Morgunblaðið - 23.05.2014, Side 20

Morgunblaðið - 23.05.2014, Side 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014 Yfirlýsingar um að lífeyrissjóðirnir muni flytja verulega fjármuni úr landi með tilheyrandi eignaverðs- hruni við losun fjármagnshafta standast illa skoðun. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka en þar er bent á að erlendar eignir sjóðanna séu um þessar mundir í svipuðu hlutfalli við heildareignir og verið hefur undanfarin sautján ár. Um 22% af hreinni eign til greiðslu lífeyris eru nú í erlendum eignum. Við þetta mætti bæta skráðum félögum sem eru með tekjur í erlendum gjaldeyri. Greinendur Íslandsbanka segja að fyrir utan þá staðreynd að hlut- fallið sé ekki óeðlilega lágt í sögu- legu samhengi, þá verði að líta til þess að of mikill þrýstingur á að selja eignir myndi hitta sjóðina sjálfa verst fyrir með lækkandi eignaverði. Telja þeir að lífeyris- sjóðirnir muni ennfremur ekki flytja fjármuni úr landi á hvaða gengi sem er, enda geti raunávöxtun af erlend- um eignum orðið þeim mun rýrari ef þær hafa verið keyptar á talsvert lægra raungengi krónu en gildir þegar kemur að innlausn. Líklegra sé því, að mati greinenda bankans, að sjóðirnir fari þá leið að ráðstafa hluta innflæðis umfram líf- eyrisgreiðslur til fjárfestinga utan landsteinanna þegar rýmkað verður um höftin, en hrófli síður við inn- lendu eignasafni sínu í þessu skyni. Sé litið til sögulegrar þróunar þá fór hlutfall erlendra eigna sjóðanna hæst í 32,6% í nóvember 2008 en vegna gengisfalls krónunnar og lækkandi markaðsvirðis innlendra eigna mánuðina á undan hækkaði hlutfall erlendra eigna. Í dag er hlutfallið svipað og um mitt ár 2005 en á því tímabili sem mælingar Seðlabankans ná yfir hefur það að meðaltali verið 21,3%. Verulegt útflæði ólíklegt  Hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða ekki óeðlilegt í sögulegu samhengi Morgunblaðið/Ómar Lífeyrir Hlutfall erlendra eigna 22% Stuttar fréttir ... ● Miðað við vænt- ingar markaðsaðila á skuldabréfa- markaði verður tólf mánaða verðbólga að meðaltali 2,4% á öðrum og þriðja ársfjórðungi, sem er um 0,4-0,6 pró- sentum minni verðbólga en gert var ráð fyrir í síð- ustu könnun Seðlabankans. Vænta markaðsaðilar þess að árs- verðbólga verði 3,1% eftir eitt ár og 3,5% eftir tvö ár. Telja þeir að vextir Seðlabankans haldist óbreyttir í 6% fram á fyrsta fjórðung 2015 en hækki þá í 6,25% og síðan 6,5% eftir tvö ár. Gera ráð fyrir minni verðbólgu en áður SÍ Verðbólga verði 3,1% eftir eitt ár. jafnframt spánskt fyrir sjónir að samkvæmt IMD væri landbúnaður hér á landi öflugur. Veikleikarnir væru háir skattar, lítill hvati til fjárfestinga miðað við það sem gengi og gerðist alþjóð- lega, fjárfesting væri lítil sem hlut- fall af vergri landsframleiðslu, at- vinnulífið einhæft, lítill aðgangur að fjármagni vegna fjármagnshaft, gjaldmiðillinn væri veikburða og hagkerfið fámennt. Fjórir þættir Mæling IMD byggist á fjórum þáttum: efnahagslegri frammi- stöðu, skilvirkni hins opinbera, skil- virkni atvinnulífs og samfélagsleg- um innviðum. Björn sagði að Ísland hefði bætt stöðu sína á þessum fjórum sviðum milli ára. Mest hefði framförin verið í efnahagslegri frammistöðu. Verðlag væri mun stöðugra sem helgaðist af því að verðbólga hefði minnkað á milli ára. „Framleiðni batnar nokkuð milli ára en við erum þrátt fyrir það langt á eftir grannríkjum okkar, sérstaklega hvað varðar innlenda þjónustu. Það stafar af því að hún eru að miklu leyti varin fyrir er- lendri samkeppni,“ sagði hann og nefndi að viðhorf gagnvart alþjóða- væðingu, alþjóðaviðskiptum og er- lendri fjárfestingu væri nú nei- kvæðara. Ísland skipar neðsta sætið af Norðurlöndunum  Samkeppnishæfni Íslands fer upp um fjögur sæti á milli ára og er nú í 25. sæti BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Samkeppnishæfni Íslands hefur batnað og fer upp um fjögur sæti á milli ára, í 25. sætið, samkvæmt samantekt svissneska viðskiptahá- skólans IMD. Fyrir fjórum árum vermdi Ísland 30. sætið. Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, sagði á kynningarfundi að hin löndin á Norðurlöndum stæðu Íslandi mun framar á þessu sviði og benti á að Svíþjóð væri 20 sætum fyrir ofan Ísland. Könnunin byggðist á hag- tölum og stjórnendakönnunum. Hugmyndin um samkeppnis- hæfni þjóða byggðist á því að lönd kepptu um fjármagn og vinnuafl, líkt og fyrirtæki keppi sín á milli um að vaxa. „Þjóðir sem eru sam- keppnishæfar hafa betri forsendur til að vaxa til lengri tíma litið og bæta lífskjör þegna sinna,“ sagði hann á fundi á vegum Íslandsbanka og Viðskiptaráðs í Hörpu í gær. Gott aðgengi að auðlindum Hrafn Árnason, forstöðumaður stýringar eigna hjá Íslandssjóðum, sagði að samkvæmt IMD væru styrkleikar landsins gott aðgengi að auðlindum; orku, fiski og vatni ásamt hæfu og sveigjanlegu vinnu- afli, og efnuðum ferðamönnum. Innviðir landsins væru góðir og til- tók hann heilbrigðis- og mennta- kerfið, flugsamgöngur, fjarskipta- kerfi og hagstæða löggjöf fyrir atvinnuveitendur. Það kæmi honum Samkeppnishæfni landa 1. Bandaríkin 2. Sviss 3. Singapúr 4. Hong Kong 5. Svíþjóð 23. Kína 24. Ísrael 25. Ísland 26. Suður-Kórea 27. Frakkland 5. Svíþjóð 9. Danmörk 10. Noregur 18. Finnland 25. Ísland Norðurlöndin Heimild: IDN,Viðskiptaráð Íslands                                     !  ! "# "! #! " $ ! #!# $!  %&'() '*'     +,%-%*./ ,&*'0'12% 34*'1.4 "!# 5#" ! "$ 5" #! "$5 # # $## "#! 5 ! " $ 5 5 #!! " "! " #!5 $!" "$5 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Stjórn Símans hefur samþykkt að út- víkka ISO-vottun fyrirtækisins. Nú mun ISO27001-vottun stjórnkerfis upplýs- ingaöryggis ekki aðeins gilda á fyr- irtækjamarkaði heldur einnig ná til þjónustu við einstaklinga. Síminn er eina íslenska fjarskiptafyrirtækið með ISO-vottað stjórnkerfi upplýsinga- öryggis, segir í tilkynningu. „Þessi staðall tryggir trausta vinnu og að við notum rétt handtök og náum betri árangri á markaði,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans, í tilkynn- ingu. Síminn ISO-vottar upplýsingaöryggi Forstjóri Orri Hauksson var ráðinn forstjóri Símans í febrúar. Sigríður Benediktsdóttir, fram- kvæmdastjóri fjármálastöð- ugleikasviðs Seðlabanka Íslands, sagði að henni þætti umræðan um fjármagnshöft snúast um of um mögulegan kostnað við afnám hafta, en ekki nóg um kostnaðinn við að hafa höftin. Auk þess heyrð- ist oft að gæta þyrfti að því að krónan væri sterk. En Sigríður sagði að krónan ætti hvorki að vera sterk né veik heldur þyrfti hún að vera „rétt“. Það leiddi til þess að framleiðsluþættir færu á réttan stað í hag- kerfinu. Þá gæti hagvöxtur verið góður til fram- búðar. Gjaldeyrishöft leiddu til þess að framleiðsluþætt- ir yrðu skakkir. Því lengur sem gjaldeyrishöftin vöruðu því meiri líkur á að fram- leiðsluþættir færu á rangan stað og staða landsins versnaði. Umræðan ekki í réttum farvegi EKKI NÓGU MIKIÐ RÆTT UM HVAÐ FJÁRMAGNSHÖFT KOSTI Sigríður Benediktsdóttir Syrusson Hönnunarhús Síðumúla 33 Syrusson - alltaf með lausnina! STÓLLINN STABBI Staflanlegur Verð í áklæði ISK 28.900,- Verð í leðri ISK 34.900,- Breytt úrval áklæða og leðurs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.