Morgunblaðið - 23.05.2014, Side 27
27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014
Tjaldað Í fyrrasumar efndi Sirkus Íslands til söfnunar fyrir sirkustjaldi og í gær var nýja tjaldið, sem er 12 metra hátt og með bekki fyrir 400 manns, reist í fyrsta sinn við Ikea.
Þórður Arnar Þórðarson
Í dag er liðið eitt ár
frá því að ný ríkisstjórn
hóf sókn í þágu lands og
þjóðar eins og kveðið er
á um í stefnuyfirlýsingu
hennar. Leiðarljós rík-
isstjórnarinnar er bætt-
ur hagar heimilanna í
landinu og efling at-
vinnulífs með aukinni
verðmætasköpun í al-
mannaþágu. Á aðeins
einu ári hafa orðið gríð-
armiklar framfarir á fjölmörgum
sviðum.
Hagþróun og atvinnumál
4.000 ný störf (heil ársverk) hafa
orðið til frá því að ný ríkisstjórn tók
við. Það eru að jafnaði 11 störf á dag
eða 16 hvern virkan dag.
Hagvöxtur tók mikinn kipp síðast-
liðið haust. Hinn aukni hagvöxtur
seinni hluta ársins var langt umfram
spár og með því mesta sem þekkist
meðal iðnvæddra þjóða. Þess er nú
vænst að hagvöxtur aukist enn á
þessu ári og því næsta.
Verðbólga er komin niður fyrir við-
miðunarmörk Seðlabankans í aðeins
annað skipti í heilan áratug og í fyrsta
skipti hefur verðbólga haldist undir
viðmiðunarmörkum í nokkra mánuði
í röð. Afleiðingin er aukinn kaup-
máttur.
Kaupmáttur hefur aukist meira á
tímabilinu en nokkru sinni frá árinu
2007. Ætla má að kaupmáttur, það
hvað fólk getur keypt fyrir launin sín,
aukist nú hraðar á Íslandi en í nokkru
öðru Evrópulandi.
Atvinnuleysi fer enn minnkandi og
er nú í kringum 4% á sama tíma og
meðaltals atvinnuleysi á evrusvæðinu
er búið að ná nýjum hæðum í 12 pró-
sentum.
Ferðamönnum fjölgaði um 34%
fyrstu 4 mánuði ársins frá sama tíma-
bili í fyrra. Ný ríkisstjórn ákvað að
hverfa frá áformum síðustu rík-
isstjórnar um að hækka skatta á
ferðaþjónustu. Áformin voru talin
ótímabær því þau myndu draga úr
vexti greinarinnar og
skerða tekjur þeirra
sem selja ferðamönn-
um vörur og þjónustu
og þar með tekjur rík-
isins. Gjaldeyristekjur
af ferðaþjónustu eru
orðnar meiri en af sjáv-
arútvegi.
Fjárfesting hefur
aukist, ekki hvað síst
meðal smærri og með-
alstórra fyrirtækja.
Byggingariðnaðurinn
sem gengið hefur í
gegnum miklar þreng-
ingar er að taka við sér. Samkvæmt
samantekt Viðskiptablaðsins nema
þekkt verkefni, bara á sviði hót-
elbygginga í Reykjavík á næstu
þremur árum um 45 milljörðum
króna.
Aukin velferð
Jöfnuður hefur aukist þrátt fyrir
hraðan hagvöxt. Útlit er fyrir að Ís-
land haldi stöðu sinni sem það land
Evrópu sem er með lægst hlutfall
landsmanna undir lágtekjumörkum
eða í hættu á félagslegri einangrun.
Samkvæmt síðustu mælingu var hlut-
fallið 12,7% á Íslandi en meðaltalið í
ESB var 25%. Hvað varðar jafna
tekjudreifingu mælda með Gini-
stuðlinum var Ísland komið í þriðja
sæti árið 2013, einkum vegna hlut-
fallslegrar lækkunar hæstu launa en
nú er útlit fyrir að við getum styrkt
stöðu okkar með hækkun lægri og
meðallauna.
Barnabætur hækkuðu úr 7,5 millj-
örðum í 10,2 milljarða króna milli ára.
Það er þriðjungs aukning.
Tekjuskattur lækkaði um 5 millj-
arða, mest hjá millitekjufólki.
Framlög til velferðarmála hafa
verið aukin til mikilla muna. Skerð-
ingar á greiðslum til öryrkja og eldri
borgara sem teknar voru upp árið
2009 voru afnumdar og framlög til al-
mannatrygginga aukin um 9 millj-
arða eða 11%. Íslensk stjórnvöld hafa
aldrei sett jafnmikið fjármagn til fé-
lagsmála og á árinu 2014.
Framlög til heilbrigðismála voru
aukin um 6,8 milljarða að raunvirði
og ráðist í brýnar úrbætur á húsa- og
tækjakosti Landspítalans. Það var
ekki gert með auknum lántökum
heldur sparnaði annars staðar í rík-
iskerfinu, einkum í ráðuneytum.
Unnið er að undirbúningi uppbygg-
ingar þjóðarsjúkrahúss og eflingu
heilbrigðisþjónustu um allt land. Með
verkefninu „Betri heilbrigðisþjón-
usta“ er ætlunin að tryggja aðgang
allra Íslendinga að heilsugæslulækni.
Endurskoðun menntakerfisins hef-
ur þegar leitt til þess að hægt var að
hækka laun kennara í grunn- og
framhaldsskólum umtalsvert.
Þrátt fyrir þetta var hallalausum
fjárlögum skilað í fyrsta skipti frá
árinu 2007.
Nýsköpun, uppbygging
og byggðamál
Ný byggðaáætlun mun jafna tæki-
færi allra landsmanna til atvinnu og
þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að
sjálfbærri þróun byggðarlaga um
land allt. Sérstök áhersla verður lögð
á stuðning við svæði sem búa við
langvarandi fólksfækkun, atvinnu-
leysi og einhæft atvinnulíf.
Veiðigjaldinu var breytt til að hlífa
minni og meðalstórum fyrirtækjum.
Ljóst var að ef fylgt hefði verið gjald-
tökuaðferðum fyrri ríkisstjórnar
hefði mikill fjöldi sjávarútvegsfyr-
irtækja um allt land komist í þrot og
fótunum verið kippt undan byggð í
mörgum. Um leið hefði aukin hag-
ræðingarþörf valdið mikilli sam-
þjöppun í greininni. Þrátt fyrir breyt-
ingarnar hefur sjávarútvegur aldrei
skilað samfélaginu jafnmiklum
tekjum og á síðasta ári og fjárfesting
og vöruþróun hefur tekið við sér.
Unnið hefur verið að endurskoðun
fiskveiðistjórnunarkerfisins með það
að markmiði að hámarka tekjur sam-
félagsins af greininn um leið og
rekstrarumhverfi er tryggt og grund-
völlur sjávarbyggðanna er styrktur.
Áhersla ríkisstjórnarinnar á nýt-
ingu tækifæra á norðurslóðum og
gerð fríverslunarsamninga hefur
þegar sannað gildi sitt. Eitt stærsta
hafnafyrirtæki heims, Bremenports,
hefur undirritað samning um rann-
sóknir í Finnafirði með það að mark-
miði að byggja þar nýja heimshöfn.
Um allt norðanvert og austanvert
landið er verið að undirbúa fram-
kvæmdir til að nýta tækifæri kom-
andi ára.
Ráðist hefur verið í endurskoðun
regluverks með það að markmiði að
einfalda líf fólks, nýsköpun í atvinnu-
lífinu og rekstur fyrirtækja.
Hagræðingarhópur ríkisstjórn-
arinnar skilaði 111 tillögum um
hvernig spara mætti í ríkiskerfinu.
Nú er unnið eftir þeim og öðrum hag-
ræðingaráformum ríkisstjórnarinnar
í öllum ráðuneytum.
Samkeppnishæfni Íslands eykst nú
hröðum skrefum. Í nýbirtri mælingu
á samkeppnishæfni þjóða fór Ísland
upp um 4 sæti.
Rannsóknar- og nýsköpunarstarf
mun stóreflast með nýsamþykktri að-
gerðaáætlun ríkisstjórnarinnar og
Vísinda- og tækniráðs. Þar er gert
ráð fyrir verulegri aukningu rík-
isframlags til nýsköpunar og rann-
sókna (aukning upp á allt að 2,8 millj-
arða) og innleiðingu hvata fyrir
atvinnulífið sem skila muni tvöfaldri
þeirri upphæð til viðbótar. Með því
kemst Ísland í hóp þeirra fáu ríkja
sem verja yfir 3% af landsframleiðslu
til vísinda og nýsköpunar.
Heimilin
Fyrirheit ríkisstjórnarflokkanna
um aðgerðir í skuldamálum heim-
ilanna eru komin til framkvæmda.
Búið er að ljúka öllum liðunum 10 í
þingsályktunartillögu um aðgerðir
vegna skuldavanda heimilanna.
Sérfræðihópur ríkisstjórnarinnar
hefur skilað tillögum að því hvernig
afnema megi verðtryggingu á nýjum
neytendalánum og ríkisstjórnin hefur
samþykkt að hrinda áætluninni í
framkvæmd.
Skuldaleiðréttingu ríkisstjórn-
arinnar hefur verið hrint í fram-
kvæmd. Með því er komið til móts við
fólk með stökkbreytt verðtryggð
fasteignalán eftir fimm ára bið. Á síð-
asta kjörtímabili stóð til að skatt-
leggja heimilin til að greiða skuldir
gjaldþrota einkabanka. Nú er heim-
ilunum hjálpað að takast á við skuldir
sínar og á sama tíma greiða slitabú
hinna föllnu banka loks skatt eins og
eðlilegt er.
Með skattleysi séreignarsparnaðar
gefst fólki tækifæri til að greiða lán
sín niður enn meira. Þegar aðgerð-
irnar koma saman má gera ráð fyrir
að fólk geti fært niður lán sín sem
nemur allri verðbólgu umfram 2-3% á
árunum í kringum hrun.
Með tillögum að nýju húsnæð-
iskerfi er markmiðið að lækka hús-
næðiskostnað heimilanna og auð-
velda ungu fólki að eignast húsnæði.
Sérstök áhersla er lögð á að bæta
stöðu leigjenda og húsnæðis-
samvinnufélaga, með bættri rétt-
arstöðu, auknu framboði leiguhús-
næðis, skattalegum hvötum,
hagkvæmari fjármögnun og þar með
lægri leigu auk nýrra húsnæðisbóta
sem komi í stað vaxtabóta og taki mið
af tekjum en ekki búsetuformi til að
auka jafnræði.
Sumar
Það er ákaflega ánægjulegt að geta
sagt frá öllum þessum breytingum
sem hafa orðið til batnaðar á síðustu
tólf mánuðum. Þess má svo geta að
bætt vinnubrögð í þinginu urðu til
þess að stjórnarmeirihlutanum tókst
að afgreiða óvenjumörg mál á til-
settum tíma og aldrei hafa jafnmörg
þingmannamál fengið afgreiðslu, þar
á meðal mikill fjöldi stjórnarand-
stöðumála.
Við göngum því inn í sumarið
ánægð með veturinn um leið og við
búum okkur undir að gera enn betur
á næsta ári og hlökkum til að fagna
saman 70 ára afmæli lýðveldisins
hinn 17. júní. Ég óska landsmönnum
öllum góðs og heilladrjúgs sumars.
Eftir Sigmund Davíð
Gunnlaugsson » Það er ákaflega
ánægjulegt að geta
sagt frá öllum þessum
breytingum sem hafa
orðið til batnaðar á síð-
ustu tólf mánuðum.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson´
Höfundur er forsætisráðherra og
formaður Framsóknarflokksins.
Á aðeins einu ári