Morgunblaðið - 23.05.2014, Page 23
BAKSVIÐ
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Sprengjuárás í kínversku borginni
Urumqi, höfuðborg Xinjiang-héraðs,
sem grandaði 31 manni er aðeins
nýjasta dæmi um ofbeldi sem á ræt-
ur sínar í togstreitu á milli þjóðar-
brota og trúarbragða í vesturhluta
Kína. Tugir manna hafa fallið á und-
anförnum árum bæði innan héraðs-
ins og utan.
Tveimur bílum var ekið í gegnum
mannþröng í verslunargötu í borg-
inni rétt fyrir klukkan átta að
morgni í fyrradag. Bílunum var ekið
yfir fólk og var sprengjum kastað út
úr þeim á ferð. Á endanum rákust
bílarnir saman og sprakk annar
þeirra. Vitni segja að eldtungurnar
hafi náð hæð sem svarar einnar
hæðar húsi upp í loftið.
Þegar yfir lauk lá 31 í valnum og
um níutíu manns voru sárir. Héraðs-
yfirvöld segja að um sérlega ógeð-
fellda hryðjuverkaárás hafi verið að
ræða og Xi Jinping, forseti Kína,
hefur heitið því að hryðjuverka-
mönnunum verið refsað harðlega.
Vilja eigið ríki
Í Xinjiang býr fólk af þjóðarbroti
Uighur-manna sem eru menning-
arlega frábrugðnir meirihluta Kín-
verja sem eru af Han-ætt. Þeir eru
að mestu leyti múslímar og tala
tungumál sem kemur af tyrkneskri
rót. Aðskilnaðarsinnar í Xinjiang,
þar á meðal herskáir íslamistar, fýsa
þess að stofna sitt eigið ríki, Austur-
Túrkestan.
Óeirðir áttu sér stað í héraðinu ár-
ið 2009 þegar hundruð heimamanna
gengu berserksgang og brutu allt og
brömluðu. Fleiri tugir manna féllu í
skærum þjóðarbrota á svæðinu þá.
Sjálfir segir Uighur-menn að and-
óf þeirra sé viðbragð við ofríki kín-
verkskra stjórnvalda sem kúgi þá
trúarlega og mismuni þeim. Þessu
hafa stjórnvöld alfarið neitað og
skella skuldinni á aðskilnaðar-
sinnana sem gangi fram með hryðju-
verkum.
Bein tengsl við kúgunina
Mótmæli og óeirðir hófust á nýjan
leik í fyrra og talið er að um hundrað
manns hafi fallið þá. Árásin nú og
þær sem hafa átt sér stað síðustu
misseri benda hins vegar til þess að
óbreyttir borgarar séu í auknum
mæli skotmark árása en þær hafa
yfirleitt beinst að lögreglustöðvum í
gegnum tíðina.
Stjórnvöld í Beijing hafa kennt
aðskilnaðarsinnum Uighur-manna
um árásir sem hafa átt sér stað und-
anfarið en engin samtök hafa geng-
ist við þeim með trúverðugum hætti.
Í fyrra óku þrír Uighur-menn bíl
inn í hóp fólks í sjálfsmorðsárás
nærri Forboðnu borginni á Torgi
hins himneska friðar og felldu tvo
ferðamenn. Í mars réðst hópur fólks
inn í lestarstöð í borginni Kunming í
suðvesturhluta Kína og stungu eða
skáru 29 manns til bana.
Í síðasta mánuði sprakk sprengja
á lestarstöð í Urumqi með þeim af-
leiðingum að einn fórst, auk tveggja
árásarmanna, og 79 slösuðust.
Óumflýjanlegt virðist að stjórn-
völd herði enn takið í Xinjiang en
það gæti hins vegar skapað enn
frekari jarðveg fyrir andóf.
„Versnandi aðstæður eru í beinum
tengslum við kúgunartilburði Beij-
ing. Óbærileg kúgun og örvænting
hrekur fólk út í að berjast,“ segir
talsmaður þings Uighur-manna í út-
legð.
AFP
Öryggi Kínverskir hermenn ganga í takt í borginni Chongqing í suðvesturhluta landsins um helgina. Öryggisráðstafanir hafa verið hertar í mörgum borg-
um vegna fjölda blóðugra árása á óbreytta borgara á undanförnum vikum og mánuðum. Aðskilnaðarsinnum í Xinjiang hefur verið kennt um árásirnar.
Blóðugasta árásin til þessa
31 lét lífið í árás á markað í Urumqi
Eldfimt ástand í vesturhluta Kína
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014
Norskir rétt-
armeinafræð-
ingar fjar-
lægðu hjarta
og heila úr lík-
um um 700
barna í rann-
sóknarskyni
án þess að láta
foreldra
þeirra vita eða fá samþykki þeirra.
Þetta var hluti af rannsókn á
vöggudauða sem hófst árið 1984 og
stendur ennþá yfir. Vísindamenn-
irnir settu sílíkon í staðinn fyrir líf-
færin áður en líkunum var skilað til
þess að þau yrðu grafin. Yfirmaður
rannsóknarinnar segir að ekki hafi
verið leitað samþykkis foreldranna
til að hlífa þeim við óþarfa þján-
ingum. Hann telur enga ástæðu til
að biðjast afsökunar. Rannsókn-
irnar hafi m.a. átt þátt í því að finna
útskýringu á því hvers vegna
vöggudauði á sér stað. Engu að síð-
ur segir hann að eftirlit með rann-
sóknunum hafi verið hert und-
anfarin ár.
NOREGUR
Fjarlægðu heila 700
látinna ungbarna
Það hefur
verið þekkt
aðferð hjá
verslunum að
koma sælgæti
fyrir við
kassana svo
að við-
skiptavin-
urinn falli í
freisti á meðan hann bíður eftir
afgreiðslu.
Nú hefur stærsta matvöruversl-
anakeðja Bretlands, Tesco,
ákveðið að banna sætindi á köss-
unum eftir að skoðanakönnun
sýndi yfirgnæfandi stuðning við-
skiptavina fyrirtækisins við þá
ráðstöfun.
„Við vitum öll hve auðvelt það
er að falla fyrir sætindum við
kassann og við viljum hjálpa við-
skiptavinum okkar að lifa heil-
brigðara lífi,“ segir Philip
Clarke, framkvæmdastjóri Tesco.
BRETLAND
Banna sætindi við
afgreiðslukassana
Uighur-menn eru um 45% íbúa í
Xinjiang-héraði en um 40% eru
Kínverjar af Han-ætt.
Héraðið er ríkt að auðlindum og
á landamæri að Mið-Asíuríkjum. Til
skamms tíma áttu Uighur-menn
sjálfstæða ríkið Austur-Túrkestan
en kínverska ríkið braut það aftur
undir sig árið 1949.
Síðan þá hefur fjöldi Han-
Kínverja sest að í héraðinu. Í kjöl-
farið hafa Uighur-menn óttast að
það grafi undan hefðbundinni
menningu þeirra.
Undanfarnar
vikur hafa kín-
versk yfirvöld
hert tökin í hér-
aðinu vegna
endurtekinna
árása. Þau hafa
m.a. handtekið
og ákært tugi
manna fyrir að
dreifa áróðri og
að framleiða vopn. Fyrr í vikunni
voru tæplega 40 sakfelldir fyrir
slíkar sakir í Urumqi.
Óttast að tapa menningu sinni
TÆPLEGA HELMINGUR ÍBÚA UIGHUR-MENN
Sérsveitarmenn
standa vörð.
Ertu að nýta alla næringu úr
vítamíninu þínu?
• Bætir ónæmiskerfið
• Hressir, kætir og
eykur orku
• Bætir geðið og
eykur virkni
• Gott gegn streitu
• Fyrir fólk á
öllum aldri
Epresat fljótandi fjölvítamín er framleitt fyrir þá sem eiga erfitt með
að taka töflur og hylki eða nýta ekki nógu vel næringarefnin í því
formi. Epresat vítamínin og steinefnin eru blönduð með
jurtum sem örva meltinguna og sjá til þess að sýrustig
magans haldist jafnt og upptaka næringarefnanna
verði semmest.
Nánari upplýsingar á www.heilsa.is
Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum
Ný ríkisstjórn Narendra Modi á Indlandi ætlar að beisla
sólarorku til þess að sjá hverju heimili í landinu fyrir
nægri orku fyrir að minnsta kosti eina ljósaperu fyrir
árið 2019. Það hljómar ef til vill ekki metnaðarfullt en
um það bil 400 milljónir manna hafa ekki aðgang að raf-
magni í landinu. Gangi áformin eftir gæti hvert heimili
haft orku fyrir tvær ljósaperur, eldavél og sjónvarp.
Sem ríkisstjóri í Gujarat stóð Modi fyrir fyrstu hvata-
verkefnum fyrir meiriháttar nýtingu sólarorku á Ind-
landi árið 2009. Fulltrúi BJP-flokks hans segir að vist-
væn orka verði lykillinn að orkustefnu stjórnarinnar.
INDLAND
Beisla sólina til að færa fólki rafmagn