningar og Kári setur sýninguna upp á þeim tíma sem hóp- unum hentar. Þennan morguninn var á ferðinni íslenskur hópur og hófst sýningin klukkan hálfníu og lauk tæpum tveimur tímum síðar. En hver er þessi ungi maður sem rekur sitt eigið leikhús í 500 manna bæ á Snæ- fellsnesinu? Kári Viðarsson verður þrítugur seinna á þessu ári. Hann er frá Hellis- sandi, gekk í Menntaskólann við Sund og lærði leiklist í Bretlandi. Leiklistin hefur verið honum hug- leikin stóran hluta ævinnar. „Ég lærði leiklist við Rose Bru- ford-skólann í London en þar áður hafði ég verið í Stúdentaleikhúsinu og í leiklist í menntaskólanum. Ég fór líka í lýðskóla í Danmörku og lærði þar spuna, leikhússport, söng og fleira. Það var mjög góður skóli,“ seg- ir Kári. Beint í djúpu laugina Kári lauk náminu í Bretlandi síðla árs 2009. Hann kom heim til Ís- lands vorið 2010 og vissi þá upp á hár hvað hann langaði til að gera. „Ég fór beint í að setja upp sýninguna Hetja. Ég var með þá hugmynd í kollinum að gera einleik þegar ég kæmi heim og myndi leika heima hjá mér í Snæ- fellsbæ. Það var það fyrsta sem mig langaði að gera: Fara hingað og gera eitthvað mjög flott,“ segir hann. Kári fór að leita sér að rými þar sem hann gæti sýnt verk sitt, einleik- inn Hetju, og það var þá sem Frysti- klefinn komst á kortið. „Ég vildi ekki fara inn í hefð- bundin félagsheimili því sýningin er ekki þannig. Vildi frekar fara inn í hrátt rými og fékk að fara inn í þetta hús sem ég á núna. Ég fékk að nota frystiklefann í þessu gamla frystihúsi til að byrja með og breytti honum í leikrými og málaði hann allan svart- an, setti upp ljós og gerði hann þann- ig að hægt væri að leika þarna inni,“ segir Kári. Þá fóru hjólin að snúast og ein- leikurinn Hetja var sýndur um fimm- tíu sinnum þetta fyrsta ár. Sýningin fékk prýðilega dóma og var aðsóknin betri en vonir stóðu til. Alls hefur Kári sett upp fjórar leiksýningar í Frystiklefanum og Hetja var í pásu frá árinu 2010 þar til núna í vor. „Heimamenn voru ánægðir og þá fékk ég þessa hugmynd, að kannski væri hægt að gera meira með þetta hús því húsið stóð í raun autt. Ég fékk leyfi frá þeim sem áttu það til að byrja að gera húsið upp ef ég fengi einhvern pening í verkefnið.“ Kári fékk styrk frá Evrópusam- bandinu, Evrópu unga fólksins, „Fólk vill búa þar sem er menning“ Kári Viðarsson er ungur leikari sem hefur farið ótroðnar slóðir í leiklistinni hér á landi. Hann á sitt eigið leikhús þar sem hann sýnir oft fyrir fullu húsi. Leikhúsið heitir Frystiklefinn því til að byrja með fékk Kári afnot af smærra rými í frystihúsi staðarins, nánar tiltekið frystiklefa frystihússins. Í dag eru þrír salir í leikhúsinu sem er á Rifi og í sumar opnar Kári þar „viðburðafarfuglaheimili“. Leikhússtjórinn Kári Viðarsson rekur sitt eigið leikhús, Frystiklefann. Margslungið Rýmið í Frystiklefanum má nýta og útfæra með ýmsum hætti. Í júlí í sumar verður þar opnað farfuglaheimili samhliða leikhúsrekstrinum. Hún Lisa Eldridge er breskur förð- unarfræðingur sem heldur úti fjarska fínni vefsíðu um þessa sér- grein sína. Lisa er virt á sínu sviði, með tuttugu ára reynslu og meðal þeirra sem hún hefur farðað eru ekki minni nöfn en Cameron Diaz, Emma Watson, Kate Moss og Keira Knig- htley, og eru þá aðeins örfá nöfn nefnd á löngum lista. Á vefsíðunni hennar Lisu má finna bókstaflega allt um förðun, þar eru mjög gagnleg myndbönd með leiðbeiningum um hversdagslega „ósýnilega“ förðun, hvernig skal mála augnlokin með „smokí“ skugga, partíförðun, hraða og „gordjöss“ förðun og fleira í þeim dúr. Nú þegar sumarið er komið er ekki úr vegi að lesa ráðleggingar Lisu með sólarpúður, hvernig nota má það. Vefsíðan www.lisaeldridge.com Lisusíða Forsíðan hennar er fjölbreytt rétt eins og efnið allt. Flottar förðunarleiðbeiningar Þegar fólk yfirgefur heimili sitt og fer í sumarfrí er full ástæða til að ganga vel frá til að draga úr hætt- unni á þjófnaði. Sjóvá hefur sent frá sér atriði sem gott er að hafa í huga: Gakktu tryggilega frá gluggum og hurðum, láttu nágrannann vita þegar farið er að heiman, aldrei geyma lykla undir dyramottu eða blóma- potti, notaðu öryggiskerfið ef það er til staðar, geymdu verðmæti í her- bergjum sem hafa öryggiskerfi, skildu við gluggatjöldin eins og þú gerir venjulega. Hafðu ljós kveikt í húsinu. Biddu nágrannann um að leggja bíl í stæðið þitt af og til, setja rusl í ruslatunnuna þína á meðan þú ert í burtu. Biddu nágrannann að tæma fyrir þig póstkassann eða ýta bréfum og blöðum alla leið inn um lúguna. Stilltu heimasímann yfir á farsíma þegar þú ferð að heiman. Slepptu því að auglýsa ferðina eða fríið á samfélagsmiðlum. Geymdu ferðavagninn, kerrur og hjólhýsi á upplýstu svæði en ekki fjarri umferð. Segðu nágrannanum frá því að þú eigir ferðavagninn sem stendur innst í botnlanganum. Ekki geyma verðmæti í bílnum þín- um s.s. GPS tæki, veski, síma eða tölvur. Taktu mynd með símanum þínum ef þér finnst eitthvað grunsamlegt vera á seyði í þínu umhverfi. Upplýsingar um nágrannavörslu er að finna á www.sjova.is Undirbúið heimilin þegar haldið er í sumarfrí Er hægt að brjótast inn hjá þér? Morgunblaðið/Arnaldur Ekki bjóða hættu heim Hér er inn- brotsþjófur að störfum. Sviðsett. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Fleiri en mannfólkið þurfa að fá tannsnyrtingu reglulega, sér- staklega þeir sem eru til sýnis og mega ekki flassa skítugum tönnum framan í gesti. Tennur þessara flóð- hesta voru burstaðar á dögunum með hálfgerðum kústum og virtust þeir kunna því vel. Þeir eiga heima í dýragarði austur í Kína í Qingdao, en þegar heitt er í veðri yfir sum- arið eru tennur þessara flóðhesta burstaðar tvisvar í viku. Að mörgu þarf að huga AFP Skrúbb Eins gott að bursta vel. Tennur flóð- hesta burstaðar Strípur Rótarlitun • WOW 6 litir • WOW endist á milli þvotta • WOW þekur grá hár • WOW lýsir dökka rót • WOW tekur augnablik HÁR Dreifingaraðili Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305 ÓMISSANDI Í TÖSKUNA Þetta er það næsta sem þú getur ekki verið án!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.