Morgunblaðið - 23.05.2014, Síða 17
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Meiri líkur eru á því en minni að
stuðningur við ríkisstjórnina muni
minnka frekar á þeim þremur árum
sem eftir eru af kjörtímabilinu. Það
er í öllu falli mun sennilegra en að
stuðningurinn fari aftur yfir 50%.
Þetta er mat Ólafs Þ. Harðarson-
ar, prófessors í stjórnmálafræði við
Háskóla Íslands, sem vísar til þró-
unar í stjórnmálunum á síðari árum.
Í dag er ár liðið síðan ríkisstjórn
Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks tók við völdum. Skv. síðasta
Þjóðarpúlsi Gallups styður nú tæp-
lega 41% þjóðarinnar stjórnina.
Að sögn Ólafs var byrjað að mæla
stuðning við ríkisstjórnir með þeim
hætti sem nú er gert árið 1994.
Síðan þá hafi stuðningur við ríkis-
stjórn fyrst farið undir 40% árið
2004, þegar ríkisstjórn Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks var við
völd. Stuðningur við ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
hafi síðan farið undir 40% á síðustu
mánuðum hennar. Stuðningur við
minnihlutastjórnina sem var mynd-
uð 1. febrúar 2009 hafi mælst 65%.
Undir 40% eftir 14 mánuði
Þegar stjórnarsáttmáli vinstri-
stjórnar Samfylkingar og VG var
kynntur 10. maí 2009 hafi stuðning-
urinn mælst um 61%. Stuðningur-
inn hafi síðan minnkað og farið und-
ir 40% í fyrsta sinn í júlímánuði
2010, 14 mánuðum eftir stjórnar-
myndun. „Það sem eftir lifði kjör-
tímabils var stjórn Jóhönnu Sigurð-
ardóttur að rokka í kringum
þriðjungs fylgi,“ segir Ólafur og
nefnir til samanburðar að stuðning-
ur við núverandi ríkisstjórn hafi
mælst 62% þegar hún var mynduð
en farið undir 40% í fyrsta skipti í
mars 2014, um tíu mánuðum eftir
myndun hennar.
„Til þess að skilja hvað skýrir
þetta er skynsamlegt að horfa á
mjög mismunandi gengi stjórnar-
flokkanna frá kosningunum. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur á þessum
tíma í flestum könnunum aðeins
dalað en ekki mikið. Hann hefur
gjarnan verið með í kringum 25%
stuðning. Það er svipað og í kosn-
ingunum 2013. Mestallt kjörtímabil
vinstristjórnarinnar var stuðningur
við Sjálfstæðisflokkinn að rokka í
kringum 35%, plús eða mínus 3%.
Eftir Icesave-dóminn í janúar 2013
fer flokkurinn undir 30% og hefur
verið það síðan,“ segir Ólafur.
Stuðningurinn minnkaði hratt
„Mestallan tíma vinstristjórnar-
innar var Framsóknarflokkurinn
með um 15% stuðning. Það er ekki
fyrr en eftir Icesave-dóminn sem
hann rýkur upp. Hann bætir við sig
10% í kosningunum. Flokkurinn er
síðan búinn að tapa því fylgi aftur í
ágúst 2013. Þá er hann kominn nið-
ur í 16%,“ segir Ólafur sem kveðst
aðspurður ekki hafa séð tölur um
það hvert fylgið frá Framsókn hafi
farið. Í síðustu kosningum hafi
Framsókn fengið fylgi frá öllum
flokkum.
„Almennt séð er mjög óvenjulegt
að ríkisstjórnir séu með undir 40%
fylgi. Við sjáum það að vísu á kosn-
ingarannsóknum, þegar spurt er um
ánægju með ríkisstjórnir eftir kosn-
ingar, að tilhneigingin hefur verið
sú að kjósendur eru gagnrýnni á
ríkisstjórnir. Fylgispekt er að
minnka. Kjósendur virðast vera
kröfuharðari en áður var,“ segir
Ólafur.
„Fyrsta almenna skýringin á
fylgistapi ríkisstjórnarinnar er að
víða á Vesturlöndum er erfitt að
vera í ríkisstjórn upp á fylgi, þ.e.a.s.
það er mjög algeng tilhneiging að
stjórnarflokkar tapi stuðningi,“ seg-
ir Ólafur sem leiðir að því líkur að
miklar væntingar sem byggðar voru
upp um umskipti í efnahagsmálum
með nýrri stjórn og um umfang
leiðréttingar, ásamt fyrirheitum
varðandi verðtrygginguna, skýri
einnig fylgistapið. Horfir hann þar
einkum til Framsóknarflokksins.
„Það er mjög erfitt fyrir ríkisstjórn-
ina að snúa þessu sér í hag.“
Stjórnin tapaði fljótt
miklu af kjörfylgi
Prófessor telur meiri líkur en minni að stuðningurinn minnki
Morgunblaðið/Eggert
Á Laugarvatni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni
Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, handsala stjórnarsamstarfið.
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014
Spurður hvort það sé að verða
ólíklegt að hér á landi verði aftur
myndaðar tveggja flokka stjórnir
segir Ólafur það hugsanlegt.
„Það hefur alltaf verið hægt að
mynda tveggja flokka stjórnir á Ís-
landi en það hefur ekki byggst á
vinstri flokkunum, heldur því að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur gjarn-
an verið með 35-40% fylgi. Við
myndun tveggja flokka stjórna gat
Sjálfstæðisflokkur alltaf valið sér
samstarfsflokk, eins og við sáum
2007 þegar Geir H. Haarde valdi
milli VG og Samfylkingar.
Í nágrannalöndunum hafa stóru
flokkarnir verið að minnka. Krata-
flokkarnir voru 40% flokkar í
Skandinavíu en fá nú oft 25-30% í
kosningum.
Flokkar í
Skandinavíu fá
nú sjaldan
meira en 30%.
Þá verða
þriggja flokka
stjórnir oft eini
kosturinn. Við
gætum jafnvel
verið að sigla
inn í slíkt
landslag,“ segir Ólafur sem telur
að málamiðlanir geti orðið meiri
en verið hefur. Hann segir tveggja
flokka stjórnir á Íslandi hafa
reynst stöðugri en þriggja flokka
stjórnir. Þær síðarnefndu hafi oft-
ar sprungið.
Tveggja flokka stjórnir á útleið
LANDSLAGIÐ BREYTIST
Ólafur Þ.
Harðarson
Gunnlaugur Auðunn Árnason
Stykkishólmur
Breytingar verða á ferjusamgöngum
yfir Breiðafjörð í haust. Sæferðir ehf.
í Stykkishólmi hafa ákveðið að kaupa
stærri ferju til siglinga yfir Breiða-
fjörðinn. Ferjan kemur frá Hollandi
og er svipuð þeirri ferju sem nú er í
siglingum, en er lengri og tekur fleiri
bíla. Nýja ferjan er 77 metra löng og
getur flutt 60 fólksbíla í hverri ferð í
stað 40 bíla með núverandi ferju.
Pétur Ágústsson, framkvæmda-
stjóri Sæferða, segir að ferjan Baldur
geti ekki lengur sinnt öllum farþeg-
um og bílum á mestu álagstímum.
Auk þess hafa þungaflutningar að
vetrarlagi aukist mikið sl. tvö ár með
tilkomu nýrra fyrirtækja á sunn-
anverðum Vestfjörðum. Í töluvert
langan tíma hefur verið kannaður
möguleiki á að kaupa stærri ferju.
Núverandi ferja var sett á sölulista
sem er ein af forsendum breyting-
anna og mál standa þannig að skrif-
að verður undir sölusamning í lok
mánaðar og skipið verður selt úr
landi. Sæferðir hafa tryggt sér aðra
ferju frá Hollandi sem kemur til
landsins í september. Hún hefur
50% meira bílapláss auk ýmissa ann-
arra kosta fram yfir þá gömlu eins
og meiri lofthæð fyrir bíla.
Pétur segir að þungaflutningar
hafi aukist mikið að undanförnu og
líkur eru á að sú þróun haldi áfram.
Að sögn Péturs er ekki hægt að
fylgja þessari þróun eftir nema með
stærri ferju.
Ný ferja til siglinga
yfir Breiðafjörð
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Breiðafjörður Ferjan Baldur er orðin of lítil og verður seld.
Hæstiréttur hefur staðfest sakfell-
ingu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli
gegn 33 ára karlmanni, Gintaras
Bloviescius. Hann var dæmdur í
þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir
sérstaklega grófa nauðgun og til að
greiða fórnarlambi sínu 1,2 milljónir
króna. Einn dómari Hæstaréttar
skilaði séráliti og taldi að sýkna bæri
manninn.
Bloviescius var sakfelldur fyrir að
nauðga konu aðfaranótt sunnudags
22. apríl 2012 á heimili sínu í Hafn-
arfirði. Beitti hann ofbeldi og hót-
unum og annars konar ólögmætri
nauðung til að ná fram vilja sínum.
Stúlkan var með áverka á hálsi og
marbletti eftir árásina. Þá er hún
haldin mikilli vanlíðan og greindist
með áfallastreituröskun. Í niður-
stöðu héraðsdóms, sem Hæstiréttur
vísar til, segir að sú aðferð sem mað-
urinn beitti, að taka stúlkuna ítrekað
hálstaki og herða að, hafi verið sér-
staklega gróf.
Ólafur Börkur Þorvaldsson skilaði
séráliti. Í því segir að héraðsdómur
hafi metið framburð konunnar trú-
verðugan en Bloviescius ótrúverðug-
an.
„Taldi dómurinn meðal annars
misræmi í frásögn hennar eiga sér
eðlilegar skýringar auk þess sem
það hefði ekki varðað atvik sem
mesta þýðingu hefðu í málinu og
ákæra lyti að, eins og komist var að
orði. Af því sem áður segir verður þó
ekki litið fram hjá þessu misræmi við
úrlausn málsins.
Þá verður ekki fallist á með hér-
aðsdómi að misvísandi frásögn [kon-
unnar] um framkvæmd sjálfs verkn-
aðarins hafi ekki þýðingu. Tel ég
samkvæmt öllu framansögðu að ætla
verði að sönnunarmat héraðsdóm á
munnlegum framburði sé í veruleg-
um atriðum ekki fullnægjandi,“ seg-
ir í áliti Ólafs Barkar.
Fangelsi fyrir grófa nauðgun
Beitti ofbeldi og hótunum til að ná fram vilja sínum