Morgunblaðið - 23.05.2014, Side 33
in. Um þau var ekki rætt, aðeins
um félagið sem var Ólafi alltaf of-
arlega í huga. Aðeins einu sinni
bað hann mig að doka við eftir
stjórnarfund og ræða við sig und-
ir fjögur augu. Þá greindi hann
mér frá stöðu veikindanna og
framtíðarhorfum af fullri hrein-
skilni og æðruleysi, við tókumst í
hendur og lofuðum hvort öðru að
ræða þetta aldrei aftur, og það
gerðum við ekki.
Ólafur var sagnfræðingur að
mennt og kynnti sér vel sögu
Hins íslenska þjóðvinafélags sem
stofnað var 1871. Frá fyrsta fundi
leyndi sér ekki áhugi hans á hinu
aldna félagi og hann kom afar vel
í ljós þegar hann lagði til að félag-
ið tæki þátt í hátíðahöldum í til-
efni af 200 ára afmæli fyrsta for-
seta þess, Jóns Sigurðssonar,
bæði með stuttri ráðstefnu í há-
tíðarsal Menntaskólans í Reykja-
vík 17. júní og með útgáfu sér-
staks heftis af Andvara 2011 sem
helgað var Jóni. Það var verulega
ánægjulegt að mega taka þátt í
undirbúningi með Ólafi ásamt
öðrum í stjórn og fylgja eftir
þessu metnaðarfulla verkefni.
Þar kom vel í ljós hæfileiki hans
að geta unnið með öðrum og ót-
rautt að settu marki.
Stjórn Hins íslenska þjóðvina-
félags þakkar Ólafi samfylgdina,
sum okkar alla forsetatíð hans,
trausta stjórn og óbilandi áhuga
á framtíð félagsins.
Guðrún Kvaran, vara-
forseti Hins íslenska
þjóðvinafélags.
Vinur okkar Ólafur Ásgeirs-
son, fyrrverandi þjóðskjalavörð-
ur, er látinn og með honum er
horfinn einstakur maður. Ólafur
var skarpgáfaður og fróður um
svo margt. Þekking hans á sögu
okkar þjóða beggja var víðtæk,
djúp og kom stundum verulega
og skemmtilega á óvart. Hann
var og mikils metinn meðal koll-
ega sinna erlendis á sviði þjóð-
skjalavörslu. Minni hans var
ótrúlegt og hann kunni að miðla
skilningi sínum á stjórnmálum og
sögu, mönnum og málefnum
þannig að við urðum margs vís-
ari.
Ólafur var þó fyrst og fremst
traustur og hlýr vinur. Svo oft á
þeim 40 árum sem við höfum
þekkst hefur hann glatt okkur og
gert okkur lífið betra, skemmti-
legra og fyllra. Ólafur og Vil-
helmína voru höfðingar heim að
sækja og þær eru ómældar
stundirnar sem við og börnin
okkar, Edda og Friðrik, áttum
með þeim og þeirra börnum,
Dagmar, Ásgeiri og Elínborgu.
Ólafur var einnig frábær ferða-
félagi. Við eigum margar góðar
minningar af ferðum okkar með
þeim hjónum, m.a. ferðum um
hálendi Íslands ásamt prófessor
Guðmundi Eggertssyni. Þar kom
reynsla skátaforingjans oft að
góðum notum. Sérstaklega er
minnisstæð ferð að Kárahnjúk-
um sumarið 1999, þar sem við
gengum í veðurblíðu meðfram
hinum stórkostlegu Hafrahvam-
magljúfrum áður en þau voru
eyðilögð af mannavöldum.
Ólafur háði harða baráttu við
erfiðan sjúkdóm en hélt sinni sál-
arró og reisn til enda. Við erum
svo glöð að þau hjón skyldu koma
til okkar, ásamt Guðmundi, í
kvöldverð, aðeins tveimur vikum
áður en Ólafur lést. Ólafur lék á
als oddi og við nutum öll samver-
unnar.
Við erum þakklát fyrir allar
þær góðu stundir sem við áttum
með Ólafi á langri ferð. Hans
verður sárt saknað. Blessuð sé
minning hans.
Elsku Mína, Dagmar, Ásgeir,
Elínborg og fjölskylda. Innilegar
samúðarkveðjur til ykkar allra.
Jórunn Erla og Robert.
Góður drengur er það fyrsta
sem mér kemur í hug þegar ég
hugsa til Ólafs Ásgeirssonar sem
kvaddur er í dag langt fyrir aldur
fram. Ég naut þess að eiga hann
fyrir kennara, ráðgjafa, sam-
starfsmann, yfirmann og síðast
en ekki síst vin á þeim fjörutíu ár-
um sem liðin eru frá okkar fyrstu
kynnum. Það var skemmtilegt að
umgangast hann. Ólafur var
glettinn og frjór í hugsun, fróður
og ráðagóður.
Samleið okkar Ólafs byrjaði í
Menntaskólanum við Hamrahlíð
þar sem hann kenndi mér fé-
lagsfræði, þá nýlega útskrifaður
frá Háskóla Íslands með próf í
sögu og þjóðfélagsfræðum. Vin-
skapur okkar Ásgeirs bróður
hans og skólabróður míns, stuðl-
aði að kynnum okkar utan
kennslustofunnar. Þeir voru alla
tíð afar samrýndir bræðurnir,
stöðugt að bera saman bækur
sínar um alla hluti, og við vinir
Ásgeirs nutum þess.
Það sýndi sig snemma að Ólaf-
ur var efni í öflugan og röskan
stjórnanda. Hann var rétt þrítug-
ur þegar honum var falið að
byggja upp hinn nýja Fjölbrauta-
skóla á Akranesi. Ekki kynntist
ég mikið störfum hans þar, en
aldrei gleymi ég því þegar við Ás-
geir tókum þátt í að flytja búslóð
fjölskyldunnar upp á Skaga
haustið 1977, rúmlega tvítugir.
Við fengum flutningabíl til um-
ráða og klæddust bláum samfest-
ingum til að lifa okkur sem best
inn í hlutverkið. Þá voru engin
Hvalfjarðargöng en í staðinn
farnar nokkrar ferðir fram og til
baka með Akraborginni.
Haustið 1984 var Ólafur ráðinn
þjóðskjalavörður. Það var mikið
lán fyrir Þjóðskjalasafnið. Stofn-
unin hafði ekki náð að fylgja þeim
miklu breytingum sem orðið
höfðu í þjóðfélaginu og opinberri
skjalavörslu. Hún var í rauninni
stödd á nítjándu öld fremur en
þeirri tuttugustu þegar hann tók
við embætti. En nú urðu á næstu
árum mikil umskipti til hins
betra, þótt oft væri róðurinn
þungur að afla skilnings embætt-
ismanna og fjárveitingarvalds á
hlutverki og þýðingu safnsins.
Vorið 1992 var ég settur þjóð-
minjavörður til tveggja ára. Ólaf-
ur var þá formaður stjórnar
safnsins, þjóðminjaráðs. Saman
tókst okkur að hrinda í fram-
kvæmd ýmsum breytingum á
minjavörslunni og safninu sem ég
trúi að hafi verið til framfara..
Fjórum árum síðar var ég orð-
inn skjalavörður hjá Ólafi í Þjóð-
skjalasafni. Um sama leyti ákvað
ríkisstjórnin að gamla safnahúsið
við Hverfisgötu, sem þjóðskjala-
vörður hafði þá umsjón með,
skyldi fá nýtt og metnaðarfullt
hlutverk á sviði íslensks menn-
ingararfs. Var Ólafur skipaður
einn þriggja stjórnarmanna hinn-
ar nýju stofnunar, Þjóðmenning-
arhússins, sem tók formlega til
starfa vorið 2000. Ég var ráðinn
til að stýra þessu stóra verkefni.
Á ég margar ánægjulegar minn-
ingar frá samstarfi okkar á þess-
um árum. Ekki hefði það komist í
höfn með þeim glæsibrag sem
raun varð á án liðveislu Ólafs og
lifandi áhuga.
Þegar við hittumst síðast fyrir
nokkrum vikum var honum vel-
ferð og framtíð Þjóðvinafélagsins
ofarlega í huga, en forseti þess
merka félagsskapar var hann frá
1999. Ætluðum við að eiga spjall
um félagið fyrir Morgunblaðið.
Til þess vannst því miður ekki
tími. Í Andvara 2011 er ágæt rit-
gerð eftir hann um Jón Sigurðs-
son forseta og upphafsár Þjóð-
vinafélagsins. Ólafur var
vandaður fræðimaður og fundvís
á áhugaverð efni. Liggja eftir
hann mörg rit og ritgerðir sem
eru merkilegt framlag til ís-
lenskra fræða.
Guð blessi minningu hans.
Guðmundur Magnússon.
Ólaf sá ég fyrst í sagnfræðifyr-
irlestri í Háskóla Íslands. Það
eitt vissi ég þá um þann unga
mann að hann var kærastinn
hennar Mínu (Vilhelmínu), náms-
félaga míns í jarðfræði við sama
skóla. Kynni okkar Ólafs urðu
nánari árin 1971-́73 er við kennd-
um báðir sagnfræði við Mennta-
skólann í Hamrahlíð en síðan
varð vík á milli vina í nokkur ár.
Árið 1985 var Héraðsskjalasafn
Árnesinga formlega stofnað og
við þá gjörð reyndist nýskipaður
þjóðskjalavörður, Ólafur Ás-
geirsson, haukur í horni. Um
skipan Ólafs í það embætti hafði
háskólakennari og vinur okkar
Ólafs beggja, Björn Þorsteinsson
prófessor, þau orð – að fyrir þann
ágæta gjörning mætti fyrirgefa
þeim ráðherra marga yfirsjónina
í öðrum afgreiðslum. Björn var
fjölfróður og framsýnn og svo
reyndist í þessu mati því Ólafur
varð sem þjóðskjalavörður réttur
maður á réttum stað og tíma.
Haustið 1990 varð undirritaður
forstöðumaður þeirrar annexíu
Þjóðskjalasafns sem nefnist Hér-
aðsskjalasafn Árnesinga. Sam-
skipti við Þjóðskjalsafn Íslands,
þjóðskjalavörð og annað stars-
fólk þar urðu þá mikil. Forysta
Ólafs í þeim samskiptum mótað-
ist af víðsýni og öfgalausri stefnu-
festu. Oft gat hann líka verið
glettinn og fundvís á hið spaugi-
lega á þeim vettvangi. Þau 28 ár
sem Ólafur gegndi stöðu þjóð-
skjalavarðar urðu miklar breyt-
ingar í skipulagi og tækni á sviði
skjalavörslu. Oft mun þá hafa
reynt nokkuð á góða stjórnhætti
Ólafs því ugglaust hafa einhverjir
viðsemjenda verið nokkuð þungir
í taumi. Í samskipum við erlend-
ar systurstofnanir varð hann
ótvíræður frumkvöðull og kom
Þjóðskjalasafni Íslands þar í
flokk með fullri virðingu. Þrátt
fyrir veikindi síðustu árin varð
þess ekki vart í framkomu Ólafs.
Glaðlegu viðmóti sínu hélt hann
allt til lokadags þrátt fyrir grun
um að hverju stefndi. Horfinn!
Hvers vegna? Við þessari spurn-
ingu fást engin svör. Söknuður
eftir góðan vin og samferðar-
mann er nú sár en á ógenginni
slóð verður minningin um Ólaf
Ásgeirsson ætíð björt í huga mín-
um. Kæra Vilhelmína, ég votta
þér, börnum og barnabörnum
ykkar Ólafs og aðstandendum
öllum mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Björn Pálsson
fv. héraðsskjalavörður.
Góður vinur, Ólafur Ásgeirs-
son, hefur kvatt okkur, langtum
of snemma. Kynni okkar Ólafs ná
langt aftur eftir tuttugustu öld.
Snemma bar á honum á skáta-
þingum; fullur eldmóði steig
hann fram ungur piltur, einstak-
lega áhugasamur og óvenju vel
að sér. Við áttum síðar eftir að
starfa saman á sjöunda og átt-
unda áratugnum að leiðtogaþjálf-
un innan skátahreyfingarinnar.
Enn síðar áttum við samskipti á
fyrstu árum framhaldsskóla-
menntunar á Vesturlandi er skól-
arnir í bæjunum á Snæfellsnesi
stofnuðu framhaldsdeildir undir
hatti Fjölbrautaskóla Vestur-
lands á Akranesi þar sem Ólafur
var skólameistari. Kynnin jukust
til muna er við sátum saman í
stjórn Bandalags íslenskra skáta,
hann að lokum sem skátahöfðingi
og ég sem aðstoðarskátahöfðingi.
Við vorum um skeið æðstu
fulltrúar íslenskra skáta gagn-
vart alþjóðahreyfingunum tveim-
ur, kvenskáta og drengjaskáta,
og sem slík sóttum við nokkrar
minnisstæðar samkomur á er-
lendri grund, auk samstarfs
heima fyrir við stjórn hreyfingar
sem sinnti hlutverki sínu við lítil
efni en öflugt sjálfboðastarf. Þá
birtust mannkostir Ólafs skýrt,
yfirburðaþekking á markmiðum
og starfsháttum skátahreyfing-
arinnar en jafnframt hugulsemi
og hugkvæmni er sýna skyldi
þakklæti í verki með gjöfum,
heiðursmerkjum eða öðrum þeim
meðulum er hreyfingin hefur yfir
að ráða.
Ólafur tók við starfi þjóð-
skjalavarðar er faðir minn,
Bjarni Vilhjálmsson, lét af störf-
um. Ekkjunni móður minni sýndi
hann ræktarsemi og ég veit að
hann var hjúum sínum um-
hyggjusamur húsbóndi. Ég leit-
aði til hans eins og ég hafði áður
gert til föður míns um ráðgjöf og
yfirlestur á sagnfræðilegu efni.
Þar var hann hafsjór fróðleiks og
góðra ráða. Hann kom fram á
hvorum tveggja vettvangi,
Bandalags íslenskra skáta og
Þjóðskjalasafnsins, sem ótrauður
málsvari þannig að ekki mátti
skynja að þar færi fulltrúi smá-
þjóðar sem þyrfti að tjá sig á er-
lendri tungu og afsaka smæð
sína, enda var hann fljótlega val-
inn til alþjóðlegrar forystu. Orða
verður vant á tímamótum sem
þessum er bera skal fram þakkir
fyrir áralangt samstarf og vin-
áttu. Vilhelmínu, börnunum og
fjölskyldum þeirra vottum við
Halldór einlæga samúð.
Kristín Bjarnadóttir.
Mér þykir sérstaklega sárt að
þurfa að kveðja Ólaf vin minn Ás-
geirsson. Um nokkurt skeið var
þó orðið ljóst hvert stefndi þótt
ekki vildi ég viðurkenna það fyrir
sjálfum mér. Ég hélt í þá von að
senn myndi rofa til fyrir Ólafi og
honum myndu hlotnast góð ár
með sæmilegri heilsu. Ólafur var
maður afburðagreindur og vel að
sér, hnyttinn í tilsvörum og snar-
huga. Ekki síður þótti mér vænt
um hversu hlýr, traustur og ráða-
góður vinur hann reyndist.
Einkasamtöl okkar voru jafn-
an löng og fjörug enda kímnigáfa
okkar keimlík, sem og sýn okkar
beggja á sögu og samfélag.
Nokkrum sinnum slógum við
t.a.m. saman í kaffiboð fyrir sam-
starfsmenn okkar í ÞÍ í tilefni af-
mæla okkar 20. og 21. nóvember.
Voru kökurnar jafnan skreyttar í
fullu samræmi við skopskyn okk-
ar beggja. Ólafur fól mér ýmis
trúnaðarverkefni, bæði stór og
smá. Úrlausn þeirra var mér góð-
ur og dýrmætur skóli. Hugðar-
efni okkar voru almennt mjög
áþekk. Einkum varð okkur tíð-
rætt um óprentaðar heimildir til
sögu Íslands á 16. og 17. öld, og
þá þekkingu sem þær hafa að
geyma um menn og málefni. Tíð-
rætt varð okkur um hið óprent-
aða þrekvirki dr. Hannesar Þor-
steinssonar þjóðskjalavarðar,
Ævir lærðra manna, og mögu-
leika til þess að miðla þeirri þekk-
ingu sem dr. Hannes safnaði
saman.
Ólafur fól mér að fylgja úr
hlaði ýmsu því sem honum hafði
ekki auðnast að ljúka við vegna
veikinda sinna og þykir mér
óendanlega vænt um það traust.
Hann skildi eftir sig umtalsvert
magn uppskrifta af eldri heimild-
um sem gagnast gætu komandi
kynslóðum. Ólafur hafði mikil
áhrif á mig, og þá ekki aðeins sem
sagnfræðing og skjalavörð, held-
ur líka sem manneskju. Við Ólaf-
ur kynntumst vel og gagnkvæmt
traust einkenndi samskipti okk-
ar.
Sem stjórnandi og leiðtogi
treysti Ólafur fólki til verka og
var laus við óþarfa smámuna-
semi. Hann var gæddur frábæru
mannlegu innsæi og bar hag og
vellíðan fólks fyrir brjósti. Hann
var velgjörðarmaður minn og
lærifaðir á marga vegu sem og
fjölda annarra.
Í veikindum sínum hélt Ólafur
reisn sinni og hugrekki líkt og
sönnum höfðingja sæmdi. Hann
sló á létta strengi og stappaði
stálinu í aðra í kringum sig. Það
var ekki til í eðli Ólafs að barma
sér. Hann var bardagamaður,
kappi sem bauð dauðanum byrg-
inn. Ég mun ætíð halda merki
hans á lofti og vera honum þakk-
látur fyrir allt það sem hann gaf
mér og kenndi.
Mig langar að kveðja Ólaf með
hans eigin orðum frá árinu 1988,
er sjá má og lesa í I. bindi Sögu
Fróðárhrepps. Mér þykja þessi
orð nefnilega algerlega ná að
fanga þann vanda og lýsa þeim
takmörkunum sem saga vor býr
við: „Sagan eins og hún birtist
síðari kynslóðum er reyrð í viðjar
heimilda, þeirra brota úr lífi
manna sem varðveist hafa. Full-
komin tilviljun ræður því hvaða
heimildir hafa farið í glatkistuna
og hvaða nöfn eru enn þekkt.
Engum vafa er undirorpið að
fjöldi valinkunnra bænda fellur
óbættur hjá garði og verður aldr-
ei á nafn nefndur. Allmargir
nafngreindir menn verða senni-
lega þekktir fyrir það eitt að til-
tölulega ómerk skjöl, þar sem
þeir eru óvart nefndir á nafn,
hafa staðist tímans tönn. Sagan
er þó ekki síður greining á lífs-
baráttu og afrekum hinna nafn-
lausu.“
Gunnar Örn Hannesson.
Á löngum og farsælum starfs-
ferli sínum vann Ólafur Ásgeirs-
son að mikilvægum málum á
verksviði mennta- og menningar-
málaráðuneytisins. Aðeins 29 ára
gamall var hann ráðinn fyrsti
skólameistari Fjölbrautaskólans
á Akranesi, sem síðar varð Fjöl-
brautaskóli Vesturlands, og
gegndi því starfi í sjö ár. Hann
átti stóran þátt í að þróa þá
menntastofnun til framtíðar og
áhugi hans og þekking á skóla-
málum var ráðuneytinu mikill
stuðningur á þessum vettvangi
bæði meðan hann gegndi starfi
skólameistara og síðar.
Í lok árs 1984 var Ólafur skip-
aður þjóðskjalavörður og gegndi
því embætti í tæplega 28 ár eða
þar til hann lét af störfum af
heilsufarsástæðum 1. júní 2012
og hafði þá gegnt embættinu
lengur en nokkur annar í sögu
Þjóðskjalasafns Íslands.
Það var ljóst frá upphafi að
Ólafur vildi standa að umfangs-
miklum umbótum á skjalamálum
hins opinbera og þróun þeirra.
Ný lög um Þjóðskjalasafn Ís-
lands voru samþykkt 1985, og
undir hans forystu flutti safnið úr
Safnhúsinu við Hverfisgötu í hús-
næði þess á Laugavegi 162, þar
sem það starfar nú. Ólafi var afar
umhugað um varðveislu skjala og
þann fjársjóð sögunnar, sem þar
væri að finna, bæði hér á landi og
alþjóðavettvangi. Hann breytti
Þjóðskjalasafninu í framsækna
og nútímalega stofnun sem starf-
ar í alþjóðlegu umhverfi. Ólafur
var afar virkur í alþjóðlegu sam-
starfi skjalasafna og átti sæti í
framkvæmdastjórn Alþjóða
skjalaráðsins (ICA) um tíma og
gegndi formennsku í nefndum á
vegum þess, auk þess að vera
mjög virkur í samstarfi þjóð-
skjalasafna á Norðurlöndum,
sem er um margt til fyrirmyndar
um vel heppnað norrænt sam-
starf.
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
BARÐA FRIÐRIKSSONAR
hæstaréttarlögmanns,
Úthlíð 12.
Þuríður Þorsteinsdóttir,
Laufey Barðadóttir, Ævar Guðmundsson,
Margrét Barðadóttir,
Þorsteinn Barðason, Guðrún Þ. Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
LÓA ÞORKELSDÓTTIR
frá Álftá í Mýrasýslu,
til heimilis að Sléttuvegi 11
í Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn
16. maí.
Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. júní
kl. 13.00.
Fyrir hönd fjölskyldna okkar,
Björn Ólafur Hallgrímsson, Helga Matthildur Bjarnadóttir,
Heiðar Þór Hallgrímsson, Halldóra Margrét Halldórsdóttir.
✝
Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
LÚÐVÍK JÓNSSON,
Skólabraut 3,
Seltjarnarnesi,
lést mánudaginn 19. maí á Landspítalanum í
Fossvogi.
Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju
mánudaginn 2. júní kl. 13.00.
Hörður Lúðvíksson, Þórkatla Aðalsteinsdóttir,
Gunnar Lúðvíksson, Greta María Birgisdóttir,
Erna Lúðvíksdóttir, Erwin Glauser,
Helga Lúðvíksdóttir, Arnar H. Halldórsson,
afabörn og langafabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
JÓNÍNA VILBORG ÓLAFSDÓTTIR,
Engihjalla 25,
Kópavogi,
lést á heimilinu sínu mánudaginn 19. maí.
Útför hennar verður gerð frá Kópavogskirkju
föstudaginn 30. maí kl. 13.00.
Kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð.
Ólafur Ásmundsson,
Ásta Olsen,
Karl Olsen, Kristrún Sif Gunnarsdóttir
og ömmubörn.
SJÁ SÍÐU 34