Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Á Akureyri þykir baráttan fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar hafa verið hófstillt að minnsta kosti til þessa, segja viðmælendur Morg- unblaðsins sem þekkja til bæj- armála þar. Þeir telja þetta athygl- isvert, því ýmis stórmál séu í deiglu og þau þurfi að ræða. Nefna megi nýtt skipulag miðbæjarins sem og fjármál sveitarfélagsins, sem lítið hafi verið rædd. En hvað veldur þessu dauflyndi? Greinendur nyrðra telja líklega skýringu þá að fulltrúar flokkanna veigri sér við að rugga bátnum af ótta við að fá á sig harða gagnrýni til baka. Reynslan skiptir máli „Á næstu árum er mikilvægt að huga að uppbyggingu sterkari inn- viða samfélagsins. Áherslur okkar miðast við þetta,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri. Í þessu samhengi nefnir hann skóla- og velferðarmál, en á þeim sviðum hafi mikið verið skorið niður á síð- ustu árum. Úr því verði að bæta, nú þegar búið er að byggja skóla, menningarhús og íþróttamannvirki. „Við bendum líka á að af þeim sem líklegir eru til að ná kjöri í bæj- arstjórn er ég sá eini sem áður hef- ur setið þar heilt kjörtímabil. Reynsla skiptir máli,“ segir Guð- mundur Baldvin. Velferð í breiðri merkingu er áherslumál Bjartrar framtíðar. Margrét Kristín Helgadóttir, sem skipar efsta sæti lista framboðsins, tiltekur eflt grunnskólastarf, aukið tómstundaframboð fyrir börn og unglinga og að bæta þurfi aðgengi að heilsugæslu og fleiru. Í nýlegri könnun Morgunblaðsins mældist Björt framtíð á Akureyri með 20,6% fylgi en í könnun bæj- arblaðsins Vikudags, sem út kom í gær, mældist það 13,4%. „Við erum nýtt framboð og sjálfsagt skýrir það að einhverju leyti hvers vegna fylgið dalar. En þar sem við höfum ekki boðið fram áður er þó mjög gott að við almennt komumst á dagskrá og að Björt framtíð sé raunverulegur valkostur meðal kjósenda,“ útskýrir Margrét Krist- ín. Segir stefnuna setta á að Björt framtíð fái tvo fulltrúa í bæj- arstjórn Akureyrar Orkan sé öruggari Á líðandi kjörtímabili hefur L- listi fólksins, sem eftir ýmsar vend- ingar heitir nú L-listinn – bæjarlisti Akureyrar, haft hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Nú mælist fylgið um 20%. „Í samtölum við bæjarbúa finnum við að þeim líkar hvernig bænum hefur verið stjórnað síðustu ár. Ýmis mál ber þó á góma þar sem við komum, íbúarnir vilja betri snjómokstur og atvinnurekendur um nauðsyn á auknu framboði raf- orku á svæðið vegna uppbyggingar atvinnutækifæra og annars,“ segir Matthías Rögnvaldsson, oddviti listans. „Nú mælist fylgið um 21% en við setjum stefnuna á 27% svo það er verk að vinna,“ segir Gunnar Gísla- son, leiðtogi Sjálfstæðisflokks. Í rabbi við kjósendur segir Gunnar marga hafa nefnt skipulagsmál. Þrenging Glerárgötu í miðbænum, þar sem hringurinn liggur mælist misjafnlega fyrir. Þá nefnir fulltrúi atvinnulífsins að styrkja þurfi orku- flutninga inn á Eyjafjarðarsvæðið. Í þeim efnum sé staðan brothætt sem standi mörgu fyrir þrifum. Bæta í eftir niðurskurð Samfylkingin á Akureyri sækir í sig veðrið. Í könnun Morgunblaðs- ins á dögunum mældist fylgið 9,5 en er skv. könnun Vikudags í gær komið í 14,4%. Það er innistæða fyrir tveimur mönnum í bæj- arstjórn. „Þegar hagur samfélags- ins er að vænkast er mikilvægt að jafnaðarstefna eigi öfluga talsmenn í bæjarstjórn,“ segir Logi Már Ein- arsson sem fer fyrir lista flokksins. „Í samtölum við starfsfólk skóla og félagsþjónustu kemur fram að því þykir vegna fjárskorts lítið svig- rúm til að veita þjónustu. Því verð- ur að bæta úr eftir niðurskurð.“ Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti VG, segir launajafnrétti í öndvegi á stefnuskránni. Fái flokkurinn tæki- færi ætli bæjarfulltrúar hans að beita sér fyrir því að bæjarstarfs- menn með laun undir meðaltali á landsvísu fái kjarabætur. Slíkt smiti út frá sér, enda sé Akureyrarbær stór vinnuveitandi. „Þegar hagur fólks og fyrirtækja vænkast er mik- ilvægt að kökunni sé skipt af sann- girni,“ segir Sóley Björk. Sterkari innviðir og sanngjörn skipting köku  Dauflyndi í baráttunni á Akureyri  Skipulagsmál, betri skólar og heilsugæsla í deiglu  L-listinn og BF skora MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014 KOSNINGABARÁTTAN AKUREYRI, AKRANES OG FJARÐABYGGÐ Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ýmis málefni hafa staðið upp úr í kosningabaráttunni á Akranesi, en þeirra á meðal eru skipulagsmál og framtíðarskipan skólamála, þar sem grunnskólarnir tveir á staðnum séu við það að verða of litlir fyrir þann fjölda sem sækir þá. Í samtölum við oddvita flokkanna kom fram að þeir voru sammála um að brýnt væri að taka á þeim vanda og að nokkur snertiflötur væri þar á með flokk- unum, en að ræða þyrfti hvort búa ætti til sérstaka unglingadeild eða byggja nýjan skóla. Ráðdeild og hagsýni Ólafur Adolfsson, oddviti Sjálf- stæðisflokksins á Akranesi, segir að sér lítist vel á stöðuna, en flokkurinn mælist nú í könnunum með fjóra menn af níu í bæjarstjórn. „Við telj- um okkur hafa meðbyr og erum að vinna í að nýta hann sem best.“ Ólaf- ur segir að flokkurinn hafi einkum lagt áherslu á tvennt. „Grunnstefið er að reka bæinn með glans, við vilj- um sýna ráðdeild og hagsýni við rekstur bæjarins og á grundvelli þess búa til þá fjármuni sem geta fóðrað hina málaflokkana,“ segir Ólafur. Hann segir nokkur atriði brenna á. „Við erum til dæmis með skóla sem er kominn að þolmörkum, það skortir nokkuð á í viðhaldi og fegrun bæj- arins og svo mætti lengi telja.“ Ólaf- ur segir að flokkurinn vilji að bæj- arbúar njóti afraksturs sparnaðarins í formi lækkaðra gjalda. Góðar viðtökur Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar, segir að samtal flokksins við bæjarbúa gangi vel. Viðtökurnar hafi alls staðar verið góðar og góður hljómgrunnur fyrir boðskap hans, sem sé mikilvægt fyrir nýtt framboð, en Björt framtíð er næststærsti flokkurinn samkvæmt síðustu könnun Félagsvísindastofn- unar fyrir Morgunblaðið. „Við erum ekki með loforðalista, heldur leggjum áherslu á samráð á milli stjórnsýsl- unnar og bæjarbúa,“ segir Vilborg Vaxtarverkir á Akranesi  Málefni grunnskólans í brennidepli DÚKAR OG SERVÍETTUR Mikið úrval af fallegum dúkum og servíettum í ýmsum stærðum og gerðum Lítið við ogskoðið úrvalið Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri Sími 588 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Beis eða hvítur dúkur Verð frá kr. 4.190 teg. Polyester Stærðir: 150x220, 150x250, 150x300, 150x320 Hvítur dúkur Verð frá kr. 4.690 teg. Polyester Stærðir: 150x220, 150x250, 150x300 Hvítar servíettur teg. Polyester 6 stk. í pakka kr. 1.800 Blúnda ásamt undirdúk, 2 saman í kassa. Verð frá kr. 7.650 teg. Polyester Stærðir: 160x220, 160x250, 160x300 Drapplitaður hördúkur með servíettum. Verð frá kr. 9.200 Stærð 160x230, 160x280

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.